Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 46
46 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 SIEMENS VHS myndbandstæki FM560 Lárétt stjórnborð, HQ- tækni, 14 daga upptöku- minni f. 4 þætti, 32 stöðva minni, sjálfvirkur stöðva- leitari, hraðupptaka, myndleit í báðar áttir á níföldum hraða, endur- tekning myndskeiðs, þráðlaus fjarstýring, raka- vörn ásamt öðru. Verð 31.900,- Sjónvarpsmyndavél FA108 Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðarlítil og aðeins 1,27 kg. 8 mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1/1500 sek. (gottf. íþróttaupptök- ur) o. m. fl. Verð 82.990.- SMrTH& I NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 TJöfóar til XI fólks í öllum starfsgreinum! MULTI- PLAN 12.-15. september ÁÆTLANAGERÐ, TÖLULEG ÚRVINNSLA OG SAMANBURÐUR ÓLÍKRA VALKOSTA ERU DÆMIGERÐ VERKEFNI MULTIPLAN Multiplan er mest notaði töflureiknir á íslandi og þótt víða væri leitað. LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson. TÍMI OG STAÐUR 12.-15. septemþer kl. 13.30-17.30 í Ánanaustum 15. SÍMI: 621066 Meðfærileg og öflug rafsuðutæki Power Inverter 250 og 315 eru afar'öflug, jafn- straums-rafsuöutæki til pinna- og tig-suöu. Power Inverter rafsuöutækin eru 3ja fasa, 380 volt og vega aöeins um 28 kg. Þau eru miklu meðfærilegri en eldri tæki af sama styrkleika. Hafðu samband við sölpmenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 Eru hvalveiðar okkar Islend- inga löglegar? eftir Magnús H. Skarphéðinsson Margan íslendinginn undrar hvers vegna heimurinn stendur svona á öndinni gegn veiðum á þessum örfáu hvölum sem við slátr- um sumar hvert hér á landi. En það er ekki að undra þegar litið er á hvert helsta fóður fjölmiðla á mál- inu er. Sovéskari getur hvalaum- ræðan hér heima varla verið. Koma helst aldrei að kjama málsins. (Þetta fer nú að verða móðgun við Sovétið. Sjálfsgagnrýnin þar er víða kominn fram úr okkur vestan- búum.) Eftirspurninni eftir „réttum“ fréttum að sjálfsögðu fullnægt Sjónarhóll fjölmiðlanna og neyt- enda þeirra, áður en málið sjálft og reiði alheimsins gagnvart okkur er athuguð, er oftast þetta sjálfs- elska, þægilega en mannlega þema: Við höfum rétt fyrir okkur. Við erum sanngjamir. Við erum að veija sjálfsákvörðunarrétt okkar sem smáríkis. Og við förum full- komlega að lögum. En er þetta nú svona fallegt allt saman? Ef betur er að gáð kemur ýmislegt annað í ljós. Ég hef miklar efasemdir um að lagalega hliðin standist dagsljósið. Og það gera fleiri en ég. Ég ætla ekki að þreyta lesendur á röksemdum mínum og annarra hvalavina gegn hvalveiðum á til- fínningalegum forsendum. Þær höf- um við margoft útskýrt og ætti því ekki að þurfa að endurtaka þær. Þ.e.a.s. fyrir þá sem á annað borð hafa lagt eitthvað á sig til að kynna sér andstæð sjónarmið þessa vonda máls okkar Islendinga. En ég er farinn að halda að þeir séu mun færri en ég hélt í fyrstunni. Það eru fleiri rök en tilfínninga- leg sem rekur okkur hvalavini heimsins út í þetta andóf. Þetta er líka barátta fyrir virðingu við al- þjóðasamþykktir sem ríki skuld- binda sig til af ýmsum ástæðum. Við íslendingar höfum fram að þessu undirgengist fjórar mismun- andi alþjóðasamþykktir um að hætta að drepa stórhvalina hér við land. Samt veiðum við þá. Þess verður þó að geta að misjafnlega sterkar eru þessar samþykktir í málinu gegn hvalveiðunum. Enginn getur í einlægni efast um að gegn anda þeirra allra erum við að bijóta. Umræddar samþykktir eru eftir- taldar: Alþjóðasamþykktirnar fjórar sem við Islendingar erum að brjóta a. Stofnsáttmáli Alþjóðahval- veiðiráðsins frá árinu 1947. Hann kveður m.a á um að aðild- arríki skuldbindi sig til að veiða ekki úr friðuðum stofnum. Þar er líka gamalt