Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 I ÞINGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON SKOÐANA- KANNANIR Framkvæmd - úrvinnsla - birting „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoð- anakannanir. Nefndin skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi sé að koma á fót samstarfi þeirra sem fást við gerð skoðanakann- ana og tryggja að þeir setji sér starfs- og siðareglur sem eftir verði farið án þess að lagasetn- ing komi til.“ Framangreind þingsályktun var samþykkt með 33 sam- hljóða atkvæðum á Alþingi síðastliðið vor. ^ I Á þinginu 1986-87 fluttu Hall- dór Blöndal og Guðmundur H. Garðarsson, þingmenn Sjálfstæð- isflokks, tillögu til þingsályktunar um úttekt á. áreiðanleika skoðana- kannana. í framhaldi af slíkri út- tekt skyldi lagt mat á þörf fyrir reglur um framkvæmd skoðana- kannana og birtingu niðurstaðna. Tillagan varð ekki útrædd. Á síðasta þingi fluttu sex þing- menn úr jaftimörgum þingflokk- um tillögu til þingsályktunar um setningu laga eða reglna um skoð- anakannanir. Ifyrsti flutnings- maður var Steingrímur J. Sigfús- son (Abl/Ne). Sú tillaga — nokkuð breytt — var síðan samþykkt sem þingsályktun, það er viljayfirlýs- ing Alþingis, samanber framanrit- að. í greinargerð er tekið fram að tillöguna „beri ekki að skoða á nokkum hátt sem vantraust á þá aðila sem fengist hafí við gerð skoðanakannana hér á landi að undanfömu". Hinsvegar sé mikil- vægt að tryggja vönduð vinnu- brögð við framkvæmd kannana og úrvinnslu, svo niðurstöður séu trúverðugar. Þá skiptir og máli hvaða hefðir eða reglur gildi um birtingu niðurstaðna, ekki sízt þeirra er tengjast almennum kosningum. II Fyrsti flutningsmaður, Steingrímur J. Sigfússon, sagði m.a. í framsögu: „Nefndin athugi sérstaklega hvort nauðsynlegt sé að sett verði löggjöf um framkvæmd, úrvinnslu og birtingu skoðanakannana er tengjast almennum kosningum, en einnig hvort taka eigi upp í lög ákvæði um skoðanakannanir sem tengjast mikilvægum eða um- deildum þjóðfélagsmálum og um skoðanakannanir almennt... Hér vantar að verulegfu leyti hefðir og sumir þeir aðilar, sem fást við gerð og úrvinnslu kann- ana, hafa takmarkaða reynslu að baki.“ Ámi Gunnarsson, þingmaður Vestlendinga fyrir Alþýðuflokk, sagðist hafa „verið þeirrar skoð- unar um langt árabil að það hefði verið nauðsynlegt að setja ákveðin lög um skoðanakannanir, í það minnsta ákveðnar reglur ... Ymsir félagsfræðingar eru famir að hafa af því stórfelldar áhyggjur að skoðanakannanir séu famar að móta skoðanir og við- brögð stjómmálamanna langt umfram það sem eðlilegt verður að teljast." Þórhildur Þorleifsdóttir, þing- maður Reykvíkinga fyrir Kvenna- lista, einn af flutningsmönnum tillögunnar, gerði m.a. að um- ræðuefni, „hvort einhverjar leiðir séu til að stuðla að því að skoðana- kannanir séu ekki teknar svona alvarlega; það séu einhver þau ákvæði í reglum um skoðana- kannanir sem tryggi að allir ann- markar og takmarkanir skoðana- kannana fylgi ávallt með í niður- stöðum. Það er nú einu sinni svo með skoðanakannanir að þær gefa í rauninni aldrei merkilegri niðurstöðu en einhvers konar meðalskoðun og meðalskoðnun er kannski ekkert frekar til en ein- hvers konar meðallíf eða meðal- talslaun." III Víða erlendis eiga skoðana- kannanir sér langa sögu og þar hefur myndast áratugahefð um framkvæmd þeirra, úrvinnslu og birtingu niðurstaðna. Hvergi munu hinsvegar hafa veríð sett sérstök lög um birtingu og dreifingu skoðanakannana nema í Frakklandi. Frönsku lögin eru í fimm köfl- um: 1) Almenn ákvæði, 2) Um efni skoðanakannana, 3) Um skoðanakannananefnd, 4) Sérstök ákvæði sem við eiga þegar kosn- ingar fara í hönd, 5) Ymis ákvæði (m.a. um refsingar gegn brotum á lögunum). Það er einkum fijórði kafli hinna frönsku laga, sem vakið hefur athygli og umræðu víða um heim. Hann hefst á þessum orðum: „í aðfaraviku kosningalotu eða umferðar, svo og meðan kosning- ar standa yfir, er bönnuð hvers konar birting, dreifing eða um- flöllun hvers konar skoðanakann- ana eins og lýst er 1. grein.