Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 Húsavík Fjörutíu þúsund fjár slátrað Húsavík. Sauðfjárslátrun hjá Kaupfé- lagi Þing-eyinga á Húsavík er hafin og á henni að ljúka 7. októ- ber. Áætlað er að slátra tæplega 41.000 fjár sem er svipað og á sl. ári en þá var slátrað nokkru af riðufé sem ekki er á áætlun að þurfi að gera núna. Útlit er fyrir að dilkar reynist svipaðir að þyngd og þeir voru í fyrra. - Fréttaritari Kosninga- skýrslur 1874-1987 Hagstofan hefur nú g-efið út í einu lagi allar skýrslur sem gerð- ar hafa verið um kosning-ar til alþingis, sveitarstjórna og emb- ættis forseta, svo og um þjóðarat- kvæðagreiðslur, tímabilið 1874—1987. Kosningaskýrslurn- ar eru 43 að tðlu og alls 1.160 blaðsíður. Skýrslurnar eru ljós- prentaðar og gefnar út í tveimur bindum í venjulegu bókbandi. í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands segir: „Almennar alþingiskosningar hafa verið haldnar 35 sinnum frá því Alþingi fékk löggjafarvald 1874. A þeim hartnær 43 árum, sem liðu frá stofnun lýðveldisins til síðustu alþingiskosninga, hefur ver- ið kosið 14 sinnum til Alþihgis. Fyrstu alþingiskosningarnar eftir stofnun lýðveldisins fóru fram á árinu 1946 og frá því hafa að með- altali liðið 3 ár og IV2 mánuður milli alþingiskosninga. Þrjár skýrslur hafa komið út um forsetakosningar og tvær um þjóð- aratkvæðagreiðslur. Skýrslur um þrjár aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur fylgdu skýrslum um alþingiskosn- ingar sem fóru fram á sama tíma, en gerð var grein fyrir kosningu landskjörinna þingmanna 1916— 1930 og aukakosningum í skýrslu um næstu almennar alþingiskosn- ingar. Upplýsingar um þessar kosn- ingar eru með sama hætti og í al- þingiskosningaskýrslum, eftir því sem við á. Fyrstu skýrslur, sem Hagstofan birti um sveitarstjórnarkosningar, voru um bæjarstjórnarkosningarnar 1930 og 1934, en síðan hefur hún tekið saman skýrslur um hverjar kosningar, en þær hafa verið reglu- lega á fjögurra ára fresti. Ná skýrsl- ur um sveitarstjórnarkosningar því til 15 kosninga, en ekki til landsins alls í nokkur skipti. Fyrsta skýrslan nær aðeins til kaupstaðanna, en skýrslur um sveitarstjórnarkosn- ingar 1942 og 1946 ná til kaup- staða og kauptúnahreppa." Ekið á mann á mótorhjóli UNGUR maður slasaðist nokkuð þegar mótorhjól hans skall á bif- reið á Suðurgötu í Hafnarfírði í gærmorgun. Slysið varð á mótum Suðurgötu og Selvogsgötu. Maðurinn ók hjóli sínu norður Suðurgötu. Fólksbifreið var ekið í gagnstæða átt, sveigt til vinstri inn á Selvogsgötu og þar með í veg fyrir mótorhjólið, sem skall á bifreiðinni. Maðurinn kast- aðist af hjólinu og slasaðist nokk- uð, hlaut meðal annars beinbrot. Bifreiðin og hjólið eru mikið skemmd. Fjölbýlis HÚS- FRIÐUR Lausn fyrir húsfélög Það getur verið óþægilegt og erilsamt að rukka - sérstaklega nágranna sína. Nú býðst gjaldkerum húsfélaga, að leggja annasama og oft eríiða innheimtu á herðar Verzlunarbankans. Bankinn sér einnig um greiðslu reikninga og bókhald. Þetta er tölvuþjónusta, sem auðveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreiður húsfélaga. Verzlunarbankinn getur þannig stuðlað að góðu andrúmslofti og húsfriði í fjölbýli. HELSTU ÞJÓNUSTUÞÆTTIR ERU ÞESSIR: 1. 2. 3. 4. 5. Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift gíróseðils á hvern greiðanda húsgjalds. A gíróseðlinum eru þau gjöld sundurliðuð sem greiða þarf til húsfélagsins. Þau gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskipta- reikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma. Bankinn útvegar yfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok hvers mánaðar yfirlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfingar, er mynda grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfingar ársins. Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. VERZLUNARBANKINN -uúuuvi nte&þén ! I'ARABAKKA J l !MFERf)ARMIBST(")f)lNNI VATOSMÝRARVK'.l 10 HANKASl'Mni S LAUCiAVECÍl 172 GRKNSÁSVEGI 13 nrsi vi;r.si.IiNarinnar KRINGLUNNI 7 ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ VATNSNESVEGI 14, KEFUVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.