Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 35

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 35 3ar og nnar Morgunblaðid/Ámi Sæberg Frá fundi ríkisstjórnarinnar og formanna landssambanda ASÍ. Vinstra megin á myndinni eru Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Steingrimur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibals- son og Ólafur ísleifsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Hinum megin við borðið sitja Þórunn Svein- björnsdóttir, Guðríður Elíasardóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Óskar Vigfússon, Magnús Geirsson, Ari Skúlason, Ásmundur Stefánsson, Lára Jónsdóttir, Guðmundur Þ. Jónsson, Bragi Siguijónsson og Benedikt Davíðsson. Innfellda myndin er frá upphafi viðræðnanna í Borgartúni 6. tækja og fólks í atvinnurekstri til að draga úr margumræddum skatt- svikum? Svan Á þessum ári hefur verið ráðið í um það bil 20 nýjar stöður í skattkerfínu, meðal annars í því skyni að bæta innheimtu og herða eftirlit með skattgreiðslum. Raunar ekki einungis í atvinnurekstri held- ur einnig hjá einstaklingum. Erfítt er að meta tölulega áhrif þessa á skattskil, en þó virðast þau ótví- rætt hafa batnað á þessu ári. 3. Afkoma útflutningsgreina 3.1 Spurning: Hver yrði batinn í afkomu frystingar ef nafnvextir lækkuðu í 13V2% og raunvextir í 3V2%? Svar: Erfitt er að meta áhrif af lækkun nafnvaxta á afkomu fryst- ingar og sjávarútvegs yfírleii.t, enda hafa nafnvextir fyrst og fremst áhrif á greiðslustöðu fyrirtækja en ekki rekstrarafkomu. Lækkun raunvaxta hefur hins vegar áhrif á rekstrarafkomuna. Á grundvelli af- komureikninga Þjóðhagsstofnunar má.áætla að fyrir hvert prósentu- stig sem raunvextir lækka á inn- lendu iánsfé, sem er um fjórðungur af lánsfjámotkun sjávarútvegs, batni rekstrarafkoma sjávarútvegs um allt að 0,2%. 3.2 Spurning: Hve mörg frystihús væru með hallarekstur við þær að- stæður og hve mörgum þeirra verð- ur að veita sérstaka fyrirgreiðslu til þess að tryggja atvinnu í viðkom- andi byggðarlagi? Svan I Þjóðhagsstofnun er unnið að athugun á afkomudreifingu fyr-'* irtækja í sjávarútvegi, og má vænta þéss að niðurstöður þeirrar athug- unar liggi fyrir á næstu dögum. 3.3 Spuming: Hve mikið kostar hvert prósent í tilfærslu til frysting- ar? Svar: Áætlaðar tekjur frystingar á þessu ári eru um 16 miHjarðar króna. Hvert prósent í afkomu greinarinnar í hlutfalli við tekjur svarar því til um 160 milljóna króna. 3.4 Spuming: Hve mikill er halli þeirra 10 frystihúsa sem verst standa? Svar: Um svar við þessari spum- ingu gildir hið sama og um spum- ingu i lið 3.2. 4. Lægra verð 4.1 Spuraing: Hvað gæti verslun- arálagning lækkað ef nafnvextir lækkuðu í 13x/2% og raunvextir í 31/2%? Svar: Eins og fram kemur í svari við spumingu 3.1 eru áhrif af lækk- un nafnvaxta á afkomu fyrirtækja vandmetin, enda koma þessi áhrif fyrst og fremst fram í greiðslustöðu fyrirtækjanna. Á grundvelli af- komureikninga Þjóðhagsstofnunar má ætla að fyrir hvert prósentustig sem raunvextir lækka megi gera ráð fyrir a.m.k. 0,2% bata í afkomu verslunar- og þjónustugreina. 4.2. Spuraing: Hver gætu niður- færsluáhrifín á verð vöm og þjón- ustu að öðm leyti orðið af slíkri vaxtalækkun, mælt á kvarða fram- færsluvísitölu? Svar: í fyrsta lagi má nefna, að ef áhrif af lækkun raunvaxta um eitt prósentustig skv. lið 4.1. nýtt- ust að fullu til verðlækkunar gæti sú verðlækkun valdið rösklega 0,1% lækkun framfærsluvísitölu. í öðm lagi má nefna að bein áhrif vaxta- lækkunar á framfærsluvísitölu koma fyrst og fremst fram í hús- næðislið vísitölunnar. Sé miðað við að vextir af verðtrvggðum skulda- bréfum banka lækki um eitt pró- sentustig, þ.e. úr 9,1% í 8,1%, hefði það í för með sér u.þ.b. 0,3—0,4% lækkun framfærsluvísitölu. Þann fyrirvara verður að gera við svör við spumingum 4.1 og 4.2 að þess er því aðéins að vænta að verðlækkun verði f kjölfar vaxta- lækkunar að vaxtalækkunin leiði ekki til útgjaldaþenslu og aukinnar eftirspumar. 