Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 * i. JÚDÓ Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fjölskyldan saman: Sigurður, Guðmundur Sævar og Sólveig S. Guðmundsdóttir. Sigurður Bergmann: Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson „Það þýðir ekkert að vera að „stressa“ sig mánuði áður,“ segir Sigurður Bergmann, rólegur að vanda. A LEIÐ TIL SEOUL húmor met ég mest Góðan STUNDUM er talað um sterka þögla manninn í sögubókum, og sú lýsing á svo sannarlega vel við Sigurð Bergmann júdókappa úr Grindavík. Rólegur, yfirveg- aður og alls ekki orðmargur, en fékkst þó til að segja ofurlítið frá sjálfum sér. Sigurður er 27 ára gamall, hefur æft júdó í 14 ár og starfar sem lögregluvarðstjóri í Grindavík. Ég spyr hann strax hvort hann hafi notað júdóhæfileikana í starfinu, en hann segir að aldrei hafí komið til þess þar sem hann sé varðstjóri og „sendi strákana út“, auk þess sem júdó sé keppnisíþrótt, en ekki eitthvað til að fíflast með út á götu. En hvemig er að búa í litlum bæ og vera í sviðsljósinu bæði í starfi og leik? „Það kemur ágætlega út. í bæn- um er gróskumikil íþróttastarfs- semi og þar sem flestir lögreglu- mennimir eru á kafi í íþróttum, þá hefur það einungis verið til að bæta tengsl lögreglunnar og krakkanna." Sigurður hefur verið á keppnis- ferðalögum og í æfingabúðum í sumar, en hann æfir yfirleitt í 5 tíma á dag. Þegar svo starfíð bæt- ist ofan á þá gefur það augaleið að lítill tími er afgangs fyrir flöl- skylduna, þótt honum líði aldrei betur en þegar hann er kominn heim til hennar á kvöldin. En Sig- urður býr með sambýliskónu sinni og þriggja ára syni. Þegar ég spyr hann hvort konan sé ekki orðin hundleið á að hafa hann aldrei heima, þá kímir hann á sinn hæga hátt og segir að ég verði að spyija hana sjálfa. En hver veit nema sonurinn eigi eftir að feta í fótspor föðurins því þótt stutt- ur sé þá á hann sinn júdóbúning! Á rólegri stundum eins og það heitir, hefur Sigurður fengist við ljósmyndun, en það er áhugamál hans frá unglingsámnum, og hafa kunnugir tjáð mér að hann sé ágæt- is ljósmyndari. Þar sem hann býr nú í sjávarplássi má ætla að hafíð eigi sterk ítök í honum og ég spyr hann hvort hann sæki ekkki „mót- ívin“ þangað? Hann fussar bara þegar ég minn- ist á hafíð og sér enga rómantík þar. „Nei, ég tek helst íþróttamyndir. Ég reyndi einu sinni að fara á sjó- inn en mér líkaði það illa. Maður er alltaf fastur á ákveðnu svæði og kemst ekki neitt, ég held það sé ekkert fyrir íþróttamenn að vera á sjónum." Nú flettir Sigurður rólega dag- blaði sem liggur fyrir framan hann og virðist gleyma jjví um stund að hann er í viðtali. Ég pikka í borðið og spyr hann svo loksins hvort hann sé virkilega alltaf svona rólegur, hvort hann sé ekkert „stressaður" fyrir Ólympíuleikana? „Nei það þýðir nú ekkert að vera að „stressa" sig mánuði áður, en svo verð ég auðvitað að drepast daginn fyrir keppni eins og vana- lega,“ segir hann og brosir. — Er júdó spennandi fyrir áhorf- endur? „Það mundi ég ætla. í Frakk- landi til dæmis er júdó næstvinsæl- asta íþróttin, aðeins fótboltinn er vinsælli. Þar er ákafinn og spennan svo mikil hjá áhorfendum á leikjum að maður heyrir ekki einu sinni í dómaranum! Minnisstæðustu atvikin eru þó ekki frá Frakklandi, heldur frá Af- mælismóti JSÍ ’79, þegar hann og mótheiji hans rákust hressilega á og rotuðust báðir. Ekki slösuðust þeir alvarlega sem betur fer, en báðir það vankaðir að um áfram- haldandi keppni var ekki að ræða. Einnig er honum minnisstætt þegar hann lagði fínnska júdókappann Salonen á Norðurlandamóti í Osló sl. apríl. En hvað er framundan að Ólympíuleikum loknum? „Æfa áfram á fullu. Yfirþjálfari tékkneska landsliðsins mun þjálfa hér næstu tvö árin og það verður verðugt verkefni að æfa undir hans stjórn. Nú, svo stefni ég á Ólympíu- leikana í Barcelona ’92.