Morgunblaðið - 14.09.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 14.09.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 19 þvert á gefín loforð. Auðvitað hækkaði verðlag á nauðsynjavörum heimilanna stórkostlega með álagn- ingu söluskatts á þær vörutegundir sem áður voru undanþegnar sölu- skatti. Afleiðingin var að kaupmáttur, einkum lægstu launanna, fór sí- minnkandi og aukningin, sem um var samið 1987, var rétt eftir mitt ár í fýrra komin úr 12% niður í 4%. Með verðbótum og áfangahækk- unum samkv. samningum réttist hlutur launafólks um stund í fyrra- haust. Nú standa menn í sömu sporum og fyrir samningana 1987. Tvær gengislækkanir á sl. vetri hafa stórlega skert kjör launafólks. Þegar staðan er þannig, stendur umræðan sem hæst um að bjarga vanda fískvinnslunnar og öðrum atvinnugreinum með stórfelldri kjaraskerðingu. Gerum okkur grein fyrir því að þó svokölluð niðurfærsluleið virðist eiga færri formælendur síðustu daga, þá er kjaraskerðing launa- fólks enn á dagskrá. Þegar ráðgjafamefnd ríkisstjóm- arinnar lagði fram tillögur sínar, kom stjóm BSRB saman til þess að ræða um niðurfærsluleiðina og þá stórfelldu kjaraskerðingu, sem hún felur í sér, eins og tillögumar hafa verið settar fram. í ályktun, sem stjóm bandalags- ins samþykkti einróma 25. ágúst, varaði hún stjómvöld við þeim hug- myndum sem ráðgjafamefndin kom fram með um launalækkun. Þessi launalækkun, sem þegar í stað hefði orðið 9%, yrði óbærileg, ef ekki fylgdu sambærilegar lækkanir á öllum þáttum framfærslukostnaðar. í ályktuninni var því skorað á ríkisstjómina að hafna niðurfærslu- leiðinni. Velferðarþjóðfelagið Ein af þeim yfírlýsingum, sem komið hefur frá fjármálaráðherra, er um niðurskurð launaútgjalda ríkisins um sem svarar 1000 stöðu- gildum. Þetta er ekki sérmál opinberra starfsmanna. Það hefur aldrei verið krafa BSRB að hið opinbera hefði einhvem tiltekinn flölda starfs- manna í sinni þjónustu. Opinberir starfsmenn eru á sama báti og aðrir og við hljótum að krefj- ast þess, að haldið sé uppi þeirri þjónustu, sem nauðsynleg er til þess að við getum kallast velferðar- þjóðfélag. Ef ísland á að vera byggt, er það óhjákvæmilegt að við höfum sam- bærilega þjónustu og sambærilegt velferðarþjóðfélag eins og í ná- grannalöndum okkar. Það lýðst engum stjómvöldum að hverfa aftur til fomeskjulegra þjóðfélagshátta og stuðla þannig fyrst og fremst að því að mynda gjá milli ríkra og fátækra. Þessi þættir velferðarþjóðfélags- ins eru orðnir svo afgerandi fyrir lífsafkomu manna, að þeir verða að mælast með í lífskjörunum. Fjölmennustu vinnustaðir hjá ríki og sveitafélögum em einmitt þeir, sem skapa gmndvöil veiferðarþjóð- félagsins. Ef á að framkvæma stórfelldan niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfínu, símaþjónustu, sam- göngumálum, þýðir það einfaldlega afturhvarf til fomeskju. Það kemur jafnt niður á öllum, og mundi þýða flótta fólks úr landi. Leysum vandann — veijum kjörin! Efnahagsmál smáþjóðar eins og okkar Islendinga em auðvitað alltaf vandasöm, en staða þeirra nú ætti ekki að gefa tilefni til slíks umróts sem stjómvöld vilja vera láta. Það þarf að takast á við vanda- málin þar sem þau em fyrir hendi — sums staðar em þau mikil og alvarleg. Þar á samfélagið að bjarga málunum. Aðrir eiga ekki að hagn- ast á því, þó bjarga þurfí atvinnu- málum í einstökum byggðarlögum. Höfundur er formaður BSRB. — Greinin erræðafluttá fundi stjómar og formanna aðildarfé- laga Bandaiags starfsmanna ríkis ogbæja. HH í i iUiiiint fiií.HJU’í Mn\ Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Afmælismót Bridsfélags Siglu- fjarðar var haldið á Hótel Höfn, Siglufírði, dagana 3. og 4. septem- ber sl. Lokastaðan í mótinu: Guðni Sigurhjartarson, Rvík — Jón Þorvarðarson, Rvík 1305 Asgeir P. Ásgeirsson, Rvík — Hrólfur Hjaltason, Rvík 1274 Ásgrímur Sigurbjömsson, Sigluf. — Jón Sigurbjömsson, Sigluf. 