Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar. Mjög lágt irerð. 900 x 20/14 PR. nylon kr. 9.500,00 1000 x 20/16 PR. nylon kr. 10.800,00 1100 x 20/16 PR. nylon kr. 11.800,00 1000 x 20 radial kr. 12.800,00 11R 22,5 radial kr. 12.900,00 12R 22,5 radial kr. 14.900,00 1400 x 24/24 PR. EMnylon kr. 36.000,00 Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. Bardinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík, símar 30501 og 84844. Meir en 12 gerðir af háfumálagereða til afgreiðslu með stuttumfyrirvara. Háfarnir fást í svörtu, hvftu, kopar, messing og ryðfríu stáli 500 eða 1000 m3viftur. /ii' Einar Farestveit &Co.hf Borgartúni 28, símar 91-16995,91 -622900. SKOLARITVELAR FRÁ OKEYPIS kennslubók í vélritun fylgir öllum ritvélunum frá okkur. BROTHER AX15 m/leiðréttingarborða kr. 18.760 stgr. OLYMPIA CARRERA m/leiðréttingarborða kr. 18.300 stgr. SILVER REED EZ20 m/leiðréttingarborða kr. 19.800 stgr. SILVER REED EP10 lítil og létt kr. 13.950 stgr. SILVER REED EB50 lita- og blekpunktar kr. 18.900 stgr. ■raa SENDUMIPOSTKROFU TÖUfULAND - B BRÆXCMX LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM S. 621122 Morgunblaðið/KGA Starfshópurinn sem myndar „Nordisk musikskolelederád“ samankominn, ásamt Lárusi Sighvatssyni fráfarandi formanni Samtaka tónlistarskólastjóra. Talið frá vinstri: Jorma Maenpa, Lárus Sighvatsson, Káre Opdal, Kjartan Már Kjartansson, nýkjörinn formaður starfshópsins og STS, Per Johannsson, Daniel Eisterstein, Vidar Hejmos og BertU Háhnel. Aðalfundur Samtaka tónlistarskólastjóra; Fjárframlag ríkisins er skólunum nauðsynlegt Á AÐALFUNDI Samtaka tónlist- arskólastjóra var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta ekki fjár- hagslegum stuðningi við tónlist- arskóla á íslandi. Lýst er yfir ánægju með núverandi fyrir- komulag. Það felst í þvi að ríki og sveitarfélög skipta með sér launakostnaði við rekstur skól- anna. Aðalfundur Samtaka tón- listarskólastjóra, STS, var hald- inn í Reykjavík um siðustu helgi. Til fundarins var boðið 12 skóla- stjórum og námsstjórum frá hin- um Norðurlöndunum. Norrænir tónlistarskólastjórar mynda með sér samstarfshóp er kallast „Nor- disk musikskolelederád", NMR. Á fundinum tók Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlist- arskólans i Keflavík, við for- mrtmsku i ráðinu. Kjartan var einnig kjörinn formaður Sam- taka tónlistarskólastjóra. Rafmogns oghana- IjrHarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. BÍLDSHÖFDA 16 SlMI:6724 44 Námsstjórar tónlistarskóla á Norðurlöndum. Talið frá vinstri: Odd Eikemo, Noregi, Ann-Birgit Idestram-Almkvist, Sviþjóð, Ötto Laust Hansen, Danmörku, Osmo Palonen, Finnlandi, og Njáll Sigurðsson frá íslandi. Um 8 þúsund nemendur sóttu síðastliðinn vetur nám í 60 tónlist- arskólum hér að landi. Að sögn Lárusar Sighvatssonar, fráfarandi formanns STS, hafa skólastjóramir miklar áhyggjur af því að hugmynd- ir um niðurfellingu ríkisstyrks til skólanna verði að veruleika. „Ef af verður er ljóst að smæstu skólamir fara hreinlega á hausinn," sagði Láms. „Sveitarfélögin em fæst fær um að reka tónlistarskólana án stuðnings frá ríkinu, því er fjár- framlag ríkisins nauðsynlegt. Þetta fyrirkomulag hefur skipt sköpum fyrir tónlistarkennslu á Islandi. Hér er verið að reyna að leggja niður kerfí sem skólastjórar á hinum Norðurlöndunum telja til fyrir- myndar." Undir þetta tekur Káre Opdal, fráfarandi formaður NMR og skólastjóri tónlistarskólans í Þrándheimi í Noregi. „Ég álít skip- an mála á íslandi mjög góða og væri óskandi að farið væri að ykkar dæmi alls staðar á Norðurlöndun- um.“ Á aðalfundinum var einnig sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á Höfóar til „fólks í öllum starfsgreinum! menntamálaráðherra að skipa þeg- ar námsstjóra tónlistarskóla í heila stöðu við ráðuneytið. Undanfarin ár hefur námsstjórinn verið í hálfu starfi við ráðuneytið og er það álit skólastjóranna hann geti með engu móti annað öllum þeim verkefnum sem fylgja því að skipuleggja nám í tónlistarskólum landsins. Á fundinum hittust allir náms- stjórar á Norðurlöndunum í fyrsta skipti. Að sögn Kjartans gafst gott tækifæri til að skiptast á skoðunum um tónlistarkennslu og tónlistar- skóla á Norðurlöndunum. „Sam- vinna norrænna skólastjóra í sam- starfshópi NMR hefur gefíð góða raun en þar er meðal annars unnið að sameiginlegum hagsmunamál- um norrænna tónlistarskóla," segir Kjartan. „Helsta verkefni sam- starfshópsins er að safna saman upplýsingum um tónlistarkennslu á Norðurlöndunum og er hugmyndin að nota það besta sem fínnst í hveiju landi og hanna einhvers kon- ar líkan að „fullkomnum" tónlistar- skóla." Nokkur umræða varð um verð- stöðvun og afleiðingar hennar fyrir rekstur tónlistarskóla. Kjartan Már Kjartansson segir verðstöðvunina koma sérlega illa við þá skóla sem staðið hafa í miklum framkvæmd- um á síðasta ári og gert höfðu ráð fyrir hækkun innritunargjalda í fjárhagsáætlun. Hlíti skólamir til- mælum Verðlagsstofnunar verða innritunargjöld þau sömu og haust- ið 1987.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.