Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Minning: Ingibjörg Benedikts- dóttirfrá Breiðuvík Fædd 3. desember 1900 Dáin 29. ágúst 1988 í dag verður am.ua okkar, Ingi- björg Benediktsdóttir, jarðsett frá Fossvogskapellu. Hún andaðist á heimili sínu að morgni 29. ágúst. Oft hafði hún sagt að þannig vildi hún fá að fara. Við minnumst elsku ömmu okkar með söknuði og eftir- sjá. Hún var okkur svo góð og hjálp- leg. Iðulega gat hún glatt okkur með sögum og fallegum ljóðum, sem hún kunni svo mörg. Oft sátum við hjá ömmu yfir heitu súkkulaði og kleinum og hlustuðum á frásögn hennar af gömlum ævintýrum og æskuminningum eða þá að hún spilaði við okkur eða las fyrir okk- ur. Þessar dýrmætu stundir geym- ast í hjörtum okkar. Amma okkar var fædd í Breiðuvík á Tjömesi. Foreldrar hennar vom Benedikt Benediktsson f. 1857 að Gmnd í Höfðahverfi, síðar bóndi í Breiðuvík, og Þorbjörg Jónsdóttir frá Breiðuvík f. 1865. Amma ólst upp hjá foreldmm sínum í Breiðuvík til átján ára ald- urs í stómm systkinahópi, systkinin vom níu, ijórir bræður og fímm systur, og var hún fímmta í röð- inni. HÚn leit alltaf á bemskuárin í Breiðuvík sem hamingjusömustu ár ævi sinnar og hvergi fannst henni fallegra en þar. Hún sagði okkur frá því að alltaf hefði verið nógur sjómatur handa þeim, fískur, selur og fuglakjöt, og öll bömin hafí verið látin borða sellýsi og fundist það gott. Þá lýsti hún því fyrir okkur hvemig allur fatnaður og skór vom búin til heima. Langamma spann ullina og litaði með jurtalit og afí óf, þau notuðu líka tvist sem hann óf með ullinni. Síðan keypti langamma dönsk móðinsblöð á Húsavík, en hún lærði dönsku ung og las alltaf dönsku, og sneið allan fatnað sjálf, en dætumar fóra snemma að hjálpa til við að sauma, einkum þær elstu. Einnig sagði hún okkur frá því að á sunnudögum hefði langamma klætt dætur sínar í fallegar svuntur og látið þær sitja við útsaum, og þótti það víst heldur óvenjulegt í svejtinni í þá daga. Átján ára fer svo amma að heim- an til að mennta sig og fer til Akur- eyrar að læra klæðasaum og bætti sfðan við sig námi í hatta- og skermasaum. Hún þótti mjög flink saumakona hvort sem um kjóla- eða herrafatnað var að ræða og vann hún við saumaskap þar til hún kynntist tilvonandi eiginmanni sínum, Jóni Halli Einarssyni tré- smið, en þá fer hún í Kvennaskól- ann í Reykjavík, hússijómardeild. Haustið 1928 giftu þau sig og hafði þá afí smfðað öli húsgögnin fyrir heimilið á meðan amma var fyrir sunnan og era þau til enn og em mjög vönduð. Afí og amma bjuggu allan sinn búskap á Akureyri að undanteknum fjóram ámm sem þau bjuggu á Siglufirði. Heimili þeirra var mjög myndarlegt og gestkvæmt. Þau eignuðust þijú böm: 1. Erlu, bæjar- bókavörð, sem giftist Guðmundi Bjamasyni lækni og eignuðust þau þrjá syni, Bjama, sem giftur er Elísabetu Grétarsdóttur og eiga þau tvö böm, Erlu Kristínu og Guð- mund. Hallur, sem giftur er Jónu Helgadóttur og eiga þau tvö böm, Tinnu Björg og Hall Inga. Snorra sem heitbundinn er Biyndísi Krist- insdóttur. 2. Benedikt Hauk, skrif- stofumann f Reykjavík. 