Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 fttwgistölaMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Viðspyrna fyrir fiskvinnslu Víða er kveðið fast að orði í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í Stykkishólmi í síðustu viku. Þar er í upp- hafi tekið mið af þeirri spá, að okkar helsta auðlind, fisk- urinn, fari minnkandi á næstu árum. Á árum áður gátum við í þessu efni beint umræðum inn á þá braut að nauðsynlegt væri að auka yfirráð okkar yfir fiskimiðunum til að tryggja vernd og uppvöxt fisksins í sjónum. Síðan 1975 þegar lögsagan var færð út í 200 sjómílur á þetta viðhorf ekki lengur við rök að styðj- ast. Nú er það alfarið undir okkur sjálfum komið, hvort staðið er að nýtingu fiskistofna á hinn skynsamlegasta veg. „Það er engin önnur leið fyrir íslendinga að afla tekna, verja lífskjör og velferðarþjóð- félag en að nýta auðlindir landsins af skynsemi. Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar síðustu 3 ár hefur þjóðin stöð- ugt eytt meiru en aflað er," segir í ályktun Samtaka fisk- vinnslustöðva. Á sínum tíma þegar unnið var að því að koma Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins á fót settu menn sér það markmið að hann ætti að jafna sveiflur á milli mögru og feitu áranna. Öllum var þá eins og nú Ijóst, að í efnahagslífinu eins og almennt í tilverunni skiptast á skin og skúrir. Ætl- unin var sem sé sú að taka aðeins ofan af toppunum og geyma í sjóðnum til að jafna út í lægðunum. Nú eftir þriggja ára góðæri, mikinn afla og hagstæð markaðskjör standa menn frammi fyrir því, að svokölluð frystideild Verð- jöfnunarsjóðs er tóm og uppi eru ráðagerðir um svokallaða millifærslu til að unnt sé að aðstoða þau fyrirtæki, sem verst eru sett. Peningunum hefur undanfarið verið dælt beint út í efnahagskerfið og um leið og harðnar á dalnum lendir þjóðarbúið allt í erfið- leikum. Þegar málum er komið eins og hér er lýst dugar lítið að taka til við að karpa um það, hverju eða hverjum ástandið er um að kenna. Að lokum verðum við að taka áföllunum nú eins og endranær og virð- ast nú allir á einu máli um að kjaraskerðing í einni eða ann- arri mynd sé óumflýjanleg. Stendur vilji til að sú aðgerð verði sem léttbærust auk þess sem menn hljóta að leggja sig fram um að hún verði fram- kvæmd á þann veg, að sem minnst átök og deilur verði vegna hennar, svo að ekki sé nú talað um stöðvanir á vinnu og framleiðslu. Enginn getur hagnast á slíku við núverandi aðstæður. Einmitt um þetta hefur ver- ið tekist á með frekar litlum árangri undanfarna daga og vikur. „Núverandi skilyrði með hallarekstur og vályndar horf- ur á erlendum mörkuðum eru ekki einungis algerlega óvið- unandi heldur beinlínis hættu- leg framtíð þessa lands. Sam- tökin benda á að nú verði að reka ríkissjóð með tekjuaf- gangi og taka verður fyrir aukningu á erlendum lánum. Þeir sem ekki treysta sér til þessa eru uppgjafamenn," segja fiskvinnslumenn og beina spjótum sínum að fjár- veitingavaldinu, alþingis- mönnum, sem eiga síðasta orð- ið um fjárlög og lánsfjárlög. Síðan segjast fiskvinnslumenn vilja fara niðurfærsluleið, þótt þeir viti að hún kosti hörð átök við launþegasamtökin og njóti ekki nægilegs pólitísks stuðn- ings. Stykkishólmsfundur Sam- taka fiskvinnslustöðva varð til þess að draga enn skýrar fram en áður vandann sem við er að etja án þess að leysa hann. Um það er engin spurning að við þurfum að fá hærra verð fyrir rýrnandi auðlind um leið og dregið er úr tilkostnaði við öflun fisksins, sölu hans og dreifingu. í efnahagsráðstöf- unum eru engar töfraformúlur um hagkvæman og skynsam- legan rekstur, ráðstafanirnar geta hins vegar gert mönnum ókleift að stunda slíkan rekst- ur. Undanfarin verðbólguár hafa verið þeim erfið sem stunda fískvinnslu eins og ann- an atvinnurekstur í landinu. Þeir sem hafa staðist þá raun hafa sýnt að þeim er ekki fisjað saman. Nú er nauðsynlegt að skapa þeim viðspyrnu við nýjar aðstæður og halda þannig á málum að opinber forsjá komi ekki enn meira í stað sjálfs- bjargarviðleitni. Framtíðarspá um þróun menntamála til ársins 2010: Kröfuraar til menntakerf- isins flóknari og margvís- legri með hverju