Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 67
í,m, iiuuníi, .i,i.;u:iiii.:íi, c.c.'vU......,,. .
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
6?»
HEIMSOKN OLAFS V. NOREGSKONUNGS
Konungur heiðrar minningu
Snorra Sturlusonar í dag
Frú Vigdís Finnbogadóttir
forseti Islands heílsar Ólafi
V. Noregskonungi við komu
hans tíl í slands i gærmorgun.
ÓLAFUR V. Noregskonungur
kom í heimsókn til íslands í
gær. Flugvél konungs lenti á
Reykjavíkurflugvelli klukkan
11.00 í gærmorgun í góðu veðri.
Forsetí íslands, frú Vigdfs
Fínnbogadóttir, tók á móti kon-
ungi ásamt sendiherrum land-
anna og fulltrúum Stíórnarráðs
íslands. Eftir að Forsetinn
haf ði heilsað konungi og boðið
hann velkominn til Isíands, lék
lúðrasveit þjóðsöngva land-
anna. Lðgreglumenn stóðu
heiðursvörð á meðan á mót-
tökuathöfninni stóð. Að athöfn
lokinni héldu forsetinn, kon-
ungur og fylgdarlið þeirra tíl
Hótel Sögu, þar sem konungur
mun hafa aðsetur á meðan
hann dvelur hér á landi. Heim-
sókn Ólafs V. Noregskonungs
stendur til fimmtudags og mun
hann meðal annars koma tíl
Þingvalla og heimsækja Reyk-
holt í minningu Snorra Sturlu-
sonar. Þá mun konungur einnig
fara tíl Viðeyjar, heimsækja
Norræna húsið, Árnasafn,
Listasafn íslands og Höfða í
Reykjavík.
Fánar íslands og Noregs bifuð-
ust lítillega fyrir ferskum, en svöl-
um, norðanandvara þegar ólafur
V. Noregskonungur sté út úr flug-
vél sinni á Reykjavíkurflugvelli í
gærmorgun. Auk forseta íslands,
frú Vigdísar Finnbogadóttur, tóku
þar á móti konungi sendiherra-
hjón Noregs á íslandi, Per og Liv
Aasen; sendiherrahjón íslands í
Noregi, Niels P. Sigurðsson og
Ólafía R. Sigurðsson. Ennfremur
voru í móttökunefndinni Guð-
mundur Benediktsson raðuneytis-
stjóri, Sveinn Björnsson prótó-
kollsstjori, Böðvar Bragason lög-
reglustjóri, Kornelíus Sigmunds-
son forsetaritari, Pétur Einarsson
flugmálastjóri og Jóhann H. Jóns-
son flugvallarstjóri.
Frú Vigdís Finnbogadóttir
heilsaði konungi með virktum og
bauð hann yelkominn til íslands.
Að móttökuathöfn lokinni var
ekið með konung og fylgdarlið í
bifreiðum forsetaembættisins til
Hótel Sögu, þar sem hann hefur
aðsetur á meðan heimsóknin var-
ir. Ók bílalestin í lögreglufylgd,
alls fimm bflar, og voru þau frú
VigdSs forseti og Olafur konungur
í fremsta bflnum.
Forseti íslands bauð Noregs-
konungi síðan til hádegisverðar á
Bessastöðum. Á borðum voru
kaldar rjúpubringur f forrétt,
rauðspretta með sjávarréttafyll-
ingu' í aðalrétt, blandaður eftir-
réttur og síðast kaffi.
Síðdegis hafði konungur boð á
Hótel Sögu fyrir Norðmenn bú-
setta á Islandi og kom þangað
fjöldi gesta.
Frú Vigdís Finnbogadóttir for-
seti bauð síðan konungi og fylgd-
arliði hans til veislu á Bessastöð-
um í gærkvöldi. Þar var fram
borið nautakjötseyði með græn-
metisteningum, laxabúðingur
með blaðlaukssósu, lambahryggur
með lerkisveppasósu og loks kaffi
og smákökur. Ólafur konungur
ávarpaði veislugesti og að sögn
Öysteens Isaksons hjá norska
sendiráðinu fjallaði hann um
Snorra Sturluson og áhrif hans á
norska sögu. Hann hafði komið
til Noregs og séð hið norska þjóð-
félag með gests auga og skráð
sögu þess í Konungasögum. Af
þvi hafi Norðmenn lært mikið og
sótt styrk í sögur þær, sem Snorri
kom í letur, á erfiðum tímum,
m.a. á árum síðari heimsstyrjald-
arinnar. Með þessari veislu lauk
dagskrá heimsóknarinnar í gær.