1253 Anton Sigurbjömsson, Sigluf. — Bogi Sigurbjömsson, Sigluf.1238 Björk Jónsdóttir, Sigluf. — Sigfús Steingrímss., Sigluf. 1230 Aðalsteinn Jörgensen, Rvík — Ragnar Magnússon, Rvík 1224 Jón I. Bjömsson, Rvík — Hermann Tómasson, Rvík 1222 Hjördís Eyþórsdóttir, — Anton R. Gunnarsson, Rvík 1199 Páll Valdimarsson, Rvík — Rúnar Magnússon, Rvík .1197 Baldvin Valtýsson, Sigluf. — Valtýr Jónasson, Sigluf. 1195 Soffía Guðmundsdóttir, Ak. — Þórir Leifsson, Borgarf. 1191 Jakob Kristinsson, Rvík — Magnús Ólafsson, Rvík 1190 ísak 0. Sigurðsson, Rvík — Sigurður Vilhjálmss., Rvík 1187 Vegleg verðlaun vom í boði: 1. verðlaun kr. 120.000,- 2. verðlaun kr. 80.000,- 3. verðlaun kr. 40.000,- 4. verðlaun kr. 20.000,- 5. verðlaun kr. 10.000,- Aukaverðlaun fyrir6. til 10. sæti. Ferðavinninga fyrir hæstu skor í umferð hlutu: 1. umferð Guðni Sigurhjartarson og Jón Þorvarðarson, Rvík. 2. umferð Hjördís Eyþórsdóttir og Anton R. Gunnarsson, Rvík. 3. umferð Jón Sigurbjömsson og Ásgrímur Sigurbjömsson Bridsfélag kvenna Vetrarstarf félagsins hófst sl. mánudag, byijað var á 3ja kvölda tvímenning með þátttöku 28 para, spilað var í tveimur 14 para riðlum og urðu úrslit þannig: A-riðill: stig Ása Jóhannsdóttir — Kristín Þórðardóttir 198 Alda Hansen — Nanna Ágústardóttir 184 Svava Ásgeirsdóttir — Kristín Karlsdóttir 177 Petrína Færseth — Gunnþómnn Erlingsdóttir 171 Kristín Isfeld — Hrafnhildur Skúladóttir 169 B-riðill: stig Véný Vjðarsdóttir — Dúa Ólafsdóttir 192 Sigríður Möller — Freyja Sveinsdóttir 189 Ólína Kjartansdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 185 Sigríður Friðriksdóttir — Gullveig Sæmundsdóttir 182 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 166 Meðalskor 156 Önnur umferð verður spiluð nk. mánudag kl. 19.30 í húsi Bridssam- bandsins. Hreyfill — Bæjarleiðir Vetrarstarfíð hófst sl. mánudag með þriggja kvölda einmennings- keppni og var spilað í tveimur 16 manna riðlum. Staðan: Sigurbjöm Ragnarsson 249 Eiður Gunnlaugsson 243 Birgir Kjartansson 235 Magnús Bjamason 235 Ámi Halldórsson 235 Næsta mánudagskvöld verður slönguraðað og trúlega spilað í þremur riðlum. Næsta spilakvöld verður í Hreyf- ilshúsinu, 3. hæð, nk. mánudags- kvöld og hefst spilamennskan kl. 19.30. Keppnisstjóri er Ingvar Sig- ursson. Sparnaður og aðgæsla kom þeim á áfangastað > • '73 °sr<ss< <58. 'Hrii Vr, r<r b,J< vidski^nýjd f°stu, Ö,,cí ti/ L vorr, "mu "• -,0 < 8fyrir/ sýenð JJs&u <rsr:" y^ej:°sjöf "n- sÞar,tUrr,st ylZnnað er 7 «7 °ú J ^b/A 'nm ."U'S y,, ' <ö, '$r en„ Þörr Reglubundinn sparnaður og aðgæsla í fjármálum komu Jónu og Hannesi ve! þegar þau stofnuðu heimili. Þau lögðu reglubundið inn hjá sparisjóönum, nýttu þau ávöxtunarkjör sem þar bjóðast og gættu þess að eiga fyrir hlutunum áður en þeir voru keyptir. Þau hafa því notið staðgreiðslu- afsláttar og eru laus við áhyggjur af gjalddögum. Unm. nr<on S^ris,<Sjó s/oAUr, . Ir)s f>,. t/ómr Vn 'Ss, Pn Sparisjódur Hafrtarfjardar Strandgötu8-10, s. 54000 Reykjavikurvegur 66, s. 51515 ' - •, -- - ' -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.