4.3. Spuraing: Hver yrðu verð- lækkunaráhrif þess að festa með- alálagningu í hveijum vömflokki sem hámarksálagningu? Svar: Að dómi Verðlagsstofnunar yrðu verðlækkunaráhrif aðgerðar af því tagi sem hér um ræðir afar óviss, enda er hætta á að slík ákvæði valdi óhagkvæmum inn- kaupum og hækkun innkaupsverðs. Álagning er misjöfn eftir greinum, og er að líkindum einna iægst í matvömverslun. Auk þess er dreif- býlisverslun, sem almennt er rekin með halla um þessar mundir, að jafnaði með hærri álagningu en verslun í þéttbýii. í niðurlagi bréfs forseta ASÍ er óskað eftir yfírliti um skiptingu nið- urskurðar opinberra framkvæmda eftir landshlutum. Þar sem ekki liggja fyrir endanlegar ákvarðanir um flárveitingar til framkvæmda á næsta ári ,er ekki unnt að svara þessari spumingu. Forsætisráðherra um samráðsfundinn: Líkur á samstöðu um nið- urfærslu hafa ekki aukist „ÞAÐ er ekki hægt að segja að fundurinn hafi aukið líkurnar á að viðtæk samstaða takist um niðurfærsluleiðina," sagði Þor- steinn Pálsson, forsætisráð- herra, eftir fund þriggja ráð- herra ríkisstj órnarinnar með formönnum landssambanda ASÍ í gær. Hann sagði að slík sam- staða væri lykilatriði ef niður- færsluleiðin ætti að heppnast og að hann hefði vonast til meiri árangurs af fundinum en raun varð á. „Það komu fram mismunandi sjónarmið hjá viðmælendum okkar. Sumir töldu útilokað að ræða þessa niðurfærsluleið launa og verðlags, aðrir að hún þurfí miklu nánari skoðunar við áður en hægt er að taka endanlega afstöðu," sagði for- sætisráðherra við fréttamenn að fundi afloknum. Hann sagði að ekki væri ljóst hvort annar samráðs- fundur yrði haldinn, það yrði að koma í ljós eftir fundi í ríkisstjóm-_ inni og miðstjóm ASÍ, sem fram eiga að fara í dag. Hann sagðist hins vegar vona að hægt yrði að halda samráði áfram. Þorsteinn sagði að samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar væru líkur á að hægt yrði að ná til um 80% launþega við niðurfærslu launa án mikiila átaka. Þetta væri eitt af stóru atriðunum sem þyrfti að meta en hefði kannski ekki verið rætt nægilega ennþá. Spenna sem gæti komið upp innan einstakra launþegafélaga gæti gert niður- færsluleiðina óframkvæmanlega og einmitt þess vegna hefði ríkisstjóm- in hafíð samráð við báða aðila að kjarasamningum. „Ég hef lagt á það áherslu og get gert það enn einu sinni að þetta er aðferð af því tagi sem kallar á býsna mikla sam- stöðu, ef hún á að heppnast." Fundurinn olli mér miklum vonbrigðum - segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ÁSMUNDUR Stefánsson forseti ASÍ segir að fundur formanna landssambanda ASÍ með ráð- herrum ríkisstjórnarinnar í gær- dag hafi valdið sér miklum von- brigðum. Á honum hefðu ráð- herrarnir í raun ekki haft neitt fram að færa en 9% launalækkun og tillögur þær sem ráðgjafar- nefndin hefði sett fram á sínum tíma. Vegna þessara málalykta er Ásmundur nú svartsýnn á að niðurfærsluleiðin geti gengið upp. „Það er alveg ljóst mál að ef á að taka á þessu máli af einhverri alvöru verður að gera það með víðtækum aðgerðum. Ekki með ein- hliða launaskerðingu. Slíkt er jafnfráleit leið eins og að grípa bara til gengisfellingar,“ segir Asmundur. I máli Ásmundar kemur fram að valið nú standi ekki um hvort al- menningur verði skotinn eða skor- inn. Valið hlýtur að standa um ein- hveija leið sem hægt er að lifa af með. „Ég var að vonast til þess að ríkis- stjómin hefði viljann til þess að taka af alvöru á vandanum. Éftir þennan fund sýnist mér slíkt ekki vera ljóst ef marka má viðbrögð ráðherrana á honum," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann sé alveg tvímælalaust svartsýnni nú en áður á að niðurfærsluleiðin geti gengið upp. Þeir í ASÍ hefðu vonast til þess að fyrir þennan fund yrði eitthvað lagt á borðið annað en lög á laun. Ekki hefði einu sinni fengist í gegn að elli-og örorkulífeyrisþegar fengju sína hækkun í þessum mánuði. Raunar hefði því verið borið við að slíkt myndi setja elli og örorkulffeyr- isþegana upp fyrir láglaunafólk þannig að til vandræða horfði. „Eina úrlausnin