Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Fjárfestum í trú á framtíðina - segir Geir Zoega framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunnar FRAMKVÆMDIR upp á um 100 milljónir króna standa nú yfir við loðnubræðsluna i Krossanesi. í byggingu er nýtt hús utan um verksmiðjuna sem tilbúið verður nm miðjan vetur. Þá er unnið að uppsetningu nýs mjölblöndunar- kerfis inni i verksmiðjunni sem tekið verður i notkun að ári liðnu. Framkvæmdir við það hafa þá staðið hátt í fjögur ár. Nýja mjölblöndunarkerfið er samansett í Krossanesi og hafa hlutar í það verið pantaðir viða að, t.d. frá Þýskalandi, Danmörku og Siglu- firði. Að sögn Geirs Zoega fram- kvæmdastjóra Krossanesverk- smiðjunnar er reynt að velja það besta frá hveijum framleiðanda og kaupin þar af leiðandi mjög hagstæð miðað við að kaupa allt kerfið frá einum aðila. Geir sagði að rekstur Krossanes- verksmiðrjunnar, eins og annarra loðnubræðslna, hefði verið mjög erf- iður síðustu þrjú árin. Markaðsað- stæður hefðu verið þannig að tekjur hefðu farið síminnkandi vegna verð- lækkunar. „Fyrir um tíu árum var verið að selja próteineininguna af mjöli á 9,50 til 10,50 dollara og ton- nið af lýsi fór á 480 til 510 dollara. Á vertíðinni í fyrra fór tonnið af lýsi á 150 til 300 dollara og mjöltonnið fór á 6 til 8 dollara svo það er eigin- lega furðulegt að nokkur verksmiðja skuli ennþá vera uppistandandi. Doll- arinn var miklu sterkari í þá daga og olían að sama skapi ódýrari. Vinnslukostnaðurinn var þó meiri og nýting öll miklu lélegri. Vélakostin- um hefur fleygt fram til lækkunar reksturskostnaði og sú er ástæðan fyrir því að verksmiðjumar hafa staðið þessa miklu verðlækkun af sér. Mat eigenda Krossanesverk- smiðjunnar er að vera ekki í sam- keppni við niðurgreitt jurtaprótein enda ekki framtíð í því. Þó að rekst- urinn sé ekki í lagi eins og er, erum við að fjárfesta í trú á framtíðina og lítum í því sambandi til fóðurfram- leiðslu til fískeldis- og loðdýrarækt- ar. Við teljum að þetta fjögurra ára flárfestingarplan skili sér vel. Einn liðurinn I þessu er 26% eignarhluti Krossanesverksmiðjunnar í ístess hf., sem flytur fóður meðal annars til Noregs og Færeyja, og síðan vinn- um við hörðum höndum að markaðs- setningu fískeldismjöls og fískeld- islýsis til annarra fiskeldisfóðurfram- leiðenda úti í heimi. Sú vinna er að byija að skila árangri núna þó fulls- nemmt sé að spá neinu ennþá um þróun mála. Þetta er langtímaáætlun og búið er að spenna bogann hátt, en við lifum í góðri trú á að áætlun- in gangi upp. Hinsvegar er afskap- lega erfitt að standa í miklum fram- kvæmdum þegar rekstrarafkoman leyfír það ekki. Þó teljum við meiri áhættu felast í því að sitja aðgerðar- lausir," sagði Geir. Undir eðlilegum kringumstæðum tvöfaldar Krossanesverksmiðjan aflaverðmætið þegar búið er að selja hráefnið úr landi. Með öðrum orðum er hráefnisverðið helmingur á við afurðaverðið þó þau skipti sveiflist á milli ára eftir því hvað loðnuskipin heimta til sín, að sögn Geirs. Verk- smiðjumar gerðu ekki mikið án hrá- efnis og því væru skipin í töluverðri lykilaðstöðu. Á síðustu vertíð bárust til Krossanesverksmiðjunnar um 50.000 tonn af loðnu og sagði Geir Morgunblaðið/Rúnar Þór Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Krossanesverksmiðjunni. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar seg- ir að verulega hafi hallað á reksturshlið hennar á síðustu árum, en telur að betra sé að fara í upp- byggmgu og markaðsleit erlendis heldur en að sitja aðgerðarlaus heima og bíða eftir að úr rætist. að menn vonuðust í ár að fá þetta 10.000 tonn á mánuði þannig að alls bærusttil verksmiðjunnar um 60.000 tonn. Hann sagði að von væri á Finn- um til Akureyrar í lok vikunnar til viðræðna um veruleg kaup á físki- mjöli. Fyrirtækið sem um ræðir notar um 5.000 tonn af fiskimjöli á ári sem er um þriðjungur þess magns, sem Krossanes framleiðir á ári. Geir sagði að Finnamir væru ekki þeir einu, sem væru á leiðinni til viðræðna við Krossanes um fískeldisfóður, heldur væru aðilar annars staðar að einnig á leiðinni, meðal annars tveir stórir framleiðendur í Bretlandi. Geir sagði að eftir erfíða tíma undanfarin ár, sæju þeir Krossanes- menn ljósu