Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 9 UMBERTO GINOCCHIETTI PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. HMARK HLUTABREFAMARKAÐURINN HF Átt þú hlutabréf? HLUTAFÉLAG Kaup- gdigi Sölu- gengi Almcnnar Trvggingar hl. l, 12 T, í s Einiskipaíclag Íslands hl’. 3,00 3,15 Flnglciðir hf'. 2,40 2,52 I lampiAjan hl. l. I ö 1,21 I lluiabrciasjóAurinn lil. I.IH 1,24 lónaóarhankinn hl. l .03 1,72 Wr/lunarhankinn hf. l ,20 l ,32 l'tvcgsbankinn hl. l ,25 l ,31 Skagstrcndingur hI. l ,50 l ,58 Tollvörugcymslan hl’. 0,95 l,00 Veistu hvers virði þau eru? Taflan að ofan birtist annan hvern fimmtudag í viðskiptablaði Morgunblaðsins og sýnir gengi þeirra hlutabréfa sem HMARK kaupir og selur gegn staðgreiðslu. Ef þú átt hlutabréf geturðu margfaldað nafnvirðið með kaupgengi þeirra í auglýsingu HMARKs og útkoman er það verð sem HMARK greiðir þér fýrir bréfin. Ef þú átt hlutabréf í Almennar Tryggingar aö nafnviröi 10.000 kr.: Kaupgengiö er 1,12 og HMARK greiðir þér því 11.200 kr. fyrir þau. FLUGLEIÐIR Ef þú átt hlutabréf í Flugleiöum aö nafnvirdi 100.000 kr.: Kaupgengiö er 2,40 og HMARK greiöir þér því 240.000 kr fyrir þau. Hlutabréfamarkaðurinn hf. hefur afgreiðslur að Skólavörðustíg 12 og hjá VIB í Armúla 7. Verið velkomin. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavöröustig 12, Reykjavík. Sími 21677. Plágnr af mannavöldum Magnús Þórðarson segir ni .a. í grein sinni i Glætu: „Hver öld hefur sinar plágur, en skyldi ekki tuttugasta öldin hafa hlotið hinar verstu? Vera má, að sagnfræði- leg nærsýni valdi þvi, að þessari hugsun skýtur upp í kolli mínum, en hugleiðum þetta nánar. Um síðustu aldamót voru flestir vísindamenn og stjórnvitringar um leið miklir bjartsýnis- menn. Sama gilti um sagnfræðinga, sem þá, eins og reyndar sumir enn, gerðu þá skyssu að reyna að rýna fram i tímann og spá um fram- vindu mannkynssögunn- ar. Þeir gættu sin ekki i gleðskap aldamótanna og gleymdu því, að fortíð getur aldrei verið form- úla eða forrit að framtið, heldur í mesta lagi for- máli. Rithöfundar og aðrir menntamenn héldu líka flestir, að upp væri að renna stórkostleg öld Fróðafriðar i Edens- lundi, þar sem fátækt, fáfræði og ófriði yrði útrýmt, jafnvel sjúk- dómum að miklu leyti. Þingbundið stjómar- form, jafnvel „hreint lýð- ræði“, myndi breiðast út um heiminn meira eða minna sjálfkrafa, þegar „barbaramir" (sem nú em kallaðir „ibúar þriðja heimsins“) gerðu sér ljóst, hversu gott for- dæmi Vesturlandabúar hefðu gefið þeim. Á þeim árum höfðu vestrænir menn heldur ekkert sam- vizkubit af þvi að halda stifu kennsluprógrammi að öðrum þjóðum og kenna þeim fræði sin og lifnaðarhætti. „Heims- veldisstefna" þótti háleit og göfug hugsjón, þótt hún gengi þá stundum undir öðrum nöfnum en nú. í krafti hennar var verið að stofna skóla, kenna fólki að lesa, skrifa, reikna, teikna, Plágumar á öli sem er að lí linni, ða — og nnkaskoftarur Ptrurts á k tifl urftu aft vVXrkinm alvut tvwum cfhum Or. Sutini Hvud var oiftlnn dr Alvls. nú hefur þaft allt Uka vcrtð te fra okkur Kennlngum han. » haug kartaft SatavunnKii humbúœ Hann er nu u vkemmulesur. gafaftur ng fróftu' rnhoftmrtur. «em o ul umhmoainar. en aft oöru <T hann danidur ruglud. eins ng fl.Trl skúramn a |u li hin tutlUKiKU ffckl liatfd aft þcwan hui^un skVlur .nj• S,ulniA'S.m>ti'lllrfs,jll,ihu' . V 1 i kolli mininn cn Imiil.V) ■ 1 þnu nanar vc»(Jiii isi/ uti um 'H'iril Hl QdWC siðwuu afclama vnru IWir JSJSjR mtamcnn <« Ntinrmitruwar leið nuklir h»art» niMnmn . -rm (u r,n. .