Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 63
-MORGUNBLAÐIÐ,' PRIÐJUDA6UH ft'SEPTEMBER Íð88
^63
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ílff líKTIfll"! Éfíí'tí
Þessír hríngdu .
Upplýsingasími
svarar ekki
Stuðningsmaður aldraðra
hringdi:
„f vor keypti ég happdrætti
smiða hjá Samtökum aldraðra
með ágætum vinningum, meðal
annars ferðalögum til sólarianda,
þá væntanlega í sumar. Átti að
draga 20. maí. Kannski hefur það
verið gert, en þá farið fram hjá
mér. Ekki löngu seinna byrjaði
ég að reyna að hringja í það núm-
er, sem gefið er upp á miðanum.
Þar segir: „Upplýsingar í síma
26410 á skrifstofu félagsins á
Laugavegi 116 frá kl. 10.00 til
15.00." Er skemmst frá því að
segja, að aldrei hefur þetta númer
svarað á þessum tíma. Nú vil ég
biðja þetta ágæta félag — von-
andi er það ekki dautt — að birta
vinningsnúmerin, sem ekki hafa
gengið út eða að lesa þau inn á
símsvara ef aldrei er neinn við,
eins og aðrir gera í svipuðum til-
fellum. Fleiri kaupendur happ-
drættismiða hljóta að hafa lent í
þessu sama. Nú er sumarið að
verða búið pg á miðanum stendur
að vitja verði vinninga innan árs."
Tók einhver upp þátt
Péturs Péturssonar
frál3.águst?
Útvarpshlustandi hringdi:
„Eigi einhver upptöku af út-
varpsþætti Péturs Péturssonar frá
13. ágúst, þar sem meðal annars
var jfjallað um Magnús Guð-
brandsson og kvæði hans, þá
þætti mér vænt um að viðkom-
andi hefði samband við Velvak-
anda."
Verðlaun fyrir flipa-
söfnun ekki komin
Lesandi hringdi:
„Ég tók þátt í söfnun, sem
Bylgjan, Vífílfell og Skógræktar-
félagið stóðu fyrir á dögunum.
Safna átti 60 flipum af gos-
drykkjadósum og fyrir það átti
maður að fá bol og vasaútvarps-
tæki. Ég gerði það, fékk bolinn
en var látinn fá ávísun á útvarps-
tækið og sagt að sækja það 15.
ágúst. Þegar ég ætlaði að sækja
það þá var mér sagt að útvarps-
tækin væru ekki til. Þeir sem að
söfnuninni stóðu hafa ekki látið
neitt frá sér fara um málið, en
gaman væri að fá skýringar á
þessu."
Banna á flugsýningar
4192-7828 hringdi:
„Ég las um flugsýningu á Pat-
reksfirði um svipað leyti og hið
hræðilega slys átti sér stað hjá
Ramstein í Þýskalandi. Mér finnst
að íslendingar ættu að fylgja for-
dæmi Þjóðverja og banna svona
sýningar. Við höfum ekki efni á
að fórna mannslífum fyrir
fífldirfsku og leikaraskap. Þessir
flugmenn ættu í það minnsta að
sýna á bersvæði, svo að öðrum
stafi ekki hætta af flugi þeirra."
Myndavél týndist
við Bitruháls
Síðastliðinn miðvikudag týndist
myndavél við hús Osta- og smjör-
sölunnar við Bitruháls. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 98-68862.
Slysagildra við
Engjasel
íbúi í Seljahverf i hringdi:
„Ég er sammála þeim sem
kvartaði á dögunum vegna bfla-
stæðavanda við Engjasel. Við
götuna er núna hrúga af hellum,
sem lokar fyrir umferð um gang-
stéttina og er ekki síður slysa-
gildra en bflarnir, sem lagt er
ólöglega. Mér finnst óeðlilegt að
ekki sé amast við þessari hrúgu
á sama tíma og bflarnir eru sekt-
aðir."
Ætla íslendingar
að tala íslensku
eðaensku
Ein sem reynir . að tala
íslensku hringdi:
„Það er alveg hroðalegt að
heyra málfarið hjá mörgu út-
varpsfólki. Það notar „hæ, hæ"
og „bæ, bæ" og aðrar enskuslett-
ur í stað islenskra orða og orða-
sambanda. Mér fínnst að þetta
fólk ætti að gera upp við sig,
hvort það hyggst tala íslensku eðá
ensku, í stað þess að blanda mál-
unum svona saman."
Góð þjónusta
í gleraugnabúð
7502-2255 hringdi:
„Ég vil þakka gleraugnasalan-
um í Keflavík og starfsfólki hans
kærlega fyrir einstaklega góða
þjónustu. Eg braut gleraugnaum-
gjörðina mína á dögunum og
þurfti á sama tíma að fá ný gler-
augu. Hann leysti greiðlega úr
mínum málum og kann ég honum
bestu þakkir fyrir."
