Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 38

Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, VlDSUFíi/ATVDffNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 íslensk fyrirtæki á matvælasýningu íParís FJÖGUR íslensk útflutningsfyr- irtæki á sjávarafurðum munu verða með um 300 fermetra veg- legt sýningarsvæði á alþjóðlegu matvælasýningunni SIAL í Paris dagana 17. til 21. október n.k. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu í ár og gætir áhrifa hennar á matvælamörkuð- Iðnaður Undirbúa útflutning hugbúnaðar FÉLAG íslenskra iðnrekenda vinnur nú i samvinnu við Útflutn- ingsráð að þvi að koma islenskum hugbúnaði á erlendan markað. Að sögn Arnþórs Þórðarsonar verk- fræðings þjá FÍI er talsverður áhugi fyrir hendi hjá mörgum islenskum hugbúnaðarfyrirtækj- um fyrir þvi að selja erlendis. „Við erum að vinna að þessu með sjö hugbúnaðarfyrirtækjum," sagði Amþór. „í lok júní var haldið nám- skeið í stefnumótun og markaðssetn- ingu fyrir fyrirtækin. í byijun sept- ember verður haldið annað nám- skeið. í sumar hafa FÍI og Útflutn- ingsráð safnað upplýsingum um ytra umhverfi fyrirtækjanna, markaðs- horfur og viðskiptareglur í nokkrum löndum. Fyrirtækin hafa á samatíma reynt að finna í hveiju styrkleikur þeirra og veikleikar felast og fleira.“ Amþór segir að meðal þess hug- búnaðar sem helst kemur til greina að flytja út megi nefna forrit fyrir fasteignasölur, lækna eða heilbrigði- skerfíð, tannlækna, hótel og sér- hæfðan reiknihugbúnað sem til dæm- is háskólar geta notað. um um allan heim. Talið er að um 200 þúsund manns frá öllum heimshomum muni sækja sýn- inguna. SIAL matvælasýning er haldin annað hvert ár í París en á móti henni er önnur sýning sem haldin er i Köln í Vestur-Þýska- landi undir heitinu ANUGA að því er segir í frétt frá Útflutn- ingsráði Islands. Sendiráð íslands ásamt Útflutn- ingsráði munu á öðmm degi sýning- arinnar, þann 18. október, efna til sérstakrar móttöku fyrir helstu við- skiptavini fyrirtækjanna. Heiðurs- gestur við móttökuna verður Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra. Útflutningsráð íslands og fulltrú- ar íslensku fyrirtækjanna annast undirbúning sýningarinnar en þau hafa fengið til liðs við sig þýska fyrirtækið AWIS til að sjá um hönn- un og byggingu á tveggja metra hæða sameiginlegum sýningarbás. Auk þess munu sum íslensku fyrir- tækjanna sýna á sérstöku svæði þar sem fram fer kynning á nýjum vöru- tegundum. Islensku fyrirtækin sem sýna að þessu sinni eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Sölu- stofnun lagmetis og Sjávarafurða- deild Sambandsins. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir aðilar kynna vörur sínar á sameiginlegu sýningar- svæði. Markmið hópsins er að kynna nýjar vörur, efla þau við- skiptasambönd sem fyrir eru og síðast en ekki síst að afla nýrra viðskiptasambanda. Sýningarsvæði SLAL nær yfír 116 þúsund fermetra og er í 5 höllum. Um 4000 fyrir- tæki kynna matvæli á sýningunni. Helmingur þeirra eru frönsk fyrir- tæki en hinn helmingurinn fyrir- tæki víðsvegar úr heiminum. UPPSTILLING — Þaðerekki sem hvemig vörum er stillt upp. Munað- arvaran skal vera í augnhæð en nauð- synjavaran ýmist hærra eða lægra, og ekki alltaf á sama stað svo að neytend- umir geti ekki gengið að þeim á vísum stað og lært þannig á verslunina að þeir leiði hjá sér munaðinn. Þetta er hluti af sölutækni í verslun sem Chris Monks frá Rowntree-Mackintosh (innfellda mynd- in) mun fjalla um nk. fimmtudag. Fræðsla Fundur um sölutækni KAUPMANNASAMTÖK íslands munu I samvinnu við Félag ísl. stórkaupmanna og íslensk- 'WHenda verslunarfélagið efna til fræðslufundar um sölutækni f verslun nk. fimmtudag, 8. sept- ember. Á fundinum verður fyrst og fremst íjallað um skipulag verslana, uppstillingu og niðurröðun í hillur. Leiðbeinandi verður Chris A. Monks, sölufulltrúi Rowntree- Mackingtosh í Bretlandi en hann er sérfræðingur á þessu sviði með margra ára reynslu að baki. Monks þekkir einnig vel til mála hér á landi eftir að hafa kynnt sér þau að eig- in raun sl. haust, að því er segir 1 frétt frá fundarboðendum. Fræðslufundurinn hefst kl. 15 og verður háldinn í fundarsal Kaup- mannasamtakanna í Húsi verslun- arinnar og þátttökuskráning fer fram á skrifstofu samtakanna. VIÐURKENNING — í síðustu viku heiðraði American Express, Ferðaskrifstofuna Útsýn fyrir 20 ára samstarf. Á myndinni sést William White, framkvæmdastjóri hjá American Express í London afhenda Helga Magnússyni, forstjóra Útsýnar, viðurkenningarskjal af þessu tilefni. Aðrir á myndinni eru þeir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri sölu- og rekstrarsviðs hjá Útsýn og