Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRHWUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
47
*
Magnús H. Skarphéðinsson
„Það eru fleiri rök en
tilfinningaleg sem rek-
ur okkur hvalavini
heúnsins út í þetta and-
óf. Þetta er líka barátta
fyrir virðingTi við al-
þjóðasamþykktir sem
ríki skuldbinda sig til
af ýmsum ástæðum."
Menn geta bara rétt ímyndað sér
hvernig sambúðin á hnettinum yrði
ef þjóðir heims túlkuðu flesta samn-
inga sína út og suður eftir að hafa
skrifað undir þá. Hugsum okkur
t.d. alla afvopnunarsamningana.
Samninga sem eru svo ótrúlega
flóknir að endalaust væri hægt að
þvælast í ranghölum og útúrsnún-
ingum á þeim. Svona eða hinsegin
væri túlkun þessara eða hinna
ríkjanna á samningunum $ það og
það sinnið. Skítt með heimsbyggð-
ina; við förum ekki að láta aðra
segja okkur fyrir verkum heima hjá
okkur, segði þessar þjóðir rétt eins
og við íslendingar gerum, þegar
kæmi að fækkun gereyðingarvopn-
anna.
En mér er spurn. Hvað erum við
fslendingar þá að þvælast í þessum
alþjóðastofnunum ef við ætlum ekki
að fara eftir neinum samþykktum
þeirra sem ganga gegn stundar-
hagsmunum okkar í hitt eða þetta
skiptið? Er ekki miklu hreinlegra
að koma beint fram og vera ekki
að lofa neinu. Til þess þá meðal
annars að þurfa ekki að standa f
þessu stanslausa stappi með smygl-
aðar hvalaafurðir út um allan heim?
Þessar líka miklu afurðir. Það er
áætlað að hvalaafurðir vertíðarinn-
ar sem var að ljúka færi þjóðarbú-
inu sem svarar 0,25% útflutnings-
tekna okkar. Borgar þetta nú sig?
Menn verða að fara að svara þess-
ari spurningu af alvöru hið fyrsta,
áður en málið kemst í enn meira
óefni en komið er nú þegar.
Og hvað gætum við sagt
ef Bretamir færu að veiða
í landhelginni aftur?
, Á sömu forsendum finnst mér
að Bretar og Þjóðverjar hefðu rét
á að koma hingað nú og hefja veiði
aftur í fiskveiðilandhelginni „okk-
ar". Þeir túlkuðu þessa samninga
eftir sínu höfði, eins og við gerum,
og færu að veiða hér aftur þorsk
og karfa og hvaða tegundir sem
eftirlifandi eru eftir einokunar„-
verndun" okkar íslendinga á þeim
undanfarin ár. Það yrði ekki mikið
vandamál fyrir þá að finna nafn á
þetta. Þetta væri að sjálfsögðu allt
saman í vísindaskyni, eða bara eitt-
hvað annað enn fáránlegra. Hvað
gætum við sagt þá? Lítið. Þá hittu
spjótalögin okkur sjálfa illilega.
Nei, þetta getur ekki gengið
svona miklu lengur. Við verðum að
gera okkur það ljóst, að ef við
ætlum að gista þessa plánetu ein-
hverjar aldir í viðbót þá verðum
við að skapa miklu meírí virðingu
fyrir alþjóðalögum og alþjóða-
samþykktum en er í dag. Við ís-
lendingar höfum gert okkur seka
um að vanrækja það í hvalfriðunar-
málum mjög ótæpilega. Sviksemin
« og óheiðarleikinn er fádæma. Við
erum nógu góð til að sitja í sæl-
legri sveit og þiggja allan afrakstur
efnahagslögsögunnar, sem hafrétt-
arsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
færir okkur á silfurfati. A meðan
við getum ekki staðið við smámál
sem ekkert er. Að stöðva hvaladráp-
in, sem við höfum marglofað á al-
þjóðavettvangi, og skiptir þjóðar-
búið nánast engu máli. Ekki er það
heldur slæm fjárhagsstaða hval-
veiðieinokunarfyrirtækisins sem
krefst þessarar óþrjótandi veiði.
Við lifum á fágætum tímum.
Réttur smárflds er tJB
Að lokum vil ég benda öllum
góðum íslendingum á þá staðreynd
að við sem þetta skrifum og lcsutn
núna lifum á afskaplega sérstökum
tímum í heimssögunni. Við lifum á
þeim tímum þegar réttur smáríkja
gagnvart stórríkjum má sín ein-
hvers. Og að til eru í sumum sam-
félögum okkar fyrirbærið mann-
réttinda- og einstaklingsfrelsi.
Þetta er sjaldgæft, mjög sjaldgæft
í sögu menningar okkar siðmennt-
uðu dýranna.
Mannkynssagan er stanslaus
saga kúgunar og yfirgangs risaríkj-
anna yfir smáríkjunum og stans-
lauss mannréttindatraðks. Alla tíð.
En nú á seinni hluta tuttugustu
aldarinnar stendur sá undarlegi tími
yfir að smáríki hafa nokkurn rétt
á landabréfinu, og mannréttindi og
frelsi einstaklingsins eru sums stað-
ar til. Rök þjóða og ríkja gilda yfir-
leitt meira í dag en aflsmunur þeirra
á vígvellinum. Og málfærslur ein-
staklinga eru á mörgum stöðum
algengari en hnefarétturinn. Þetta
er einstakt.