“ Sú grein nær m.a. til kosninga til Evrópuþings, þjóðþings, sveit- arstjóma, forsetakosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna um ein- stök mál. IV Skoðanakannanir eru tímanna tákn og þjóna vissu upplýsinga- og lýðræðishlutverki. Varast verð- ur því að setja þeim óeðlileg mörk um framkvæmd, úrvinnslu eða birtingu niðurstaðna. Skoðanakannanir missa hins- vegar marks ef þær njóta ekki almannatrausts. Þess vegna verð- ur að tryggja trúverðugleika þeirra með ákveðnum gæðakröf- um; marktækum leikrelgum. Það má trúlega gera án sérstakrar lagasetningar. Á hinn bóginn verður alltaf að taka niðurstöður skoðanakannana með vissum fyrirvara. Þær hafa sínar takmarkanir. Þær eru og verða aldrei annað en skyndi- kannanir um tímabundin við- horf sem breytast frá degi til dags. Almenningsálitið er jafn breytilegt — og breytist jafn snögglega — og veðurfarið. Þetta sést bezt af því að ýmis hvassviðri íslenzkra stjórnmála — jafnt og tíkargjólur — hurfu eins og augnablikið: Bændaflokkur, Lýðveldisflokkur, Þjóðveldisflokk- ur, Samtök ftjálslyndra og vinstri manna, Þjóðvamarflokkur og Bandalag jafnaðarmanna, svo dæmi séu nefnd, að ógleymdum ýmsum marxískum sérvizku- og harðlinuhópum vinstra megin við Alþýðubandalagið (Sósíalista- flokkinn). Byrinn í segl Borgara- flokksins á liðnu ári hefur og breytzt í koppalogn. En eru niðurstöður skoðana- kannana skoðanamyndandi? Efal- ítið að einhvetju marki. Jafnan gætir tilhneigingar til að fylgja straumnum. Þess vegna, meðal annars, er rétt að huga að hinu franska „vikubindindi" fyrir kosn- ingar, á birtingu niðurstaðna kannana, er þær varða. Friðjón Þórðarson alþingismaður, Kristján Pálsson, bæjarstjóri á Ólafsvík, Björn Amaldsson bæjarfulltrúi, Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Margrét Vigfúsdóttir bæjarfulltrúi og Sigur- björn Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna fyrir utan félagsheimilið í Ólafsvík. Menntamálaráðherra á ferð um Vesturland ólafsvík. BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra fór um Vesturland S síðustu viku. Með menntamálaráðherra voru Friðjón Þórðarson alþingismaður og Sigurbjöm Magnússon, fram- kvæmdastjóri þingflokks sjálfstæð- ismanna. Ráðherrann heilsar upp á sveitarstjómarmenn og skoðar skóla og stofnanir. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar ráðherrann og fylgdarmenn hans skoðuðu félagsheimili Ól- afsvíkinga. - Helgi Flóabáturinn Baldur: Miklir bílaflutningar milli Stykkishólms og Bijánslækjar Stykkishólmi. MARGIR bílar hafa verið fluttir með Baldri í Surnar, sérstaklega í júli og ágúst, og. eins hafa far- þegar verið margir. Það þykir einstaklega hentugt að geta stytt sér leið yfir Breiða- fjörðinn með Baldri ef ferðinni er heitið vestur á firði. Og þó ekki séu fluttir vömbílar með flóabátnum þá er ekkert verið að tvínóna við að taka heilar svefnbifreiðir með öllu tilheyrandi um borð. Ferðamannastraumurinn um Breiðafjörð hefir oft verið stríður en ef til vill aldrei meiri en í sumar en hér er vissulega margt að sjá. - Árni Morgunblaðið/Ámi Helgason Þegar þessi húsbíll var hffður um borð f flóabátinn Baldur þurfti að nota stórar mottur sem böndin hvfldu á til að ekki sæi á bilnum eftir flugferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.