I dag mun konungur heim-
sækja skógræktarstöð ríkisins á
Mógilsá í Kollafirði og þaðan fer
hann til Þingvalla. í Almannagjá
munu Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra og kona hans, Ingibjörg
Rafnar, taka á móti konungi og
fylgdarliði hans. Séra Heimir
Steinsson sóknarprestur á Þing-
völlum og þjóðgarðsvörður mun
segja frá Þingvöllum og sögu
staðarins. Að þvi loknu varður
farið til Hótel Valhallar, þar sem
Morgunblaðið/Árni Sæberg
gestirnir munu snæða hádegis-
verð í boði forsætisráðherrahjón-
anna.
Frá Þingvöllum fara gestirnir
síðan með þyrlum Landhelgis-
gæslunnar að Reykholti í Borgar-
firði, þar sem Birgir ísleifur Gunn-
arsson menntamálaráðherra tek-
ur á móti þeim. Þaðan verður
farið til Reykjavíkur á ný í þyrlum
og lýkur dagskránni þegar þang-
að er komið síðdegis. Forseti ís-
Iands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
verður i fylgd með Ólafi konungi
í dag.
Ræða f orseta íslands:
Tungan tengir
ísland og Noreg
í sameiginlegum
minningum þjóðanna
HÉR fer á eftir ræða forseta
íslands, frú Vigdisar Finn-
bogadóttur, f kvöldverði á
Bessastöðum til heiðurs Ólafi
Noregskonungi i gærkvöldi.
Yðar hátign
og aðrir góðir gestir.
Það er okkur íslendingum
ævinlega fagnaðarefni að taka á
móti gestum frá Noregi, enda
munum við seint gleyma þeim
uppruna þjóðar okkar sem við
rekjum til Noregs fyrir meira en
ellefu hundruð árum. Við bjóðum
yðar hátign innilega velkominn.
Þegar íslendingar sitja með
Norðmönnum, vill hugurinn oft
hvarfla aftur til sögunnar. Því
mætti spyrja hvers vegna okkur
er svo hugleikið að muna sögu
okkar og hvað saga sé í raun og
veru.
Á morgun mun yðar hátign
taka sér ferð á hendur til Reyk-
holts, hins forna seturs Snorra
Sturlusonar. Ef við látum hugann
reika aftur til sögunnar, til þrett-
ándu aldar, þá verða á vegi okkar
margir íslendingar sem brugðust
hart við Hákoni konungi Hákon-
arsyni, Hákoni gamla, eins og
íslendingar nefndu hann. Mér
hefur alltaf fundist sem frásögnin
af Sturlu Þórðarsyni glitraði eins
og perla í Sturlungu. Hún er eins
og sjálfstæð smasaga. Sturla
Þórðarson var bróðursonur
Snorra og einn þeirra sem stóðu
gegn þeirri viðleitni konungs að
ná íslandi undir norsk yfirráð.
Þegar Hákon gamli gerði boð fyr-
ir Sturlu og kvaddi hann til Björg-
vinjar, eins og Bergen heitir enn
á íslensku, þá þóttist hann fara
nærri um að hann ætti ekki von
á neinu góðu. Hann hefur ugg-
laust talið það vafa undirorpið,
að hann fengi nokkru sinni að sjá
heimaslóðir sínar á ný. En þessi
vitri maður hafði öðrum fremur
yfirsýn yflr samtíma sinn og skiln-
ing á framþróun sögunnar, enda
voru hagsmunir þjoðarinnar hon-
um hugleiknari en eigin upphefð
og ávinningur og þvi hlýddi hann
kallinu og fór til Noregs á fund
Konungs.
Á sama hátt og Egill Skal-
lagrímsson hafði áður ort Höfuð-
lausn sína til að bjarga höfði sínu
undan Eiríki blóððxi, þannig orti
Sturla lofkvæði til Hákonar gamla
og sonar hans Magnúsar og hafði
meðferðis til konungs. Hann veit
að hann á sér áhrifamikið vopn
er hann heldur tl Björgvinjar á
vit óvissra örlaga sem hlýðinn
þegn. Þetta vopn er Orðið. Vopn
hans er að segja frá hetjudáðum
sem eiga eftir að verða saga. Við
skulum aldrei gleyma því, að það
er.Orðið sem varðveitir afrekin.
