Morgunblaðið - 14.09.1988, Side 1

Morgunblaðið - 14.09.1988, Side 1
64 SIÐUR B 209. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skíðaleiðangurinn yfir Grænlandsjökul: N or ðmennirnir komnir til Nuuk Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NORÐMENNIRNIR fjórir, sem gengn á skiðiun yfir Grænlandsjökul í slóð Friðþjófs Nansens, komu til Nuuk sl. sunnudag. Ferð þeirra tók 25 daga, en Nansen var 40 daga á leiðinni fyrir nákvæmlega einni öld. Norðmennimir, sem Stein P. Ásheim fór fyrir, notuðu í einu og öllu sams konar útbúnað og Nansen á sínum tíma. Þeir lögðu á jökulinn við Umivik á Austur-Grænlandi 15. Reagan greiðir SÞ skuldirnar Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti skipaði í gær svo fyrir, að greiddar skyldu 520 milljónir dollara í vangoldin framlög til Sameinuðu þjóðanna. Skýrði talsmaður hans frá þessu í gær. „Forsetinn hefur skipað utanrík- isráðuneytinu að greiða þessa skuld í áföngum og 180 milljónir dollara að auki,“ sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, á frétta- mannafundi í gær. Sagði hann, að Bandaríkjastjóm hefði lengi talið verulegra umbóta þörf innan Sam- einuðu þjóðanna og þess vegna haldið að sér höndum með greiðsl- ur. Enn væri að vísu langt í land með þær en árangur samtakanna að undanfömu, fríðarviðræður ír- ana og íraka og í sunnanverðri Afríku, sýndi, að þau væm á réttri leið. Sameinuðu þjóðimar hafa átt við verulegan íjárskort að stríða og Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri þeirra, taldi þær ekki geta haldið uppi eðlilegu friðargæslu- starfí af þeim sökum. ágúst og komu niður af jöklinum við Austmannadal fyrir austan Nuuk sl. föstudag, 9. september. Leiðangur Nansens hófst 15. ágúst 1888 og lauk 26. september. Laugardaginn 10. september komu Norðmennimir til þess staðar við Ameralikfjörð, þar sem tjald- búðir Nansens stóðu, og daginn eftir gengu þeir til byggðarinnar Kapisillit í botni Nuuk-fjarðar. Það- an var siglt með þá til Nuuk. Ekki var búist við fjórmenning- unum fyrr en 23. september, svo að lítið var við haft við móttöku þeirra. Norðmennimir urðu að skilja mestallan útbúnað sinn eftir á jökl- inum, þar sem ekki var unnt að komast með hann yfír jökulsprung- ur á síðasta áfanganum. Verður hann sóttur í þyrlu. Sovétríkin: Reuter Gorbatsjov á meðal verkafólks í borginni Krasnojarsk. Sovéskur almenningur er farinn að gerast lang- eygur eftir ávöxtum umbótastefnunnar. Vaxandí óánægja almenn- ings með matvælaskortmn Moskvu. Reuter. MIKIL og vaxandi óánægja með ónógt matvælaframboð og lítinn árangur „perestrojkunnar" braust upp á yfirborðið meðal almennings í borginni Krasnoj- arsk í Síberíu þegar Míkhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi var þar á ferð í vikunni. „Líttu inn í búð- Fárskapur fellibylsins Reuter Fellibylurinn Gilbert gekk í gær yfír Cayman-eyjar á Karíbahafí og mældist vindhraðinn þá 225 km á klukkustund. Rofnaði strax allt samband við eyjamar en veð- urfræðingar bjuggust við mikilli eyðileggingu. A mánudag fór hann yfír Jamaica og var því lfkast sem loftárásir hefðu verið gerðar á landið. Vitað er um sjö látna og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Styrkur fellibylja er mældur á kvarða, sem telur frá einum og upp í fimm, og er Gil- bert í fjórða styrkleikaflokknum. Þessi gervihnattarmjmd af Gilbert var tekin þegar auga hans var nokkum veginn yfir Jamaica. irnar hér, MfkhaO Sergejevítsj. Þá