Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 43 Hanna Sofie Hall- dórsson—Minning í dag verður til moldar borin frá. Áskirkju Hanna Sofíe Halldórsson, en hún lést í Hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. þessa mánaðar. Söknuður er það sem fyllir huga minn og hjarta er ég kveð elskulega ömmu mína í hinsta sinn, en hugga mig við að eftir mun hjartkær minn- ingin um hana lifa. Amma mín leit fyrst dagsins ljós 15. ágúst árið 1904. Hún var fædd í Haugesund í Noregi, dóttir Mörtu Kristine, sem var mikil athafnakona þar í bæ, og Knut Jobsen skipstjóra. Það var fyrir tilstilli mágs ömmu minnar að hún réð sig 19 ára göm- ul til starfa á Norska sjómanna- heimilinu á Siglufirði og vann þar í tvö sumur við hjúkrunarstörf. Það var þar sem hún kynntist afa mínum, Sigmundi Halldórssyni húsasmíðameistara, sem lést fyrir 17 árum. Eftir seinna sumarið sitt á Siglu- fírði hélt amma aftur til Noregs og stundaði m.a. nám við lýðháskóla í Norður-Noregi og það var ekki fyrr en 7 árum síðar að hún flutti alfar- ið til íslands. í heil 7 ár skiptust amma og afi á innilegum bréfum sín á milli og þegar amma var 27 ára gömul sótti afí brúði sína til Noregs og þau hófu fyrst sinn bú- skap á Laugavegi 18 í Reykjavík. Síðar reisti afí þeim hús í Efsta- sundi 42 þar sem þau bjuggu svo öll sín búskaparár. Þeim varð 5 barna auðið, en misstu næstelstu dóttur sína unga. Eftirlifandi dætur þeirra eru: Kristín, gift Guðna Ingi- mundarsyni, Dóra, gift Gunnari Gunnarssyni, Jenný Bergljót, gift Áma Björgvinssyni og Guðrún, gift Jóhannesi Steinþórssyni. Heimili afa og ömmu í Efsta- sundi var gott heim að sækja og tel ég mig lánsama að hafa fengið að alast þar upp ásamt systur minni á meðan móðir okkar vann hörðum höndum til að geta fest kaup á íbúð. Mfnar bestu minningar úr bam- æsku em þær stundir sem við áttum hjá þeim í Efstasundinu. Amma var mikill höfðingi heim að sækja og aldrei mun ég gleyma hversu gestrisin og góð hún var. Alltaf tókst henni að bera fram veisluborð þegar ég kom heim eftir skóla með félagana og það vom jafnan fleiri sem nutu hennar miklu gestrisni. Ég minnist kolamann- anna sem komu með kolin heim í hlað, sem í þá daga vom notuð til upphitunar, en það var algeng sjón að sjá þá í kaffí og meðlæti hjá ömmu. Eins man ég eftir því þegar amma vann á Kleppsspítalanum, að hún átti það til að koma gang- andi inn Efstasundið með sjúklinga og á leiðinni með þá heim í kaffí, en í þá daga vom fordómar miklir í garð hinna geðsjúku, sem í dag hefur breyst til hins betra með auk- inni þekkingu. En þetta lýsir ömmu minni best, hún hlýddi ávallt hjarta sínu og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún fylgdist alltaf vel með þegar við krakkamir vomm að leik í göt- unni að við beittum sanngimi við hin minnimáttar og bfyndi það vel fyrir okkur að vera réttlát og skilja engan útundan. Það sama gilti um dýrin, en hún var mikill dýravinur sem sást best á því að alltaf áttu villi-kettimir ömggt skjól hjá ömmu þegar kóln- aði í veðri og svengdin fór að láta bera á sér. Amm saman komu þeir til Ömmu og fengu í svanginn og nutu hlýjunnar hennar. Það var gott vegamesti út í lífið sem hún amma gaf okkar aðstand- endum og skal henni ávallt þakkað og minnst fyrir það. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber Steinar tali allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Blessuð veri minning ömmu minnar. Michiko S. Gústafsdóttir Minning um ömmu Soffíe er mér tær og hlý. Vegamesti það sem hún hefur fært afkomendum sínum ber andblæ góðvildar og glaðværðar. Þegar ég hugsa til baka minnist ég ömmu þar sem hún segir okkur sögur frá Noregi. Frásögn hennar var svo skemmtileg og lifandi. Einn helsti kostur ömmu var hversu mjög hún gat glaðst með manni, hlegið, sungið og dansað. Hún naut líðandi stundar glaðværðar. Dagar ömmu hér á íslandi, frá því hún flutti sem ung kona frá Haugasundi í Noregi, hafa ekki allt- af verið albjartir. Hún horfði á eft- ir fjölskyidu og vinum í fjarlægu landi og tókst á við lífið á íslandi með afa Sigmundi, þar sem aðstæð- ur voru stundum erfíðar og ólíkar því er hún hafði átt að venjast. Dætur sínar Kristínu, Dóm, Jenný og Guðrúnu ól hún upp af dug og veitti þeim hlýju hjarta síns og bar þeim gleði og góða lund. Eina dótt- ur, Halldóru, missti hún fjögurra ára gamla. í augum ömmu var réttur lítil- magnans alger, og varði hún hend- ur hans í krafti dómgreindar sinnar á réttu og röngu. Minnist ég þess sérstaklega hversu vel hún varði böm fyrir illindum og flækingsketti fyrir hungurvofu. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast andblæ elsku ömmu minnar. Von mín er sú, að minningin um hana verði afkom- endunum lífsneisti og tákn fyrir sameiningu þeirra á vegum lífsins. Salvör Gunnarsdóttir xnfeU>*'8°ííre^#bS ve9r'®^- S^agíe!nSJeg°nPj'I^ra9/a/da ^Z'aunaareidslna P'|0>rlii.n(, °0 að / Mottokuöig, Frvmrlt G*»tluuiti EINDAGI . SKILA . A STAÐGRBBSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar flárhæðir skulu vera í heilum krónum. : Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöðfyrirskilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.