Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 * Slær Kasparov stigamet Fischers í Reykjavík? Skák Margeir Pétursson EFTER að þeir Kasparov og Karpov urðu jafnir og efstir á Skákþingi Sovétrikjanna í Moskvu, hafa veríð miklar bolla- leggingar um það hvort og hve- Kæliskápar fyrir minni heimili frá Blomberq Meira en 20 gerðir Verð við allra hæfi Einar Farestveit&Co.hf. »AMTUM2*. UunillNNMMMM- M— MfcACT—I Leið 4 stoppar við dyrnar nær þeir muni tefla enn eitt ein- yígi, nú um SovétmeÍBtaratitil- inn. Þess eru dæmi í Sovétríkjun- um að ekki hafi faríð fram ein- vígi, þótt tveir skákmenn hafi orðið efstir á meistaramótinu, en báðír verið taldir Sovétmeist- arar. Kapparnir hafa báðir lýst sig fúsa til að tefla einvígi, þótt tími til sliks liggi ekki á lausu. Þeir eru hins vcgar ekki sam- mála um hvernig reglurnar skuli vera ef jafnt verður eftir sex skákir. Kasparov vill þá tefla áfram, alveg þar til úrslit fást, en Karpov, liklega minnugur 48 skáka maraþoneinvígis þeirra 1984, viU þá að stig í aðalmótinu ráði, sem myndi þýða að hann sjáifur teldist sigurvegari. Þrátt fyrir að Sovétmeistaramó- tið hafí verið gríðarlega sterkt, dugði árangur Kasparovs honum rétt um það bil til að halda stigum sínum. Samkvæmt nýjasta skák- stigalista frá 1. júlí hefur hann 2.760 stig, en á heimsbikarmótinu í Belfort hækkaði hann um ein 15 og er því aðeins tiu stigum frá gömlu stigameti Bobby Fischers. Á listanum 1. júlí 1972 mældist goðið með 2.785 stig. Hann tapaði síðan 5 stigum á því að vinna Spassky og verða heimsmeistari og síðustu stig Fischers eru því 2.780. Miðað við framgöngu Kasparovs í Belfort ætti hann að eiga góða möguleika á því. að slá met Fischers hér á heimsbikarmótinu í Reykjavík í næsta rnánuði. Ef svo færi yrði það merkilegtilviljun, því heimsmeistari í skák hefur ekki teflt hér síðan 1972. Þeir Kasparov og Karpov fóru báðir fremur rólega af stað á Sovét- meistaramótinu, það var ekki fyrr en á endasprettinum að þeir stungu aðra keppendur af og sýndu yfír- burði sína. Báðir unnu þeir sex skákir og gerðu ellefu jafntefli. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1.-2. Anatoly Karpov og Gary Ka- sparov IIV2 v. af 17 mögulegum. 3.-4. Valery Salov og Artur Jusupov 10 v. 5.-6. Vassily Ivanchuk og Vyech- eslav Eingorn 9V2 v. 7. Leonid Judasin 9 v. 8. Alexander Beljavsky 8V2 v. 9.-13. Rafael Vaganjan, Viktor Gavrikov, Vassily Smyslov, Andrei Sokolov og Jan Ehlvest 8 v. 14. Alexander Khalifínan 7V2 v. 15.-16. Mikhail Gurevich og Ilya Smirin 7 v. 17.