Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 39 Flugfélög Mikill hagn- aðurhjá AerLingus ÍRSKA ríkisflugf élagfið, Aer Lingus, hefur kunngert, að hagnaður á rekstri félagsins hafi aukizt um 90% á síðasta rekstrarári miðað við árið þar á undan. Hagnaður af starfsemi félagsins erlendis og þá einkum af hótelrekstri þess í Bretlandi, Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um, átti drjúgan þátt í þessari góðu afkomu. Þetta er talinn mikill sigur fyrir David Kennedy, sem senn lætur af störfum sem aðal framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, en hann hefur gegnt þeirri stöðu í 14 ár. Hann hefur verið mikill hvatamaður þeirrar stefnu, að Aer Lingus yrði rekið á sem breiðustum grundvelli og starfsemi félagsins yrði ekki bara bundin við flugið. Mikill hagnaður varð samt á flugrekstri félagsins ekki síður en öðrum deildum þess. Farþegum fjölgaði um 17% og 9 flugleiðum var bætt við þær, sem fyrir voru. Átti það rót sín að rekja til stefnu Evrópubandalagsins um aukið frelsi í farþegaflugi. SALA — Rekstrartap Norsk Data á fyrri helmingi ársins er rak- ið að mestu til minnkandi sölu innanlands vegna samdráttar hins opin- bera. Búast forráðamenn fyrirtækisins við yfir 60 milljón n.kr. hagn- aði síðari helming ársins. Bankar Endurskipu- lagninghjá DnC DnC (Den norske Creditbank), einn helzti banki Noregs, hefur kunngert róttækar breytingar á skipulagningu sinni. Bankanum verður nú skipt í fjórar deildir í stað fimm áður. Er ætlunin. að lánastarfsemi bankans á sviði skipaflutninga og olíuvinnslu verði sett undir þá deild, sem fer með iðnaðarmál og á Harald Arnkværn að verða yfirmaður hennar. Jafnframt verður skipt um menn í mörgum mikilvægum ábyrgðarstöðum innan bankans. Enn er ekki ár liðið, síðan um- Fyrirtæki Á FYRRA helmingi yfirstand- andi árs varð tap á rekstri norska tölvufyrirtækisins Norsk Data, og er það í fyrsta skipti í 21 árs sögu félagsins að það er ekki rekið með hagnaði. Alls nam tap- ið fyrir skatta á þessum sex mánuðum 122 milljónum norskra Peningamarkaðir Vaxtahækkanir í Vestur-Evrópu SEÐLAB ANKAR viða í Vestur- Evrópu hækkuðu forvexti sína fyrir skömmu. Varð vestur-þýzki seðlabankinn fyrstur til með því að hækka vexti um 0,5%. Var því lýst yfir af hálfu bankans, að þessi ráðstöfun væri gerð til þess að tryggja stöðu marksins gagn- vart Bandríkjadollar. Seðlabank- ar Frakklands, Ítalíu, Sviss og Austurríkis fylgdu svo í kölfarið. Frakklandsbanki hækkaði for- vexti sína um 0,25% en seðla- bankar hinna landanna um 0,5% Vextimir voru hækkaðir, eftir að ljóst var, að samræmdar aðgerð- ir seðlabanka í Vestur-Evrópu og Kanada og Bandaríkjunum til að stemma stigu við hækkandi gengi dollarans höfðu farið út um þúfur. í kjölfar vaxtahækkunarinnar fylgdi skorinorð áminning frá Karl Otto Pöhl, bankastjóra vestur- þýzka seðlabankans um, að stjóm peningamála í Vestur-Þýzkalandi myndi grípa til frekari aðgerða, ef með þyrfti, til að hindra áfram- haldandi hækkun dollarans gagn- vart markinu. „Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari lækkun marksins,“ sagði Pöhl. Bætti hann því við, að áframhaldandi lækkun marksins gagnvart dollar gæti spillt bæði fyrir baráttunni gegn verðbólgunni í Vestur-Þýzkalandi og fyrir þeirri viðleitni að koma á betri jöfnuði í