Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 68

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 68
■U* 4- "I 0 dan n u - s ~J. —i ínr0awWnl>il> ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Grænlendingar: Leigja Ama Friðriks- son til loðnuleitar GRÆNLENDINGAR hafa leigt • Arna Friðriksson, skip Haf- rannsóknastofnunar, og áhöfn hans til loðnuleitar við Austur- Grænland frá og með deginum í dag, til 27. september næst- komandi, að sögn Sveins Svein- björnssonar, fiskifræðings. Sveinn verður eini íslenski visindamaðurinn í leiðangrin- um. „í þessum leiðangri verður leit- að að loðnu Við Austur-Grænland, frá Angmagssalik til Scoresby- sunds," sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið. „Skip Hafrann- sóknastofnunar, Ámi Friðriksson 'Loðnuskip fá síldveiðileyfi Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur ákveðið að veita nokkrum loðnuskipum heimild til að veiða á síldarvertíð, sem hefst þann 9. október. Auk þess hafa 89 bátar rétt til síldveiða en Björn Jónsson veiðieftirlitsmaður bjóst ekki við allir myndu nýta *Sér þá heimild. Bjöm sagði, að nokkrir loðnu- skipaeigendur hefðu haft samband við sjávarútvegsráðuneytið til að kynna sér málið en frestur til að sækja um rennur út 7. september næstkomandi. Sfldveiðikvótinn í ár verður um 1000 tonn á skip. Tvær veltur— einn árekstur UMFERÐARSLYS varð á Miklu- braut skammt sunnan brúarinnar 1 yfir Bústaðaveg í hádeginu i gær. Ókumaður jeppa ók upp á um- ferðareyju til að forðast árekstur við bíl sem var ekið á undan og hafði stöðvað aftast í langri röð bifreiða. Ökumaður jeppans missti stjóm á bíl sínum uppi á eyjunni, jeppinn snerist og valt utan í kyrrstæða fólksbifreiðina. Eins fór fyrir næsta bfl á eftir, sendibifreið, sem lenti utan vegar og valt. Ökumaður jepp- ans var fluttur á slysadeild, en ekki urðu slys á öðrum. og Bjami Sæmundsson, fara svo til loðnuleitar í október næstkom- andi. Á gmndvelli niðurstaðna úr þeim leiðangri verður ákveðið hvort loðnukvóti íslenskra og nor- skra skipa verður aukinn á þess- ari vertíð," sagði Sveinn. Oseyrarbrú: Óslitiii umferð til beggia átta STRAX eftír opnun Óseyrar- brúar yfir Olfusárósa á laugar- dag var óslitin umferð um brúna til beggja átta. Hringveg- urinn um Árborgarsvæðið milli þéttbýlisstaðanna, sem brúin opnar, er 53 kílómetrar. Umferðin fyrsta daginn var svo mikil að lausamölin ofan á bundna slitlaginu hreinsaðist alveg af veg- inum vestan brúarinnar. „Þetta þýðir að það hefur verið bullandi umferð um veginn," sagði einn af starfsmönnum Vegagerðar ríkis- ins. - Sig.Jóns. Sjá bls. 28: Óseyrarbrú skal hún heita. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Margar tilraunir voru gerðar til að koma andarnefjunni á flot að nýju. Lítil andarnefja í villum Akranesi. LÍTIL andarnefja villtíst að landi á sunnudagskvöld og hef- ur verið á sundi síðan í Króka- lóni, rétt norðan skipasmíða- stöðvarinnar á Akranesi. Reynt hefur verið að koma hvalnum út á dýpri sjó að nýju til forða honum frá þvi að drepast í flæðarmálinu. Andamefjan, sem er frekar lítil, er um 5 metrar að lengd. Fyrst héldu menn að hér væri marsvín á ferðinni en í dag sáu menn frá Hafrannsóknarstofnun að svo var ekki. Þegar þeir komu til að skoða dýrið, hafði tekist að koma því út úr lóninu á dýpri sjó. Mikill fjöldi fólks kom í gær til að virða andamefjuna fyrir sér og hafa bömin sérstaklega gaman að virða fyrir sér bægslaganginn. Menn frá Slysavamardeildinni komu á gúmbát og reyndu lengi án árangurs að koma dýrinu út á haf en það lónar skammt undan ströndinni og búist er við að það komi að nýju inn á lónið á næsta flóði. Að sögn Slysavamarmanna er andancfyan særð eftir bægsla- ganginn í fjöruborðinu. Andamefja er sjaldséð hér við land. Hefur starfsmönnum Haf- rannsóknarstofnunar aldrei tekist að ná sýnum úr lifandi andamefju. J.G. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um mál Ávöxtunar: Bankaeftirlitið telur um meint lagabrot að ræða Ovíst hvert tap viðskiptamanna verður REKSTUR Ávöxtunar sf., Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. sæt- ir nú opinberri rannsókn hjá RLR. Rikissaksóknari tók ákvörðun um að senda málið tíl rannsóknar eftir að bankaeftirlit Seðlabankans hafði kynnt honum niðurstöður könnunar á rekstri fyrirtækisins. Jafnframt svipti Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra Pétur Björnsson leyfi til verðbréfamiðlunar sem hann hafði fyrir hönd fyrirtækjanna. Skrifstofum Ávöxtunar var lok- að í gærmorgun og fer nú Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður með mál fyrirtækisins fyrir hönd bankaeftirlits. Ekki er ljóst hve mikið tap viðskiptamanna Ávöxt- unar verður en við lokun höfðu borist beiðnir um innlausn um helmings þeirra 400 milljóna sem fyrirtækið hafði í sjóðum sínum. Að sögn Braga Steinarssonar vararíkissaksóknara er opinberri rannsókn beint gegn eigendum og forsvarsmönnum Ávöxtunar og sjóða fyrirtækisins, aðallega vegna ætlaðra brota á lögum um verð- bréfamiðlun. Hann sagði ekkert hafa komið fram sem benti til hegn- ingarlagabrota. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði að þar sem bankaeftir- litið hefði stöðvað starfsemi fyrir- tækisins og opinber rannsókn væri hafín á rekstri þess hefði verið rétt og skylt að svipta handhafa verð- bréfamiðlunarleyfís fyrirtækisins lejrfinu. Þar hefði það engin áhrif að Pétur hefði skömmu áður skilað inn leyfí sínu. „Þetta er ekkert sam- komulagsmál þegar komið er út í r '* Fyrstu formlegu viðræður ASÍ og ríkisstjórnarinnar: Svartsýni á að hægt sé að ná samstöðu um niðurfærslu ÓVÍST er um framhald við- ræðna ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambands íslands eftir fyrsta formlega fund þessara aðila um væntanlegar efna- hagsráðstafanir. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sagði að hann hefði vonast eft- ir meiri árangri á fundinum og hann gæti ekki sagt að líkurnar á víðtækri samstöðu um niður- færslu launa og verðlags hefðu aukist. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að ráðherr- arnir þrir á fundinum hefðu í raun ekki lagt til neitt nema . 9% launalækkun og tillögur ráðgjafarnefndarinnar, og hann kvaðst svartsýnn á að nið- urfærsluleiðin gæti gengið upp. Fundir eru í ríkisstjóminni og miðstjóm ASÍ í dag, þar sem lagt verður á ráðin um næstu skref. Ríkisstjómin fundaði um bréf Ásmundar Stefánssonar til for- sætisráðherra á laugardag og frestaði fundinum í gær frá klukk- an 10.30 til 16.30 til að svör við þeim spumingum sem þar komu fram gætu legið fyrir. Á fundinum í gær vom lögð fram vinnuskjöl frá Þjóðhags- stofnun um áhrif niðurfærsluleið- arinnar. Þar kemur fram að lækk- un launa um 9% þann 1. október er talin leiða til 2-3% lækkunar verðlags á næstu 2-3 mánuðum. Talið er að niðurfærsla geti náð til allt að 80-90% vinnumarkaðar- ins ef framkvæmd hennar tekst vel. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að ekki væri hægt að búast við árangri af fyrsta fundi og al- rangt að slíta viðræðum á þessu stigi. Benedikt Davíðsson sagði að ef samráð ætti að vera þyrfti það að vera á öðmm gmndvelli en þeim sem ríkisstjómin hefði lagt fram, sem fæli í sér 6-7% kjaraskerðingu. Sjá frásagnir á miðopnu opinbera rannsókn," sagði ráð- herra. „Bankaeftirlitið telur að ákveðnir þættir í rekstri fyrirtækj- anna þriggja, hafí falið í sér meint brot á banka- og sparisjóðalögum, lögum um verðbréfamiðlun og ef til vill fleiri. Það hlaut að leiða til leyfíssviptingar meðan rannsókn fer fram." Um nánari upplýsingar um sakarefni vísaði ráðherra á rannsóknaraðila. Viðskiptaráðherra sagði að allt frá myndun ríkisstjómarinnar hefði staðið til ný lagasetning um verð- bréfamnarkaðinn. „Sá undirbúning- ur tengist á engan hátt Ólafi Ragn- ari Grímssyni og Alþýðubandalag- inu. Nú liggur fyrir sem næst full- búið frumvarp í viðskiptaráðuneyt- inu og það verður lagt fyrir ríkis- stjómarfund alveg á næstunni með þann ásetning að leggja það fyrir þingið um leið og það kemur sam- an.“ „Það er að ýmsu leyti gagnlegt að það sé komið fram að það er þetta fyrirtæki sem á í erfiðleikum. Það getur skapað traust á öðrum sem hafa rekið sín fyrirtæki með ábyrgari hætti," sagði Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra. Ráðherra kvaðst vonast til að aðrir rekstrar- aðilar fyndust að sjóðunum. „Þá hef ég í huga hagsmuni þeirra sem hafa lagt inn sitt fé þama. En á hitt ber að líta að þetta fyrirtæki auglýsti mjög háa ávöxtun ofan á verðtryggingu og hefði átt að vera þeim ljóst sem festu sitt fé þar að því fylgdi nokkur áhætta. Sú áhætta hefur að einhveiju leyti breyst í veruleika núna,“ sagði við- skiptaráðherra." Sjá frásögn og samtöl á bls. 64

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.