-18. Vladimir Malanjuk og An- drei Kharitonov 6 v. Þeir einu sem tókst að halda í við ofurstórmeistarana framan af mótinu voru Beljavsky og Salov, sem einmitt tefldu til úrslita um Sovétmeistaratitilinn 1987. En í lokin gekk allt á afturfótunum hjá Beljavsky sem datt að lokum niður í 50% vinninga. Salov var lengst af plagaður af fjölda biðskáka og það dró af honum um svipað leyti og sigurvegararnir hófu endasprett- inn. Honum tókst að halda þriðja sætinu, en mótið virðist eitthvað hafa setið í honum, því hann hefur afboðað þátttöku á stórmótinu í Tilburg, sem nú er að hefjast. Artur Jusupov hefur ekki vegnað vel síðan hann sigraði Ehlvest í áskorendaeinvíginu í janúar. Hann byrjaði heldur ekki gæfulega á meistaramótinu, en með sinni gam- alkunnu seiglu náði hann að vinna sig upp í þriðja sætið. Þungur stíll Jusupovs þykir hentugri í einvígi en mótum og er hann mjög sigur- stranglegur í væntanlegu einvígi við Kanadamanninn Spraggett, sér- staklega eftir þennan ágæta árang- Annar þeirra sem lentu í fímmta sæti ér hinn tvítugi Vassily Ivanc- huk sem vakti mikla athygli í vor þegar hann vann sér inn 20.000 dali (tæplega milljón ísl. krónur) með sigri á New York Open í vor. Það eru miklar blikur á lofti sem benda til þess að hann og Salov séu menn framtíðarinnar í sovézkri skák. Ivanchuk varð þó fyrir því í upphafí mótsins að lenda á „eldhús- borðinu" hjá Kasparov og falla nær baráttulaust fyrir eitruðu heima- bruggi heimsmeistarans. Árangur stórmeistarans Eing- orn, sem er lítt þekktur utan Sov- étríkjanna, er mjög góður þegar tekið er með í reikninginn að hann tók sæti Tals, eftir að mótið var hafíð og tefldi því alveg undirbún- ingslaust. Alþjóðlegi meistarinn Judasin kom einnig á óvart, með því að skjóta mörgum frægum stór- meisturum ref fyrir rass. Þeir Beljavsky, Vaganjan, Sok- olov og Ehlvest ullu allir vonbrigð- um. Þeir eru allir þátttakendur í heimsbikarkeppninni en eru þó um og undir 50% á meistaramóti lands síns. Vassily Smyslov, fyrrum heimsmeistarí, má hins vegar vel við una, eftir að hafa vermt neðsta sætið framan af mótinu. Sama er að segja um jafntefliskónginn Gav- rikov. Tveir kornungir skákmenn um tvítugt, Khalifman og Smirin, komust vel frá þessu erfíða móti. Mikhail Gurevich, sem sótti okkur Islendinga heim í vetur, var fjórði stigahæsti þátttakandinn og olli því miklum vonbrigðum. Hann bætti sig þó frá því í fyrra, þá varð hann neðstur í mun slakara móti. Við skulum líta á laglegt hand- bragð Kasparovs og Karpovs í við- ureignum við skákmenn sem lentu f neðstu sætunum. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Vladimir Malanjuk Hollensk vðrn 1. d4 - f5 2. g3 - Rf6 3. Bg2 - g6 4. c4 - Bg7 5. Rf3 - d6 6. 0-0 - 0-0 7. Rc3 - De8 Malanjuk á mestan heiðurinn af endurvakningu Leningrad-afbrigðis hollensku varnarinnar. Hún byggist fyrst og fremst á þessum leik. Fyrr á mótinu komst Kasparov t.d. ekk- ert áfram gegn afbrigðinu og lauk skák þeirra Malanjuks snemma með jafntefli. 8. b3 - Ra6 Hér hefur venjulega verið leikið 8. — e5, með næsta leik sínum hindrar Karpov þann mótspils- möguleika. 9. Ba3! — c6 10. Dd3 - Bd7 11. Hfel - Hd8 12. Hadl - Kh8 13. e4 Svartur hefur teflt byrjunina of hægt. Hvítur hefur fengið að und- irbúa þennan leik ótruflaður og fær þægilega stöðu. 