Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 35 t Sammála niðurstöðu Alþýðusambandsins - segir Páll Halldórsson hjá BHMR „VIÐ erum alveg sammála þessari niðurstöðu Alþýðusambands- ins. Þeir setja það skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum um efna- hagsaðgerðir að þær snúist ekki um lækkun launa,“ sagði Páll Halldórsson hjá BHMR. Hann var spurður álits á þessari ákvörðun miðstiórnar ASÍ. í gær boðaði ASI til fundar með fulltrúum ann- arra sambanda og kynnti þeim ákvörðunina. Fundurmn var haldinn með full- trúum frá BHMR, BSRB, Sam- bandi bankamanna, Kennarasam- bandinu og Farmanna og físki- mannasambandinu. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í gær, að fundurinn hefði verið hald- inn að frumkvæði ASÍ og þar hefði ákvörðun miðstjórnarinnar verið kynnt og útskýrð fyrir mönnum. Hann sagði að ekki hefðu verið miklar umræður og engar ályktan- ir gerðar á fiindinum, enda hefði hann fyrst og fremst verið ætlaður til að kynna þá ákvörðun ASÍ, að ganga ekki til áframhaldandi við- ræðna við rikisstjómina ef þær ættu að snúast um lækkun launa. Páll Halldórsson sagði að BHMR hefði áður verið búið að álykta í þessa átt. „Við höfnuðum þessari niðurfærsluleið, vegna þess að við töldum að hún yrði fyrst og fremst launalækkunarlu- leið. Afstaða ASÍ er þá í rauninni samsk’onar og við höfum. Við erum ekki til viðræðu um lækkun launa," sagði Páll. Harald Holsvik hjá FFSÍ sagði að sambandið hefði ekki enn álykt- að um þessi mál. „Á meðan ekk- ert heyrist um ákveðnar aðgerðir gagnvart sjómönnum er ekkert hægt um það að segja.“ Harald sagði að fulltrúar sjómanna hefðu gengið á fund sjávarútvegsráð- herra og tjáð honum það álit sitt, að sjómenn hefðu þegar tekið út sínar launaskerðingar í fiskverði, sem hefur hækkað mun minna, að hans sögn, en sem nemur al- mennum launahækkunum í landinu á þessu ári. Flskverö é uppboösmörkudum 7. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi Hassta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,50 43,00 47,95 5,876 281.860 Undirmól 30,00 30,00 30,00 0,400 12.000 Ýsa 70,00 35,00 44,80 6,595 295.488 Ufsi 19,00 15,00 17,28 2,712 46.861 Karfi 29,00 10,00 19,71 14,257 281.069 Steinbítur 27,00 16,00 26,48 3,686 97.622 Koli 40,00 40,00 40,00 0,837 33.498 Langa 41,00 29,00 37,87 4,276 161.948 Lúöa 145,00 70,00 107,11 0,664 71.191 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,158 28.440 Samtals 33,19 39,465 1.309.977 Selt var aðallega úr Tjaldi SH, Sandafelli HF, Víöi HF og frá Soffaníasi Cecilssyni á Grundarfirði. I dag verða m.a. seld 12 tonn, aöallega af þorski, ýsu og löngu, úr Stakkavlk ÁR og 6 tonn af ýsu og 4 tonn af steinbít frá Færabaki, samtökum smábátaeigenda á Austfjörðum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 50,00 43,00 49,27 16,979 836.597 Ýsa 68,00 35,00 58,29 30,106 1.754.974 Lúða 176,00 110,00 164,33 0,268 44.040 Sólkoli 38,00 38,00 38,00 0,565 21.090 Steinbftur 23,00 17,00 18,00 0,060 1.080 Skötuselur 135,00 135,00 136,00 1,260 170.100 Samtals 57,44 49,228 2.827.881 Selt var aðallega úr Gandí VE og Guðbjörgu IS. f dag veröa m.a. seld 130 tonn af karfa, 10 tonn af þorski, 10 tonn af ufsa og 3 tonn af ýsu úr Engey RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 46,50 42,00 44,21 3,765 166.481 Ýsa 60,50 15,00 47,97 1,988 95.393 Ufsi 22,50 5,00 21,78 17,057 371.449 Karfi 23,50 10,00 19,93 22,296 444.286 Steinbítur 15,00 8,00 12,46 1,110 13.830 Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,00 0,375 5.628 Langa 26,00 . 