Morgunblaðið - 14.09.1988, Side 37

Morgunblaðið - 14.09.1988, Side 37
MORGUNBLAÐE), MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 37 Biraa Baldursdóttir hampar 9,5 punda urriða. Morgunblaðið/sd. — Morgunblaðið/bb. Svavar Davíðsson með glæsilega kvöldstundar- Svavar Daviðsson með 10 pundarann. veiði, 5 urriða að meðalvigt 6 pund. Stórsilungar í Haganesi Urriðasvæðið i Laxá i Þingeyj- arsýslu er ekki einungis Laxár- dalur og riki Hólmfriðar i Mý- vatnssveit. Undir það flokkast einnig veiðisvæði Haganess, sem er efsta jörðin og á land að Laxá alveg upp undir Mý- vatni. Haganesingar leigja sitt svæði sjálfir og þar er veitt á tvær stangir og stór munur á svæðunum auk þess er að í Haganesi mega menn veiða jöfnum höndum á maðk, spón og flugu, en ekki einungis á það síðastnefnda eins og á öUu urriðasvæðinu. í sumar hefur það komið sér betur en nokkru sinni fyrr, í rokinu og leiriosinu með tilheyrandi gruggi sem gert hefur alla fluguveiði afar erfiða. Mikil og góð veiði hefur verið í Haganesi í sumar og fískur afar vænn. Að sögn Svavars Davíðssonar, sem er einn þeirra sem veiða þama sumar hvert, hefur verið algengt að vikan hafí gefíð svona um 70 físka í allt sumar og heild- arveiðin eftir því. Þá sé fískurinn geysivænn á þessu svæði, sérstak- lega í svokölluðu Mjósundi, þar sem Laxá byijar í bókstaflegum skilningi. Stór hluti aflans í sumar hefur verið 4 til 6 pund og smælki hefur vart sést. Þá veiddust í Haganesi stærstu urriðamir sem veiddust á urriðasvæðum Laxár í sumar. Svavar veiddi þann stærsta í suma, 10 punda físk sem tók maðk í AQósundi. Eiginkona Svavars, Bima Baldursdóttir, veiddi þann næst stærsta f sömu veiðiferð, 9,5 punda tröll á lítin spón á Dragseyjarhomi. Þá veidd- ust í sumar nokkrir 7 og 8 punda urriðar. g-e- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lagt af stað i Heimshlaupið á Selfossi. Í-Æ Wjgf 8 I | Heimshlaupið: 80 tóku þátt á Self ossi Selfossi. SELFOSS var einn fárra staða á Suðurlandi þar sem Heimshlaup- ið fór fram. Þegar rásmerki var gefíð á Rás tvö fóru 80 þátttak- endur á öllum aldri þriggja kíló- metra leið frá íþróttavellinum, til styrktar bágstöddum börnum í heiminum. Hin dræma þátttaka verður ekki skýrð á annan hátt en þann að annaðhvort hafa áhersluatriði for- svarsaðila hlaupsins ekki náð eyrum fólks eða það haldið að hlaupið miðaðist eingöngu við höfuðborgir. Hluti skýringarinnar kann að liggja í því að beiðni um framkvæmd hlaupsins barst framkvæmdaraðil- um ekki fyrr en á miðvikudeginum 7. september. Þeir sem lögðu málefninu lið, keyptu númer og komu blóðinu á hreyfíngu, voru ánægðir í lokin. Þeir mörgu sem misstu af hlaupinu geta aftur á móti lagt málinu lið með því að greiða framlag sitt beint til Rauða krossins. — Slg. Jóns. Þátttakendur voru á öllum aldri. Minning: K Gunnar Daníels- son - Kveðjuorð Fæddur 7. desember 1910 Dáinn 2. september 1988 Langafi okkar, Gunnar Daníels- son, er látinn. Minningin um hann mun lifa í hug okkar. Heimsóknim- ar til hans og langömmu í Hlíðar- gerði verða okkur ætíð minnisstæð- ar, ekki síst hve þau tóku ætíð hlý- lega á móti okkur, og er okkur ofar- lega í huga, sem eldri erum, dósin hans góða í skrifborðsskúffunni. Þegar hann sótti hana, opnaði og bauð okkur krökkunum sælgæti úr henni með þeim sérstaka rósemdar- svip sem tilheyrði þessari athöfn, og var mótvægi við hina miklu eftir- væntingu okkar krakkanna. Nú er langafí kominn til Guðs og líður vel. Við biðjum Guð í kvöldbænum okkar að styrkja elsku langömmu okkar. Ó, Jesús bróðir bezti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson) Ásta, Valgeir, Steinþór, Erla og Siggeir. + Þökkum innilega þeim fjölmörgu er sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ARNBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR fyrrv. Ijósmóður, frá Stóru-Reykjum I Fljótum. Ásmundur Jósefsson, Eiríkur Ásmundsson, Hulda Magnúsdóttlr, Hreiöar Ásmundsson, Gyða Svavarsdóttir, Guðmundur Ásmundsson, Thora Prlebe, Lúðvfk Asmundsson, Gróta Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar SVERRIS SVERRISSONAR rennismiðs, Kóngsbakka 5, Reykjavík. Snyrtivöruverslunin París, Laugavegi61.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.