Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 49

Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 49 Hvanneyri: Borgfirsk húsmóðir hlustar með athygli á Magnús Óskarsson til- raunastjóra í skjólbeltinu. Mikill áhugi á kynningu Bænda- skólans og Bútæknideildar Morgunblaðið/Ingimundur Ingimundarson Magnús Óskarsson tilraunastjóri í skjólbeltinu, bak við hann er óupphitað plastgróðurhús. Þar eru aldar upp plöntur og ræktað grænmeti, sem ekki þrífst úti. Magnús Óskarsson tilraunastjóri með fallega kálplöntu í skjólbelt- inu. Þar eru ótrúlega miklu betri skilyrði til matjurtarræktar en á berangri í kring. Hvannatúni í Andakíl. í TILEFNI af „opnu húsi“ sóttu hátt i áttahundruð manns Hvann- eyri heim. Á norrænu tækniári 1988 höfðu Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild RALA opið hús til að kynna starf- semi sina. Gestir komu á kynninguna af svæðinu frá Suðurlandi og allt norð- an úr Eyjafirði, en þaðan voru skipalagðar rútuferðir. Hagstætt veður var þennan sunnudag, hinn 21. ágúst, og var því auðvelt að standa að kynningu sem þessari, bæði úti sem inni. Mesta athygli vakti sýning á gömlum og nýjum búvélum, mat- jurtatilraunir í „skjólbeltinu" og §ósið, þó gamalt sé, en þar eru nýtísku innréttingar og mjaltabás- ar. Skólabúið hefur hlotið margar Á sjötta hundrað manns nutu kaffiveitinga í vistlegum matsal Bændaskólans. viðurkenningar fyrir gæðamjólk hin síðustu ár. Bændaskólinn kynnti skólastarf- ið m.a. með myndbandi, tölvunotk- un, bókasafn sitt í gamla matsaln- um, mjög fullkomna rannsóknar- stofu í nýju húsi, bókagerð, en þar hafa verið unnar flestallar kennslubækur bændaskólanna, og fjölbreytilegar jarðræktartilraunir. í loðdýrahúsinu gaf að líta refi, minka og kanínur. Annars staðar vöppuðu gæsir á túni og sjá mátti leyfar af hænsnastofni, sem talinn er vera frá landnámsöld. Nautastöð Búnaðarfélags íslands kynnti starf- semi sína og Rannsóknastofnun landbúnaðarins skrokka af nýslátr- uðum lömbum úr tilraunabúi sínu á Hesti. Búvélainnflytjendur sýndu margvísleg tæki, sem mörg hafa einmitt verið prófuð hjá Bútækni- deild RALA á Hvanneyri. Þar er vísir að búvélasafni, sem þó vantar húsnæði, til að geyma sögu fýrstu vélanna á landinu, en nú eru þær elstu um 70 ára gamlar. Sem dæmi stendur eini þúfubaninn á landinu á hól þar skammt frá, of stór til að komast í nokkurt tiltækilegt hús og ryðgar þar um leið og hann kallar á hjálp. - D.J. Minning: Hafsteinn Sigurðs son, Smáratúni Fæddur 6. september 1931 Dáinn 27. nóvember 1987 Á afmælisdegi pabba, Hafsteins Sigurðssonar í Smáratúni í Þykkvabæ, langar okkur að minn- ast hans með fáeinum orðum, en hann hefði orðið 57 ára í dag. Sjúk- dómur sá er lagði hann að velli uppgötvaðist aðeins rúmu ári áður en hann lést. Barðist hann hetjulega og aldrei var um neina uppgjöf að ræða þar til yfir lauk. Ekki var hann einn í veikindum sínum því mamma var við hlið hans dag og nótt bæði heima og þegar hann var á spítala og erum við systkinin afar þakklát henni. Allar okkar minningar tengjast honum, sem var okkur einstaklega góður faðir og félagi alla tíð. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og eins bamabömin sem nú em orðin 14. Þess má geta að hann hélt á því yngsta, sem er drengur og ber nafn hans, undir skím á Borgarspítalan- um, þá bundinn við hjólastól vegna veikinda sinna, aðeins 27 dögum áður en hann lést. Fjölskyldumaður var hann mikill og voru allar stundir sem gáfust notaðar til að koma heim í Smára- tún og var þá ávallt glatt á hjalla. Lagði hann það á sig fársjúkur að fara með okkur öllum í tvö ferðalög síðastliðið sumar, sem við eigum nú góðar minningar um. Að lokum viljum við þakka elsku pabba fýrir allt og biðjum honum Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um. Blessuð sé minning hans. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þins brautir, þitt banastrið og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. Ég minntist bemsku minnar daga og margs frá þér, sem einn ég veit Ég fann nú allt að einu draga, og á mig dauðans gmnur beit. En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar börur við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá á allrar sorgarvegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (E.B.) Heimir, Friðsemd, Sighvatur Borgar, Kristborg, Sigrún Linda og Bryndís Asta. Með ástarþökk fyrir allt. Þau Ijós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með óllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum, nú hverfi Ijósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Kveðja frá barnabörnum Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbök um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Iferftek Höganas F L ( S A R = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.