Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 53

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 53 Þuríður Guðmunds- dóttir—Minning AnnaL. Vigfús- dóttir — Minning Fædd 16. nóvember 1907 Dáin 23. ágúst 1988 Laugardaginn 3. september síðastliðinn var jarðsett frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjabæ okkar ástkæra amma í Eyjum. Þó að hún amma hafí verið nokk- uð komin til ára sinna, og heilsan farin að gefa það til kynna, finnst okkur hún hafa dáið allt of snemma, slík gæðakona sem hún var. Slík óskhyggja er kannski eiginimi, því undir það síðasta var amma orðin það sjúk, að hinar öldnu herðar hennar kiknuðu undan oki þjáning- arinnar, en þegar svo er komið er aðeins ein leið fær, og það er að leita á fund forfeðranna. Sum okkar systkinanna, makar og böm áttum ekki þess kost að fylgja henni síðasta spölinn, hvað þá að þakka henni fyrir þá yndis- legu umhyggju sem hún sýndi okk- ur alla tíð, viljum við því öll kveðja hana með þessum fátæklegu orð- um. Öll eigum við sem horfum á eftir ástvinum og öðmm lífsfömnautum okkar yfír móðuna miklu okkar minningar um þá sem fara þá leið. Þegar við minnumst ömmu teljum við það engar ýkjur að segja að amma hafí verið gædd öllum þeim kostum, sem hveija persónu ættu að prýða og ber þar hæst reglusemi hennari, gæsku og dugnaðar. Við gætum horft framan í hvem sem er og haldið því fram, að hún hafi verið gallalaus. Margar andvökunætur hefur hún eflaust átt þegar hún vissi um bág- indi annarra og ætti hún þess kost þá rétti hún fram sínar fómfúsu hjálparhendur. En væm vandamál- in þess eðlis að veraldlegur kraftur mætti sín lítils, biðlaði hún til æðri máttarvalda, þvi oftar en ekki urð- um við vitni að, þegar amma þakk- aði Guði fyrir að halda vemdar- hendi yfír mannfólkinu, þegar það var hólpið. Við móðir okkar og systkinin höfum þurft að horfa á eftir okkar ástkæra bróður og föður úr þessum heimi. Þá fundum við hvað gott var að eiga ömmu, því að eftir að hafa talað við hana, vissum við að þeir vom ekki dánir að eilífu, heldur höfðu þeir aðeins flutt sig yfír á annað og betra tilvemstig. Þau mörgu og yndislegu sumur sem við systkinin fengum að njóta í faðmi fjölskyldunnar í Héðins- höfða og síðar í Pétursey verða okkur alla tíð ógleymanleg. Það er skömm frá að segja að við heimsótt- um ömmu allt of sjaldan hin síðari ár, þó hugurinn hafí oft leitað til ömmu og systkinanna í Pétursey. * En það er huggun að við eigum öll eftir að hittast, þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Þegar við lítum til baka, verður okkur ljóst hvflíkur dugnaðarforkur amma var. Þó hún hafí alla tíð haldið stórt heimili, var alltaf rúm fyrir okkur systkinin heilu sumrin ár eftir ár. Eftir því sem við mun- um, þá var hún ætíð fyrst á fætur á morgnana og síðust í rekkju á kvöldin. Orð verða aldrei þess megnug að lýsa ömmu, og reynum við það ekki frekar. Það verður eflaust tómlegt núna í Pétursey eftir að amma er farin, en minningin um hana mun alla tíð lifa og fylla að einhverju leyti það tómarúm sem myndaðist þegar hún fór. Sendum við okkar samúðar- kveðjur til allra sem eiga um sárt að binda. Systkinin úr Kópavogi. Fædd 7. júní 1914 Dáin 5. ágúst 1988 Kveðja til móður minnar Þú gafst mér akur þinn, þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka. (Hallgrimur Pétursson) Móðir mín, Anna Lárensía Vig- fúsdóttir, fæddist í Ólafsvík og það- an lá svo leið hennar út í lífið, til Hafnarfjarðar, þar sem hún kynnt- ist mínum ástkæra föður. Þau ætt- leiddu mig þegar ég var 16 