punktana í tilverunni. „Við sjáum fram á að það er að birta til yfír rekstrinum, en það birtir ekki endanlega fyrr en skipin halda á miðin. Stærsta málið fyrir verksmið- umar er að samið verði við Græn- Sigursveit karla á sjóstangaveiðimótinu er frá Akureyri. Frá vinstri að telja eru Stefán Einarsson, Jóhann Einarsson, Matthías Einarsson og Karl Jörundsson. lendinga um þeirra hluta í loðnukvót- anum. Samningur er á milli Norð- manna og íslendinga um að okkar skip fái að fara til Jan Mayen og Norðmenn fái með leyfí íslendinga að koma inn í íslenska landhelgi. Ef gerður yrði svipaður samningur við Grænlendinga, fengju íslendingar sennilega að fara inn í grænlenska lögsögu og Grænlendingar inn í okk- , ar lögsögu þegar loðnan færði sig ' nær okkur. Þetta myndi gera okkar loðnuflota kleift að byija vertíð mun fýrr og þar af leiðandi fæm loðnu- bræðslumar að snúast fýrr," sagði Geir. í fyrra bauð Krossanesverksmiðj- an upp á töluvert hærra verð en út- gefíð hafði verið og sagði Geir það hafa einungis verið gert til að ýta á eftir skipunum að fara út. Ekki væri það á döfínni nú þar sem aðstæður væm aðrar. Veiðin væri einfaldlega engin og því þýddi lítið að ýta á eft- } ir skipunum með slikum ráðum. Við höldum okkur við það verð, sem menn ræða nú um, þetta 3.100 til 3.300 krónur fyrir tonnið. Hækkunin nemur því um 40% á milli ára. Geir sagði óvíst hvemig loðnuverðið kæmi til með að halda sér á mörkuðum þar sem eftirspum eftir mjöli væri lítil og verð á niðurleið. Sjóstangaveiðimót á Akureyri: Karlmenn frá Akureyri og konur frá Eyjum náðu bestum árangri ÁRLEGT sjóstangaveiðimót Sjó- stangaveiðifélags Akureyrar fór fram dagana 2. og 3. september og var óvepjugóð aðsókn. Þátt tóku 64 sjóstangaveiðimenn og -konur. Keppendur voru þó ekki nægilega ánægðir með veður á Eyjafjarðarsvæðinu og bar veiðin þess merki. Hún var dræm miðað við það sem gengur og gerist á slíkum mótum. Bræla var sérstak- lega mikil seinni dag mótsins. Heildaraflinn nam 4.489 kg, en að sögn Júlíusar Snorrasonar, for- manns SJÓAK, telur hann meðalmót vera um 6 tonn. Sigursveitina skip- uðu Akureyringamir Karl Jömnds- son, Matthías Einarsson, Jóhann Einarsson, og Stefán Einarsson, með tæp 347 kg. Aflahæstur einstaklinga var Karl Jörundsson með rúm 148 Morgunblaðið/Rúnar Þór. Tvö umferðar- óhöpp um helgina TÍU ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur um helgina. Auk þeirra urðu tvö umferð- aróhöpp og voru ökumenn i báðum tilvikum grunaðir um ölvun við akstur. Fyrra umferðaróhappið varð hjá Bifreiðastöð Norðurlands við Hafnarstræti aðfaranótt laugar- dags. Þá ók bifreið á kyrrstæðan tengivagn, sem geymdur var hjá stöðinni. Nokkuð sást á bílnum, en ökumaður slapp ómeiddur. Aðfaranótt sunnudags varð síðan árekstur tveggja bifreiða í Kaup- vangsstræti og var ökumaður annarrar bifreiðarinnar grunaður um ölvunarakstur. Meiðsl urðu engin og skemmdir á bílum frem- ur litlar. kg. Garðar Jóhannsson, Reykjavík, náði öðru sætinu og Kristmundur Bjömsson, Akureyri, því þriðja. Afla- hæsta sveit kvenna kom frá Vest- mannaeyjum og fískaði hún alls 296 kg. Hana skipuðu Elínborg Bemód- usdóttir, Alda Harðardóttir, Helga Tómasdóttir og Freyja Önundardótt- ir. Aflahæst kvenna í einstaklings- keppni var^Freyja með rúm 106 kg, Friðrikka Amadóttir, Akureyri, náði öðru sætinu og Alda hafnaði í þriðja sætinu. Úrslit í hinum einstöku greinum urðu eftirfarandi: Valdimar Gunnars- son, Akureyri, náði stærsta þorskin- um, Bogi Sigurðsson náði stærstu ýsunni, Rúnar Andrason, Akureyri, stærsta ufsanum, Helga Tómasdótt- ir, Vestmannaeyjum, stærsta karfan- um, Kristmundur Bjömsson, Akur- eyri, stærsta steinbítinum, Ægir Geirdal, stærstu lúðunni, Freyja Ön- undardóttir, Vestmannaeyjum, stærsta kolanum, Hörður Runólfs- son, Vestmannaeyjum, fékk stærstu iýsuna og Alda Harðardóttir, Vest- mannaeyjum, fékk bæði stærstu keil- una og stærsta marhnútinn. ■Lokahóf mótsins fór fram á Hótel KEA á laugardagskvöld og þar vom jafnframt afhentar viðurkenningar. Næsta sjóstangaveiðimót fer fram um hvítasunnuna á vegum Sjó- stangaveiðifélags Vestmannaeyja, og þamæst er komið að ísfirðingum . í byijun júlí á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.