Hans F. Baumeister, framkvæmda- stjóri hjá American Express í Frankfurt. Að sögn Helga Magnússonar hyggst Útsýn auka ennfrekar þjón- ustu American Express hér á landi og voru þau mál til umræðu á fundi í síðustu viku. Menntun Vinna verkefni innan al- þjóða viðskiptahagfræði Rætt við Guðjón Auðunsson og Ingólf Guðmundsson sem eru við nám í Álaborg AALBORG Universitet Center, eða AUC, er yngstur af fimm háskólum í Danmörku. Skólinn var stofnaður árið 1974 og hefur aðsókn í hann aukist ár frá ári frá stofnun hans. Flestir nem- endur skólans stunda nám í verk- fræði og viðskiptafræði, en einn- ig býður skólinn upp á nám i sjáv- arútvegsfræðum og hafa nokkrir íslendingar nýtt sér það. Lang flestir Islendingar hafa lagt stund á verkfræðinám við skólann, enda hefur Tækniskóli íslands sér- stakan samning við AUC um að taka við nemendum sínum. Við skóiann stunda nú um 5.000 manns nám og komast færri að en vilja. Á þessu skólaári stunda tveir íslend- ingar nám { rekstrarhagfræði við AUC, en það eru þeir Guðjón Auð- unsson og Ingólfur Guðmundsson. Morgunblaðið hafði samband við þá félaga til að forvitnast um skól- ann. „í hveiju felst námið?“ „Rekstrarhagfræðin (Cand. Merc.) er ein þeirra greina, sem AUC býður upp á og samsvarar það MBA-gráðu og er tveggja ára nám eftir að viðskiptafræðinámi er lok- ið“, segir Guðjón. „Innan rekstrar- hagfræðinnar er síðan hægt að velja á milli fimm sérgreina og er alþjóða viðskiptahagfræðin (Intemational Virksomhedsokonomi) nýjust þess- ara sérgreina og sú sem nýtur hvað mestra vinsælda. Segja má að Dan- ir hafi séð fyrir mikiklvægi þessarar menntunar, þar sem þekking á .al- þjóðaverslun og viðskiptum eru að verða æ mikilvægari þáttur í starf- semi hvers fyrirtækis." „Er kennslufyrirkomulagið svip- að og annars staðar?" „Nei, kennslan er nokkuð frá- brugðin öðrum sambærilegum skól- um í nágrannalöndunum. Hveiju námsári er skipt upp í tvær annir og fer kennslan fram á tvenns kon- ar hátt, þ.e. með hefðbundnum námskeiðum í fyrirlestrarformi og með því að nemendur gera verkefni tengt alþjóðaviðskiptum í því efni, sem er yfirskrift annarinnar. Verk- efnin eru yfírleitt gerð í hópvinnu tveggja til þriggja nemenda og eru unnin undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda. Á annarri önninni unnum við Ingólfur t.d. að skýrslu sem fjallaði um á hvemg hátt lítil og meðalstór fyrirtæki á Norður- . Jótlandi gætu aukið útflutning sinn, með samvinnu sín á milli og jafn- framt minnkað þann kostnað sem fylgir því að afla nýrra markaða", segir Guðjón. „Skýrslan hefur vakið mikla athygli hjá verslunarráðinu í Álaborg og hafa þegar tólf fyrir- tæki sem eiga aðild að ráðinu keypt skýrsluna. Náskeiðin tengjast einn- ig oftast beint þeim verkefnum sem nemendur vinna að, þó er yfírleitt prófað í þeim sérstaklega." „En hver eru þá höfumarkmið námsins?“ „Samkvæmt kennsluskrá er markmiðið að gera nemenduma færa um að skilgreina þá pólitísku og viðskiptalegu þróun, sem á sér stað í alþjóðamálum, sem og þróun- ina f einstökum löndum. í öðm lagi að nemendumir geti skilgreint og metið möguleika einstakra fyrir- tækja á alþjóðmarkaði og í þriðja lagi að gera nemenduma færa um að gera langtíma markaðsáætlanir með tilliti til þeirra möguleika, sem fyrirtækin hafa á einstökum mörk- uðum“, segir Ingólfur. „Markmið námsins virðist mikið miðað við alþjóðamarkaði, hvemig er kennslunni háttað í þeim efnum?" „Það sem er sérstakt við þetta nám í Álaborg er það að á þriðju önn er gert ráð fyrir því að nemend- ur fari í starfsnám hjá alþjóðlegum fyrirtækjum eða stofnunum erlend- is í 3—5 mánuði. Danska utanríkis- ráðuneytið gerir nemendum þetta kleift með beinum Qárstyrkjum. En aðrir sjóðir og stofnanir veita einn- ig nemendum fyrirgreiðslu hvað þetta varðar. Við höfum valið að vinna að verkefni fyrir íslenska ráð- gjafafyrirtækið ICECON hf., sem er eitt þeirra íslensku fyrirtækja, sem eru farin að vinna að verkefna- öflun erlendis, þar sem íslensk tækniþekking er grundvöllur út- flutningsins“, segja þeir félagarnir. Einnig tóku þeir fram, að nám eins og þetta ætti ekki að vera ís- lendingum síður mikilvægt en ná- grannaþjóðum okkar, þar sem fs- lendingar séu háðir verslun við aðr- ar þjóðir ásamt þeirri þróun sem ætti sér stað hjá hinurri ýmsu al- þjóðlegu stofnunum, sem og í við- skiptalöndum okkar. Aukin þekking á alþjóðaviðskiptum ætti einnig að gera íslendinga betur í stakk búna að mæta þeim breytingum, sem eiga sér stað í viðskiptaháttum, m.a. í þá átt að fyrirtækin verða sífellt meira aljþjóðleg og hafa tek- ið upp nýja og öflugari starfshætti við öflun nýrra markaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.