muntu sjá, að þær eru galtóm- ar,“ var meðal annars hrópað að honum en Gorbatsjov svaraði með næstum þvi trúarlegri ákefð, að fólk yrði að treysta þvi, að umbætumar bæru að lok- um árangur. Var frá þessu sagt og sýnt í sovéska sjónvarpinu í fyrrakvöld. Gorbatsjov lauk sumarleyfí sínu með því að leggja upp í vikulanga ferð um Síberíu og kom á mánudag til iðnaðarborgarinnar Krasnojarsk. Þar tók mikill mannfjöldi á móti honum en þegar hann ætlaði að tala til borgarbúa var margsinnis kallað fram í fyrir honum. „Hér skortir allt. Bamaheimili, húsnæði og almennilega læknisþjónustu. Verslanimar em tómar og almenn- ingssamgöngur í kaldakoli," hróp- aði fólk að leiðtoganum, sem end- urtók hvað eftir annað, að umbóta- stefnan stæði og félli með trúnni, „ekki blindri guðstrú“, heldur trú og skilningi á viðleitni forystunnar. Þrátt fyrir þetta var Gorbatsjov vel fagnað en að undanfömu hafa margir bent á, að vöruskorturinn hafí aukist um allan helming síðan umbætumar hófust fyrir þremur ámm. Hafi hann verið miklu minni á dögum Leoníds Brezhnevs, sem sakaður er um að hafa valdið aftur- för á öllum sviðum. Ástandið er verst á landsbyggðinni en best í Moskvu enda hefur það lengi verið stefna stjómvalda að sinna þörfum höfuðborgarbúanna betur en ann- arra. Afleiðingin er sú, að á hveijum degi flykkjast þangað 2-3 milljónir utan af landi til að versla. Annað algengt umkvörtunarefni sovésks almennings er mengunin og' í Krasnojarsk fékk Gorbatsjov að heyra, að ástandið væri óbæri- legt og ekki mönnum bjóðandi. Svaraði hann því til, að ástæðan væri stórkostlegt ábyrgðarleysi í meðferð opinbers §ár. Hefði 33 milljónum rúblna, rúmlega hálfum þriðja milljarði ísl. kr., verið varið til uppbyggingar í héraðinu sl. 12 ár en samt hefðu ráðamenn þar látið félagslega þjónustu og meng- unarvamir alveg lönd og leið. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum: Afsagnir og aukin harka Waahington, Chicago. ÁTTA aðstoðarmenn George Bush, forsetaframbjóðanda Repúblik- anaflokksins í Bandaríkjunum, hafa sagt af sér síðustu daga vegna ásakana um gyðingahatur. Talsmaður Bush og Ronald Reagan for- seti segja áburðinn tilhæfulausan en Bush svaraði fyrir sig með því að ráðast á Michael Dukakis, frambjóðanda demókrata, sem hann kallaði „boðbera bölsýninnar". Afsagnimar koma á slæmum tíma fyrir Bush, sem hefur að und- anfömu verið að gera hosur sínar grænar fyrir ýmsum einstökum þjóðfélagshópum, ekki síst gyðing- um, sem þykja fremur hallir undir Dukakis. Sheila Tate, talsmaður Bush, og Reagan forseti vísuðu því á bug, að nokkra andúð á gyðingum væri að fínna í kosningabaráttu Bush en sögðu, að rétt hefði verið af aðstoðarmönnum Bush að segja af sér til að skaða hann ekki. í ræðu, sem Bush flutti í gær í Chicago, gerði hann efnahagsmálin að umtalsefni en minntist ekki á afsagnimar. Kallaði hann Dukakis, mótframbjóðanda sinn, „boðbera bölsýninnar", sem myndi gera hag- vöxtinn að engu á skömmum tíma. Dukakis var einnig í Chicago í gær og fór þá háðulegum orðum um Bush og meðframbjóðanda hans, Dan Quayle, í ræðu um utanríkis- mál. Sagði hann, að Bush hefði lát- ið Khomeini kúska sig og Noriega, einræðisherra í Panama, auðmýkja sig og yrði því Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga auðveld bráð. Síðustu skoðanakannanir sýna, að þeir keppinautarnir hafa svipað fylgi en Bush þó heldur vinninginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.