Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 14. SEPTEMBER 1988 4L Sendiherra Kúbu á Bretlandi vísað úr landi: Saka bresku og bandarísku leyniþjónustuna um samsæri Havana, London. Reuter. KÚBUMENN sökuðu í gær leyniþjónustu Bretlands og Banda- ríkjanna um að bera óbeint ábyrgð á skotárás kúbversks sendifull- trúa i Lundúnum á fjóra menn fyrir utan heimili sitt á mánudags- kvöld. í^gær vísaði breska stjórnin Oscari Fernandez-Mell, sendi- herra Kubu og Carlos Manuel Medina Perez, viðskiptafulltrúa Kúbu, úr Iandi vegna atviksins. í grein undir fyrirsögninni „Það sem raunverulega gerðist" segir hið opinbera dagblað Granma á Kúbu að um „svívirðilegt samsæri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA og bresku leyniþjónustunnar" hafi ver- ið að ræða. Segir ennfremur að „svikarinn og flóttamaðurinn Flor- entio Azpillaga Lombard", sem flúði . til Vesturlanda í júní í fyrra, hafí komið við fjórða mann að heimili Medinas, viðskiptafulltrúa Kúbu í Lundúnum og beitt ógnunum til að fá hann til að yfírgefa ættjörð sína. „Viðbrögð félaga Medinas voru þau að skjóta á svikarann," segir í blað- inu. Talið er að flótti Azpillaga hafi á sínum tíma rofið stórt skarð í njósnavef Kúbverja í Vestur- Evrópu. Vitni sögðu Medina Perez hafa skotið fimm skotum þegar bifreið með fjórum mönnum renndi í hlað heima hjá honum. Mennirnir forð- uðu sér og hélt einn þeirra blóðug- um vasaklút að höfði sér. Þeir stigu upp í aðra bifreið í nágrenninu. Að sögn breska utanríkisráðu- neytisins er brottvísuninni ætlað að vara aðra erlenda stjórnarerindreka í Lundúnum við því að bera vopn. Medina Perez var handtekinn á mánudagskvöld. Að sögn Scotland Yard afhenti hann lögreglu byssu sína en var látinn laus þegar hann minnti á friðhelgi diplómata. Bresk yfirvöld segjast líta svo á að atvik þetta sé merki um þá auknu hættu sem stafi af vopnaburði sendiráðs- starfsmanna. „Ég vona að brott- vikningin verði mönnum þörf lexía og menn geri sér grein fyrir því að við kunnum ekki að meta slíkt háttalag á götum Lundúna," sagði Tim Eggar aðstoðarráðherra. Ekki er nema vika sfðan víet- namskur sendiráðsstarfsmaður var rekinn úr landi fyrir að munda byssu fyrir utan sendiráð Víetnams meðan á mótmælum stóð. Árið 1984 vísuðu Bretar 50 líbýskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi og slitu stjórnmálatengsl- um við Líbýu eftir að lögreglukona varð fyrir banvænu skoti sem kom út úr sendiráði landsins. Dagblaðið Granma hefur það eft- ir talsmönnum kúbverska utanríkis- ráðuneytisins að brottvísun sendi- herrans og viðskiptafulltrúans sé „handahófskennd og ranglát" og þeir líti á hana sem „áróðursbragð til að hylja skammarlegt samstarf CIA og bresku leyniþjónustunnar". Að sögn Granma er óhugsandi að Azpillage, sem nú starfi fyrir CIA, hafi getað ferðast til Bretlands og ógnað Medina á umræddan hátt án vitundar og samþykkis bresku leyniþjónustunnar. Reuter Þriggja hæða hús hrynur Björgunarsveitarmaður aðstoðar byggingarverkamann, sem ekki hafði tekist að losa úr rústum þriggja hæða byggingar 12 klukku- stundum eftir að hún hrundi í Bangkok í Thailandi á mánudag. Verðbólga ekki verið meiri í Bretlandi í tvö ár St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Fernandez-MeU, sendiherra Kúbu á Bretlandi, á leið út á flugvöll. Sendiherranum var visað úr landi ásamt viðskiptafulltrúa Kúbu eft- ir að hinn síðarnefndi varð uppvis að notkun skotvopns i miðborginni. TÖLUR um verðbólguna