í Björgvin hittir Sturla hins
vegar Magnús konung fyrir, þar
sem Hákon var horfinn vestur um
haf að berjast við konung Skota,
er hafði ráðist á eyríki hans.
Magnús tekur Sturlu nokkuð
kuldalega og biður hann að biða
endurkomu Hákonar. En þá gerist
; 3E^3paC£2Ci^E
"; I. . ^i.JBM -
j^'''-"^
¦'¦'- , j, -u ¦• >¦•&?/ ~i 1 ¦ w ^^i];p? föu.*"'.T_ ^ ¦.---' " í 1
~ •¦' «.:t- jT v ;-. -4J| •,->T' w u p.
»->".j jt- sBES^ jÆiw j* :,% ' W£ * wr^" fw , ¦5S^J*-- s rjj^
Morgunblaðið/Sverrir
Frá kvöldverðarboðinu á Bessastöðum í gærkvöldi, frá vinstri frú Halldóra Eldjárn fyrrverandi
forsetafrú, Ólafur V. Noregskonungur, frú Vigdfs Finnbogadóttir forseti íslands og Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra.
merkilegt atvik. Sturla situr um
borð í skipi konungs og tekur að
segja sögur. Þetta spyrst fljótt
út, enda höfðu menn sjaldan eða
aldrei hlýtt á svo góðan sðgu-
mann. Drottningin fréttir þetta
einnig og hún biður íslendinginn
að koma á sinn fund og konungs
og skuli hann hafa söguna með
sfr, eins og stendur í frasögn-
inni, og er talið benda til að Sturla
hafi skrásett sögu sína.
Þetta verður til þess að Magnús
konungur biður Sturlu að skrifa
sögu Hákonar Hákonarsonar. Og
við munum hvað svo gerðist: Há-
kon konungur átti ekki aftur-
kvæmt vestan úr Orkneyjum. En
Magnús konungur veit hvaða fjár-
sjóð hann á i þessum manni sem
kann að skrifa sögur og hann leyf-
ir Sturlu að snúa heim. Siðar
kveður Magnús konungur Sturlu
aftur til Noregs, að þessu sinni
til að aðstoða yið að skrá nýja
lögbók handa íslandi, Járnsíðu,
og skipaði hann fyrsta lögmann
samkvæmt þeim lögum.
Þannig er lagður grundvöllur
að nýjum vináttuböndum íslend-
inga og Norðmanna: Með frásögn-
inni og vegna þess að Magnús
konungur lagabætir átti svo góð-
an rithöfund að vini. Orðið reisir
brýr milli manna og þjóða. Hann
sem átti að hníga fyrir sverði,
upphófst fyrir orð: Andstasðingur
Hákonar konungs gerðist skáld
hans og söguritari og hann varð
náinn vinur og ráðgjafi Magnúsar
sonar hans og réit síðar sögu
hans. Orðið sigrar ofbeldi og hat-
ur. Það skapar skilning, það skap-
ar vináttu og bræðraþel. Orðið
veitir sýn og geymir að eilífu og
í því býr einnig sjálfsmynd okkar
sem þjóðar. Tungan geymir sjálfs-
mynd okkar og tengir ísland og
Noreg í sameiginlegum minning-
um þjóðanna, þvi að það er fyrir
orð að við bekkjum sögu okkar.
Það er í sannleika fátækur mað-
ur, sem ekki getur sótt styrk í
minningar þjóðar sinnar. Þess
vegna gætum við orðsins og tung-
unnar. Ef við gleymum orðinu,
þá gleymum við einnig sjálfum
okkur. Oft voru það norskir kon-
ungar sem hvöttu og örvuðu
íslensk skáld og rithöfunda til að
yrkja og skrifa - eins og í hinni
stórmerkilegu frásögn af Sturlu,
Hákoni og Magnúsi - og það
kunnum við íslendingar að meta.
Yðar hátign. Nú, 725 árum
eftir að Sturla Þórðarson hélt til
Björgvinjar, eigum við enn rithöf-
.unda og sagnfræðinga. Báðar
þjóðirnar eiga meistara orðsins
sem kunna að segja sögu og skrá
söguna. Verst er að fá ekki að
standa á hleri eftir tvö hundruð
ár og heyra hvað þeir hafa að
segja um okkur...
Innilega velkominn. Ég lyfti
glasi til heiðurs Noregskonungi
og fyrir einlægri og heilsteyptri
vináttu Norðmanna og íslendinga.