« IV-...W ’ ''"V’” ^■ ur rnn urrrtu (n vk'NVl nA ^ un trafn.ir.lu mamik.n. inar Wir icmu un i-kki i kap aklairaunna <« ntu þvt art Inilirt ra-tur kmna fólkl aft |n.i vér <« t«irrt* uiarvu holvaldur mannk»ivv. . \mft l'.Tni.U vrtft kiffl h.4tan mai knma a |«*i’«^ unnar fram art tmui er amnrt. heklur i iraMa Uv.i umu. m,/iu oháfta d.«n.nóU •« ourtskvn í>nr þa vok, aft h. ali KithOfunrtar .« aftnr koma a iWaronW allra þntna vakti falskar vomr i brjou Adter. Ovwald Spmiíer 1 Marx. FYtedrtch Kmtrls lt». tveir Mftavtnefndu tumdvp 0« ingar voru að vtoai upf« * » ■nn uvtu old. en þnatl Þnmi hrt inn aftallega vakllrt huí.-sanatrull\ um um hU lolkl á þewan oldl. Plágur aldarinnar í nýjasta hefti tímaritsins Glætu ræðir Magn- ús Þórðarson um þær plágur sem einkennt hafa þessa öld. í Staksteinum í dag er litið á þessa grein Magnúsar auk leiðara Alþýðu- blaðsins í gær um efnahagsmál. syngja eftir nótum og spila á orgel, smiða brýr, leggja vegi og jámbraut- ir, reisa sjúkrahús, mennta lælma, kenna fólki að þvo sér og borða hollan mat, koma á póst- þjónustu, stofna óháða dómstóla og koma á réttaröryggi allra þegna, gera einstaklinginn ábyrgan gerða sinna og útbreiða kristna trú. Þessir bjartsýnismenn um aldamótin töldu víst, að tuttugasta öldin yrði eðlilegt framhald af hinni nítjándu, hinni miklu frelsis- og fram- faraöld. Það var ekki von, að þeir vissu, hvað beið barna þeirra og bama- baraa. Tvær heimsstyijaldir, — og öldin ekki enn á enda runnin. Nazismi i tólf ár i hjarta gamla heimsins. Hin hræðilega ófreskja kommúnismans hefur legið sem mara og þrúgandi farg yfir endi- löngum æviskeiðum hundmð milljóna manna á þessari öld. Kommún- isminn hefur nú grasser- að í sjötiu ár samfellt á sjálfu höfuðbólinu, Sov- étríkjunum, en mein- vörpin em úti nm allan heim. Þessi mesti og blóðugasti bölvaldur mnnnkynssögnnnar fram að þessu er enn ógeðslegri fyrir þá sök, að hann vakti falskar vonir i bijóstum bjart- sýnismanna nm heim all- an. Hann átti að færa mönnum frið, auð og frelsi, en flytur alls stað- ar með sér andhverfu alls þess. Fylgjendur hans hafa barizt fyrir ill- um málstað, hinum versta er sagan þekkir. Glasnostið breytir engu um eðli meinsemdarinn- ar. Það er hlálegt, ef menn ímynda sér, að kommiíniftmiim koðni niður, af því að Gorbatsj- ov er að reyna að stela nokkrum apparötum úr hjálpartækjabanka kapítalismans til þess að pota í hið hálfdauða hold sósialismans." Opiðþjóð- félag Alþýðublaðið fjallar i leiðara i gær um efna- hagsaðgerðir ríkisstjóm- arinnar. Þar segir u: „Mikilvægt er að hafa i huga þegar efnahagsað- gerðir rikisstjómarinnar em til umræðu, að þær em undirbúningur að þvi að skapa skilyrði fyrir efnahagslegan