Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Vegir á Strönd- um færir á ný Morgunblaðið/Silli ^Síðustu sýslunefndarmenn í Norður-Þingejrjarsýslu. Talið frá vinstri: Jóhann Helgason, Gunnar Hilmars- *son, Agúst Guðröðarson og Sigurgeir ísaksson. Fremri röð: Gunnlaugur Ólafsson, Stefán Jónsson, Halldór Kristinsson sýslumaður, Sigtryggur Þorláksson og Jón Jóhannsson. Sýslufundir afnumdir Húsavík. MEÐ NÝJUM sveitarstjórnarlög- um hefur sú breyting orðið á stjórnsýslu hér á landi að frá næstu áramótum eru allar sýslu- nefndir lagðar niður og við taka svokallaðar héraðsnefndir. Þær eru skipaðar fulltrúum hreppa eins og áður, en kosið til þeirra á annan hátt og ekki með sýslu- •'menn sem oddvita eins og verið hefur um áratuga skeið. Fréttaritari fékk að sitja síðasta fund sýslunefndar Norður-Þing- eyjarsýslu, sem haldinn var á Kópa- skeri sl. þriðjudag. Þar voru rædd hin ýmsu mál, sem snertu einstaka hreppa eða sýslufélagið í heild og svo nærliggjandi héruð. Þar komu til umræðu hin merkustu mál, þó ekki væru um þau öll gerðar ákveðnar ályktanir og var skipst á fróðlegum og nauðsynlegum upp- lýsingum. Skiptar skoðanir munu vera um þessa breytingu á stjómsýslu og hefí ég ekki heyrt þau rök, sem mér fínnst haldbær til að gera breytingu á þessari aldagömlu stjómsýslu eins og nú er verið að gera. - Fréttaritari Laugarhóli, Bjarnafirði. FYRSTU hreinsun vegarins norður í Norðurfjörð á Ströndum er nú lokið og er vegurinn þang- að þokkalega fær. Það er þó langt frá því að hann sé jafnvel fær og hann var fyrir rigning- arnar og skriðuföllin sem orðið hafa hvar sem fjallshlíð snýr að veginum. Bráðabirgðaviðgerð á Veiðileysuhálsi lauk á miðviku- dag. Þegar farið var úr Bjamarfirði norður, voru þegar skriður úr Bala- fjöllum norðan Asmundamess. Hélt þetta stöðugt áfram alla leið norður í Reykjarfjörð. Hefur verið áætlað að um 30 skriður hafí fallið niður undir og á veginn á þessari leið. Víða var vegurinn einnig sundur- grafínn af vatnsflaumnum. Þá var Bjamarfjarðará eins og stórfljót eftir riginguna og var til dæmis hluti túngirðingarinnar á Bakka úti á ánni. Sama er að segja um Hallárdalsána sem er þverá Bjamarfjarðarár, rétt austan við Láugarhól. Er foss í þeirri á er Goðafoss heitir. Gaf hann nafna sínum fyrir austan ekkert yjfír í fossnið, þótt ekki væri vatnsmagnið jafn mikið og í þeim þekktari. Dregið hefur úr rigningu og auk þess er nokkur vindur, svo öllu **Artline gefurlínuna Merkipennar, tússpennar, glcerupennar, töflutússpennar, plakatpennar, áherslupennar o.m.fl. Artline pennar fyrir alla notkun. Artline býður eitt mest selda úrval merki-og skrifpenna. MARKADSÞEKKING ÚTFLUTNINGSKUNNATTA VILTU VERDA KUNNATTUMADUR í ÚTFLUTNINGIOG MARKADSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til aö ná því marki' -án þess aö þaö komi niður á vinnunni. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS n V UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKOLI ISLANDS THf IC.f I ANDIC INSTiTijTH QF MARKf TING AND ExÞqRT þurrara er umhorfs hér nú. Vona menn að þessar haustrigningar séu nú afstaðnar. Voru þær mun verri í þetta sinn en flóðin í fyrrahaust. S.H.Þ. Harður árekstur við Haffjarðará Borg, Miklaholtshreppi. UMFERÐARSLYS varð á brúnni yfir Haffjarðará seinni partinn á laugardaginn. Tveir bílar skullu þar saman á mikilli ferð. FólksbíU var á vesturleið en jeppabifreið á suðurleið. í öðrum bilnum voru tvær stúlkur og slö- suðust þær töluvert, en ekki þó taldar i lifshættu. Voru þær flutt- ar á sjúkrahúsið i Stykkishólmi. í hinum bílnum var ökumaður einn og slapp hann að mestu ómeiddur. Svo harður var áreksturinn að jeppabifreiðin fór yfir fólksbílinn og haftiaði á hvolfi utan vegar. Bílarn- ir eru ónýtir. Vegfarendur, sem komu þama fyrstir að, kölluðu á lögreglu og lækni frá Stykkishólmi, sem voru mætt á slysstað eftir 25 mínútur. Önnur stúlkan var föst í bílflakinu, en vegfarendur gátu los- að hana úr flakinu áður en lögregla og læknir komu á staðinn. Að sögn lögreglunnar er sterkur grunur á því, að ökumaður annars bílsins hafi verið undir áhrifum áfengis. Akstursskilyrði vom í besta lagi þegar þetta óhapp varð. Úr- komulaust veður en dálítill vindur. Páll Harður árekst- ur á Jökuldal HARÐUR árekstur varð á Jök- uldal eftir hádegi á sunnudag. Tveir bílar rákust á á blindhæð rétt fyrir innan grunnskólann að Brúarási. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. í öðmm bílnum vom 3 fullorðn- ir og 2 böm, en í hinum 3 fullorðn- ir og eitt bam. Meiddist fólkið lítið utan þess sem kona, sem í öðmm bílnum var, handleggsbrotnaði og bam skarst í andliti. Álftanes: Ekið á dreng á reiðhjóli EKIÐ var á fimmtán ára pilt á reiðhjóli á Álftanesvegi um klukkan hálftíu að kvöldi föstu- dagsins. Pilturinn var fluttur á Borg- arspítalann, höfuðkúpubrotinn og tvíbrotinn á vinstri fæti. Hann er ekki talinn í lífshættu. Ánanaustum 15-101 Reykjavík - Sími (91) 62-10-66 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.