Morgunblaðið - 14.09.1988, Page 20

Morgunblaðið - 14.09.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 4. Belgtengi Fenner Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Leguhús Pvtil&en Sudurlandsbraut 10. S. 686499. LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF HANDKNATTLEIKUR Karl Þráinsson: Evrópuleik með Víkingnm. „Já, já — hún hefnr heilmikinn áhuga á handbolta," sagði Karl, er hann var inntur eftir því hvort íþróttir væru sameiginlegt áhuga- mál þeirra. „Hún mætir á leiki og fylgist vel með. Hvað framtfðina varðar þá steftium við jafnvel á að fara í framhaldsnám eitthvert út í heim. Mig langar til að læra meira um tölvur og hvemig þær geta gagnast manni í byggingaverk- fræðinni." En er atvinnumennska í útlönd- um þá ekki á dagskrá? „Eg veit það ekki,“ svaraði Karl. „Ef ég gæti sameinað þetta tvennt á einhvem hátt væri það náttúm- lega ffnt. En f framtíðinni hugsa ég að námið verði látið ganga fyrir." Manstu eftir fyrsta leiknum, sem þú lékst með landsliðinu? spurði ég Karl að lokum. „Jaaaá,“ svaraði hann að bragði og brosti út að eyrum. „Við Iékum þá gegn Finnum." Og hvemig fór sá leikur? „Við unnum, 32-16, að mig minnir." Eigum við ekki bara að segja að það verði táknrænt fyrir feril þinn í landsliðinu? spurði ég. „Það em þín orð,“ sagði Karl, „en ég skal gera mitt besta ..." IAA Óhollur matur finnst mér rosalega góður Ég vissi ekki alveg við hveiju ég bjóst er ég hentist inn á Hót- el Borg til að hitta Karl Þráins- son handknattleiksmann. Kannski upptrekktum, rauð- eygðum manni, í krumpuðum fötum og óreimuðum skóm. Ég meina, hvernig lftur maður út, sem er landsliðsmaður í hand- bolta og hefur þar að auki verið f erfiðum prófum í verkfrseði, aðeins tveimur vikum fyrir Ólympfuleika? — Ég veit það ekki, en Karl Þráinsson virtist f það minnsta langt frá því að vera uppgefinn. „Jú, jú, - auðvitað er þetta hörkuvinna," viðurkenndi hann, „en ef viljinn er fyrir hendi, þá er allt hægt. Það er alveg staðreynd," bætti hann við og brosti. Ég kinkaði bara kolli og hellti kakói f bollann hans. „Ég er ekkert ofurmenni," full- yrti hann, þegar hann sá svipinn á Morgunblaðið/KGA „Mér finnst ofboðslega gott að liggja f leti.“ Karl Þráinsson ásamt unnustu sinni, Helgu Melkorku Óttarsdóttur. mér, „á oft mjög erfítt með að ein- beita mér að handboltanum og há- skólanum í senn. Nú, svo hef ég líka farið mér aðeins hægar í verk- fræðinni en venjulegt er. Þegar ég var á fyrsta ári slasaðist ég rétt fyrir próf og missti úr tvær vikur. Ég gerði þau reginmistök að reyna að taka samt öll prófin. Það gekk ekki alveg upp, svo mér seinkaði aðeins. En nú er ég kominn á þriðja ár — og líkar bara vel.“ Eftir andartaks hlé hélt hann áfram, sposkur á svip: „Þegar þetta tvennt skarast þá hættir mér svolít- ið til að láta handboltann ganga fyrir. Það má þvi eiginlega segja að áhugamálið sé yfírleitt aðalmál- ið, eða þannig sko. Ég er búinn að vera á kafí í íþróttum alveg frá því ég man eftir mér,“ upplýsti Karl. „Fijálsum fþróttum, blaki og badminton ásamt öllum tegundum boltaleikja. Ég hef alltaf fengið útrás í gegnum sport- ið,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst Karl kunna betur við boltaleikina en td. frjálsar íþróttir. „Mér finnst ekkert gaman að vera einn úti á velli að æfa. Það á mun betur við mig að vera hluti af einhverri heild. Ifyrir mér er sportið þetta þrennt; hreyfíng, útrás og félagsskapur." . An þess að vita af hverju spurði ég Karl næst að því í hvaða stjömu- merki hann væri. „Ég er !jón“ svaraði hann dálítið undrandi. Það er kannski þaðan sem eldmóðurinn kemur. „Annars finnst mér ofboðslega gott að liggja í leti og slaka á,“ sagði Karl eins og hann væri að játa á sig stóra synd. „Og óhollur matur fínnst mér rosalega góður — alls konar sósur og sull,“ bætti hann við í afsakandi tón. „Ef ég hinsvegar gef mig í eitt- hvað á annað borð, þá geri ég það af heilum hug. Annars er betra að sleppa því. Það er m.a. þess vegna sem ég hef veigrað mér við að fara út í golfíð. Ég er hræddur um að það yrði þá næsta æðið." Sambýliskona Karls er Helga Melkorka Óttarsdóttir laganemi og búa þau í kjallaranum hjá foreldrum hennar. Austur-Húnavatnssýsla: Réttað í Auðkúlurétt Blönduósi. FYRSTU aðalréttir haustsins voru f Auðkúlurétt f Austur- Húnavatnssýslu sl. laugardag. Er talið að um 16.000 fjár hafi smalast á Auðkúluheiði að þessu sinni og er það á milli 15%-20% færra fé en gekk á heiðinni f sumar. Auðkúlurétt er viku fyrr í ár en venjulega en þrátt fyrir það voru menn sammála um að lömbin væru feit og í góðu meðallagi. Einar Höskuldsson bóndi á Mosfelli var gangnastjóri og sagði hann að vel hefði gengið að smala, veðrið hefði verið gott, bjart en sólarlaust. Fjölda manns dreif að í réttina á laugardaginn í blíðskaparveðri og gekk vel að draga. Allt sem prýða má góðan réttardag og skapa hina margumræddu réttarstemmningu var fyrir hendi. Það fékkst út úr einum réttargesti að það að fara í göngur og komast upp fyrir 200 metra hæð yfír sjó breytti mönnum gjörsanilega. Áhyggjur hvérsdags- ins hyrfu og maðurinn yrði hann sjálfur á ný. Það varð einhveijum á orði að samkvæmt þessari kenn- ingu væri viturlegast að ríkisstjóm- arfundir yrðu eftirleiðis haldnir í a.m.k. 200 metra hæð yfír sjó. Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum og sérfræðingur hjá sauð- fjárveikivömum var í Auðkúlurétt til að skoða mannlífíð og upplifa réttarstemmninguna. Einn bóndi í utanverðum Torfalækjarhreppi mis- skildi nærvem dýralæknisins og taldi hana valda því að bændur gengu flestallir þráðbeint og riðu- spor væru engin stigin. í framhaldi af þessu skal þess getið að sauðfé fækkaði verulega í Austur-Húna- vatnssýslu á síðastliðnu hausti vegna riðuniðurskurðar og á því enn eftir að fækka í haust svo bóndan- um í Torfalækjarhreppi er kannski vorkunn að líta svona á málin. Á stundum sem þessum er græsku- laust gamanið í hávegum haft, flest liðið og allt látið flakka. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Menn þurfa að sýna mikil tilþrif til að koma fé úr nátt- haga í almenning. Gott er að hafa sterka rödd og stælta útlimi. Á innfelldu myndinni er Björn bóndi á Löngumýri að horfa yfir féð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.