Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSBOTI/JOVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Sýning íslensk fyrirtæki á matvælasýningu íParís FJOGUR íslensk útflutningsfyr- irtæki á sjávarafurðum munu verða með um 300 f ermetra veg- legt sýningarsvæði á alþjóðiegii matvælasýningunni SIAL í París dagana 17. til 21. október n.k. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu í ár og gætir áhrifa hennar á matvælamörkuð- Iðnaður Undirbúa útflutning hugbúnaðar FÉLAG islenskra iðnrekenda vinnur nú i samvinnu við Útflutn- ingsráð að því að koma islenskum hugbúnaði á erlendan markað. Að sögn Amþórs Þórðarsonar verk- fræðings hjá FÍI er talsverður áhugi fyrir hendi hjá mörgum islenskum hugbúnaðarfyrirtækj- um fyrir þvi að selja erlendis. „Við erum að vinna að þessu með sjö hugbúnaðarfyrirtækjum," sagði Arnþór. „í lok júni var haldið nám- ' skeið í stefnumótun og markaðssetn- ingu fyrir fyrirtækin. I byrjun sept- ember verður haldið annað náin- skeið. í sumar hafa FÍI og Útflutn- ingsráð safnað upplýsingum um ytra umhverfi fyrirtækjanna, markaðs- horfur og viðskiptareglur f nokkrum lðndum. Fyrirtækin hafa á sama tíma reynt að finna í hverju styrkleikur þeirra og veikleikar felast og fleira." Arnþór segir að meðal þess hug- búnaðar sem helst kemur til greina að flytja út megi nefna forrit fyrir fasteignasölur, lækna eða heilbrigði- skerfið, tannlækna, hótel og sér- hæfðan reiknihugbúnað sem til dæm- is háskólar geta notað. um um allan heim. Talið er að um 200 þúsund manns frá öllum heimshornum muni sækja sýn- inguna. SIAL matvælasýning er haldin annað hvert ár í Paris en á móti henni er önnur sýning sem haldin er í Köln í Vestur-Þýska- landi undir heitinu ANUGA að þvi er segir í frétt frá Útflutn- ingsráði Islands. Sendiráð íslands ásamt Útflutn- ingsráði munu á öðrum degi sýning- arinnar, þann 18. október, efna til sérstakrar móttöku fyrir helstu við- skiptavini fyrirtækjanna. Heiðurs- gestur við móttökuna verður Hall- dór Ásgrimsson, sjávarútvegsráð- herra. Útflutningsráð íslands og fulltrú- ar fslensku fyrirtækjanna annast undirbúning sýningarinnar en þau hafa fengið til liðs við sig þýska fyrirtækið AWIS til að sjá um hönn- un og byggingu á tveggja metra hæða sameiginlegum sýningarbás. Auk þess munu sum íslensku fyrir- tækjanna sýna á sérstöku svæði þar sem fram fer kynning á nýjum vöru- tegundum. Islensku fyrirtækin sem sýna að þessu sinni eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Sölu- stofhun lagmetis og Sjávarafurða- deild Sambandsins. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir aðilar kynna vörur sínar á sameiginlegu sýningar- svæði. Markmið hópsins er að kynna nýjar vörur, efla þau við- skiptasambönd sem fyrir eru og síðast en ekki síst að afla nýrra viðskiptasambanda. Sýningarsvæði SIAL nær yfir 116 þúsund fermetra og er í 5 höllum. Um 4000 fyrir- tæki kynna matvæli á sýningunni. Helmingur þeirra eru frönsk fyrir- tæki en hinn helmingurinn fyrir- tæki víðsvegar úr heiminum. ¦'..», --*>'''. ¦í ¦•> »'¦ UPPSTILLING — Þaðerekki sem hvernig vörum er stillt upp. Munað- arvaran skal vera í augnhæð en nauð- synjavaran