Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 24
4 24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 Belgía: IRA-maður sækir um hæli Brussel. Reuter. PATRICK Ryan, sem er í varð- haldi í Belgíu, grunaður um aðild að hryðjuverkasamtökum írskra lýðveidissinna, IRA, hefur sótt um pólitískt hæli i Belgíu, að sögri talsmanns belgíska dóms- málaráðuneytisins. Ryan er 58 ára gamall og var handtekinn í Brussel í júní síðast- liðnum þar sem vegabréf hans reyndist falsað og auk þess fundust á honum lýsingar á ýmsum sprengjugerðum. Bretar hafa farið fram á það við Belga að þeir fram- selji Ryan sem er fyrrverandi prest- ur og talinn einn af helstu leiðtogum IRA. Belgíski talsmaðurinn taldi ólíklegt að orðið yrði við beiðni Ryans um pólitískt hæli þar sem Bretland væri lýðræðisríki á borð við Belgíu. Noslkossar ogskúffur Fyrir skrúfur, rærog aöra smáhluti. Einnig vagnar og verkfærastatíf. Hentugt á verkstæðum og vörugeymslum. Ávalltfyrirliggjandi. Leitlð upplýsinga. UMBODS OG HEILOVERSLUN BILDSHÖFDA 16 SIMI 672444 SKOLAFOLK \ VASATOLVUR í úrvali f rá: CASIO SHARP IBICO Texas instruments Trump-adler Daniel Hechter Pira comp æ Sendumípóstkr. -o TÖt.VULMW - B BtWCA LAUGAVEGI116-neV/HLEMM S 6211Z2 Vísindamenn við kanadískan háskóla: Heilabólga veldur Alzheimer-veiki Leiðtoginn Reuter Mikil hátíðahöld standa nú yfir í Pyongyang, höfuðborg Norð- ur-Kóreu, í um í tilefni þess að hinn 9. september si. voru 40 ár liðin frá þvi kommúnistar komust til valda þar í landi. Stjórnarerindrekar sögðu að á aðra milljón manna hefðu tekið þátt í útifundi þeim, sem mynd- in er frá. Risastórt málverk af Kim II Sung, leiðtoga Norður- Kóreu, gnæfði yfir viðstadda, sem hrópuðu „lengi Hfi hinn mikli foringi" í kór. Vancouver. Reuter. ÞRÍR læknar við British Col- umbia-háskólann í Vancouver í Kanada halda því fram í grein í nýjasta hefti evrópska visinda- ritsins Neuroscience Letters, að Alzheimer-sjúkdómurinn sé ekki hrörnunarsjúkdómur held- ur staf i hann af krónískri heUa- bólgu. Segja þeir að lykilinn að hugsanlegri meðferð eða lækn- ingu sé að finna í ónæmiskerfi líkamans. Læknarnir byggja skoðanir sínar á niðurstöðum rannsókna, sem þeir hafa gert á heilum tíu Alzheimer-sjúklinga. í heilunum fundu þeir mótefnafrumur, svo- kallaðar T-eitilfrumur, en svo kall- ast smáir einkjarnar hvítra blóð- koma í blóði og sogæðavökva er mynda mótefni og frumubundna varnarsvörun í ónæmiskerfinu. „í ósködduðum heila, ungum eða öldnum, er aldrei að finna frumur af þessu tagi. Við vísum á bug kenningunni um að sjúk- dómurinn stafi af hrörnun og verð- um að beina athyglinni að ónæmi- skerfi viðkomandi," segja lækn- arnir, sem eru taugasjúkdóma- fræðingar, í greininni. Einn læknanna, Kanadamaður- inn Pat McGeer, sagði að upp- götvunin gæfí vonir um að lækn- Vestur-þýskur gísl leystur úr haldi: f rönum og Sýrlending- um þökkuð lausn Cordes Bonn. Reuter. Vestur-þýska stjórnin þakk- aði íröiium og Sýrlendingum í gær fyrir að tryggja lausn Vest- ur-Þjoðverjans Rudolfs Cordes úr haldi, en skæruliðahópur sem hlynntur er írönum hafði haldið honum í gíslingu í Liban- on í hartnær 20 mánuði. Þau vísuðu þvi á bug að samningar hefðu verið gerðir til að fá Cordes leystan úr haldi. „Ég tel að sú stefna okkar að viðhalda stjórnmálasambandi við Irana hafi borgað sig," sagði Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, í útvarpsviðtali. Talsmaður utanrík- isráðuneytisins sagði áð Genscher hefði sent fulltrúa til að færa írön- um þakkir vestur-þýsku stjórnar- innar. Ráðuneytið tilkynnti einnig að fyrirhugað væri að Genscher færi í opinbera heimsókn til írans