Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 41 Greta M. Jósefs- dóttir - Minning Fædd 18. júní 1934 Dáin 3. september 1988 Vors Herra Jesú verndin blíð veri meÖ oss á hverri tíö. Guð huggi þá, sem hryggöin slar, hvort þeir eru fiar eða mr, kristnina ejli og auki viö, yfirvöldunum sendi liö, hann gefi oss öllum himnafriö. (0. Jónsson) Með nokkrum orðum langar mig að minnast vinkonu minnar Gretu M. Jósefsdóttur. Þó að við höfðum þekkst í mörg ár, þá urðu það síðustu mánuðimir í lífi hennar sem bundu okkur sterkum og skilnings- ríkum vináttuböndum. Þá átti ég þess kost að fylgjast náið með bar- áttu hennar við illvígan sjúkdóm, þar sem hún sýndi einstætt hug- rekki og hélt allri reisn fram á sfðustu stund. Síðustu æviár Gretu með eftirlif- andi eiginmanni sínum Úlfí Mark- ússyni tel ég að hafí verið hennar mesti hamingjutími, þar sem ég í ríkum mæli varð vör við gagn- kvæma umhyggju og virðingu þeirra hvort til annars og bar heim- ili þeirra þess glöggt merki. Langar mig sérlega að minnast heimsóknar minnar á heimili þeirra aðeins viku áður en hún lagðist á spítalann í hinsta sinn, en þá áttum við Greta góða stund saman ásamt dóttur minni, sem tók einlægu ást- fóstri við Gretu. Tel ég mig hafa öðlast ómetanlega lífsreynslu af kynnum okkar. Síðustu vikumar lá Greta á Landspítalanum, þar sem hún naut góðrar hjúkrunar og var umvafin ást og kærleika eiginmanns, sonar, systkina og fjölskyldna þeirra. Oss héöan klukkur kalla, svo kallar Guö oss alla lil sín úr heimi hér, þá söfnuö hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi þvi, sem eilíft er. (V.Briem) Ágústa Högnadóttir Með örfáum orðum langar okkur að minnast vinkonu okkar, Gretu Maríu Jósefsdóttur, sem lést í Landspítalanum 3. sept. sl. Kynni okkar Gretu hófust fyrir 26 árum síðan, vomm við þá nágrannar á Faxabrautinni, og hefur sú vinátta haldist óbreytt, þó leiðir skildu, er hún flutti til Reykjavíkur, enda var Greta vinur vina sinna. Greta giftist Þorsteini Halldórs- syni og áttu þau einn kjörson Davíð, sem var augasteinn móður sinnar. Davíð flutti til Reykjavíkur með henni er þau Þorsteinn slitu samvistum. Það var Gretu til mikill- ar gæfu að kynnast fyrir nokkmm ámm yndislegum manni, Úlfí Mark- ússyni, sem bar hana á höndum sér. Það var dásamlegt að sjá hve hamingjusöm þau vom og samhent á öllum sviðum, og bar þeirra fal- lega heimili þess ljósan vott. Greta var glæsileg kona í útliti, og ekki var innri manneskjan síðri, svo trú og trygg. Greta hélt alltaf sambandi og heimsótti okkur reglulega og nú síðast fyrir nokkmm mánuðum þá helsjúk orðin. Úlfur reyndist Gretu yndislega vel í hennar veikindum og vakti yfír henni dag og nótt til hinstu stundar. Það verður söknuður að fá Gretu ekki framar í heimsókn. Elsku Úlfur og Daddi, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning góðrar vin- konu. Svala og Óli Greta María Jósefsdóttir lést laugardaginn 3. sept. sl. eftir harða og erfíða baráttu við þann sjúkdóm, sem flesta fellir í dag. Um miðjan mars sl. gekkst hún undir upp- skurð. Þegar hún reis af sjúkrabeði gekk hún bjartsýn og glaðbeitt í að byggja upp þrek sitt að nýju. Uppgjafartónn heyrðist aldrei frá henni, hvað