Það kostaði ekki lítið að koma
þessari hef á. Margar þjóðir hafa
þurft að greiða fyrir þennan ávinn-
ing og réttindi okkar miklar fórnir.
Okkur sem lifum á níunda áratug
tuttugustu aldarinnar. Því ríður á
að alþjóðasamþykktir séu virtar
sem allra allra mest. Þær eru
bjargvættur og verndarskjöldur
okkar smáríkjanna framar nokkru
öðru í dag.
Smáríkin ættu sist
allra ríkja að brjóta
alþjóðasamþykktir
Það ætti síst allra að standa á
smáríkjunum að standa við alþjóða-
samninga. Líf þeirra og þjóðmenn-
ing byggist fyrst og fremst á því
að þessi hefð réttlætisins og heiðar-
leikans haldist sem allra mest og
sem allra lengst.
Hitt er víst, að nægir eru risarn-
ir sem vildu flestar þessar sam-
þykktir burtu. Þær hefta útrásar-
þörf þeirra og olnbogarými veru-
lega. Og þessi gósentími smáríkj-
anna gæti varað skamma stund.
Við skulum ekki sitja þeim megin
veislunnar þar sem flestir vilja al-
þjóðastofnanir og alþjóðalög feig.
Því þótt í flóknara samhengi sé
erum við að storka sjálfstæði okkar
og þjóðfrelsi til langs tíma litið.
Viljum við það? Við skulum gera
það upp við okkur áður en lengra
er haldið út á þessa braut. Þetta
eru líka atriði sem við þurfum að
gera upp við okkur, hagsmuni okk-
ar og samvisku, áður en það verður
um seinan.
Höfuadur er meðlinmr í Hvala-
vinafélagi íslands.
Bundið slit-
lag á götur
í Búðardal
Búðardal.
LAGNING bundins slitlags í Búð-
ardal hefur verið undirbúin und-
anfarnar vikur. Skipt hefur verið
um jarðveg, niðurföll sett og
annað sem tilheyrir lagningunni.
Þetta er mikið verk og kostnaðar-
samt en umhverfið gjörbreytist og
hlýtur að gleðja þá sem að þessu
standa. íbúar þorpsins verða að
greiða sinn hlut og er gjaldið reikn-
að eftir fasteignamati hvers húss.
Það er dýrt að búa í dreifbýlinu en
því fylgja líka kostir sem hver og
einn verður að meta.
Verktakafélagið Tak hf. f Búð-
ardal og Borgarverk í Borgarnesi
vinna verkið.
- Kristjana
SKOLAVORUR
Verslun á tveimur hæöum
Kaupvangsstræti 4 Töpnrraau
sími 26100 Akureyri BOKVAL
SKOLA;
REIKNIVELAR
Verslun á tveimur hæöum
Kaupvangsstræti 4 TOpnrraau
sími 26100 Akureyrí BOKVAL
RITVELAR
Kaupvangsstræti 4 rornvaexi
sími 26100 Akureyri BOKVAL
Kennsla
hefst
20. september
Byrjenda- og framhalds-
flokkar frá 5 ára aldri.
Innrítun og allar upplýs-
ingar ísíma 611459 frá
kl. 10.00-15.00daglega.
Aíhending skírteina fer
fram ískólanum
laugardaginn 17. sept. frá
kl. 14.00-16.00.
LETT
Royal
Academy
ofDancing
kennslukerfi
BALLETTSKÓLI
Guðbjargar Björgvins
íþróttahúsinu
Seltjarnarnesi.
Félag ísl. listdansara.
Þegar þú innleysir spariskírteini
í Búnaðarbankanum færðu
trausta leiðsögn í peningamálum
Ljúnaðarbankinn veitir alla þjónustu við innlausn á spari-
skírteinum ríkissjóðs, kauþ á nýjum sþariskírteinum eða val á öðrum
sþamaðarleiðum.
Bankinn annast innlausn sparískírteina í öllum afgreiðslustöðum
sínum, en nú í seþtember eiga margir eigendur sþariskírteina kost, á
að innleysa þau.
Sérfrœðingar bankans veita góð ráð í þeningamálum. í mörgum
tilvikum er tvímælalaust rétt að innleysa sþariskírteini og huga að
kauþum nýrra skírteina eða öðrum sþarnaðarkostum. í 'óðrum
tilvikum kemur til álita aðfresta innlausn.
Við bendum þeim sem innleysa sþarískírteini
sín á eftirfarandi sparnaðarkosti.
1. Gullbók og Metbók sem báðar gáfu mjög
góða raunávöxtun áfyrra árshelmingi.
2. Bankabréf Búnaðarbankans til 2-5 ára með
9,25% raundvöxtun d ári.
3. Ný sþariskírteini ríkissjóðs sem fást í
Búnaðarbankanum. Þau eru til 3-8 ára
og gefa 7-8% raunávöxtun.
Bankinn hefur oþnað nýja afgreiðslu í
Hafnarstræti 8, 1. hœð, sem annast viðskiþti
með Bankabréf Búnaðarbankans og sþari-
skírteini. Leitaðu ráðgjafar í traustum banka.
BUNAÐARBANKI ISLANDS
Frumkvæði - Traust