Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 ' i VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Góð þjónusta hjá Laugavegsapóteki Ein gömul úr vesturbænum hringdi: „Ég vil koma alveg sérstöku þakklæti til starfsfólk Lauga- vegsapóteks. Afgreiðslan þar og viðmót starfsfólks er einstök. Ég kemst ekki mikið út vegna sjúk- dóms og þarf því að fá lyf send heim. Læknirinn minn þarf bara að hringja í apótekið og starfs- fólkið þar sendir mér lyfið strax. Köttur í óskilum Grár köttur með hvítt á trýni og niður á háls og á loppum, hvarf frá heimili sínu á föstudagsmorg- un. Kötturinn sem er 11 ára gam- alt fress og heitir Tesi, var ómerktur. Upplýsingar í síma 84681. Sérstaklega vil ég þakka gamla manninum sem kemur með lyfin heim til mín. Grænn páfagaukur tapaðist Unnur Jónsdóttir hringdi: Grænn páfagaukur stakk af frá Laugalæk 23. fteir sem hafa orðið hans varir hringi í síma 686878. Ódýr beijatínsla í Grafningi Ingibjörg Adolfsdóttir hringdi: „Ég hringi vegna þess að talað hefur verið um að dýrt sé að kaupa leyfi til beijatínslu á sveitabæjum. Ég er ekki sammála því. Ég fór í beijatínslu ásamt annarri mann- eskju við Grafning og við fylltum tvær 4 kg. fötur af góðum beij- um. Þetta borgar sig fljótt." „Okkur vantar ekki venjulega presta“ Velvakandi. „Ég hlustaði á úrdrátt úr frétta- bréfí safnaðarstjómar Fríkirkjunn- ar í hádegisútvarpinu í dag, 1. sept- ember og get ekki orða bundist. Eftir að hafa heyrt um stórfellt misferli brottrekins Fríkirkjuprests, séra Gunnars Björnssonar, og um það snérist nýmótuð „siðvæðingar- stefna" núverandi safnaðarstjórnar. Snýst málið um smáaurabisness, hver eigi að greiða fyrir hreinsun á prestkraga, útlátum í sambandi við bestu bamaguðþjónustur lands- ins (um það vitnar sá fjöldi sem sækir þær), og gjald fyrir söng og tónlistarflutning við jarðarfarir. Vilji til að mynda syrgjandi ætt- ingjar fá góðan söng og hljómlistar- flutning við útfarir sinna nánustu, er lágmarkskrafa að farið sé rétt með lag og texta og „fíðlungur" slái ekki á falskan streng. Ég trúi bæði Ágústu Ágústs- dóttur söngkonu og sellóleikaranum Gunnari Bjömssyni að fara með rétt hvorutveggja. Okkur vantar ekki venjulega presta fremur en okkur vantar fleiri venjulega stjómmálamenn eða rit- höfunda. Oss vantar óvenjulegan prest, jafnvel biskup. Séra Gunnar Bjömsson er fyrsti presturinn sem komið hefur mér til að hlægja und- ir stólræðu. Og sagði ekki meistari Þórbergur Þórðarson á sínum tíma: „Sá sem gefur heiminum hlátur (það er ekki hlátur heimskingjans) er besti vinurinn“. Með þökk fyrir birtingu, Guðrún Jakobsen, Bergstaðastræti 34. Sparifjáreigendur alla tíð verið hlunnfarnir Til Velvakanda „Það getur vel verið að fjármála- ráðherra og framsókn standi í þeirri meiningu að þeir sem em svo vit- lausir að eiga sparifé séu eingöngu fermingarböm og gamalmenni. Það sé því hægur vandi að gera eignir þeirra upptækar og leika þá grátt. Enginn muni rísa upp til andmæla. En það gæti gerst að þeir kæmust að hinu gagnstæða. Þetta fólk á sér aðstandendur og þó að sparifjár- eigendur hafí ekki verið manna háværastir í kröfum, enda alla tíð verið hlunnfarnir af bankastjómm og ríkisvaldi, þá gætu þeir á stuttri stund myndað fjölmennan þrýstihóp sem gæti stuggað óþægilega við hinum skattgráðugu pólitíkusum. Sá þrýstihópur yrði ólíkt fjölmenn- ari en skuldakóngamir sem hæst láta. Sannleikurinn er sá að ef ráða- menn steinhætta ekki að tala um handafl og annan heimskulegan yfirgang við heiðarlegt fólk sem degi. Þá stæðu glæsibyggingar hefur sýnt þegnskyldu með spar- bankanna eftir peningalausar. semi og ráðdeild, þá gæti svo farið Þetta skuluð þið alþingismenn og að það þakkaði fyrir sig með þvi bankastjórar hugleiða. að taka út allt sitt sparifé á einum Kona. DÖMUR OG HERRAR Nú drífið þið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi Námskeiðin hefjast 12. septeml^^L Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megrandi æfmgum. Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru í hádt inu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær, sem þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalampar, gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilislegri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 ísíma 83295. JúdódeildÁrmanns Ármúla 32. Vetrartískan frá Roland Klein - Kit - Burberrys - Mary Quant - YSL o.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti —jólavörur o.fl. PÖNTUNARLISTINN Yfir 1000 síður kr. 190,- (án bgj).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.