22,00 25,76 1,175 30.284 Lúöa 105,00 65,00 93,74 0,535 50.149 Grálúða 13,00 13,00 13,00 0,449 5.844 Skata 40,00 40,00 40,00 0,025 1.000 Skötuselur 110,00 70,00 71,72 0,024 1.969 Samtals 24,31 48,802 1.186.313 Selt var aðallega úr Bergvik KE og Þuríði Halldórsdóttur GK. I dag verður selt úr ýmsum bátum. Grasnmetlmverð á uppboöemörkuðum 6. september. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 121,61 1,660 201.873 Smágúrkur 123,00 0,045 5.535 Tómatar 136,56 2,634 359.699 Sórrítómatar 306,00 0,005 1.525 Paprika(græn) 256,00 275,00 70.400 Paprika(rauö) 337,49 285,00 96.185 Paprika(gul) 226,30 0,050 11.315 Papr.(rauðgul) 225,91 0,055 12.425 Paprika(blá) 224,67 0,030 6.740 Gulræturfpk.) 113,00 0,400 45.200 Sellerf 151,54 0,285 43.189 Rófur 69,00 0,050 3.450 Dlll 43,00 290 búnt 12.470 Kínakól 83,19 1,728 143.752 Skrautkál 42,66 285 búnt 12.130 Blómkól 89,02 1,393 124.005 Blómkél(2.fl.) 52,00 0,035 1.820 Grænkál 40,00 0,182 7.280 Toppkál 57,00 0,049 2.793 Spergilkál 143,00 0,115 16.445 Steinselja 31,00 270 búnt 8.370 Blaðlaukur 152,00 0,035 5.320 Jöklasalat 144,00 0,245 35.280 Eggaldin 152,00 0,015 2.280 Chilipip.grænn 409,00 0,005 2.045 Chilipip.rauður 405,00 0,002 810 Samtals 1.264.286 Einnig voru seldir 450 hausar af salatifyrir 31.950 krónur, eða 71 krónu meðalverð. Næsta uppboð verður klukkan 16.30 i dag, fimmtudag. Morgunblaðið/Vilhjálmtir Margt býríLóninu Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi tekur sffelldum breytingum og geta jakamir tekið á sig ýmsar myndir, eins og kynjadýr fomaldar stígi þama fram úr jöklinum, einhymingar og fleira því líkt. Á mynd- inni sést hvemig lónið leit út dag einn, seint í ágúst, þegar fréttarit- ari Morgunblaðsins í Meðallandi, Vilhjálmur á Hnausum, átti leið þama um. Sölufélag garðyrkjumanna: Ákveðið að bjóða áfram upp grænmeti SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna hefur ákveðið að bjóða áfram upp grænmeti, þrátt fyrir verð- stöðvunina, að sögn Hrafns Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Sölufélagsins. Verðlagsstofnun ákvað á föstudaginn að leyfa sölu á grænmeti á uppboðsmark- aði Sölufélagsins fyrir hærra verð en hæst var boðið á markað- inum fyrir verðstöðvun. „Það var tæknilega mjög erfítt að bjóða upp á markaðinum þegar komið var þak á verðið þar,“ sagði Hrafn Sigurðsson $ samtali við Morgunblaðið. Sölufélagið hafði ákveðið að bjóða ekki upp græn- meti á verðstöðvunartímabilinu þar sem Verðlagsstofnun leyfði ekki sölu á grænmeti á uppboðsmarkað- inum fyrir hærra verð eri þar var boðið 26. ágúst síðastliðinn. Fyrsta graenmetisuppboð Sölufé- lagsins, eftir að verðstöðvunin hófst, var á þriðjudaginn. Á upp- boðinu fékkst hins vegar í flestum tilfellum svipað verð og hæst var boðið á uppboðsmarkaðinum fyrir verðstöðvunina þar sem ekki má hækka heildsölu- og smásöluverð grænmetis, að sögn Hrafns. Andamefjan á bak og burt Líklegt að hún leiti lands á ný ANDARNEFJAN, sem héfur frá þvi á sunnudag verið á sveimi við Akranes og Reykjavík, er horfin á haf út. Jóhann Sigur- jónsson hjá Hafrannsóknar- stofnun á þó von á að hvalurinn leiti lands á ný. Síðast sást til andarnefjunnar á þriðjudags- kvöld er björgunarsveitarmenn stjökuðu henni út úr Reykjavík- urhöfn. ♦ Fyrst sást til andamefjunnar á sunnudag fer hún villist inn í Króka- lón, rétt hjá Akranesi. Félagar í Slysavamarfélaginu á Akranesi gerðu misheppnaðar tilraunir til að koma dýrinu út úr lóninu á sunnu- dagskvöld. Á mánudag tókst þeim aftur á