3. Þor- björgu Jónsdóttur, ritara, giftist Maurice Middleton, leikara í London og eignuðust þau dótturina Ingu Lísu, sem nú er við nám í Englandi. Amma okkar var afar ljóðelsk og kunni svo mikið af ljóðum, svo til þess var tekið og gat hún fram á síðasta dag farið með heilu ljóða- flokkana án þess að minnið skeik- aði, þó flest annað væri fallið í gleymsku. Hún starfaði af lífí og sál að góðgerðarmálum á Akureyri, var f Kvenfélaginu Hlíf, Slysavamafé- laginu og í Mæðrastyrktamefnd sat hún í mörg ár og vora þau störf henni hjartfólgin. Síðustu ár hennar á Akureyri vom talsvert erfíð, afí orðinn heilsu- laiis og öll bömin flutt f burtu. Afí dó 1. október 1963 og bjó hún því sfðari hluta ævi sinnar í Reykjavík, fyrstu árin með syni sínum Hauki en síðustu sex árin með dóttur sinni Þorbjörgu. Var heilsa hennar þá farin að bila. Hún vann við saumaskap í Reykjavík, aðallega herrafatasaum, var heilsuhraust og falleg, skemmtileg og hress kona. Hún hafði yndi af ferðalögum og gat veitt sér að ferðast víða um Evrópu með ellilífeyrisþegum og einnig að dvelja hjá dætmm sfnum f Svíþjóð og Englandi nokkmm sinnum. Einnig fór hún til Kanada og heils- aði þar upp á frændfólk sitt, enda var amma ættrækin og félagslynd að eðlisfari. _______________________________55 Af Breiðuvíkursystkinum em nú tvær systur eftir á lffí, Hólmfríður búsett á Húsavík og Anna búsett í Reykjavík. Síðustu árin leitaði hugurinn meir og meir á æskuslóðimar og undi hún sér langtímum saman við ljóðin sín og æskuminningar eftir að sjón og heilsa tóku að dvína. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði og þakklæti og biðjum góð- an guð um að blessa hana. Við minnumst hennar í bæninni sem hún kenndi okkur er við voram böm. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Blessuð sé minning hennar. , Bjarni, Hallur, Snorri og Inga Lísa. t Yndislega konan mín, móðir og systir, GRÉTA MARÍA JÓSEFSDÓTTIR, Blikahólum 8, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 3. september. Úlfur Markússon, Davið Margeir Þorsteinsson, Hulda Jósefsdóttir, Esther Jósefsdóttir, Eggert Jósefsson, Ágúst Jósefsson. t Ástkær móðir mín, dóttir okkar og systir, ALDA RAFNSDÓTTIR, andaðist 3. september á heimili sínu, Lyngheiði 14, Kópavogi. Vilberg Rafn Vilbergsson, Karen Gestsdóttlr, Anna Ósk Rafnsdóttir, Hafni Már Rafnsson, Gylfi E. Rafnsson, Guftni Rafnsson. Rafn Vigfússon, Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tíl birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Standandi HOOVER ryksugurnar eru sígildar djúphreinsivélar sem eiga enga sina líka, svo vel hreinsa þær. Þetta eiga þær ekki slst að þakka þreifaranum, sem bókstaflega grefur upp óhreinindin er liggja djúpt í teppinu. Afkasta- mestar allra ryksuga, fyrir heimili og vinnustaði, afareinfaldarog sannkallaðir bakverkjabanar. Fullkomin lína liggjandi ryksuga, með þeim möguleikum sem þú óskar eftir. iogbarki sem er allt í senn, léttur, fjaðrandi og teygjanlegur. Fjöldi fylgihluta. Mikill kraftur + ofurkraftur, fjarstýring í handfangi, ilmgjafi, stór sýklarykpoki, mótorbursti sem grefur upp djúptliggjandi óhreinindi, snúruinndrag. Hljóðlátar og vandvirkar fyrir heimili og vinnustaði. FÁLKINN Ný ryksugulína, fjölhæfni 1+2+3, hörku kraftmikil sogryksuga + vatnssuga + teppaþvotta- vél. Ótrúleg tæki en einfaldar í notkun með einstökum möguleikum. Ryksuga teppi, flísar, dúka og parket, soga stíflu úr vaski, þurrka upp vatn, hreinsa upp spón í vinnuherberginu, shampoo-þvo teppi. Fjölhæfar fyrir heimili og vinnustaði. Veldu rétt, veldu HOOVER. SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 ÞARABAKKI 3, SlMI 670100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.