ákvæði sem enginn hafði veitt eftirtekt þar til fyrir skömmu. Ákvæði sem segir að veiða megi einstök hvaldýr í vísindaskyni. Þetta ákvæði er að mínu mati ekki bara sjálfsögð grein í sáttmála ráðsins heldur einnig bráðnauðsyn- legt. Segjum sem svo að rökstuddur grunur kæmi upp um alvarlega veirusýkingu í t.d. steypireyðar- stofninum, sem er alfriðaður í dag, þá yrði að fá að veiða eitt eða fleiri dýr til að rannsaka hið sanna í málinu, til síðan að reyna að koma dýrunum til hjálpar með einhveijum raunhæfum ráðstöfunum. Undir þetta ákvæði troðum við íslend- ingar nú öllum sömu gömlu hagnaðarhvalveiðum okkar, og seljum afurðirnar til Japans eins og ekkert hafi í skorist. Nema hvað við skiljum ekkert í því hvers vegna flestar siðaðar þjóðir eru sífellt að fjargviðrast út af þessu sem okkur fínnst ekkert vera. b. Samþykkt umhverfismála- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1972 í Stokkhólmi. Þar var samþykkt tíu ára hval- veiðibann sem tæki gildi hið fyrsta. ísland greiddi þessari samþykkt atkvæði sitt. Síðan var þetta tíma- bil skorið niður í fjögur ár í með- förum Alþjóðahvalveiðaráðsins, að hætti hvalveiðiþjóðarklúbbsins sem þar réð ríkjum til skamms tíma. c. Samþykkt ársfundar Al- þjóðahvalveiðiráðsins frá 1882. Hann kvað á um algera fríðun hvalastofna heimsins árið 1986 til 1990 til að byija með. ísland bók- aði ekki mótmæli gegn þessari sam- þykkt innan 90 daga og var þar með orðið skuldbindandi aðili að banninu. d. Hafréttarsáttmáli Samein- uðu þjóðanna frá 1980. Hann kveður upp úr um að hval- ir jarðarinnar (miklar fartegundir eins og það er kallað þar, sem eru m.a. hvalir sem flakka um efna- hagslögsögu fleiri en tveggja ríkja) séu sameign jarðarbúa. Það er þess vegna sem landlukt ríki, eins og t.d. Sviss, eru að skipta sér af hvalveiðum okkar íslendinga í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem og víðar að sjálfsögðu. Þetta er ekki okkar einkaeign eins ogt.d þorskur- inn hér við land. Þó ég hafí aldrei almennilega getað skilið þetta eign- arréttartal okkar mannanna á hin- um og þessum dýrastofnum eða landsvæðum jarðarinnar. Hafréttarsáttmálinn kveður skírt upp úr með það að aðildarríkjum hans beri skilyrðislaust að virða ýtrustu samþykktir viðeigandi al- þjóðastofnana um vemdun sjávar- spendýra. (Sjá m.a. greinar 64, 65, 120 og fl.) í þessu tilfelli sam- þykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fádæma vanvirðing ráðherrans við þjóðarþingið Að auki samþykkti Alþingi ís- lendinga 23. febrúar 1983 algera friðun hvalanna við ísland, þetta fyrrgreinda fjögurra ára tímabil 1986-1990, með 29 atkvæðum gegn 28 á sögulegum kvöldfundi þess. Óvirðing sjávarútvegsráðherrans við æðstu samkundu þjóðarinnar í þessu máli er slík að engu tali tek- ur. Það gengi ekki lítið á í flestum alvömlýðræðisríkjum ef ráðherra hundsaði lög lögggjafarvaldsins eða gæfí samþykktum þess langt nef, eins og hér á landi er að verða sjálf- sagt mál. Sjávarútvegsráðherrann fer sínu fram hvað sem á gengur. Sjómarskrá lýðveldisins má sín lítils gegn ofurvaldi ráðherrans. Þrígre- ining ríkisvaldsins er orðin meira en lítið afvegaleidd hér, eins og Vilmundur Gylfason margbenti réttilega á hér forðum, við sorglega litlar undirtektir. Hvernig- væri ef allir höguðu sér eins og við íslendingar gerum? Ég verð að játa það að ég hef séð framtíðarbúsetu mannsins á þessari litlu plánetu alheimsins í öðm og skuggsælla ljósi síðan ég gerði mér betur grein fyrir öllum alþjóðalögbrotunum í kringum hval- veiðamar okkar. Það væri gjörsamlega óbúandi á þessari plánetu færu allar þjóð- ir heims með alþjóðasamþykktir sínar eins og við Islendignar ger- um i hvalamálinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.