móti að stjaka því út á haf. Næst sást til andamefjunnar á þriðjudag, er hún svamlaði um í Sundahöfn fyrir neðan verslunina Miklagarð. Hún komst af sjálfs- dáðum út á Kollafjörð og synti sem leið lá inn í Daníelsslipp í Reykjavíkurhöfn. Þar lónaði dýrið dasað í fjöruborðinu. Fjórir félagar í Björgunarsveit- inni Ingólfi fóru um kl. 22 út á gúmbát og gerðu tilraun til að fæla andamefjuna burt. Er það tókst ekki, komu þeir bandi um sporð dýrsins og drógu það út úr höfninni. Þegar komið var nálægt hafnargarðinum fór andameQan að ókyrrast verulega. Að sögn Torfa Þórhallssonar björgunar- 'sveitarmanns, lét hún öllum illum látum og mátti minnstu muna að hún drægi gúmbátinn í kaf. Slepptu . mennimir bandinu af sporði dýrsins ** og hvarf það þegar út í sortann. Jóhann Sigurjónsson hjá Haf- rannsóknarstofímn fylgdist með dýrinu á þriðjudag. Sagði hann það hafa verið hruflað en ekki hefðu sést stór sár á því. Hegðun þess hefði verið óeðlileg en dýr sem einu sinni hefðu villst að landi, leituðu gjaman þangað aftur. Andamefja er töluverð algeng á landgrunninu en sést sjaldan við strendur landsins. Húsavík: Framhaldsskólinn settur Húsavik. Framhaldsskólinn á Húsavík var settur f annað sinn sunnudag- inn 4. september af nýskipuðum skólameistara, Guðmundi Birki Þorkelssyni frá Laugarvatni. Nemendur í vetur verða rúmlega 200 og þar af um 80 f fram- haldsnámi. Nemendur eru 30 fleiri en sl. ár. Skólanum hefur haldist vel á kennaraliði, aðeins einn fastur starfsmaður lét af störfum, skóla- meistarinn Jón Hannesson. Stöðu- gildum hefur verið fjölgað og í þær ráðið, auk þess sem nokkrir stunda- kennarar starfa við skólann eins og áður. Skólasetning fór fram í Húsavík- urkirlgu og hófst með orgelleik kirkjuorganistans, Helga Péturs- sonar, en sfðan flutti hinn nýi skóla- meistari sína fyrstu skólasetningar- ræðu og mæltist vel. Guðmundur Birkir hefur um ára- bil verið kennari á Laugarvatni, fæddur 1948 og sonarsonur hins þjóðkunna skólamanns, Bjama á Laugarvatni. Kona hans er Biyndís Guðlaugsdóttir og eiga þau tvær dætur. - Fréttaritari Morgunblaðið/Silli Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari flytur skólasetn- ingarræðu sfna. Aukið umferðaröryggi: Gatnaframkvæmdir í nágrenni þriggja skóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt ýmiskonar gatnaframkvæmdir í grennd við Melaskóla til að auka öryggi skólabama í um- ferðinni. Nefna iná lokun Hag- amels vestan Espimels og gang- brautarfjós á Hofsvallagötu norðan Neshaga. Þá verða sett- ar upp hraðahindranir nálægt Austurbæjar- og Selásskóla. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki f þessum mán- uði. Gerðar voru kannanir meðal nemenda skólanna á algengustu gönguleiðum í skólann og tillögur til úrbóta miðaðar við þær. Þetta er hluti af átaki borgaryfírvalda til að stuðla að auknu öryggi skólabama í umferðinni. í grennd við Austurbæjarskóla verða settar upp hraðahindranir á Njarðargötu, Eiríksgötu og Berg- þómgötu. Þá verður einstefnuum- ferð á Baldursgötu frá Nönnugötu að Freyjugötu. Hvað varðar um- ferð við Selásskóla verður reynt að hægja á henni með fjórum hraðahindmnum á Selásbraut. Auk þess sem þegar er talið um nágrenni Melaskóla er fyrir- hugað að leggja gangstétt á Hagamel austan Furamels og á Furumel við Neshaga og sunnan Hagamels. Einnig að útbúa hraða- hindmn á Hjarðarhaga við Smyr- ilsveg. Þá verða gerðar miðeyjar á kafla Kaplaskjólsvegar, Hagam- els, Hjarðarhaga og Einimels.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.