Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 68
■U* 4- "I 0 dan n u - s ~J. —i ínr0awWnl>il> ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Grænlendingar: Leigja Ama Friðriks- son til loðnuleitar GRÆNLENDINGAR hafa leigt • Arna Friðriksson, skip Haf- rannsóknastofnunar, og áhöfn hans til loðnuleitar við Austur- Grænland frá og með deginum í dag, til 27. september næst- komandi, að sögn Sveins Svein- björnssonar, fiskifræðings. Sveinn verður eini íslenski visindamaðurinn í leiðangrin- um. „í þessum leiðangri verður leit- að að loðnu Við Austur-Grænland, frá Angmagssalik til Scoresby- sunds," sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið. „Skip Hafrann- sóknastofnunar, Ámi Friðriksson 'Loðnuskip fá síldveiðileyfi Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur ákveðið að veita nokkrum loðnuskipum heimild til að veiða á síldarvertíð, sem hefst þann 9. október. Auk þess hafa 89 bátar rétt til síldveiða en Björn Jónsson veiðieftirlitsmaður bjóst ekki við allir myndu nýta *Sér þá heimild. Bjöm sagði, að nokkrir loðnu- skipaeigendur hefðu haft samband við sjávarútvegsráðuneytið til að kynna sér málið en frestur til að sækja um rennur út 7. september næstkomandi. Sfldveiðikvótinn í ár verður um 1000 tonn á skip. Tvær veltur— einn árekstur UMFERÐARSLYS varð á Miklu- braut skammt sunnan brúarinnar 1 yfir Bústaðaveg í hádeginu i gær. Ókumaður jeppa ók upp á um- ferðareyju til að forðast árekstur við bíl sem var ekið á undan og hafði stöðvað aftast í langri röð bifreiða. Ökumaður jeppans missti stjóm á bíl sínum uppi á eyjunni, jeppinn snerist og valt utan í kyrrstæða fólksbifreiðina. Eins fór fyrir næsta bfl á eftir, sendibifreið, sem lenti utan vegar og valt. Ökumaður jepp- ans var fluttur á slysadeild, en ekki urðu slys á öðrum. og Bjami Sæmundsson, fara svo til loðnuleitar í október næstkom- andi. Á gmndvelli niðurstaðna úr þeim leiðangri verður ákveðið hvort loðnukvóti íslenskra og nor- skra skipa verður aukinn á þess- ari vertíð," sagði Sveinn. Oseyrarbrú: Óslitiii umferð til beggia átta STRAX eftír opnun Óseyrar- brúar yfir Olfusárósa á laugar- dag var óslitin umferð um brúna til beggja átta. Hringveg- urinn um Árborgarsvæðið milli þéttbýlisstaðanna, sem brúin opnar, er 53 kílómetrar. Umferðin fyrsta daginn var svo mikil að lausamölin ofan á bundna slitlaginu hreinsaðist alveg af veg- inum vestan brúarinnar. „Þetta þýðir að það hefur verið bullandi umferð um veginn," sagði einn af starfsmönnum Vegagerðar ríkis- ins. - Sig.Jóns. Sjá bls. 28: Óseyrarbrú skal hún heita. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Margar tilraunir voru gerðar til að koma andarnefjunni á flot að nýju. Lítil andarnefja í villum Akranesi. LÍTIL andarnefja villtíst að landi á sunnudagskvöld og hef- ur verið á sundi síðan í Króka- lóni, rétt norðan skipasmíða- stöðvarinnar á Akranesi. Reynt hefur verið að koma hvalnum út á dýpri sjó að nýju til forða honum frá þvi að drepast í flæðarmálinu. Andamefjan, sem er frekar lítil, er um 5 metrar að lengd. Fyrst héldu menn að hér væri marsvín á ferðinni en í dag sáu menn frá Hafrannsóknarstofnun að svo var ekki. Þegar þeir komu til að skoða dýrið, hafði tekist að koma því út úr lóninu á dýpri sjó. Mikill fjöldi fólks kom í gær til að virða andamefjuna fyrir sér og hafa bömin sérstaklega gaman að virða fyrir sér bægslaganginn. Menn frá Slysavamardeildinni komu á gúmbát og reyndu lengi án árangurs að koma dýrinu út á haf en það lónar skammt undan ströndinni og búist er við að það komi að nýju inn á lónið á næsta flóði. Að sögn Slysavamarmanna er andancfyan særð eftir bægsla- ganginn í fjöruborðinu. Andamefja er sjaldséð hér við land. Hefur starfsmönnum Haf- rannsóknarstofnunar aldrei tekist að ná sýnum úr lifandi andamefju. J.G. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um mál Ávöxtunar: Bankaeftirlitið telur um meint lagabrot að ræða Ovíst hvert tap viðskiptamanna verður REKSTUR Ávöxtunar sf., Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. sæt- ir nú opinberri rannsókn hjá RLR. Rikissaksóknari tók ákvörðun um að senda málið tíl rannsóknar eftir að bankaeftirlit Seðlabankans hafði kynnt honum niðurstöður könnunar á rekstri fyrirtækisins. Jafnframt svipti Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra Pétur Björnsson leyfi til verðbréfamiðlunar sem hann hafði fyrir hönd fyrirtækjanna. Skrifstofum Ávöxtunar var lok- að í gærmorgun og fer nú Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður með mál fyrirtækisins fyrir hönd bankaeftirlits. Ekki er ljóst hve mikið tap viðskiptamanna Ávöxt- unar verður en við lokun höfðu borist beiðnir um innlausn um helmings þeirra 400 milljóna sem fyrirtækið hafði í sjóðum sínum. Að sögn Braga Steinarssonar vararíkissaksóknara er opinberri rannsókn beint gegn eigendum og forsvarsmönnum Ávöxtunar og sjóða fyrirtækisins, aðallega vegna ætlaðra brota á lögum um verð- bréfamiðlun. Hann sagði ekkert hafa komið fram sem benti til hegn- ingarlagabrota. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði að þar sem bankaeftir- litið hefði stöðvað starfsemi fyrir- tækisins og opinber rannsókn væri hafín á rekstri þess hefði verið rétt og skylt að svipta handhafa verð- bréfamiðlunarleyfís fyrirtækisins lejrfinu. Þar hefði það engin áhrif að Pétur hefði skömmu áður skilað inn leyfí sínu. „Þetta er ekkert sam- komulagsmál þegar komið er út í r '* Fyrstu formlegu viðræður ASÍ og ríkisstjórnarinnar: Svartsýni á að hægt sé að ná samstöðu um niðurfærslu ÓVÍST er um framhald við- ræðna ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambands íslands eftir fyrsta formlega fund þessara aðila um væntanlegar efna- hagsráðstafanir. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sagði að hann hefði vonast eft- ir meiri árangri á fundinum og hann gæti ekki sagt að líkurnar á víðtækri samstöðu um niður- færslu launa og verðlags hefðu aukist. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að ráðherr- arnir þrir á fundinum hefðu í raun ekki lagt til neitt nema . 9% launalækkun og tillögur ráðgjafarnefndarinnar, og hann kvaðst svartsýnn á að nið- urfærsluleiðin gæti gengið upp. Fundir eru í ríkisstjóminni og miðstjóm ASÍ í dag, þar sem lagt verður á ráðin um næstu skref. Ríkisstjómin fundaði um bréf Ásmundar Stefánssonar til for- sætisráðherra á laugardag og frestaði fundinum í gær frá klukk- an 10.30 til 16.30 til að svör við þeim spumingum sem þar komu fram gætu legið fyrir. Á fundinum í gær vom lögð fram vinnuskjöl frá Þjóðhags- stofnun um áhrif niðurfærsluleið- arinnar. Þar kemur fram að lækk- un launa um 9% þann 1. október er talin leiða til 2-3% lækkunar verðlags á næstu 2-3 mánuðum. Talið er að niðurfærsla geti náð til allt að 80-90% vinnumarkaðar- ins ef framkvæmd hennar tekst vel. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að ekki væri hægt að búast við árangri af fyrsta fundi og al- rangt að slíta viðræðum á þessu stigi. Benedikt Davíðsson sagði að ef samráð ætti að vera þyrfti það að vera á öðmm gmndvelli en þeim sem ríkisstjómin hefði lagt fram, sem fæli í sér 6-7% kjaraskerðingu. Sjá frásagnir á miðopnu opinbera rannsókn," sagði ráð- herra. „Bankaeftirlitið telur að ákveðnir þættir í rekstri fyrirtækj- anna þriggja, hafí falið í sér meint brot á banka- og sparisjóðalögum, lögum um verðbréfamiðlun og ef til vill fleiri. Það hlaut að leiða til leyfíssviptingar meðan rannsókn fer fram." Um nánari upplýsingar um sakarefni vísaði ráðherra á rannsóknaraðila. Viðskiptaráðherra sagði að allt frá myndun ríkisstjómarinnar hefði staðið til ný lagasetning um verð- bréfamnarkaðinn. „Sá undirbúning- ur tengist á engan hátt Ólafi Ragn- ari Grímssyni og Alþýðubandalag- inu. Nú liggur fyrir sem næst full- búið frumvarp í viðskiptaráðuneyt- inu og það verður lagt fyrir ríkis- stjómarfund alveg á næstunni með þann ásetning að leggja það fyrir þingið um leið og það kemur sam- an.“ „Það er að ýmsu leyti gagnlegt að það sé komið fram að það er þetta fyrirtæki sem á í erfiðleikum. Það getur skapað traust á öðrum sem hafa rekið sín fyrirtæki með ábyrgari hætti," sagði Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra. Ráðherra kvaðst vonast til að aðrir rekstrar- aðilar fyndust að sjóðunum. „Þá hef ég í huga hagsmuni þeirra sem hafa lagt inn sitt fé þama. En á hitt ber að líta að þetta fyrirtæki auglýsti mjög háa ávöxtun ofan á verðtryggingu og hefði átt að vera þeim ljóst sem festu sitt fé þar að því fylgdi nokkur áhætta. Sú áhætta hefur að einhveiju leyti breyst í veruleika núna,“ sagði við- skiptaráðherra." Sjá frásögn og samtöl á bls. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.