13. — fxe4 14. Rxe4 - Bf5 15. Rxf6! - Bxf6 16. De3 - Df7 17. h3 - Rc7 18. He2 - Bc8 19. Rg5 - Dg8 20. Dd2 - Re6 Svartur á vart önnur úrræði til að létta á stöðunni. Hvítur hótaði 21. Hdel og síðan skiptamunarfóm á e7. 21. Rxe6 - Bxe6 22. Hdel - Bd7 23. Hxe7! Karpov fórnar samt sem áður, eftir að biskupinn á f6 er fallinn er svartur varnarlaus á skálínunni al-h8. 23. - Bxe7 24. Hxe7 - Hf6 25. d5 - Df8 26. He3 - Kg8 27. Bb2 - Hf5 28. Dd4 - He5 29. Hxe5 — dxe5 30. Dxe5 — Kf7 31. d6 - Bf5 32. c5 - h5 33. g4! - hxg4 34. hxg4 - Bd3 34. - Bd7 35. Be4! var álíka vonlaust 35. Bd5+! og svartur gafst upp. Hvitt: Gary Kasparov Svart: Dya Smirin Kóngsindversk vörn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. d4 - 0-0 6. Be2 - e5 7. 0-0 - Rc6 8. d5 - Re7 9. Rd2 - a5 10. a3 Þetta er nákvæmara en 10. b3 sem Karpov lék gegn Kasparov í 17. einvígisskákinni í Sevilla í haust. - 10. - Rd7 11. Hbl - f5 12. b4 - b6 Kasparov fékk þessa stöðu upp sjálfur á Sovétmeistaramótinu með svörtu gegn jafntefliskóngnum Gavrikov. Hann lék 12. — Kh8 og fékk viðunandi stöðu eftir 13. Dc2 - b6 14. Rb3 - axb4 15. axb4 - fxe4 16. Rxe4 - Rf6 17. Bd3 - Rxe4 18. Bxe4 - Rf5. Skákinni lauk með jafntefli eftir 40 leiki. 13. f3 - f4 14. Ra4! - axb4 15. axb4 - g5 16. c5 - Rf6 17. cxd6 - cxd6 18. b5 - Bd7 19. Rc4 - Rc8 20. Ba3 - Re8? Það á ekki við að leggjast í svo óvirka vörn í stöðunni. Betra var 20. - Be8!, eftir 21. g4!? - fxg3 (framhjáhlaup) 22. hxg3 — g4 kemst biskupinn beint til g6 þar sem hann pressar á hvíta miðborð- ið. Eftir þessi mistök er svartur ekki eins vel undirbúinn fyrir svipt- ingar á kóngsvæng. 21. g4! - fxg3?! (Framhjáhlaup) Smirin fellst á að opna taflið, enda er það mjög sjaldgæft í þessu afbrigði kóngsindversku varnarinn- ar að hvítur geti skapað sér sóknar- færi á kóngsvæng. 22. hxg3 - g4 23. Bcl - gxf3 24. Bxf3 - Rf6 25. Bg5 - Ha7 26. Hf2 - Hb7 27. Hb3 - Ha7 28. Hbl - Hb7 29. Hb3 - Ha7 30. Hb4 - Kh8 31. Dfl! Kasparov skeytir því engu þótt svartur geti nú unnið peð. Hann hefur skynjað að svarti kóngsvæng- urinn mætti ekki án hvítreitabisk- ups vera. Smirin er ekki eins næm- un 31. - Bxb5? 32. Hxb5 - Hxa4 33. Bg2 - h6 34. Bh4 - De8 35. Bxf6! - Hxf6 36. Hxf6 - Dxb5 37. He6! Lokaatlaga heimsmeistarans er mjög falleg. Takið eftir því að létt- ir menn svarts eru gersamlega óvirkir. 37. - Kg8 38. Bh3! - Hxc4 39. Hxh6! - Bxh6 40. Be6+ - Kh8 41. Df6+ og svartur gafst upp. Eftir 41. — Kh7 verður hann mát í fímmta leik. Ovenjuleg og shemmtileg símasýning í Kringlunni 14.-17. september Þá verður Póstur og sími með símadaga á torginu á 2. hæð í Kringlunni. Þar fœrðu að kynnastþví nýjasta íþj'ón- ustu Pósts og síma fyrir símnotendur. Við verðum með nýja ogfullkomna síma og símsvara til sýnis og sölu (þú mátt þrófaþá) ogþúfærð að vita allt um nýja Sérþjónustu í stafrœna símakerfinu og Almenna gagnaflutningsnetið. Komdu á símadaga íKringlunni 14. — 17. seþtember. Þú hefur örugglega gaman af því. PÓSTUR OGSÍMI KRINGLUNNI SÍMASÝNING í KRINGLUNNI 14.-17. SEPT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.