Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 39
a i í MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 39 SÖK BÍTUR SEKAN l Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sér grefur gröf • • • („Backfire"). Sýnd í Regnboganum. Bandarisk. Leikstjóri: Gilbert Cates. Handrit: Larry Brand og Rebecca Reynolds. Framleið- andi: Danton Rissner. Kvik- myndataka: Tak Fyjimoto. Helstu hlutverk: Karen Allen, Keith Carradine, Jeff Fahey og Bernie Casey. Sér grefur gröf... („Backfire") er mjög viðeigandi heiti á banda- rísku spennumyndinni sem nú er sýnd í Regnboganum og fjallar um gíruga konu sem ætlar sér að losna við moldríkan eiginmann sinn á grimmilegan hátt. Því verr sem henni gengur með það því dýpri verður hennar eígin gröf án þess að hún geri sér það nokkurntímann ljóst. Myndin fer alltof hægt og þvoglulega af stað svo lengi vel veit maður ekki og hefur fjarska lítinn áhuga á að vita hvað er að gerast eða hvað muni gerast. En þegar búið er að taka góðan tíma í að kynna helstu persónurnar og tengsl þeirra og leikstjórinn, Gilbert Cates, getur farið að snúa sér að aðalefninu, breytir myndin alger- lega um svip og kemur á endanum mjög þægilega, eða óþægilega eftir því hvernig á það er Htið, á óvart. Sagan er eins og framlengdur þáttur af Óvæntum endalokum og áltka fyrirsjáanleg einfaldlega af því persónurnar eru ekki það marg- ar. En það kemur ekki að sök. Mara (Karen AUen) og Donny (Jeff Fahey) eru hjón. Hún giftist honum bláfátæk en síðan hann kom heim úr Víetnamstrfðinu fyrir tíu árum haldinn sprengjulosti hefur llf henn- ar breyst f martröð. Donny sinnir Pennavinir Frá Englandi skrifar 42 ára göm- ul kona með áhuga á tungumálum. Kennir ensku, stærðfræði og skrautritun. Gift en barnlaus: Kathie Maynard, 2 Launceston Road, Callington, Cornwall PL17 7BS, England. Sautján ára vestur-þýzkur piltur með áhuga á bréfaskriftum, frímerkjum, póstkortum, íþrfotum o.fl.: Matthias Heider, Bromberger Str. 9a, D-4950 Minden, W-Germany. Danskur frimerkjasafnari vill skipta á dönskum, norskum og grænlenzkum frímerkjum í staðinn fyrir íslenzk: Inge Fríis, Hjertegræsvej 32, DK 5210 Odense N.V., Danmark. Tólf ára vestur-þýzk stúlka vill skrifast á við íslenzkar stúlkur á aldrinum 10-13 ára. Hefur áhuga á hestamennsku, dýrum o. fl. Seg- ist aðeins kunna þýzku: Britta Piel, Kottenforststrasse 19, 5309 M.-Lilftelberg., Deutschland. Sautján ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamái: Sachiko Kazue, 3258-5, Nishiarai-cho, Ashikaga-shi, Tochigi, 326 Japan. Frá Noregi skrifar 21 árs stúlka með áhuga á tónlist, útivist, bréfa- skriftum og ferðalögum: Elin Alvseike, Aarstadveien 2a, 5009 Bergen, Norway. engu, hrekkur æpandi upp á næt- urnar eftir slæmar draumfarir og er í stystu máli algjör plága að búa með; á daginn stendur hann útá svölum og skýtur úr haglabyssu á ímyndaðan óvin. Eftir að mikili og blóðugur hrekkur, sem Mara svið- setur og á að hrekja Donny útí sjálfsmorð, mistekst en gerir hann að líkamlegum aumingja, hittir Mara flækinginn Reed (Keith Carradine) sem flytur inn til hennar og það líður ekki á Iöngu áður en þau er farin að hugsa Donny, sem er fastur við hjólastól heima hjá þeim en skynjar sennilega allt í kringum sig, þegjandi þörfina á ný. Það er talsvert góð hugmynd að halda þeim möguleika opnum að hinn lamaði Donny, oft mjög hroll- vekjandi í útliti, geti verið að gabba alla og rangli um í stóru, dimmu húsinu á meðan Mara og Reed eru að elskast og bíði eftir tækifæri til að hefna sín. Karen Allen, sem getur verið ágæt leikkona, sýnir prýðilega hvernig langvarandi sekt- arkennd getur orkað á Möru, það eina sem hún þarf að óttast er ótt- inn sjálfur, og Keith Carradine er skemmtilega kærulaus $ allri tauga- veiklun Möru. Cates nær ágætri spennu í hinu klassíska afskekkta húsi — ekkert óbærilegri en spennu samt — og notar oft við það sambland af draumum og veruleika. Hann nær líka að læða óhugnaði í mann með full blóðugum hætti. Sér grefur gröf... er engin stórmynd en hún kitlar svolítið og skemmtir og meira á hún ekki að gera. Carradine og AUen í myndinni Sér gref ur gröf. ^ NÝ ÞJÓÍŒS^ÖMIDSTÖÐ EIGENDA^WPS%ÍRTEINA MŒYKJAVÍfc ¦Q' %i & SERSTAKT SEPTEMBERTILBOÐ: Allir eigendur spariskírteina sem koma með þau til innlausnar hjá þjónustumiðstöð VIB í september geta nýtt sér eftirfarandi sértilboð: 1. Sérstakur verðbréf areikn- ingur opnaður þér að kostnaðarlausu. Þjónusta án endurgjalds á þessu ári. 2. Atta síðna mánaðarfréttir með upplýsingum um verðbréf, spariskírteini, hlutabréf, lifeyrismál og efnahagsmál. Sérstakur ráðgjafi sem veitir þér persónulega þjónustu. Velkomin t þjónustumibstöðJyrir eigendur sþanskírteina í Reykjavik. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Armúli 7, 108 Reykjavfk, Sími 68 15 30 m Mwswmn Innritun frá kl. 13 til 20 kennsla hefst 19. september Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma Barnadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Kennarar í vetur: Niels Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Rúnar Hauksson Aðalsteinn Ásgrímsson Herborg Berntsen Gerður Harpa Kjartansdóttir Logi Vígþórsson Anna Berglind Júlídóttir HAFNARFTORÐUR kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 srmi 52996 REYKJAVÍK Kennum í Armúla 17a sími 38830 NYTT Islandsmeistarar kenna Rokk/Tjútt 2 ú m 5 Greiðsluskilmálar: raðgreiðslurMSA/EURO NYTT NYTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.