stöðug- leika, en em ekki grund- völlur fyrir efnahagslif framtiðarinnar. Hin erf- iðu rekstrarskilyrði heimila og fyrirtækja kalla á harðar aðgerðir svo jafnvægi komist á efnahagsmálin. Stöðug- leiki í efnahagsmálum er forsenda þess að takast megi að laga þjóðarbú- skapinn að versnandi ytri skilyrðum á undanföm- nm misserum og jafn- framt að nýtt jafnvægi verði grundvöllur nýrrar framfarasóknar og bættra lífskjara á kom- andi árum. Niðurfærslu- leiðin sem og millifærslu- leiðin em verkfæri sem gripið er til að koma á stöðugleika. Þessar leiðir em þó engan' veginn haldbærar sem endanleg lausn. Þær em í eðli sinu miðstýringarleiðir og afturhvarf frá opnu, nú- tímalegu þjóðfélagi. Það segir ýmislegt um stöðu efnahagslifsins á íslandi, að á sama tima og íslend- ingar neyðast vegna aamknillft atvinnulífs og pólitisks flokkakerfis, að grípa til miðstýringar i verslunar- og viðskipta- lífi, kjaramálum og ríkis- fjármálum, vinna bræðraþjóðir okkar i Evrópu á hraðan en stöð- ugan hátt að þvi að skapa einn stóran innri markað fyrir 1992. Evrópu- bandalagið tekur mið af þvi að búa til Evrópu án landamæra, þar sem fijáls viðskipti, fijáls verslun og framfarir munu efla atvinnulíf og framfarir og tryggja hagstæð sldlyrði fyrir atvinnu- og þjóðlif. Þenn- an samanburð verðum við íslendingar að hafa i huga. Við megum ekki hvika frá framþróuninni áð opnu þjóðfélagi, þótt Hmfthiindnnr aðstæður virðast neyða okkur enn einu sinni að taka skref aftur til fortíðar." HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71. AF HVERJU NAUTILUS TÆKJAÞJÁLFUN? Vöðvamir eru skapaðirtil átaka í starfi og leik. Nú á tímum tækni og hreyfingarleysis rýrna vöðvar okkar vegna lítillar notkunar. Þetta gerir þá síður hæfa til að mæta daglegu álagi. M.a. vegna þessa og rangs líkamsburöar og vinnustell- inga eru vöðvabólgur í herðum og hálsi, mjóhryggs- verkir og fleiri álagseinkenni frá stoðkerfi (bein/,vöðv- ar/sinar) jaf nalgeng og raun ber vitni. Hreyfing er líkamanum nauðsynleg til að menn njóti góðrar heilsu. Hún hefur jákvæð áhrif á hjarta og blóð- rás, hún er streitulosandi, hefur góð áhrif á svefn, meltingu og aðra líkamsstarfsemi. Fólki líður betur. Tækjaþjálfun er besti kosturinn ef menn vilja styrkja vöðva og sinartil að gera líkamann hæfari til að mæta daglegu álagi. Áhrif reglulegrar tækjaþjálfunar á líkamann eru almenn og sérhæfð. Almenn áhrif éru þau sömu og við aðra hreyfingu. Sérhæfð áhrif eru meiri vöðvastyrkur og vöðva- þol, bættur líkamsburður, breytingará hlutfalli vöðvaþyngdar og fitu í líkamanurri, betra útlit og einnig minnka líkur á alvarlegum stoðkerfisá- verkum við slys, ef menn eru stæltir. Þessi áhrif valda því, að menn eru betur búnir undirátök daglegs lífs — OPIÐ: Mánudaga frá........kl. 11.00-22.00 Þriðjudaga frá..................kl. 7.30-22.00 Miðvikudaga frá.....kl. 11.00-22.00 Fimmtudaga frá..................kl. 7.30-22.00 Föstudaga frá ......kl. 11.00-19.00 Laugardaga frá .....kl. 10.00-17.00 Sunnudagafrá .......kl. 10.00-14.00 TÆKJAÞJÁLFUN ER FYRIRALLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.