Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 37 Svavar Davíðsson með glæsilega kvöldstundar- veiði, 5 urriða að meðalvigt 6 pund. Morgunblaðið/bb. Svavar Davíðsson með 10 pundarann. Birna Baldursdóttir hampar 9,5 punda urriða. Morgunblaðið/sd. Stórsilungar í Haganesi Urriðasvœðið í Laxá í Þingeyj- arsýslu er ekki einungis Laxár- dalur og riki Hólmfríðar í Mý- vatnssveit. Undir það flokkast cinnig veiðisvæði Haganess, sem er efsta jörðin og á land að Laxá alveg upp undir Mý- vatni. Haganesingar leigja sitt svæði sjálfir og þar er veitt á tvœr stangir og stór munur á svæðunum auk þess er að í Haganesi mega menn veiða jöfnum höndum á maðk, spón og flugu, en ekki einungis á það síðastnefnda eins og á öllu urriðasvæðinu. í sumar hefur það komið sér betur en nokkru sinni fyrr, i rokinu og leirlosinu með tilheyrandi gruggi sem gert hefur alla fluguveiði afar erf iða. Mikil og góð veiði hef ur verið í Haganesi í sumar og fiskur afar vænn. Að sögn Svavars Davíðssonar, sem er einn þeirra sem veiða þarna sumar hvert, hefur verið algengt að vikan hafi gefið svona um 70 fiska í allt sumar og heild- arveiðin eftir því. Þá sé fiskurinn geysivænn á þessu svæði, sérstak- lega í svokölluðu Mjósundi, þar sem Laxá byrjar í bókstaflegum skilningi. Stór hluti aflans í sumar hefur verið 4 til 6 pund og smælki hefur vart sést. Þá veiddust f Haganesi stærstu urriðarnir sem veiddust á urriðasvæðum Laxár í sumar. Svavar veiddi þann stærsta í suma, 10 punda fisk sem tók maðk í Mjósundi. Eiginkona Svavars, Birna Baldursdóttir, veiddi þann næst stærsta í sömu veiðiferð, 9,5 punda tröll á lítin spón á Dragseyjarhorni. Þá veidd- ust í sumar nokkrir 7 og 8 punda urriðar. g-S- Minning: Gunnar Daníels- son - Kveðjuorð Lagt af stað í Heimshlaupið á Selfossi. Heimshlaupið: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson 80 tóku þátt á Self ossi Fæddur 7. desember 1910 Dáinn 2. september 1988 Langafi okkar, Gunnar Daníels- son, er látinn. Minningin um hann mun lifa í hug okkar. Heimsóknirn- ar til hans og langömmu í Hlíðar- gerði verða okkur ætið minnisstæð- ar, ekki síst hve þau tóku ætíð hlý- lega á móti okkur, og er okkur ofar- iega í huga, sem eldri erum, dósin hans góða í skrifborðsskúffunni. Þegar hann sótti hana, opnaði og bauð okkur krökkunum sælgæti úr henni með þeim sérstaka rósemdar- svip sem tilheyrði þessari athöfn, og var mótvægi við hina miklu eftir- væntingu okkar krakkanna. Nú er langafi kominn til Guðs og líður vel. Við biðjum Guð í kvöldbænum okkar að styrkja elsku langömmu okkar. Selfossi SELFOSS var einn fárra staða á Suðurlandi þar sem Heimshlaup- ið fór fram. Þegar rásmerki var gefið á Rás tvö fóru 80 þátttak- endur á öllum aldri þriggja kíló- metra leið frá íþróttavellinum, tíl styrktar bágstöddum börnum í heiminum. Hin dræma þátttaka verður ekki skýrð á annan hátt en þann að annaðhvort hafa áhersluatriði for- svarsaðila hlaupsins ekki náð eyrum fólks eða það haldið að hlaupið miðaðist eingöngu við höfuðborgir. Hluti skýringarinnar kann að liggja í því að beiðni um framkvæmd hlaupsins barst framkvæmdaraðil- um ekki fyrr en á miðvikudeginum 7. september. Þeir sem lögðu málefninu lið, keyptu númer og komu blóðinu á hreyfingu, voru ánægðir í lokin. Þeir mörgu sem misstu af hlaupinu geta aftur á móti lagt málinu lið með því að greiða framlag sitt beint til Rauða krossins. — Sig. Jóns. Ó, Jesús bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson) Ásta, Valgeir, Steinþór, Erla og Siggeir. + Þökkum innilega þeim fjölmörgu er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR fyrrv. Ijósmóður, f rá Stóru-Reykjum l Fljótum. Ásmundur Jósefsson, EiríkurÁsmundsson, Hulda Magnúsdóttir, HreiöarÁsmundsson, Gyða Svavarsdóttir, GuðmundurÁsmundsson, ThoraPriebe, Lúðvík Ásmundsson, Gréta Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. Þátttakendur voru á öllum aldri. Lokað í dag vegna jarðarfarar SVERRIS SVERRISSONAR rennismiðs, Kóngsbakka 5, Reykjavík. Snyrtivöruverslunin París, Laugavegi61.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.