Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Minning: _____O Kristján Krisljáns son, skipsijóri Fæddur 8. apríl 1898 Dáinn 25. ágúst 1988 í dag, þriðjudag 6. september, verður til moldar borinn afi minn, Kristján Kristjánsson, skipstjóri. Afí var fæddur í Efra Vaði á Barðaströnd 8. apríl 1898, ásamt tvíburabróður sínum, Gunnari Kristjánssyni. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum vestur í Am- arfjörð og ólst þar upp í stjórum systkinahópi. Snemma tengdist hugur hans sjónum og hefur hann vafalítið fengið góðan undirbúning í sjósókn við Amarfjörð bæði á ára- bátum og skútum. Afí fékk snemma skipstjóraréttindi og varði allri starfsævi sinni á sjónum. Hann var meðal annars skipstjóri á Skaft- fellingi og reyndist alla tíð farsæll. Hann var einn af þeim hugrökku bjartsýnismönnum sem lögðu upp í mikla hættuför með Gottu til Græn- lands 1929 til að fanga sauðnaut til eldis hérlendis. Um þá ferð hefur mikið verið rætt og skrifað og var honum ávallt lýst sem mjög gætn- um manni,.hæggerðum en þó ein- beittum. Vafalítið hafa það verið eiginleikar sem komu sér vel, því að í þá daga var ekki til staðar sú tækni um borð í skipum sem nú auðveldar allar ákvarðanatökur í dag. Þann 26. maí 1933 gekk afí að eiga ömmu mína, Margréti Ingvars- dóttur frá Stokkseyri. Þeim varð fímm bama auðið og hafa þau öll komist vel til vegs og ára. Þau eru Kristján, fæddur 7. apríl 1934, Vil- borg Inga, fædd 13. maí 1936, Ingvar, fæddur 12. október 1939, Gíslína, fædd 7. febrúar 1941, og Unnur, fædd 6. febrúar 1943. Mest alla sína búskapartíð bjuggu afí og amma í Reykjavík, á Mýrargötu 3, og síðan á Fálkagötu 23. En síðast- liðið ár hafa þau dvalið á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, Hrafn- istu, Hafnarfírði. Þannig að nálægð sinni við sjóinn hélt afí alltaf. Amma var og er mikil myndarhúsmóðir og bjó afa og bömum sínum mynd- arheimili. Hér áður fyrr hefur fólk vafalítið haft minna á milli hand- anna heldur en tíðkast nú til dags. En með mikilli hagsýni og hugviti unnu þau saman þannig að aldrei var skortur á neinu. Afí var bæði bömum sínum og bamabömum mikill félagi og átti auðvelt með að segja skemmtilegar sögur af ferðum sínum. Og síðast en ekki síst ávallt reiðubúinn að laga og bæta allt það sem aflaga fór með verkfærum í skúmum sínum. En þar eyddi hann miklum tíma sín síðustu ár. Ég kveð afa minn með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann veitti mér. Eftir langa og viðburð- aríka ævi veit ég að hann er í góð- um höndum nú. Blessuð sé minning hans. Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir Leiðrétting í minningargrein um frú Guð- laugu M. Þorsteinsdóttur á Akur- eyri hér í blaðinu á sunnudaginn, eftir Sverri Pálsson, varð meinleg prentvilla. Um leið og höfundur og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir af- sökunar birtist þessi málsgrein eins og hún átti að vera: „Frá því að við hjónin stofnuðum heimili okkar og við Gestur urðum samstarfsmenn við Gagnfræða- skóla Akureyrar, hefír sambandið milli fjölskyldna okkar verið mjög náið og vinátta heil og traust. Ófá- ar kvöldstundir höfum við átt sam- an við spilaborð eða kaffíborð við spjall og spaugsyrði. Þau Guðlaug og Gestur kenndu okkur að spila brids, svo að gagni kæmi í heima- húsum, og þau kenndu okkur einn- ig snemma að spila púkk, sem síðan er sjálfsagður og óhjákvæmilegur þáttur í jólahaldi, ekki aðeins á heimili okkar, heldur einnig á heim- ilum bama okkar, arfur úr Goða- byggð l.“ Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í vinnslu greinar Magnúsar L. Sveinsson- ar í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins að eitt orð féil úr setn- ingu sem gjörbreytti merkingu hennar. Orðrétt mun hún eiga að vera: Slíkt bendir ekki til mikilla erfíð- leika hjá fyrirtækjum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.