ýmist hærra eða lægra, og ekki alltaf á sama stað svo að neytend- urnir geti ekki gengið að þeim á vfsum stað og lært þannig á verslunina að þeir leiði hjá sér munaðinn. Þetta er hluti af sölutækni í verslun sem Chris Monks frá Rowntree-Mackintosh (innfellda mynd- in) mun fjalla um nk. fimmtudag. Fræðsla Fundur um sölutækni KAUPMANNASAMTÖK Islands munu f samvinnu við Félag ísl. stórkaupmanna og íslensk- •ífl-lenda verslunarfélagið efna tíl fræðslufundar um sölutækni i verslun nk. fimmtudag, 8. sept- ember. Á fundinum verður fyrst og fremst fjallað um skipulag verslana, uppstillingu og niðurröðun í hillur. Leiðbeinandi verður Chris A. Monks, sölufulltrúi Rowntree- Mackingtosh í Bretlandi en hann er sérfræðingur á þessu sviði með margra ára reynslu að baki. Monks þekkir einnig vel til mála hér á landi eftir að hafa kynnt sér þau að eig- in raun sl. haust, að því er segir í frétt frá fundarboðendum. Fræðslufundurinn hefst kl. 15 og verður haldinn í fundarsal Kaup- mannasamtakanna í Húsi verslun- arinnar og þátttökuskráning fer fram á skrifstofu samtakanna. VIÐURKElvNlrMG — í síðustu viku heiðraði American Express, Ferðaskrifstofuna Útsýn fyrir 20 ára samstarf. Á myndinni sést William White, framkvæmdastjóri hjá American Express í London afhenda Helga Magnússyni, forstjóra Útsýnar, viðurkenningarskjal af þessu tilefni. Aðrir á myndinni eru þeir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri sölu- og rekstrarsviðs hjá Útsýn og Hans F.Baumeister, framkvæmda- stjóri hjá American Express í Frankfurt. Að sögn Helga Magnússonar hyggst Útsýn auka ennfrekar þjón- ustu American Express hér á landi og voru þau mál til umræðu á fundi í síðustu viku. Menntun Vinna verkefni innan al- þjóða viðskiptahagfræði Rætt við Guðjón Auðunsson og Ingólf Guðmundsson sem AALBORG Universitet Center, eða AUC, er yngstur af fimm háskólum í Danmörku. Skólinn var stofnaður árið 1974 og hefur aðsókn í hann aukist ár frá ári frá stofnun hans. Flestir nem- endur skólans stunda nám í verk- f ræði og viðskiptaf ræði, en einn- ig býður skólinn upp á nám í sjáv- arútvegsf ræðum og hafa nokkrir íslendingar nýtt sér það. Lang flestir Islendingar hafa lagt stund á verkfræðinám við skólann, enda hefur Tækniskóli íslands sér- stakan samning við AUC um að taka við nemendum sínum. Við skólann stunda nú um 5.000 manns nám og komast færri að en vilja. Á þessu skólaári stunda tveir fslend- ingar nám í rekstrarhagfræði við AUC, en það eru þeir Guðjón Auð- unsson og Ingólfur Guðmundsson. Morgunblaðið hafði samband við þá félaga til að forvitnast um skól- ann. „í hverju felst námið?" „Rekstrarhagfræðin (Cand. Merc.) er ein þeirra greina, sem AUC býður upp á og samsvarar það MBA-gráðu og er tveggja ára nám eftir að viðskiptafræðinámi er lok- ið", segir Guðjóri. „Innan rekstrar- hagfræðinnar er síðan hægt að velja á milli fimm sérgreina og er alþjóða eru við nám í Alaborg viðskiptahagfræðin (International Virksomhedsekonomi) nýjust þess- ara sérgreina og sú sem nýtur hvað mestra vinsælda. Segja má að Dan- ir hafi séð fyrir mikiklvægi þessarar menntunar, þar sem þekking á al- þjóðaverslun og