milliríkjaviðskiptum. Sér í lagi mætti búast við því, að viðskipta- jöfnuður Bandaríkjanna yrði á ný afar óhagstæður, ef markið yrði látið lækka enn meira gagnvart dollamum. Með þessari vaxtabreytingu varð hagstæðara en áður að varðveita fé í vestur-þýzkum mörkum. Afleið- ingamar létu heldur ekki á sér standa, því að markið hækkaði strax gagnvart dollamum á alþjóð- legum peningamarkaði. króna (um 830 millj. ísl. kr.), en á sama tímabili i fyrra varð 179 milljóna NKr (um 1270 millj. ísl. kr.) hagnaður á rekstrinum. Þegar skýrt var frá þessum halla á rekstrinum tók Terje Mikalsen stjómarformaður ND fram að grip- ið hefði verið til ýmissa aðgerða til að draga úr kostnaði, og spáði hann því að um 65 milljóna NKr (um 442 millj. ísl. kr.) hagnaðUr yrði á rekstrinum á síðari helmingi ársins. Rekstrartapið stafar aðallega að af skyndilegu og óvæntu hruni eft- irspumar á innanlandsmarkaði. Rolf Skar aðalforstjóri Norsk Data segir að enginn hafi getað séð fyrir að norsk yfirvöld stöðvuðu öll frek- ari kaup vamarmálaráðuneytisins á tölvubúnaði eða að borgaiyfirvöld í Olsó skæru niður útgjöld sín fyrir næstu tvö árin um tvo milljarða norskra króna (um 13,6 milljarða ísl. kr.). Taldi Rolf Skar ólíklegt að horfur á innanlandsmarkaði bötnuðu næstu tvö árin að minnsta kosti. Þótt innanlandsmarkaðurinn í Noregi hafi bmgðizt í ár, er ekki sömu sögu að segja um útflutning- inn. Mikil aukning hefur orðið í sölunni til útlanda, eða um 40% miðað við sama tíma í fyrra. En það nægir ekki til að bæta upp tap- ið heima fyrir. Mest var aukningin á sölunni til Vestur Þýzkalands, og fast á eftir koma Bretland, Svíþjóð og Danmörk. Heimild: Wali Street Journal og Financial Times. SIEMENS Bakað, steikt og glóðarsteikt á mettíma! Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. MÍCROWELLE PLUS frá Siemens ■T7^&*Z1*** ***** SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 fangsmiklar skipulagsbreytingar fóru fram hjá DnC í kjölfar 1.5 milljarðs n. kr. tap (rúml. 10 millj- arðar ísl. kr.) á lána- og verðbréfa- viðskiptum bankans. Sérstaka at- hygli vekur nú, að Eskil Vogt verð- ur yfirmaður fjárfestingalánadeild- ar DnC. Hann var áður einn af bankastjórum Christiania Bank, sem er einn helzti keppinautur DnC. Fyrsta rekstrartapið Í21 árhjá NorskData MANEX HÁR- VÖRURNAR HAFA SÉRSTÖÐU Próteinbætti Manex hárvökvinn samanstendur af 22 amínósýrum sem inni- halda nægilega lítil mólikúl til að komast inn í hárslíðrið og næra hárrótina með hreint undraverðum árangri. Virkni próteinbætta hárvökvans er ótvíræð: ' Hárvökvinn stöðvar hárlos í allt að 100% tilvika. / Flasa hverfur í 100% tilvika. /í 73% tilvika hefur Manex hárvökvinn endurheimt hár / / / í hársverði þar sem lífsmark er enn með hárrótinni. Með því að bæta hár- vökvanum í permanent festi, næst langvarandi ending permanents í þunnu hári. Próteinbætti Manex hár- vökvinn dregur úr exemi í hársverði. Hárvökvinn lífgar og styrkir hár sem er þurrt og slitið eftir efnameðferð. Manex hárlcckninga- vörumar samanstanda af sjampó, hárnceringu, vítamín- töflum og próteinbcettum hárvökva og fást á flestum rakara- og hársnyrtistofum um land allt. HEILDSÖLUBIRGÐIR ntbrosi ambrosia UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SfMl 680630
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.