Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUH 6: SEPTEMBER >1988 «€£/1/\lW v Hér koma. ntjjust-u fréttir cxf ^essum leyndtCiýclórnsCullci Wlut, Sem. &ást yíir borg'inni í kuöLcl-" Þeir báðu um smábíl sem væri ódýrt að reka, en tóku ekki neitt annað fram, hvorki far- þegarými né annað ... Heyrðu. Hvernig hefur konan þín það? Starfsemi KGB á íslandi Ágæti Velvakandi! Undanfama daga hafa birst um það fréttir í Morgunblaðinu, að fjöl- margir starfsmenn sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík á síðustu 20 árum hafi verið, og séu ,útsendarar KGB og leyniþjónustu Rauða hers- ins. í þeim hópi em þrír af fjórum sendiherram, sem hér hafa verið frá 1975. Þetta ætti í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart. Hemaðar- mikilvægi íslands er augljóst og heildarfjöldi sovéskra sendiráðs- starfsmanna hefur lengi verið miklu meiri en eðlilegt getur talist. Sov- éska sendiráðið hefur á að skipa langfjölmennasta starfsliði sendi- ráða hér á landi og er það órökrétt í ljósi þess, að Islendingar hafa miklu meiri viðskipta- og stjóm- málatengsl við ríki V-Evrópu og N-Ameríku. Það hafa því ætíð verið uppi gransemdir um að Rússamir væra ekki eingöngu að undirrita viðskiptasamninga og sýna land- kynningarmyndir hér. Það sem er fréttnæmt í þessu máli, er að nýjum stoðum hefur nú verið rennt undir gransemdir um starf leyniþjónustu Rússa á íslandi. Þær upplýsingar ættu að vekja íslensk stjómvöld og almenning til umhugsunar. Ég tel til dæmis vafa- samt, að íslendingar sætti sig við njósnastarfsemi hér. Eins hljóta menn að spyrja: Hvað gera íslensk stjómvöld til að fylgjast með erlend- um njósnuram? Með þökk fyrir birtinguna, S.Ó. Mismunandí framburð- ur af nafni Lech Walesa Séra Óm Bárður Jonsson, sóknarprestur í Grindavíkskrífar: Ég sendi þér hér smápistil og bið þig að vera svo vænan að birta hann fyrir mig svo innihaldið kom- ist til skila. Lech Walesa, sem mikið var í fréttum upp úr 1980, hefur á ný komið fram í fjölmiðlum í tenglsum við verkföllin í Póllandi. Hér áður fyrr var nafn hans ávallt borið fram valesa en nú hefur það gerst að það fer eftir fréttamönnum hvemig nafn hans er borið fram. Sumir segja vavesa en aðrir vavensa. I fréttatíma Stöðvar 2, 19:19, 1. september s.l. sátu tveir frétta- menn hlið við hlið og notuðu hvor sína útgáfuna í sömu frétt og get ég því ekki orða bundist og bendi hér með á réttan pólskan fram- burð. í sumar var ég staddur í Póllandi og þá spurði ég mann um réttan framburð og tjáði hann mér að rétt væri að segja vavensa.Á- stæðan er sú að í pólsku er bókstaf- urinn „v“ ekki til en þess í stað er sett skástrik í stafínn „1“ og hann borinn fram sem „v“. Uridir „e“ kemur áherslukrókur sem á undan essi verður nefkveðið (eins konar enn—dé—hljóð) og þá höfum við nafnið með réttum framburði: vavensa. Þessu er hér með komið á fram- færi til þess að fréttamenn geti samræmt framburð sinn ef þeir á annað borð kæra sig um að notast við pólskan framburð. Dziekuje (þökk fyrir) Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI „ BG GBT E'k-K.l BOfZGAO ■ ■ ■ SNATl TAPAOi ÖLLUA1 PEMINÖUNUM.” Sumarleyfistíminn er á enda. Það má auðveldlega sjá á götum borgarinnar. Skólafólk setur nú svip á þær að nýju. Bifreiðaum- ferðin er einnig meiri fyrr á morgn- ana en áður. Víkverji á oft leið árla morguns yfir gatnamótin á Lönguhlíð og Miklubraut. Stundum kemur það fyrir að klukkan rúm- lega hálf átta blikka gul ljós þama á gatnamótunum öllum til ama sem um þau fara, svo að ekki sé minnst á hættuna sem því fylgir að láta ekki götuvitana starfa eins og þeim ber. Er hér með skorað á lögreglu- yfirvöld að sjá til þess að horfið verði almennt frá því ráði að láta gul ljós blikka á gatnamótum sem þessum, þar sem menn era vanir að aka í skjóli umferðarljósa, ef þannig má orða það, og sýna þess vegna ef til vill ekki sömu árvekni og ella. Þegar skólafólkið bætist í hóp vegfarenda eykst farþegafjöldi í strætisvögnunum. Eins og kunnugt er hefur notkun þeirra minnkað jafnt og þétt á undanfömum árum. Höfuðskýringin er að sjálfsögðu aukin bílaeign landsmanna. Flestir líta á leiðir, tíðni ferða og verðlag þegar þeir hyggja að strætisvögnum og farþegafjölda í þeim. Ráða þessi atriði og gæði vagnanna vafalaust mestu um hvort þeir era notaðir eða ekki. í þessum viðskiptum eins og öðram skiptir þó einnig máli á hvern hátt þjón- usta er innt af hendi. Óskemmtilegt er að standa fyrir framan lokaðan strætisvagn á Lækjartorgi og bíða þess að bílstjór- anum þóknist að koma og opna hann fyrir farþegum, oft aðeins eftir auglýstan brottfarartíma. Vafalaust er samningsbundið að bílstjórar eigi rétt á að taka sér stutta hvíld úr vagningum á milli ferða. Parþegum eða öðram á Lækj- artorgi er ekki treyst betur en svo, að vagnar era ekki skildir eftir opn- ir þar. Allt er þetta svo sem skiljan- legt og einnig hitt að SVR þyki ofrausn að halda úti eftirlitsmanni til að fylgjast með því að farþegar sem bíða eftir vagnstjóra sínum inni í bílnum skemmi ekki farartæk- ið. Hins vegar er þessi framganga ekki til þess fallin að laða að við- skiptavini og byggist á litlu trausti til þeirra. Asinn hátt má líta á þetta sem einskonar fælingu af hálfu SVR. En þetta hugtak fæling og orð eins og fælingarmáttur og fæl- ingarstefna virðast vefjast mjög fyrir mörgum. Aðrir rangtúlka orð- in vísvitandi. Einn þeirra sem lætur hvað oftast ljós sitt skína um allt milli himins og jarðar hér á síðum blaðsins komst meðal annars svo að orði í einni greina sinna fyrir skömmu að fælingarstefna væri „fint nafn á árásarhneigð“. Fátt er biýnna til að halda uppi öryggi í umferðinni en fá menn til að átta sig á þeim hættum sem þar leynast og hve alvarleg slys geta hlotist af glannaskap og kæraleysi. Nýjasta úrræðið er að birta hroll- vekjandi auglýsingar í blöðum. Mestan fælingarmátt hefur þó vafa- laust að hafa áberandi lögreglubfla eða löggæslumenn á þeim stöðum, þar sem helst era líkur á slysum. Á að flokka auglýsingar af þessu tagi eða áberandi löggæslu undir „árásarhneigð“? Þeir sem túlka var- úðarráðstafanir á þennan veg hljóta sífellt að vera fullir ótta og vænta árásar úr hverju horni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.