Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 4 Skjálftarnir koma í bylgjum og höggum ¦- segja eyjarskeggjar í Grímsey JÖRD skelfur enn undir fótum Grímseyinga þó svo að skjálftar séu heldur í rénum. Öflugasti skjálftínn í yfirstandandi hrinu brast á um kl. 20.20 á sunnu- dagskvöld þegar Grímseyingar voru flestír að horfa á sjón- varpsfréttír og börn að leik útí við. Mikill óhugur greip um sig f eynui. Mðnnum varð ekki svefnsamt um nóttina, en róuð- ust þó nokkuð eftír að haldinn hafði verið fundur í félags- heimilinu Múla með þeim Guð- mundi Sigvaldasyni jarðfræð- ingi og Páli Einarssyni jarðeðlis- fræðingi. Þeir héldu tíl Grímseyjar á sunnudagskvöld. Fundurinn hófst eftir miðnætti og stóð til að ganga þrjú. Páll Einársson sagði í samtali við Morgunblaðið að jarðskjálfta- hrinan hefði hafist um miðjan föstudag og síðan dregið töluvert úr henni yfir helgina. Siðan hefðu lætin byrjað aftur á sunnudags- kvöld með jarðskjálfta að stærð- argráðunni 5,2 á Richterkvarða. Páll sagði erfitt að skýra þá brenni- 'steinslykt, sem eyjaskeggjar þótt- ust þekkja, en sumir munu hafa fundið hana alla leið inn í stofu hjá sér. Páll segir að ekkert sérs- takt benti til þess að eldsumbrot gætu átt sér stað í námunda við Grímsey. Hinsvegar mætti ætla að um væri að ræða hveralykt og gæti það átt sínar skýringar, til dæmis þær að losnað hafi um jarð- hita eða brennisteinsvetni í bergi. Páll sagði að jarðskjálftarnir ættu upptök sín í um 15 km fjarlægð frá eynni, en óvíst væri hvar upp- tök stærsta skjálftans væri að Haraldur, Björg, Bjarney og Stella voru útí að leika sér þegar stórí skálftínn kom og hlupu strax heim tíl möminu. finna. Þeir Páll og Guðmundur fóru könnunarferð um eyna í gær- morgun til að leita að sprungum og öðru því sem rekja mætti til skjálftanna, en ekkert slíkt mun hafa fundist. „Skjálftarnir hér við eyjuna á undanförnum árum hafa ekki verið þess eðlis að þá hafi þurft að ótt- ast. Öflugustu skjálftarnir hafa verið þetta í kringum 5 á Rich- terkvarða, en aðrir skjálftar hafa Morgunblaðið/Rúnar Þór Hólmfrf ður Haraldsdóttir og Aðalheiður Sigurðardóttir með stofuskápinn sem skjálftamæli á heimilinu. yfirleitt verið smáir. Hinsvegar er skjálftavirkni nokkuð mikil hér og koma þeir svona í hrinum öðru hvoru. Á skjálftabeltinu í heild fyr- ir Norðurlandi geta komið miklu stærri skjálftar." Hólmfríður Haraldsdóttir var heima að strauja um miðjan föstu- dag þegar fyrsti kippurinn kom. „Mér fannst koma bylmingshögg á norðurvegg hússins og fann ég hvernig skjálftinn skreið undir húsið, fyrst undir vinstri fótinn og svo undir þann hægri þar sem ég stóð við strauborðið og síðan sem leið lá suður með húsinu. Þetta var eins og bylgja, sem leið um húsið. Þessi fyrsti skjálfti mældist 4,5." Hólmfriður sagðist ekki hafa hreyft við smáhlutum heima hjá sér, aðeins fært sultukrukkurnar úr efstu hillunum í búrinu neðar því ekki ætlaði hún að verka sultu- tauið upp úr gólfinu ef illa færi. Aðalheiður Sigurðardóttir sagði að stóri skjálftinn á sunnudags- kvöld hefði verið allt öðruvísi en sá fyrsti. „Að upplifa þennan sterka var eins og að fá alvarlegt svimakast. Húsið lék á reiðiskjálfi qg fannst mé gólfið ganga í öldum. Ég var að horfa á sjónvarpið og sá vegginn frammi á gangi hvern- ig hann hreyfðist. Hann kom fyrst frekar hægur og svo herti hann á sér. Miklar drunur fylgja skjálftun- um þannig að maður heyrir miklu meira en maður sér. Dót á veggjum og í hillum hefur hangið á sínum stað þó það glamri sæmilega í því þegar kippirnir koma." Þær Hólmfríður og Aðalheiður sögðu að það væri um að gera að reyna að halda ró sinni meðan á ósköpunum stæði, að minnstakosti þar sem börn eru nærri, enda væru þau flest skelfingu lostin. „Fólk hefur mikið þotið út þegar Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur. drunurnar koma og er ekkert nema gott eitt um það að segja og vitum við um tvær fjölskyldur sem yfir- gefið hafa hús sín því svo virðist sem vissir hlutar eyjarinnar verði ver úti en aðrir. Okkur var sagt á fundinum með jarðfræðingunum að eyjan lægi ekki á sprungu og því þyrftum við ekki að hafa óþarfa áhyggjur. Hinsvegar væri hættan meiri á Húsavík og Dalvík þar sem sprungur liggja nánast undir bæj- unum." Hulda Einarsdóttir yfirgaf hús sitt ásamt tveimur börnum sínum eftir stóra skjálftann á sunnudags- kvöld og hefur fengið inni hjá syst- ur sinni. „Ég var að tala við mann- inn minn í síma sem var staddur suður í Reykjavík þegar þetta reið yfir. Stelpan mín var úti að leika sér, en sá litli, 8 mánaða, var í göngugrind inni hjá mér og um leið og þetta var að bresta á fór hann að hágráta. Um leið kom þessi stóri hvinur á símasambandið svo það heyrðist illa á milli. Ég kláraði símtalið, tók sængurnar okkar og fór út." Hulda sagðist ekki hafa gert neinar séstakar varúðarráðstafanir, aðeins fært hlutí vel upp í hillur og tekið hluti, sem henni væru kærir, og fært þá niður á gólf. Bjarni Magnússon hreppstjóri og formaður almannavarna sagði að strax á sunnudagskvöld hefði verið haft samband við Flugfélag Norðurlands um fólksflutninga úr eynni ef með þyrfti og voru vélar félagsins til taks á Akureyrarvelli. Þá kom varðskipið Ægir að Grímsey seinnipartinn í gær til að vera til taks ef þörf krefur. Ákvörðun ekki tekin á stjórnar- fundi ÚA Stjórn Utgerðarfélags Akur- eyrínga kom saman til fundar í gær til að fjalla um umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra fé- lagsins ( stað Gísla Konráðsson- ar. Engin ákvörðun var tekin á fund- inum og hyggjast stjórnarmenn taka sér góðan tíma til að vega og meta umsækjendurna. Sverrir Leósson stjórnarformaður sagði að hagsmunir ÚA væru í húfi og þvf þyrfti að takast vel til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.