Skellinaðra hvarf
frá Markarvegi
Aðfaranótt fyrsta september
hvarf skellinaðra af Hondu-gerð
frá Markarvegi. Skráningarnúm-
er hennar er R-1460. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um það,
hvar hún er niður komin eru beðn-
ir að hringja í síma 30053.
Bleikur trefill týndist
Pyrir nokkru týndist bleikur
trefíll í Elliðaárdal fyrir neðan
Fagrabæ í Arbæjarhverfí.
Finnandi er beðinn að hringja í
síma 30005.
Hlutverk upplýsingadeild-
ar Tryggingastofnunar
Til Velvakanda.
Svar til ellilífeyrisþega:
í skrifum þínum í dálki Velvak-
anda, fostudaginn 26. ágúst 8.1.,
segir þú frá komu þinni í Trygg-
ingastofnun ríkisins. Þú komst upp
á 4. hæð og hittir þar starfsmann,
sem sagði þér að tala við ákveðinn
starfsmann á 1. hæð sem hefur ein-
göngu með tekjutryggingu að gera.
Þú gafst þér ekki tíma til að bíða
og f stað þess að tala nánar við
okkur, gekkst þú út ög sendir þessa
grein í Velvakanda.
Þú spyrð: „Til hvers er upplýs-
ingadeild Tryggingastofnunar ríkis-
ins"?
Hlutverk félagsmála— og upplýs-
ingadeildar Tryggingastofnunar er
það margþætt að það yrði of langt
mál að rekja það hér. En þó má
geta þess að við förum til félaga
og félagssamtaka sem óska þess,
flytjum fyrirlestra og svörum
8purningum um tryggingamál.
Við gefum út blað og upplýs-
ingabæklinga sem siðan er dreift.
Við sjáum um námskeið fyrir stafs-
fólk almannatryggingaumboða og
sjúkrasamlaga á landinu.
Mikill tími fer einnig í það að
tala við fólk, leiðbeina því og at-
huga hvaða rétt það eigi til trygg-
ingabóta.
Undanfarið hefur töluverður tími
farið í að gefa fólki ráðleggingar
um hvernig það geti nýtt sér skatt-
kort sín sem best. Það er algengt
að fólk, sérstaklega ellilífeyris-
þegar, fái tekjur frá 2—3 aðilum.
Það fær kannski skatt á einum stað
en áónotaða skattprósentu á öðrum
stað.
Svo er það tekjutryggingin sem
þú ætlaðir að fá upplýsingar um.
Hún hefur verið vandamál nú
síðustu mánuði.
Ég get ekki náð til þín þar sem
ég veit ekki hver þú ert. Nu bið ég
þig um að hringja í mig í síma
19300 eða koma. Það væri æskilegt
að þú hefðir með þér afrit af síðustu
skattskýrslu, þá gætum við athugað
hvort þú átt rétt á hærri tekjutrygg-
ingu.
Margrét H. Sigurðardóttir
deildarstjóri Tryggingastofnun-
ar ríkisins.
Bilaðir spilakassar í Eden
Til Velvakanda.
Ég var á ferðalagi fyrir skömmu
og kom við í Eden í Hveragerði. í
einu horninu þar hefur verið komið
fyrir nokkrum spilakössum, með
ýmsum tölvuleikjum og ætlaði ég
að prófa einn. Ég stakk fjórum tíu
króna peningum f raufína á kassan-
um eins og ætlast var til. Hann
reyndist hins vegar bilaður og
reyndist mér ómögulegt að ná pen-
ingunum til baka.
Ég sneri mér til ungrar stúlku,
sem sá um afgreiðslu þarna, til
þess að fá 40 krónurnar endur-
greiddar. Hún sagðist ekki mega
það, þvf algengt væri að fólk mis-
notaði sér slíkt.
Ég er mjög óánægður með þess-
ar málalyktir. Ekki hefði átt að
vera neinn vandi, að ganga úr
skugga um sannleiksgildi orða
minna. Meirihluti kassanna virtist
lfka vera bilaður og því hefði átt
að afgreiða málið í samræmi við
það. Éinnig finnst mér óeðlilegt að
hafa ungling þarna í forsvari og f
sjálfu sér óæskilegt að svona starf-
semi sé rekin í sama húsnæði og
Eden.
Með þðkk fyrir bjrtinguna,
Ferðalangur.
Tískusýning
í kaffínu
Módelsamtökin sýna nýjustu hausttískuna frá
Betty Barclay með kaffinu í dag frá kl. 15.30.
&qTY
Bankastræti 8,
sími621950.
ROYAL
SKYNDIBÚÐINGARNI
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragötegundir
BÚÐARKASSAR í ÚRVALI
Standast allir fullkomlega kröfur nýju reglu-
gerðarinnar (Nr. 407-1988) um búðarkassa.
örugg og góð þjónusta.
Verð frá kr. 19.800.-stgr.'
• BMC, A100
Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, simi 68-69-33