mánaða. Það.sem ég man um móður mína er mér allt svo kært og fallegt, og er ég skrifa þetta fyllist ég trega yfír svo mörgu sem betur hefði getað farið, en örlögin ætluðu okk- ur annað hlutskipti og sættum við okkur bæði við það. Móðir mín var öllum mömmum betri og gladdist alltaf yfír litlu, ef það steðjuðu erfiðleikar að geymdi hún þá alltaf innra með sér. Hún mátti aldrei vita af neinum sem átti bágt, þá rétti hún alltaf sína hjálparhönd, hún var alltaf svo gjöf- ul og ég er svo glaður yfír því. Það er svo margs að minnast um hana, en þær minningar ætla ég mér sem veganesti á lífsleiðinni. Mér þykir sárt að hafa ekki get- að staðið að útför hennar sjálfur og komið frá mér því sem rétt og satt var um hana, en það fór fyrir bí í ræðu prestsins að minnast þess sem hún vildi að þar kæmi fram, og vil ég því fyrir hennar hönd þakka Margréti Ragnarsdóttur, fyrrverandi konu minni, alla þá hlýju og góðmennsku sem hún allt- af sýndi henni fram á hennar síðustu stund. Og ég þakka einnig, Jonna mín, hversu góð og umhyggjusöm þú varst við móður mína, en ég trúi því sjálfur að allt það góða sem við gerum hér í þessu lífi sé okkur til tekna er við mætum skapara okkar.v-’ Að endingu vildi ég segja að hún gaf af sér eins mikið og veröldin gaf henni. Við kveðjum hana svo með þökk og trú um að leiðir okkar liggi saman á ný. Guðberg Guðmundsson MYNDAMÓT HF .................. .. "" .. .. . .. . ................. iM raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Haustferð eldri borgara Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi býður eldri borgurum hverfisins i haustferö laugardaginn 17. sept- ember nk. Farið veröur Þrengslaveg - yfir Óseyrarbrú - um Eyrarbakka og Stokkseyri að Selfossi, þar sem veitingar veröa fram bomar. Á heim- leiðinni veröur komið i Hveragerði og Garðyrkjuskóli rikisins heimsóttur. Fararstjóri verður Björg Einarsdóttir. Lagt veröur af stað fró Nes- kirkju kl. 13.15. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, simi 82900, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 16. sept. Stjórnin. 11 Opinn fundur um húsnæðismál Ert þú einn af 8000 sem bíða eftir hús- næðismálaláni? SUS heldur opinn fund um húsnæðismál i Valhöll miðvikudaginn 14. september kl. 20.30. Húsnæðiskerfiö er hrunið. Hvað ó að gera? Hver er stefna Sjálfstæöisflokks- ins? Framsöguerindi flytja Maria Ingvadótt- ir, Guðmundur H. Garöarsson og Þórhallur Jósefsson. Síðan verða almennar umræð- ur. Fundarstjóri verður Árni Sigfússon. Allir velkomnir. Félag sjálfstæðismanna íLangholti Fundur verður haldinn í Valhöil, Háaleitis- braut 1, fimmtudaginn 15. september kl. 20.30. Fundarefni: Fyrirhuguð stefnuskrárráð- stefna sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik, starf hverfafélaganna og stjómmálavið- horfið. Gestur fundarins verður Jón Magnússon, varaþingmaður og formaöur stefnuskrár- nefndar. Kaffiveitingar. Allt sjáifstæðisfólk velkomið. Stjómin. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Barðastrandarsýslu verður haldinn fimmtudaginn 15. september kl. 21.00 í Dunhaga, Tálknafiröi. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómmálaviðhorfið. Önnur mál. Stjórnin. KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 686988 K ið innleysum spariskírteini ríkissjóðs viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Seljum ný spariskírteini ríkissjóðs, sem bera 7-8% vexti umfram verðbólgu. Veitum alhliða sérfræðiráð- gjöf á sviði fjármála. r jpMK ví <?, VL! m „

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.