árinu Rætt við Jón Torfa Jónasson, dósent í uppeldisfræði FJÖLDI þeirra sem sefjast á skólabekk nú í haust nemur um 65 þúsundum og við menntakérfið starfa um 6.500 manns beint eða óbeint. Á fjárlögum ársins 1988 er varið nálægt 10 miDjörðum króna til menntakerfisins. Þetta er þvi gífurlega fjölmenn og dýr starfs- grein. Að tilstuðlan skólamálahóps framtíðarnefndar forsætisráðu- neytisins var dr. Jóni Torfa Jónassyni, dósent i uppeldisfræði við Félagsvisindadeild Háskóla íslands, falið að semja skýrslu um hugs- anlega framtiðarþróun skólamála. I skýrslunni eru settar fram hug- myndir um þróun á helstu sviðum menntamála á árunum 1985 til 2010. I inngangi að skýrslunni leggur Jón Torfi áherslu á að óvissa sé um mörg atriði. Hann nefnir óvissu um afkomu þjóðarbúsins og afstöðu stjórnvalda sem ráða framlagi til menntamála og ovissu um fjölda fólks í hverjum árgangi. Þá segir hann afstöðu fólks til mennt- uiiar ráða töluverðu um framvinduna. Til að fræðast nánar um liklega framtiðarþróun menntamála var Jón Torfi tekinn tali. Fátt til að styðjast við Við hvaða grunnupplýsingar er hægt að styðjast við gerð skýrslu eins og þessarar? „Ég ætlaði ekki að setja fram óskalista eða móta sjálfur .stefnu, heldur reyna að átta mig á því hvaða breytingar eru í grófum dráttum fyrirsjáanlegar óháð því hvernig haldið verður á einstökum málum. Ég er að reyna að sjá skóg- inn fyrir trjánum. Það er tvennt sem maður getur stuðst við. Annars vegar fjölda nemenda í skólakerf- inu, sem hægt er að sjá með nokk- urri vissu, að minnsta kosti á neðri skólastigunum. Hins vegar þær breytingar sem orðið hafa síðastlið- in 20 til 30 ár. Einfaldast er að gera ráð fyrir því að breytingarnar næstu áratugina verði að öðru jöfnu á svipuðum nótum. Á þessum ein- falda en tiltölulega trausta grunni má byggja." Ákveðin íhaldssemi Sérðu miklar breytingar fyrir þér á skólakerfinu? „Menn tala um miklar breytingar f framtíðarþjóðfélaginu, tækni- breytingar og umrót í kjölfar þeirra. Það þarf raunar ekki að horfa til framtíðarinnar, við höfum orðið vitni að mikilli tækniþróun síðustu áratugi. En skólakerfið breytist til- tölulega hægt. Samt held ég að það verði meiri breytingar á skólunum og skólastarfinu næstu 25 árin en hafa verið síðastliðin 25 ár. En það þýðir ekki að breytingarnar verði byltingarkenndar. Til eru alls konar spádómar um áhrif sjónvarpstækn- innar, tölvutækninnar, breytts vinnutíma og svo framvegis og margir gera ráð fyrir ógurlegum breytingum í skólastarfi. Eg sé þær þó ekki fyrir á þessu tímabili." Hvers vegna ekki? Er tregða i skólakerfinu eða ihaldssemi? „Það er ákveðin íhaldssemi. Þeg- ar hlutirnir eru bundnir í ákveðin kerfi er ekki svo glatt hlaupið eftir alls konar tískustraumum. Þeir hafa áhrif og prófaðar eru nýjar hug- myndir. Þaðan síast svo inn í kerfið það sem er gott i þeim og annað ekki. Ég legg engan beinan dóm á skólastarf í minni skýrslu, en spá mín um ýmsar breytingar sýnir að mér finnst margt vera ógert. En' íhaldssemi þarf ekki endilega að líta á sem eitthvað neikvætt. Mér finnst alltof oft vilja brenna við að menn haldi að gamlir starfshættir séu eðli málsins samkvæmt úreltir. Og þeim er iðulega hafnað vegna áberandi galla, þótt sú hugsun sem þeir byggjast á sé oft í sjálfu sér afar skynsamleg. Sumt gamalt er slæmt annað mjög gott og það sama gildir um það nýja. Jú, auðvitað sér maður breytingar fyrir, en ekki þannig að skólastarf eftir 25 ár verði með gjörólfkum hætti." Fjórðungur þjóðarinnar á skólabekk Hvernig er staðan í skólamál- um hér á landi i dag? „Athugun mín á skólakerfinu í dag er fyrst og fremst töluleg. Ég legg ekki mat á hvort það sé gott eða slæmt, enda hefur nefnd á veg- um OECD nýlega gert það." Hvert er þá umfang skóla- starfsins nú? „Aðalniðurstaðan blasir við. Fjórðungur þjóðarinnar situr á skólabekk og þessi hluti á eftir að stækka. Skólastarfið er ákaflega ríkur þáttur í lífi þjóðarinnar. Stór hluti lífs fólks frá 6 ára aldri til 17-18 ára og í sumum tilvikum fram til þrítugs er fólgið í námi. Fimmtán til tuttugu ára skólaganga verður smám saman frekar regla en und- antekning. Þær tölur sem liggja fyrir sýna að sókn