Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 RÆÐUMENNSKA OG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. september ki. 20.30 á Sogavegi 69. Aliir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÖRIMUIUARSKÓUIMIM % Konráö Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" Sérmeirkjum ölglös LmJ Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eða eftir ykkartillögum! Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411 Minning: Þorsteinn Björgvinsson skipasmíðameistari Þorsteinn Björgvinsson skipa- smíðameistari í Stykkishólmi lést föstudaginn 26. ágúst sl. eftir harða og erfiða baráttu við þann sjúkdóm sem flesta fellir í dag. Veikindi Þor- steins höfðu reynt mjög á þennan hógværa og trausta dreng sem allt til síðustu stundar vildi leggja gott til mála. Hann tókst á við erfíð veik- indi með sama yfirvegaða hætti og hann tókst á við önnur verkefni sem forsjónin lagði honum á herðar. Þor- steinn fæddist 19. júlí 1944, þriðji elstur af ellefu systkinum, sem sjá nú á eftir bróður sínum. Foreldrar Þorsteins voru Björgvin Þorsteinsson skipasmiður, sem lát- inn er fyrir tíu árum, og Alexía Pálsdóttir sem er búsett í Stykkis- hólmi og heldur heimili með yngstu dætrum sínum. Þeir sem til þekkja hafa jafnan minnst þess með aðdáun hve samheldni hefur einkennt þessa stóru fjölskyldu, sem hefur safnast saman á Víkurgötunni, treyst þar Qölskylduböndin og notið samveru og hollráða í foreldrahúsum. Slíkar §ölskyldur eru homsteinar hvers bæjarfélags og samfélagsins sem heildar. I umróti hversdagsins og hraða líðandi stundar er mikils virði fyrir unga sem eldri að eiga öruggt skjól og athvarf. Þess mun Þorsteinn hafa notið í foreldrahúsum og síðar á eigin heimili. Starfsvettvangur Þorsteins var í Stykkishólmi. Hann lærði skipa- smíðar í Skipasmíðastöðinni Skipavík í Stykkishólmi og vann þar lengst af, fyrst sem nemandi og sveinn og síðar sem verkstjóri, en réðst síðar til Rækjuness hf. þar sem hann sá um framkvæmdir og útgerð- arstjóm. Öll störf Þorsteins ein- kenndust af yfírveguðum vinnu- brögðum og ömggri framgöngu sem skapaði honum traust samstarfs- manna, jafnt yfirmanna sem undir- manna. Eins og að framan er getið lærði Þorsteinn skipasmíðar og er hann meðal margra iðnaðarmanna sem lokið hafa iðnnámi í Stykkis- hólmi. Hann sýndi menntunarmálum iðnaðarmanna og rekstri Iðnskóla Stykkishólms mikinn áhuga og tók þátt í að leggja á ráðin við að styrkja stöðu framhaldsnáms og hverskonar verknáms í bænum. Kynni mín af Þorsteini hafa eink- um orðið í tengslum við samstarf okkar að atvinnumálum og bæjar- málum. Þorsteinn var traustur fylgismað- ur og þátttakandi í þeim samstillta hópi, sem starfað hefur að stjórn bæjarmála í Stykkishólmi sl. fjórtán ár. Hann átti sæti á framboðslista sjálfstæðismanna og óháðra við bæjarstjómarkosningamar 1982 og 1986. Sem varabæjarfulltrúi lagði hann áhugamálum sínum og annarra lið og var jafnan traustur og hollráð- ur. Hann átti sæti í hafnarstjóm Stykkishólmshafnar en hafnarmálin og rekstur dráttarbrautarinnar vom honum umfram annað sérstakt áhugasvið á vettvangi bæjarmála. Þá starfaði hann í ráðgjafarnefnd á vegum atvinnumálanefndar vegna útgerðar og kvótamála. Samstarfs- menn Þorsteins á vettvangi bæjar- mála minnast hans með söknuði og þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf. Eftirlifandi kona Þorsteins er Rut Meldal, dóttir þeirra sæmdarhjóna Valtýs Guðmundssonar bygginga- meistara og Ingunnar Sveinsdóttur húsfreyju í Stykkishólmi. Þorsteinn og Rut eiga þrjá syni; Björgvin sem stundar nám í verkfræði við Há- skóla íslands; Rúnar Má sem lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Laugarvatni sl. vor og Hreiðar Inga tíu ára, sem er heima við nám í grunnskóla. Fjölskyldan sér á eftir ástkærum föður og má nú treysta á það vega- nesti, sem hann hefur veitt þeim og miðlað. Er ekki að efa að synirnir munu með stuðningi móður sinnar takast á við lífið með þeim hætti, sem gott heimili hefur nú þegar lagt grunn að og augljós manndóms- merki drengjanna gefa til kynna að þeir hafí getu til. Með þessari kveðju vil ég og fjöl- skylda mín senda Rut, sonunum þremur, Alexíu, systkinum Þorsteins og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng og gegnan borgara mun lifa. Sturla Böðvarsson Kennsla hefst mánudaginn 19. sept. Fjölbreytt og skemmtileg kerfi fyrir alla aldurshópa. Innritun og upplýsingar í síma 38360 frá kl. 14-18. Afhending skírteina í skólanum laugar- daginn 17. sept. frá kl. 13-16. Ballettskóli jk s? Eddu Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur i' Félagi íslenskra listdansara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.