þjáð sem hún var. And- legt þrek hennar var með ólíkind- um, styrkt af einlægri trú á mátt bænarinnar. Fyrstu mánuðimir lofuðu góðu með bata, en þær vonir urðu að engu. Aldrei missti Greta samt kjarkinn eða reisnina. Um leið og okkar ástkæra systir kvaddi þennan heim,_ lögðust haustlitimir yfír jörð- ina. I dag fer útför hennar fram frá Fossvogskirkju. Greta var fædd í Reykjavík 18. júní 1934, dóttir hjónanna Bárðnýj- ar Jónsdóttir og Jósefs Eggertsson- ar vélstjóra, þau eru bæði látin. Hún var næst yngst 5 bama þeirra hjóna. Tvítug að aldri giftist Greta Þorsteini N. Halldórssyni frá Vör- um í Garði. Eignuðust þau einn son, Davið Margeir f. 14. júlí 1960. Greta og Þorsteinn, sem nú er lát- inn, bjuggu í Keflavík, þar til leiðir þeirra skildu árið 1976. Þá flytur Greta til Reykjavíkur og hefur verslunarstörf í Hagkaupum hf., þar sern hún starfaði þar til yfír lauk. Árið 1981 kynnist hún seinni manni sínum Úlfi Markússyni. Greta gaf honum mikið, hún endur- vakti lífshamingju hans, en Úlfur hafði misst konu sína úr sama sjúk- dómi og varð Gretu að aldurtila. Það syrtir að, þegar svo lífsglöð, tápmikil og glæsileg kona fellur frá í blóma lífsins frá syni og ástríkum eiginmanni, sem hún naut samvista við alltof stutt. Hamingja og ást geislaði af þeim öllum stundum. Gleðin og hlýhugurinn, sem þau veittu okkur í sumarbústaðnum sínum í Skorradal fyrir rúmu ári, er sveipaður ljóma, sem aldrei föln- ar í minningu okkar. Engan grun- aði þá, að slíkur vinafagnaður yrði aldrei endurtekinn. Oft höfum við dáðst að þeirri takmarkalausu um- hyggju, sem Úlfur og Davíð sýndu Gretu í veikindunum. Það segir meira, en nokkur orð. Við vottum þeim báðum dýpstu samúð. Við þökkum læknum og hjúkrunarliði Landspítalans auðsýnda umhyggju og hlýju undanfama mánuði. Við kveðjum systur okkar með söknuði og þakklæti,- Megi góður Guð blessa minningu hennar og hugga okkur sem eftir sitjum með söknuð í hjarta. Systkinin An ÞU SPARISKIRTEINI SEM ERU HÆTT AD BERA AVOXT? Pað er heldur óskemmtileg tilhugsun að vita til þess að í heimahúsum liggur fjöldinn allur af spariskírteinum ríkissjóðs sem láðst hefur að innleysa, og mörg þeirra eru því hætt að bera ávöxt. Ef þú átt slík skírteini viljum við hvetja þig til að koma til okkar í Verzlunarbankann og innleysa þau. 10. september er nýr innlausnardagur fyrir spariskírteini að uþþhæð 2,6 milljárða. MARGIR KOSTIR - ALLIR GÓÐIR. Við erum reiðubúin að hjálpa þér að vega og meta hentugar ávöxtunarleiðir fyrir andvirði skírteinanna. Þú getur t.d. valið KASKÓREIKNING, RENTUBÓK eða ný SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, allt eftir því hvað hentar aðstæð- um þínum og markmiðum. Verzlunarbankinn býður þér einnig upp á þá þægilegu þjón- ustu að taka skírteinin þín í geymslu og sjá um áframhaldandi ávöxtun þegar kemur að innlausnardegi. Alltaf velkomin (n). VERZLUNARBANKINN -uúuuvitHeðfién! þARABAKKA 3 UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI VATNSMÝRARVEGI 10 BAN KASTRÆTI 5 LAUGAVEGI 172 GRENSÁSVEGl 13 HUSI VERSLUNARINNAR KRINGLUNNI 7 ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ VATNSNESVEGI 14, KEFLAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.