á þessu ári. Helmut Kohl kanslari sagði í yfírlýsingu sinni: „Stjórnin hefur haft náið samstarf við fjölmarga. Tilraunir okkar [til að fá Cordes leystan úr haldi] fólust fyrst og fremst í því að halda sambandi við írana og Sýrlendinga, sem við vissum að gætu haft áhrif á mann- ræningjana." Cordes kom til Vestur-Þýska- iands í gærkvöldi, degi eftir að hann var leystur úr haldi. Vestur- þýsk flugvél fór frá Bonn til að sækja Cordes og í henni var kona Cordes, auk nokkurra embættis- manna, þar á meðal Wolfgang Schauble, aðstoðarmaður kansl- ara. Kohl bað Schauble að færa forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, þakkir sínar. Rudolf Cordes yfirgefur sýrlenska utanríkisráðuneytið ásamt eigin- konu sinni, Marlene, í gær. ing Alzheimer-sjúkdómsins væri innan seilingar. Hann sagðist þó ekki vilja geta sér til um hversu löng biðin eftir henni gæti orðið. McGeer sagði að engin meðferð væri til við Alzheimer-sjukdómi og gagnlaust væri að gefa sjúkl- ingunum lyf sem ekki hefðu bólgu- eyðandi áhrif. Ásamt honum unnu að rannsókninni tveir japanskir læknar, Shigeru Itagaki og Haru Akiyama. Neil Kinnock um EB-markaðinn: Auknarfé- lagslegar áherslur nauðsyn- legar Krussel. Frá Kristófer Má Kristínssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Belgiu. NEIL Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins, sagði í ávarpi á fundi sósíalista á Evrópuþinginu, sem haldinn var í Glasgow fyrir helgina, að þótt flokkur hans styddi ekki allar þær þrjú hundruð tillögur, sem lagðar hafa verið fram til undirbúnings innri markaði Evrópubandalagsins, værí ástæðulaust að hafna þeim. Vinna yrði að þvi að EB-mark- aðurínn yrði annað og meira en frjáls markaður fjármagns og fyrirtækja. Kinnock sagði að takmarkaðist undirbúningur markaðarins við vörur, vinnuafl og fjármagn, þá yrði hann markaður fátæktar, at- vinnuleysis og kreppu. EB-mark- aðurinn ætti að vera sósíalistum hvatning til að vinna að auknu félagslegu réttlæti innan Evrópu. Ræða Kinnocks kemur í kjölfar stuðningsyfirlýsinga forystu- manna breskra verkalýðsfélaga á ársfundi þeirra nýlega við Evrópu- bandalagið og þó sérstaklega fyr- irhugaðan innri markað þess sem á að vera kominn á fyrir árslok 1992. Með þessu hafa breskir só- síalistar ekki einungis látið af and- stöðu sinni við aðild Breta að EB heldur hafa þeir gerst talsmenn þess að þátttaka í bandalaginu verði sem víðtækust. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn: Engar sannanir fyrir efnaárásum á Kúrda Genf. Reuter. FULLTRÚAR Sameinuðu þjóð- anna og Rauða krossins fundu engin merki þess að efnavopnum hef ði verið beitt gegn þeim Kúrd- um sem þeir sáu í norðvestur- hluta írans í síðustu viku. Embættismenn frá Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráði Rauða krossins heim- sóttu búðir 7.000 t« .8.000 Kúrda sem flúðu nýlega til írans. „Flótta- mennirnir sögðu að efnavopnum hefði verið beitt, en fulltrúarnir sáu engar sannanir fyrir því," sagði talsmaður Flóttamannastofnunar- innar í Genf. Talsmaðurinn sagði ennfremur að stofnunin hefði hafið viðræður við írönsk stjórnvöld um aðbúnað og aðhlynningu flóttamannanna, en talið er að þeim muni fjölga um 20.000 á næstunni. Stofnunin að- stoðar nú þegar um 70.000 Kúrda sem flúið hafa frá írak til írans síðan í fyrra. Þriggja manna sendinefnd frá Flóttamannastofnuninni fór frá Ankara, höfuðborg Tyrklands, til að safna upplýsingum um kúrdíska flóttamenn í Tyrklandi. Talið er að þeir séu alls 60-120.000, að sögn talsmannsins. Fyrirhugað er að nefndin komi aftur til Ankara á föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.