viðskiptum eru að verða æ mikilvægari þáttur í starf- semi hvers fyrirtækis." „Er kennslufyrirkomulagið svip- að og annars staðar?" „Nei, kennslan er nokkuð frá- brugðin öðrum sambærilegum skól- um í nágrannalöndunum. Hverju námsári er skipt upp í tvær annir og fer kennslan fram á tvenns kon- ar hátt, þ.e. með hefðbundnum námskeiðum í fyrirlestrarformi og með því að nemendur gera verkefni tengt alþjóðaviðskiptum í því efni, sem er yfirskrift annarinnar. Verk- efriin eru yfírleitt gerð í hópvinnu tveggja til þriggja nemenda og eru unnin undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda. Á annarri önninni unnum við Ingólfur t.d. að skýrslu sem fjallaði um á hverng hátt lítil og meðalstór fyrirtæki á Norður- Jótlandi gætu aukið útflutning sinn, með samvinnu sín á milli og jafn- framt minnkað þann kostnað sem fylgir því að afla nýrra markaða", segir Guðjón. „Skýrslan hefur vakið SKÓLAFÉLAGAR — Þeir Guðjón Auðunsson (t.h.) og Ingólfur Guðmundsson stunda nú nám í rekstrarhagfræði við Aalborg Universitet Center í Danmörku. mikla athygli hjá verslunarráðinu í Álaborg og haía þegar tólf fyrir- tæki sem eiga aðild að ráðinu keypt skýrsluna. Náskeiðin tengjast einn- ig oftast beint þeim verkefnum sem nemendur vinna að, þó er yfirleitt prófað í þeim sérstaklega." „En hver eru þá höfumarkmið námsins?" , „Samkvæmt kennsluskrá er markmiðið að gera nemendurna færa um að skilgreina þá pólitísku og viðskiptalegu þróun, sem á sér stað í alþjóðamálum, sem og þróun- ina í einstökum löndum. í öðru lagi að nemendurnir geti skilgreint og metið möguleika einstakra fyrir- tækja á alþjóðmarkaði og í þriðja lagi að gera nemendurna færa um að gera langtíma markaðsáætlanir með tilliti til þeirra möguleika.sem fyrirtækin hafa á einstökum mörk- uðum", segir Ingólfur. „Markmið námsins virðist mikið miðað við alþjóðamarkaði, hvernig er kennslunni háttað í þeim efnum?" „Það-sem er sérstakt við þetta nám i Álaborg er það að á þriðju önn er gert ráð fyrir þvf að nemend- ur fari í starfsnám hjá alþjóðlegum fyrirtækjum eða stofnunum erlend- is í 3—5 mánuði. Danska utanríkis- ráðuneytið gerir nemendum þetta kleift með beinum fjárstyrkjum. En aðrir sjóðir og stofrianir veita einn- ig nemendum fyrirgreiðslu hvað þetta varðar. Við höfum valið að vinna að verkefni fyrir íslenska ráð- gjafafyrirtækið ICECON hf., sem er eitt þeirra íslensku fyrirtækja, sem eru farin að vinna að verkefna- öflun erlendis, þar sem íslensk tækniþekking er grundvöllur út- flutningsins", segja þeir félagarnir. Einnig tóku þeir fram, að nám eins og þetta ætti ekki að vera ís- lendingum síður mikilvægt en ná- grannaþjóðum okkar, þar sem fs- lendingar séu háðir verslun við aðr- ar þjóðir ásamt þeirri þróun sem aetti sér stað hjá hinurri ýmsu al- þjóðlegu stofnunum, sem og í við- skiptalöndum okkar. Aukin þekking á alþjóðaviðskiptum ætti einnig að gera íslendinga betur f stakk búna að mæta þeim breytingum, sem eiga sér stað í viðskiptaháttum, m.a. í þá átt að fyrirtækin verða sífellt meira aljþjóðleg og hafa tek- ið upp nýja og öflugari starfshætti við öflun nýrra markaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.