Morgunblaðið - 14.09.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.09.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 5 Utsýnishús á Öskjuhlíð: Lægsta til- boðið 107 milljónir 20% yfir kostnað- aráætlun BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær, að taka tilboði Hag- virkis hf., rúmlega 107 milljónir króna í uppsteypu útsýnishúss á geymum Hitaveitu Reykjavíkur á Oskjuhlíð. Fjögur tilboð bárust í lokuðu útboði og var tilboð Hagvirkis hf. rúmlega 20% yfir kostnaðarætlun, sem er 88,5 milljónir króna. Aðrir sem buðu voru ístak hf. rúmlega 108,4 milljónir króna, Byggðaverk hf., rúmlega 109,6 milljónir króna og Armannsfell hf. rúmlega 132,7 milljónir króna. í bréfí Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar til borgarráðs kemur fram að stjóm stofnunarinn- ar samþykkti með 4 atkvæðum að leggja til við borgarráð að tilboði Havirkis hf. yrði tekið en einn stjómarmanna, Tryggvi Þór Aðal- steinsson, sat hjá og lét bóka eftir- farandi: „Ég tel ekki einsýnt að til- boði Hagvirkis hf. í byggingu útsýn- ishúss á Öskjuhlíð sé lægst vegna frávikstilboðs ístaks hf. í útboðs- gögnum er gefinn möguleiki á frá- vikstilboðum og slík tilboð því jafn- gild öðmm. Af þessari ástæðu m.a. sit ég hjá við afgreiðslu málsins." í umsögn Fjarhitunar hf. og Verkfræðistofu Braga Þorsteins- sonar og Eyvindar Valdimarssonar hf. til Hitaveitu Reykjavíkur kemur fram að tilboði ístaks hf. fylgi tvö frávikstilboð og er litið svo á að annað geti gengið en útreikningar og önnur gögn því til stuðnings vanti í tilboðið. Hinu frávikstilboð- inu er hafnað af hálfu hönnuðar. Loks segir að: „Með vísan til þess sem að framan greinir er það okkar mat að tilboð Hagvirkis hf. sé lægra en frávikstilboð ístaks hf. þegar tekið hefur verið tillit til skýr- inga/fyrirvara sem fylgja tilboði ístaks h.f. og þær metnar til fjár á þann hátt sem gert hefur verið. Munurinn á þessum tveim boðum er mjög lítill og er háður veðurfari á verktímanum." Borgarráð: Borgin kaupir lóðina Aðal- stræti 12 Kaupverð 11,8 milljónir BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, að kaupa lóðina Aðalstræti 12, af Hagskiptum hf. fyrir 11,8 milljónir króna. í umsögn Hjörleifs B. Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar borgarinnar, kemur frama að á fundi borgar- stjómar þegar deiliskipulag mið- bæjarins var samþykkt hafi verið ákveðið að kanna hvort lóðirnar Aðalstræti 12 og 14 fengjust keypt- ar og hvort þangað mætti flytja húsið Austurstræti 8. Hagskipti hf. keypti lóðina Aðal- stræti 12 síðastliðið sumar af erf- ingjum Valdimars Þórðarsonar og var kaupverð lóðarinnar þá 10,8 milljónir króna. í umsögn Hjörleifs segir: „Að hluta til má líta á mismuninn sem vexti af þeim fjármunum sem Hag- skipti hafa innt af hendi og að fyrir- tækið hefur lagt í hönnunarkostn- að. Verði ekki af kaupum þessum hyggst fyrirtækið byggja nýbygg- ingu á lóðinni þegar á næsta ári.“ Morgunblaðið/Júlíu8 . J . L 1 Malbikun að mestu lokið Að sögn Vals Guðmundssonar forstöðumanns Malbikunar- stöðvar Reykjavíkurborgar, er viðgerðum á slitlagi gatna í borginni að mestu lokið. í þess- ari viku er ráðgert að leggja nýtt slitlag á götur í Grafar- vogi og á nýja akrein af Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Þá er viðgerð haf- inn á Bústaðavegi við brúna og síðar í þessum mánuði er fyrir- hugað að gera við Stóragerði, Álfheima og Lönguhlíð. I hádeginu alla virka daga: . Grísabógur meðrauðkáli r Rjoma- nautagúUas með kartöflumús ' 'í#Fí® ’ M -MvJ' :m§3r Barbecue- kjúkllngurmeð hrísgrjúnapflaf -. ■ Djupsteikt rauðsprettuflök meðremolaðisósu Xautapottsteik meðgrænmeti lleimalagaðar kjötbollurmeð paprikukartöflum Margrétta er enn ein nýjungin sem við á nýja Aski bjóðum upp á í hádeginu. Pú getur valið úr sex girnilegum réttum eða fengið þér sitt lítið af hverjum fyrir hlægilega lágt verð: Aðoúis hr. 59«! En þar með er ekki öll sagan sögð því að innifalin í verðinu er súpa dagsins og salat af salatbamuni. -verði þér aðgóðu! NýiAskur Suðurlandsbraul 4 Sími: 38550

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.