í nám eykst stöðugt og ekkert lát er fyrirsjáanlegt á þeirri aukningu. Unglingar hafa til dæm- is aukið sókn sína f skólana ótrú- lega jafnt og þétt síðastliðin 25 ár. Og það er ekkert sem bendir til annars en að sú aukning haldi áfram. Og það er mikilvægt að átta sig á því að aukningin stafar að miklu leyti af því að sífellt stærri hlutar árganga sækja . framhalds- skóla og áfram á háskólastig. Hin almenna umræða um fram- haldsskólana hefur að miklu leyti snúist um þá sem auðveldast eiga með nám og hvernig hægt sé að efla og bæta nám til stúdentsprófs. Það gleymist að það er ekki nema rúmlega þriðjungur hvers árgangs, sem lýkur stúdentsprófi. Það eru um 30% sem ljúka annars konar framhaldsskólaprófi, til dæmis ein- hverju iðnnámi. Þeir sem eftir eru ljúka engu formlegu prófi eftir að grunnskólanum sleppir. Það verður þrýstingur á báða þessa hópa að auka menntun sína. I iðnnámi verð- ur gert ráð fyrir aukinni menntun og það þokast væntanlega smám saman ofar í framhaldsskólanum. Og það verður að sjá fyrir virkilega vel skipulögðu námi fyrir síðast- talda hópinn. Það er eitt brýnasta viðfangsefhið í skólakerfinu næstu árin. Auk þess má hugsa sér að atvinnulífið komi þar meira inn í, þannig að fólk geti verið að hluta í námi og að hluta í starfi. í þessu efni tel ég að samstarf atvinnulífs og skóla gæti orðið nemendum far- sælt. Ég tel að alvöru samstarf þessara aðila geti verið öllum til góðs, en atvinnurekendur yrðu að sætta sig við að hagsmunir og vel- ferð nemenda mundu ráða ferðinni að öllu leyti. En ég er hræddur um að mestu verði látið sitja við orðin tóm í þvf máli. Um samstarf er oft fjálglega talað, en mér virðist vanta bæði gagnkvæmt traust skóla- manna og atvinnurekenda og þann stórhug sem þarf til þess að eitt- hvað almennilegt verði úr." Grunnskólinn einsetinn „Umfang grunnskólans ræðst meðal annars af árgangsstærðinni, vegna þess að nánast allir fara í grunnskóla. En fyrirsjáanlegar eru mikilvægar breytingar. Ég geri til dæmis ráð fyrir einsetnurn skóla á öllu grunnskólastiginu. Ég geri sömuleiðis ráð fyrir að 5 ára börn komi inn í skólakerfíð kerfísbundn- ara en verið hefur; forskólinn fær- ist niður. Ég geri einnig ráð fyrir töluvert lengri skóladegi hjá yngri aldurshópunum. Þrátt fyrir það að árgangarnir minnki í framtíðinni, ef til vill upp úr 1995, þá mun út- þenslan í skólastarfinu væntanlega gera meira en að vega upp á móti minni árgöngum. Sumir hafa haldið að kostnaður minnkaði þegar minni árgangar skila sér inn í skólakerfið en svo verður ekki. Og jafnvel þótt menn vilji spara þá munu kröfurnar um betri aðstæður til skólahalds verða sparnaðardraumunum yfir- sterkari. Ekkert bendir því til þess að umfang skólastarfs í grunnskól- um minnki. Ég held að einsetningin verði stærsta og mikilvægasta breytingin í grunnskólanum. Með henni muni allt skólastarf verða miklu viðráð- anlegra. í kjölfar hennar munu skólarnir fá mikið svigrúm til þess að bæta allt sitt starf." En er fyrirsjáanlegt að ein- setning komist á alveg á næstu árum? „Þetta er náttúrulega spurning um pðlitík en flest bendir til þess að einsetningin verði að veruleika á næstu árum. Spurningin er hvort menn ætla að hella sér í þetta og gera þetta á fjórum árum eins og ég hef gert ráð fyrir f minni skýrslu. Þetta er spurning um forgangsröð, til.dæmis hvort menn vilja minnka bekkina áður en þeir einsetja skól- ana. Eg spái því að einsetningin komi á undan. Mér sýnist það muni nást pólitísk samstaða um það." Hlutverk skólastiganna þriggja Hver eru hlutverk skólastig- anna þriggja og tengslin á milli þeirra? „Það er nú ljóst að grunnskóla- stigið á að sinna almennri grunn- menntun. Þar er ekki gert ráð fyrir neinni starfsmenntun. Grunnskóla- prófið er flöskuháls því enn er ná- lægt fimmtungur hvers árgangs, sem ekki uppfyllir öll skilyrði tií náms í framhaldsskóla. En nú er Hlutfall 19 ár 100 " 80" Lína minnstu. r 2 = 0,94 60- % 40" *s 20" y S" 0 ~l i ¦ i 1960 1970 1980 Á síðustu árum hefur skólasókn ai Torfi að margt bendi til þess að þ< einhverjar sveiflur verði að ræða. 19 ára unglinga hefur aukist síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.