Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 08.09.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 45 Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! nú ekki aldeilis kominn til að sofa út á morgnana, eða lesa dagblöðin inni í bæ á björtum dögum. Nei, hann var kominn til að gera nota- lega jörð betri. Hann var kominn til að vinna og vissi hvemig standa á að verki og mátti margur af læra. Afmæliskveðja: Oskar Ólafsson frá Hellishólum Hann var mikill sauðfjárræktar- maður, stofnaði fljótlega fjárrækt- arfélag í Fljótshlíðinni og var fyrsti formaður þess. Þetta félag lifir enn góðu lífi og heitir „Hnífill“. Allur búpeningur var afurðainikill hjá ungu hjónunum og garðávöxtur gróskumikill, hlöður sneisafullar á haustdögum. Óskar byggði upp í Hellishólum reisulegt íbúðarhús sem ber hátt og horfír vel við sól, lyngmóar urðu að grænum túnum. í Hellis- hólum var allt með snyrtilegum myndarbrag, blessun í búi, dags- verkin löng og oft erfið. Þó er afmælisbamið enn létt í spori og ekkert markað af mikilli vinnu. Börn Lovísu og Óskars vom tólf og em tíu þeirra á lífi, myndar- legt dugnaðarfólk sem hvarvetna sómir sér. Og svo var það gamla fólkið sem átti góða daga í Hellis- hólum. Þómnn og Magnús vom sambýlingar og vinnufólk og féllu þar frá í hárri elli. Þar sem hjartarými er skortir aldrei húsrými, á þessu mann- marga heimili var alla tíð gest- kvæmt og gestum fagnað. með rausnarlegum hætti, þar sem í öðru vom hjónin samhent. Fyrir átján ámm fluttu þau Óskar og Lovísa að Birkivöllum á Selfossi. Þangað sendum við Mar- grét heiðurshjónunum óskir um bjarta og blessunarríka daga. Pálmi Eyjólfsson Á bökkum Þverár í Fljótshlíð stendur býlið Hellishólar nokkum veginn í miðri sveitinni. Þaðan er útsýnið heillandi. Við hafsbrún rísa Vestmannaeyjar í blámóðu. í austri brosa Eyjafjöllin yfírbragðs- mikil með jökulhjálminn bjarta en Þórsmörkin lokar Markarfljóts- dalnum. I norðri er Þríhymingur og horfír virðulega yfir fijósama sveit blár og snjólaus, en að baki hans til landnorðurs em Tindafjöll þar sem íjallseggjar teygja sig upp úr hvítu hjami. Þverá rann meðfram endilangri Fljótshlíðinni í mörgum síbreyti- legum álum og braut úr bökkum sínum allt til ársins 1946, að hún var hneppt í sinn foma farveg en nú em komin græn nytjalönd þar sem jökulálar byltu sér fýrir rösk- lega fjómm áratugum. Lengi bjó sama ættin í Hellis- hólum af farsæld. Systkinin Elín- borg Ólafsdóttir og Sigurður Ól- afsson frá árinu 1921 til 1958, þau ólu upp þijú systrabörn sín frá Neðra-Dal í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, Ólaf, Elínu og Lovísu en í Hellishólum fór vel um alla, gam- alt fólk, böm og búsmala. Mér er í bamsminni hversu miklu ástfóstri hún Elínborg tók við alla kettina sína. Eg man þá malandi á ábreiðum eða gæm- skinni í gömlu baðstofunni þar sem þeir pírðu augun í sæluvímu og hún talaði við þá sínum blíðasta rómi, enda fengu þeir sömu um- hyggju og ungböm. Sigurður í Hellishólum er einn af þessum ógleymanlegu mönnum. Hljóðlátur, vel viti borinn, og fylgdist vel með í þjóðlífínu, fastur fyrir. Öðmm betri vatnamaður meðan Þverá rann við túnfótinn, hafði gaman af hrossunum sínum og átti vatnahesta. Börn sem dvöldu í sveit hjá þessum systkin- um bundust þeim að vonum sterk- um tryggðarböndum. Það var á fyrstu kreppuámnum að ungur bóndasonur ofan úr Bisk- upstungum var kominn austur að Hellishólum. Hann heitir Óskar og er Ólafsson, fæddur 26. ágúst 1908, að Haukadalskoti, en frá Kjóastöðum kom hann og þau Lovísa og Óskar giftust 8. júlí 1933 og síðan hefur bjartur brúð- hjónasvipur fylgt þeim báðum þótt meira en hálf öld sé síðan og mik- ið vatn til sjávar mnnið. Foreldrar Óskars vom Ólafur Guðmundsson frá Gýgjarholtskoti í Biskupstungum og kona hans, Sigríður Jónasdóttir, ættuð úr uppsveitum Rangárvallasýslu, traust og gott bændafólk. Foreldr- ar Lovísu vom Ingvar Ingvarsson bóndi í Neðra-Dal, mikill mann- kostur, og kona hans, Guðbjörg frá Hellishólum, systir Elínborgar sem áður er getið. Enginn sem kynntist þessum systmm gleymir góðvilja þeirra og hjartahlýju. Ungi bóndasonurinn sem kom á kreppuámm ofan úr Biskupst- ungum austur að Hellishólum var Nú bregðum við á betri leik með fleiri og fjölbreyttari möguleikum Lottó 5/38 Þú velur eins og áður 5 tölur, en nú af 38 mögulegum. Eðli leiksins er hið sama og áður og vinningamir ganga allir til þátttakenda. Það er nýjung sem segir sex. í hverjum útdrætti verður dregin út sjötta talan, svokölluð bónus- tala. Þeir sem hafa hana og að auki fjórar réttar tölur fá sérstakan bónusvinning. Ekki bara milljónir heldur líka hundruð þúsunda í Lottóbónus!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.