“ Metnaðurinn skín úr hveijum drætti og allt í einu langar mig að vita hvaða eiginleika hann meti mest í fari fólks? „Góðan húmor.“ KM I baráttu á linunni. Morgunblaðið Geir Sveinsson ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur. | HANDKNATTLEIKUR Geir Sveinsson: Hvað sagði ég ekki, alltaf tekið tillit til handboltans! VIÐ mælum okkur mót um miðj- an dag. Svo kemur hann á hlaup- um og afsakar sig því hann verði að ijúka strax aftur. Það hafi komið dálítið upp á. Hvort við getum ekki hist síðar. Ekkert mál og við ákveðum að hittast degi síðar. Hann mætir þá stundvíslega og við hefjum spjallið tafarlaust. Enda stutt í næstu landsliðsæfingu og tíminn því naumur. Geir Sveinsson heitir hann og er einn af yngri landsliðsmönnum ís- lands í handknattleik. í sumar hefur hann unnið á daginn í skóverslun föður síns auk æfínganna enda þótt að hann hafí fengið tilmæli þjálfara um að fara sér hægar. Hann segir að eiginlega hefði hann nú ekki átt að vinna svona mikið í sumar því þetta hafi verið fullmik- ið. Annars sé þetta síðasta vikan hans í vinnunni og því geti hann. einbeitt sér að handboltanum fram að Ólympíuleikunum. „Æfingamar hafa verið nokkuð stífar í sumar og sérstaklega nú þegar farið er að nálgast leikana,” segir Geir. „Þetta er orðið ansi tímafrekt, það fer bókstaflega allur minn tími f handboltann. Mér finnst ég ekki hafa tíma til nokkurs ann- ars. Handboltinn gengur alltaf fyrir og stundum finnst mér blóðugt að fóma öllu fyrir hann. En þegar ég hugsa til baka þá fínnst mér ég líka hafa uppskorið ágætlega og það skiptir auðvitað öllu máli. Mér fínnst þó óréttlátt gagnvart öðrum í kringum mig að allt skuli þurfa að miðast við handboltann. Það hlýtur að vera afskaplega þreyt- andi.“ Geir er stúdent frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð og lagði stund á sögu við Háskóla íslands sl. vet- ur. Hann ætlar að halda náminu áfram í vetur og jaftivel ljúka því, hvenær sem það verður. Annars segist hann alveg óráðinn. Segir jafnvel geta orðið af því að hann fari utan í nám. „Ég tek viðskiptafræði sem val- grein í Háskólanum og það gæti vel farið svo _að ég færi út í nám í þeirri grein. Ég hef ekkert sérstakt land í huga, læt það bara ráðast þegar þar að kemur." — Hefurðu tíma fyrir einhver áhugamál? „Eiginlega ekki. Vildi þó gjaman hafa einhver áhugamál og hafa tíma til að sinna þeim. Það er helst að ég spili veggjatennis, það er nokkuð skemmtileg íþrótt. Nú, svo hef ég áhuga á skíðaíþróttinni en þori ekki að stunda hana vegna slysahættu. Reyndar eru jafn mikl- ar líkur á því að ég geti slasað mig í handboltanum. En það er auðveld- ara að sætta sig við meiðslin ef þau eru af völdum handboltans. Að detta á skíðum og slasa sig væri svo svekkjandi að ég gæti hreinlega ekki tekið þá áhættu. Hvað sagði ég ekki, alltaf tekið tillit til hand- boltans! Hvað um það, ég keppi einhver ár í viðbót. Oft er talað um að hand- boltamenn séu á toppnum við 28 ára aldur. Samkvæmt því á ég enn fjögur ár í land. Þó fer þetta allt mikið eftir því hvað gerist í skóla- málum hjá mér, hvort ég fer út eða ekki. Ég byijaði ekki í Háskólanum fyrr en tveimur árum eftir að ég útskrifaðist stúdent. Fannst það allt í lagi þá en sé dálítið eftir því núna. Finnst ég einhvern veginn hafa sóað tímanum. Þvi hef ég full- an hug á að mennta mig hvar eða hvenær sem það verður. Það er öruggt að handboltinn verður ekki endalaust númer eitt, tvö og þrjú hjá mér.“ _ |jp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.