Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 Stiörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Fiskurinn í dag er röðin komin að hinu dæmigerða fyrir Fiskamerkið (19. febrúar — 19. mars). Tákn þess eru tveir fiskar sem synda hvor í sína áttina en á milli þeirra er band sem teng- ir þá saman. Þetta táknar að fískurinn er mótsagnakennd- ur. Hann leitar oft í tvær átt- ir og hefur úr mötgu að velja hvað varðar leiðir í lífinu. Hann er fjölhæfur. ■ Sveigjanlegur Oft er sagt að fiskurinn búi yfir þeim hæfileika að geta flotið með straumnum þegar þannig stendur á og geta siðan tekið á sprett og varist gegn straumum lífsins. Hann er því m.a. sveigjanlegur. Útsjónarsamur og viðkvœmur Fiskurinn er margslunginn í eðli sínu. Hann er stundum viðkvæmur og skiptir um skoðun eftir veðri og vindum. Það má einnig orða þetta öðruvisi og segja að hann sé útsjónarsamur og séður, eða kunni að sæta lagi og spila á aðstæður sér í hag. Mannþekkjari Fiskurinn er oft það næmur á aðra að hann á auðvelt með að fá fólk til að gera það sem hann vill að það geri. Hann kann að tala við svo til hvem sem er og segja það sem fólk vill heyra og þar með fá aðra á sitt band. Það eru því til stórir fiskar í sjónum sem gleypa smærri fískana. Laus við stífni Þetta þýðir að í raun verðum við að varast að gefa fastmót- aðar lýsingar á Fiskamerkinu. Merkið er margslungið og sami einstaklingurinn getur verið misjafn, m.a. eftir tíma- bilum. f raun er fátt fast þeg- ar Fiskurinn er annars vegar. Óútreiknanlegur Það sem er einna algengast að sjá þegar Fiskurinn er ann- ara vegar er þægileg og lipur framkoma. Hann er dagfare- prúður, en á til að vera óút- reiknanlegur og mislyndur. Sem betur fer er það hins vegar svo að þegar verri hliðin snýr fram þá dregur hann sig yfirleitt í hlé og lætur lítið á sér bera. Skilningsríkur Að öllu jöfnu er Fiskurinn viðsýnn og skilningsrfkur. Hann lendir því oft í hlutverki hlustandans og þess sem tekur á móti vandamálum vina sinna. Á hinn bóginn er næm- leikinn stundum það mikill að hann forðast vandamál til að vernda sjálfan sig. Takmarkalaus Einn helsti hæfileiki Fisksins er fólginn í aðlögunarhæfni eða þvf að geta fallið inní svo til hvaða umhvérfí sem er. Þetta á rætur að rekja til sveigjanleika, næmleika og ímyndunarafls. Ég hef undan- farið hugsað mikið um það að eitt helsta einkenni Fisksins sé fólgið í takmarkaleysi, f því að hann er án landamæra. Þetta lýsir sér m.a. þannig að hann dæmir ekki, heldur reyn- ir að taka á móti og skilja. Hann er fordómalaus og laus við stífni og býr ekki til veggi á milli sín og annarra. Tréö semsvignar Fiskurinn er því mjúkur og eftirgefanlegur, en samt sem áður oft klókur. Hann bakkar, sætir lagi og kemur aftur. Hann er þvf ekki mjúkur i þeirri merkingu að vera veik- ur, þvert á móti, enda segir einhvers staðar að tréð sem svignar undan storminiim sé sterkast, því það rfs upp aft- ur, en brotnar ekki. GARPUR DYRAGLENS ÍEFItu \y/ss\ UM /)E> £/h)HV£R. HHF/ EK/d /V!ÚTAE> HANÍNUh/hH ? FERDINAND tOjUOJV ÖMtkl Jhwfy, 'JlýuAsjyLarv J JvoucL ck, ofiwt Éduv. CO 1987 Umted Fealurc iyndlcalc. Inc. l'/yi (YYltj' OmAöfíXOA/ Jnsuu, JL JjLCCnaXtuL ct ZumMmkilcL. SMÁFÓLK 3t hJUtiwAU/ JhtcujuU^uJL. U-3 Kæri bróðir, Snati, í ár Ég skreytti rótarknippi Það var nyög fallegt. fékk ég frábæra hugmynd. sem jólatré. föufcliwrvit ! En svo fór það! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Polaris vann nauman sigur á sveit Braga Haukssonar í 64 spila úrslitaleik Sanitas- bikarkeppninnar, sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Var leik- urinn jafn fram á síðasta spil og þegar upp var staðið skildu aðeins 11 IMPar sveitimar að (160—149). Önnur lotan minnti um margt á kínversku íþróttina „ping-pong“. Aðeins tvö spil af 16 féllu og sveiflumar í hinum 14 voru ekki af smærri gerð- inni, eins og úrslit lotunnar gefa til kynna, 63 IMPar gegn 66! Hér er ein, sem féll til Braga og félaga: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D1065 V2 ♦ K73 ♦ D9842 Vestur ♦ ÁG82 ♦ D109863 ♦ 2 ♦ 7 Austur ♦ K743 ¥- ♦ D1086 ♦ ÁKG65 Suður ♦ 9 ♦ ÁKG74 ♦ ÁG954 ♦ 103 í lokaða salnum voru Bragi og Sigtryggur Sigurðsson í AV gegn Þorláki Jónssyni og Guðm. Páli Amarsyni í NS. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður ' B.H. ÞJ. S.S. G.P.A. — Pass 2 lauf 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Bragi átti erfitt með að trúa því að jólin væm svo snemma á ferðinni, eins og sveitarfélagi hans, Guðmundur Pétureson, orðaði það sfðar f spjalli um spil- in. En á þvf lék enginn vafi; andstæðingamir virtust tilbúnir til að spila f sjölitnum hans og þeir um það! Niðurstaðn varð þrír niður og 800 í AV. í lokaða salnum fengu liðs- menn Braga, Asgeir Ásbjöms- son og Hrólfur Hjaltason, 100 í viðbót gegn Karli Sigurhjartar- syni og Sævari Þorbjömssyni. Fyrir hvað? Enginn nema Nostradamus ætti möguleika á að giska rétt á það: Vestur Norður Austur Suður K.S. H.H. S.Þ. A.Á. — Pass 1 lauf 1 hjarta Pass 1 spaði 2 tíglar Dobl Pass Pass Pass Sævar slapp einn niður með því að hirða toppana sína og stinga hjarta þrisvar, sem verður að teljast all gott á þennan tromplit. En sveit Braga skráði samt 14 IMPa í dálkinn sinn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson A Evrópumeistaramótinu í at- skák á Spáni í vor kom þessi staða upp f viðureign sovézka alþjóða- meistarans Novikov, sem hafði hvítt og átti leik, og landa hans, Sarvinsky. 18. Rxc6H - gxh5, 19. Rxe7+ - Kf8, 20. Rxc8 - Hxc8, 21. Bd4! - Hxcl+, 22. Hxcl - Dd8. Eftir þessi miklu uppskipti em komnar skýrar línur f stöðuna. Hrókur og biskupar hvíts em miklu sterkari en svarta drottningin og eftir 14 leiki til viðbótar gafst svartur upp. „Atskák" einkennist af því að hvor keppandi hefur aðeins hálftfma fyrir alla skákina. Á fyreta íslandsmótinu f atskák í sumar sigraði Jón Garðar Viðars- son, Skákfélagi Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.