virðist vera að launþegar greiði 9% af launum sfnum til fyrirtækjanna sem þeir vinna hja'hvort sem þau standa illa eða vel. Tillagan um 9% launlækkun og lækkun verðlags um 3% á ein- hveiju tfmabili á móti þýðir að kaup- máttur lækkar um 6% frá því sem nú er. Rétt er í þessu sambandi að minna á að reiknað er með sömu þjóðarrtekjum í ár og þær voru í fyira“,segir Ásmundur. í máli Ásmundar kom fram að ASÍ forystan myndi nú ráða ráðum sínum í þessu máli en annar fundur með ráðherrunum var ekki ákveðinn. Vinnuskjal Þjóðhagsstofnunar um niðurfærsluleið: Um 40-45% launagreiðsla munu örugglega fylgja niðurfærslu í VINNUSKJALI sem Þjóðhagsstofnun lagði fram á fundi ASÍ og ráðherranna í gær kemur fram að ef niðurfærsluleiðin verður farin munu launagreiðslur 40-45% launþega nær örugglega fylgja henni. í 35-50% tilvika mun það fara að nokkra eftir markaðsaðstæðum hvort af niðurfærslu verði og í 10-20% verður erfitt, ef ekki ómögu- legt að hafa áhrif á hvort laun lækki eða ekki. eftirlit með niðurfærslunni. Er fjallað er um til hve stórs hóps launþega hugsanleg launa- lækkun geti náð segir í vinnuskjal- inu að 40-45% séu opinberir staifs- menn eða aðilar sem eru að veru- legu leyti undir eftirliti af hálfu hins opinbera svo sem landbúnaður og fiskveiðar. Þau 10-20% sem er- fitt er eða ómögulegt að hafa áhrif á eru þeir sem geta reiknað út laun sín einhliða. Síðan segir í vinnu- skjalinu: „Áhrif niðurfærslu á hin 35-50% fara að nokkru eftir mark- aðsaðstæðum, bæði á vöru- og vinnumarkaði. Hér skiptir auðvitað verulegu máli til hversu langs tíma er litið. Þegar fram í sækir má ætla að áhirf eftirspumar á launa- Helstu niðurstöður vinnuskjals- ins em að lækkun launa um 9% þann 1. október n.k. er talin leiða til 2-3% lækkunar verðlags á næstu 2-3 mánuðum. Niðurfærsla launa er talin geta náð til allt að 80-90% af vinnumarkaðinum ef vel tekst til samanber framangreint. Og af- koma botnfiskveiða og -vinnslu er talin batna um 5%, fara úr 6% halla í hlutfalli við tekjur í 1% halla. Hvað varðar verðáhrif af niður- færslu launa segir í vinnuskjalinu að erfítt sé að meta þau þar sem ekki verði byggt á reynslu í þeim efnum. Hinsvegar telur verðlags- stjóri að að áhrifín verði takmörkuð ef lækkun launa er ekki fylgt eftir með lagasetningu til að auðvelda þróun muni aukast þegar “sjokk- áhrif" niðurfærslunnar dvína." í þessu sambandi kemur fram að samkvæmt könnun sem gerð var á atvinnuástandi í apríl kom fram að Mtið hefur slegið á umframeftir- spum eftir vinnuafli frá því S októ- ber s.l. Þá var hún 3,5% en í aprfl 3,%. Umframeftirspum er mest S fískvinnslunni eða 7,5%. Um afkomu sjávarútvegsins em sett upp þijú dæmi auk grunndæm- is sem sýnir stöðuna S dag. í dæmi eitt er gert ráð fyrir beinni niður- færslu launa, það er að aflatengd laun séu lækkuð um 9% á skipta- verði afla seldum innanlands. Önnur laun en aflahluti sjómanna eru lækkuð með sama hundraðshluta. í þessu dæmi er einnig reiknað með helmings lækkun í launtengdri hlut- deild aðfanga. Síðan segir S vinnu- skjalinu: „Ef lífeyristrygginga-og slysatryggingargjöld og iðgjald til Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu felld niður í sjávarútvegi til viðbótar framangreindum forsendum, mundi sameiginleg afkoma botnfískveiða og vinnslu batna sem nemur einu prósentustigi. Þetta þýddi að af- koma greinarinnar stæði í járnurn." 1 dæmi tvö er reiknað 4,5% lækk- un fískverðs og 4,5% lækkun skipta- verðs innanlands auk_ sömu for- senda og S dæmi eitt. í dæmi þijú er einnig gert ráð fyrir sömu for- sendum og I dæmi eitt og að fis- kverð lækki um 5% en skiptaverð helst óbreytt. Af þessu kemur dæmi tvö best út fyrir sjávarútveginn. Sem dæmi má nefna að með þeirri leið færi frystingin úr 8% halla grunndæmisins í 3% og botnfísk- veiðar og vinnsla úr 6% halla í 1% halla. Af öðrum greinum sjávarútvegs má nefna að með dæmi tvö færi söltunin úr 2% hagnaði í 6,5% hagn- að og rækjuvinnsla færi úr 3% halla og í 2% hagnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.