í ágúst sýna, að hún hefur ekki verið hærri í tvö og hálft ár. Rað- herrar hafa visað á bug hug- myndum um, að gripið verði til sérstakra ráðstafana í efna- hagsmálum í haust. Tölur frá því í ágúst, sem stjórn- völd munu birta síðar í vikunni, sýna, að verðbólgan fór í um 5,5% Úzbekistan: Farið að#falla á krunu- djásn keisaraveldisins The Sunday Telegraph. KREMLVERJAR hafa að undanförnu verið uppteknir af því að gera hreint fyrir sinum dyrum á mörgum sviðum, en hina siðustu daga hefur það þó verið tengdasonur fyrrum leiðtoga Sovétrflg- anna Leoníds Brezhnevs, Júríj Tsjúrbanov, sem öðrum fremur hef- ur þurft að standa í slíkum hreingerningum. Og það fyrir rétti. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti, sem viðamikil hneykslismál eru tekin til dómsmeðferðar, en eðli þessa máls er samt annað en hinna fyrri. Aðalsakborningurinn er nefnilega hið gamla stjórnsýslu- kerfi fremur en Tsjúrbanov eða eitt einstakt þjóðarbrot. Júrfj Tsjúrbanov, sem er fulltrúi ast aðstæðum. hinnar spilltu klíkustarfsemi „stöðnunartímabilsins" — valda- tíma Leoníds Brezhnevs — er hrein- ræktaður Rússi, en hinir sakborn- ingamir átta tilheyra allir hinni svokölluðu Úzbekistan-maffu, sem réði lögum og lofum í Sovétlýðveld- inu að hætti forfeðra sinna í tvo áratugi. Krúnudjásnið Úzbekistan var krúnudjásn rússneska keisaradæmisins. Tzar- arnir, sem ætíð litu Indland ágirnd- araugum, hreyktu sér af því í lok 19. aldar, að enda þótt-þeir hefðu enn ekki Delí og Kalkútta á valdi sínu, þá gætu þeir státað af Tam- urlaine-konungdæminu og hinum þjóðsagnakenndu borgum Tash- kent, Samarkand og Bokhara. Auðlegð Mið-Asíu hvarf fljótlega í vasa Kremlarbænda, en með í kaupunum fylgdi harðgerð þjóð, full andúðar á Rússum og tilbúin að leggja allt f sölurnar til þess að komast af. Fyrst og fremst hafa Úzbekar verið lagnir við að aðlag- Við upphaf réttarhaldanna ræddi Tsjúrbanov um „gjafmildi", sem vináttuvott meðal Mið- Asíubúa. Það sem Tsjúrbanov hlýt- ur að hafa vitað, en lét vera að nefna, er að í Mið-Asíu á það einn- ig við sem annars staðar að æ sér gjöf til gjalda. Fyrirrennari Tsjúrbanovs í emb- ætti innanríkisráðherra, Nikolaj Sjolokov, fékk reglulegar „gjafa- sendingar" frá vinum sínum í Úz- bekistan, sem litu á hann sem verndara sinn. Gjafírnar voru mjög fjölbreyttar allt frá ferskum ávöxt- um og koníaki til rándýrra perlna. Úzbekar gjalda, gömul svin valda Mörgum finnst hinsvegar að Úzbekar þurfí nú öðrum fremur að taka út refsingu að ósekju fyrir að hafa spillt hinu kommúnlska stjórnkerfi og benda á að í eðli sínu hafi stjórnkerfíð, sem Úzbekar reyndu að laga sig að, hvatt til slíkrar spillingar. Má minna á að Stalín stuðlaði að lénsskipan þeirri, sem viðgengist hefur í Sovétríkjun- um, en hún bauð ekki einungis upp á spillingu af þessu tagi heldur krafðist hennar oftar en ekki. Þrátt fyrir þetta hafa Rússar haft sig tiltölulega hæga í Mið- Asíulýðveldum Sovétríkjanna að undanförnu. Míkhaíl Gorbatsjov virðist hafa gert sér grein fyrirþví að hollusta við Sovétvaldið er síður en svo gefin stærð þar suður frá, en auk þess er fólksfjölgun þar mun hraðari en meðal annarra þjóða Sovétríkjanna og kunna mú- slimskar þjóðir í Sovétríkjunum að verða orðnir fleiri en Rússar fyrir næstu aldamót. Spenna í þessum Sovétlýðveld- um hefur aukist undanfarin ár, enda eiga þjóðirnar mun meira sameiginlegt með hinum herskáu trúbræðrum sínum í Afganistan og íran en valdhöfunum í