Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞMÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
fclk í
fréttum
BRETLAND:
Ný söguleg kvikmynd um
Profiimo — Keeler málið
Sjálfsagt muna einhverjir aftur
til áranna 1960 til 1963.. Þá
stóð yfir í Bretlandi hneykslismál
sem leiddi til afsagnar hernaðar-
málaráðherrans, John Profumo, og
til falls íhaldsstjórnar Harolds Mac-
Millian, haustið 1963.
Hneykslið, sem snerti mun fleiri
en embættismenn Bretlandseyja,
fólst í því að ung vændiskona,
Christine Keeler, sem stóð í ástar-
sambandi við hernaðarmálaráð-
herrann, var beðin af sambýlis-
mannisínum, Stephen Ward, að
V*eiða upp úr Profumo ýmsar leyni-
legar upplýsingar, og þá dagsetn-
ingar sem vörðuðu kjarnorkuvopna-
mál og miðla þeim til sovétmanna.
Aðdragandi málsins hófst árið
1960 þegar þekktur beinasérfræð-
ingur, Stephen Ward, sem var fræg-
ur fyrir að koma sér í mjúkinn hjá
valdhöfum, komst í kynni við vænd-
iskonuna Keeler. Hann dubbaði
hana upp, eins og hann hafði gert
við margar aðrar stúlkur, og bjuggu
þau tvö saman um nokkurt skeið.
*:> þeim tíma kom Ward Christine
Keeler í samband við John Profumo.
Stephen Ward, sem lést af of
stórum skammti eiturlyfja, varð eitt
aðal fórnarlambið í þessu hneyksli,
enda hafði hann sambönd við ríkis-
stjórnina bresku svo og KGB leyni-
þjónustuna. Tvö sjónarhorn, annars
vegar hið stjórnmálalega hneyksli
sem leiddi af sambandi Keeler og
Profumo, og hins vegar sérstætt
ástarsamband Ward og Keeler, eru
þeir áhersluþættir sem bera mynd-
ina uppi.
Framleiðendur myndarinnar hafa
hlotið mikla gagnrýni fyrir að draga
þetta gamla hneykslismál fram í
dagsljósið, þar eð margir sem
tengdust málinu eru enn á lífi, og
meðal annars John Profumo sjálfur.
Amerískir kvikmyndaframleiðendur
hafa tekið þátt í kostnaði við gerð
myndarinnar, eftir að BBC og aðrar
sjónvarpsstöðvar neituðu að gera
framhaldsþætti um málið. Christine
Keeler leikur Joan Whalley, en
Bridget Fonda, dóttir Peter Fonda,
leikur vinkonu Keelers, Mandy-
Rice.
Efnistökin þykja enn mikið við-
kvæmnismál, þrátt fyrir það að 25
ár eru liðin frá hneykslinu. Mikil
dulúð hefur haldist yfir málinu,
sagt er að auk þess sem málið teng-
ist valdastétt og njósnum, er látið
að því liggja að jafnvel hafi einn
aðili málsins verið í konungsfjöl-
skyldunni bresku, þar eð hann háfði
oft sést fara inn á heimili Ward og
Keeler á þessum tíma.
En málið er enn óupplýst. Sagt
hefur verið meðal annars að Step-
hen Ward hafi stundað gagnnjósnir
og notað Keeler sem millilið, en hún
var í góðu sambandi við KGB mann,
Ivanov að nafni. Þó er óljóst hve
mikilvægum upplýsingum hún miðl-
aði til sovétmannsins. Forsætisráð-
herrann fyrrverandi, Harold Mac-
Millian, sem síðastur fékk að vita
um málið, telur að Profumo hafi
ekki haft nógu haldgóðar uppýsing-
ar um kjarnorkumál.
. Profumo hefur að segja má feng-
ið uppreisn æru, með þvf að vinna
í þágu fátæklinga síðustu tvo ára-
tugi. Christine sjálf býr við bágan
efnahag í London ásamt tveimur
sonum. Þessi sögulega mynd, sem
tekin verður til sýningar í Bretlandi
og Ameríku í byrjun næsta árs,
mun án efa hafa mikil áhrif á taug-
ar bresku þjóðarinnar.
Stephen Ward
fékk fangelsis-
dóm, en fyrirfór
sér í ágústmánuði
1963.
Jolin Profumo hef-
ur unnið í þágu
fátæklinga í yfir
20 ár. Hann er nú
73jaáraaðaldri.
Stefanía prinsessa af Mónakó er komin með nýjan kærasta.
Hann heitir Ron Bloom, og er tónlistarmaður og jafnframt
nýi plötuframleiðandinn hennar. Ætlunin er að ný plata með
Stefaníu komi út eftir tvo mánuði. Föður hennar, Rainer fursta,
Ust illa á piltinn, er sagt. Hann sé of síðhærður, of gamall (37
ára) og ekki af nógu góðum þjóðf élagsstigum.
COSPER
i.i.i.i.ini.i.ii.i, ,m,i, i.i.i.i.i.i.i.i i.iii,t,),t,i,\.\,i.i.i.i.i.i.i.i.i,i,i,i,
,ii,.
-*____________________±_________COSPER
£21 to76fe
— Farðu fram í hjólhýsið.
Brookie Shields
og Frank
StaUone, litli bróð-
ir Silvester StaU-
one, hafa sést al-
loft saman upp á
síðkastið. Óvíst er
hvað móðir hennar
segir um að fá
hann sem tengda-
son. En henni hef-
ur verið illa við
marga fræga vini
dóttur sinnar, hún
er ekkert snobb-
hænsni, sú gamla.
Meðal gamalla fé-
laga Brookie eru
Joim Travolta,
Julio Iglesias, og
svo George Mic-
hael, sem var
hennar eina sanna
ást, segir Brookie
sjálf. Frank Stall-
one er sagður af-
skaplega eðlileg-
ur, opinskár og
miklu skemmti-
Iegri en stóri bróð-
Þetta veit MashUdur um
hana Fergie. Hún þarf nú
að léttast um 26 kUó tíl þess
að verða eins grönn og hana
dreymir um að verða. Ýmislegt
hefur henni verið ráðlagt i
þeim efnum. En nú hefur það
fengist staðfést að hún notar
amerfskan kur sem felst í þvf
að spUuð er lág tónUst af kas-
settu f eyru hennar. Þetta er
engin venjuleg tónUst, heldur
skilaboð spUuð á bylgjulengd
sem aðeins nær tíl undirmeðvit-
undarinnar. Fergie heyrir að-
eins Ijúfa tónUst sem fær stöðv-
að matarlyst.
Það er kannski eins gott að
þessi aðf erð haf i áhrif þvf hún
hefur þegar eytt mUljónum f
föt sem hún ætlar að nota f
Astralíuf ör þeirra hjóna. Hvort
barnið f ari með er ágreinings-
efni þeirra í milli. Hún viU Utlu
hnátuna með, en Andrés sem
vill Fergie fyrir sig er kominn
í aukahlutverk, svona - rétt á
meðan allt snýst um Beatrice.
tl