Morgunblaðið - 08.09.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.09.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 -4 Akranes: Ráðherra í heimsókn Akranesi. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra var í heim- sókn á Akranesi i síðustu viku og kynnti sér framkvæmdir á staðnum og ræddi við forystu- menn Sjálfstæðisflokksins. Þessi heimsókn var liður í ferð ráð- herra Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæmi landsins. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra skoðar hið nýja íþróttahús ásamt Magnúsi Oddssyni formanni íþróttabandalags Akra- ness. Birgir ísleifur kynnti sér ýmsar framkvæmdir á Akranesi, einkum sem varða hans ráðuneyti. M.a. skoðaði hann hin nýju íþróttamann- virki, sundlaug og íþróttahús og ræddi við forystumenn íþróttamála á Akranesi. Þá kynnti hann sér einnig framkvæmdir við nýbygg- ingu Brekkubæjarskóla. Ráðherr- ann ræddi einnig við ráðamenn á staðnum. Með Birgi í för var Frið- jón Þórðarson alþingismaður og Sigurbjörn Magnússon fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins. Þessi ferð ráðherrans mæltist vel fyrir, enda skapar hún betri tengsl og eflir samskipti. Þetta er annar ráðherrann sem kemur til Akranes nú á nokkrum dögum. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra var hér fyrir skömmu og hafði við- talstíma fyrir bæjarbúa og notuðu sér margir þessa þjónustu. Þá fund- aði ráðherrann einnig með bæjar- stjóm og fleiri aðilum. - JG ESAB <zr RAFSUÐUVELAR vírogfylgihlutir HEÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Svæðið umhverfis Ytri-Njarðvíkurkirkju er meðal þeirra svæða sem fegrunarátakið hefur náð til. TOSHIBA örbylgjuofnarnir; 10GERÐIR Verð við allra hæfí Einar Farestveit&Co.hf. ■ CHfAWTUW M. f»1| INN OO UMM - N— » Leið 4 stoppar við dymar Drifbúnaður fyrir spil of I. HEÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Fegrunarátak í Njarðvíkum Vogum. í Njarðvíkurkaupstað hefur verið gert átak i fegrunarmálum, en að sögn Odds Einarssonar bæjarstjóra setti núverandi bæj- arstjórn sér það markmið að vinna skipulega og markvisst að fegrun og snyrtingu bæjarins í áföngum. yngsta hverfið í Innri-Njarðvík, Bakkahverfis, sem er íbúðar-, iðn- aðar- og þjónustuhverfi í Ytri- Njarðvík, auk nokkurra annarra gatna og umhverfis Ytri-Njarðvík- urkirkju. Auk þess voru steyptar gangstéttir við nokkrar götur. Alls var hér um framkvæmdir að ræða í Njarðvík háttar þannig til að bærinn skiptist í innra og ytra hverfi og er Ytri-Njarðvík nú orðin samvaxin Keflavík. Umhverfisátak það sem nú stendur jrfir hófst í fyrra með því að lokið var malbikun og frágangi Seyluhverfís, sem er fyrir yfir tuttugu milljónir krónar. í sumar hefur verið haldið áfram MARKAÐSÞEKKING ÚTFI.UTNINGSKUNNATTA VILTU VERDA KUNNATTUMADUR í ÚTFLUTNINGIOG MARKADSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til að ná því marki, -án þess að það komi niður á vinnunni. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANPS m v UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKOLI ISLANDS V ’ THE IC.f l ANUIC iNSfltUTF ÓF MARKETING ANO ÉXPORT Ánanaustum 15-101 Reykjavík-Sími (91) 62-10*66 með lagningu kantsteina með þeim götum sem malbikaðar voru í fyrra, gangstéttarlagningu og frágangi grænna svæða en á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár voru áætlaðar liðlega tíu milljónir króna til þess. Fegrunarátakið hefur verið unnið af starfsmönnum bæjarins og Vinnuskóla Njarðvíkur með aðstoð nokkurra verktaka. Samkvæmt upplýsingum bæjarstjóra mun ætl- un bæjarstjómar að gera enn bet- ur, og umhverfisátakið mun ná hámarki á næsta ári. Unnið er að breytingu á aðalskipulagi bæjarins og meðal annars verður svokölluð- um Njarðvíkurfitjum breytt úr iðn- aðarsvæði í grænt svæði. Skipulögð verða ný íbúðarhúsahverfi sem tengja saman byggðimar í ytra og innra hverfinu, og lokið verður við gerð vegar milli hverfanna sem liggur framhjá gróðrarstöðinni Víkurblómum, sem ér eins konar Eden þeirra Njarðvíkinga og hóf starfsemi fyrir nokkru. í hugum margra eru Suðumesin Keflavík og einhverjir smáhreppar í kring. „Þetta er ekki þannig," segir Oddur bæjarstjóri. „Keflavík er að vísu langfjölmennasti bærinn, til dæmis þrisvar sinnum stærri en Njarðvík ef mælt er á þann mæli- kvarða, en Keflavík er langminnsti bærinn á Suðumesjum ef mælt er með mælistiku. Keflavík hefur einn- ig státað af því að vera fallegasti bærinn á Suðumesjum ogþað hefur hann svo sannarlega verið, en það kann að breytast á næstunni. Það er ekki svo að í Keflavík eigi sér stað einhver öfugþróun í þeim mál- um, þvert á móti, nú er að verða vakning í hinum bæjunum og þeir draga á með hverju árinu.“ - EG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.