Moskvu. Kremlverjar græða því lítið á því ef réttarhöldin yfir Tsjúrbanov og félögum hans virðast vera liður í „galdraofsóknum" gegn Úzbekum — að ekki sé rætt um ofsóknir gegn sovéskum múslimum al- mennt, en meðal þeirra er almenn sú skoðun að hið heiðna Sovétkerfi sé af hinu illa og beinist fyrst og fremst gegn trúnni. Haldi menn að sagnfræðiendur- skoðun standi í Kremlverjum ættu þeir að hafa hugfast að í nýlendum Moskvuvaldsins er hún enn við- kvæmara mál. Þegar mótmæli eiga sér stað í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna eru þau einatt samkvæmt helgisiðum múslima. Ei.n óhugnanlegasta stað- reynd, sem glasnost hefur svipt hulunni af, er að á undanförnum tyeimur árum hafa 270 konur í Úzbekistan framið sjálfsmorð með því að kveikja í sér. Sovéskir fjöl- miðlar hafa beitt þversagnarkennd- um fréttaskýringum vegna máls þessa og segja konurnar hafa fyrir- farið sér til þess að mótmæla forn- um venjum eins og brúðarsölu, sem enn viðgangast á þessum slóðum. Flest bendir þó til þess að sjálfs- morðin séu andóf gegn Sovétvald- inu. Adyl Jakúbov, formaður rithöf- undasambands Úzbekistan, gaf f skyn í nýlegri grein, að með þessum fréttaskýringum væri verið að forð- ast vandann. Sagði hann konurnar fyllast örvæntingu við það að sinna börnum sínum, elda og mjólka kýrnar, en þurfa að auki að vinna myrkranna á milli á baðmullarekr- unum. „Nú er nóg komið af því að menn kenni skuggum fortíðar um allt sem miður fer," er niðurstaða Jakúbovs. „Nútíminn er farinn að varpa frá sér skugga." Þessi at- hugasemd virðist við hæfi þegar litið er til réttarhaldanna í Moskvu. síðustu tólf mánuði. Meginástæða aukinnar verðbólgu er vaxtahækk- unin, sem varð í síðasta mánuði, sérstaklega hækkunin á húsnæðis- lánavöxtum, sem fóru í 11,5%. Stjórnin neyddist til að grípa til hækkunar vaxta vegna gífurlegs viðskiptahalla. Nigel Lawson fjár- málaráðherra sagði í samtölum við breska fjármálamenn í síðustu viku, að vextir yrðu háir í nánustu framtíð og yrðu hækkaðir, ef á þyrfti að halda. Vextir Englands- banka eru nú 12%. John Major aðstoðarfjármála- ráðherra hefur útilokað, að gripið verði til hafta á útlán til að stemma stigu við aukinni neyslu. Ýmsir þingmenn fhaldsflokksins, með Michael Heseltine, fyrrum varnar- málaráðherra, í broddi fylkingar, hafa krafist þess, að settar verði hömlur á útlán til að draga úr neyslu. Það sé árangursríkara en að hækka vexti. Major útilokaði, að sú leið yrði farin, af því að slíkt væri í andstöðu við alla stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum og hefði ekki þau áhrif, sem til væri ætlast. í því frjálsræði, sem tíðkaðist nú, væri auðvelt að kom- ast fram hjá útlánahömlum. Major bætti því við, að fólk væri sjálft dómbærast á, hvað það hefði efni á miklum afborgunum. Að sögn The Observer síðastlið- inn sunnudag eru embættismenn í fjármálaráðuneytinu og Eng- landsbanka að skoða ýmsar leiðir til stemma stigu við aukinni neyslu, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnmálamanna. Ein leiðin til að draga úr neyslu er að hækka skatta; en það er talið pólitískt útilokað eftir skatta- lækkanirnar í síðasta fjárlaga- frumvarpi og líka vegna þess að búist er við, að eftirstöðvar á fjár- lögum verði tíu milljarðar punda á þessu ári í stað þriggja eins og gert var ráð fyrir. Ástæðan fyrir þessu er sú gífurlega neysluaukn- ing, sem átt hefur sér stað undan- farna mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.