Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 MeeAAtttt W f-/3 © 1984 Universal Press Syndir „ Hele.r\<x.,fr#nk&. m'in, -fék.)c v/innu i' dýragCirbL." Ast er. . . ... að vera aftur sautj- án ára í anda. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghtt resarved ° 1988LosAngelesTimesSyndicate Ég sá þig en ekki skipstjór- ínn... Við ktistum bara upp á það hvort okkar á að koma þeim í háttinn — HÖGISTI HREKKVISI Stalín og víxlararnir í Máli og Menningu Til Velvakanda. Ég held að ungu framsóknar- mennirnir geti tekið óguðlegu víxlarana í Máli og Menningu til bæna núna þegar þeir feta í fótspor harðsvíraðra gróðahyggjumanna og hækka verðið á námsbókum. Þær voru nú ekki velfengnar rúblurnar sem forlagið var stofnað fyrir. Það vissu þeir, kommisaramir sem ráku fyrirtækið. Svo Stalín gæti fóðrað sjálfboðaliðana, sem börðust fyrir því að koma helfjötr- um marxismans á föðurlönd sín, þurfti hann að taka kornið frá hungruðum almenningi í Rússlandi og breyta því í erlendan gjaldeyri handa þessum þá þokkalegu hug- sjónamönnum. Konan, sem var sendiherra Rúss- lands í Stokkhólmi og styrkti kommúnistaflokkana á Norðuriönd- um, mátti þola það að Stalín lét taka af lífi minnsta kosti einn eigin- mann hennar. Allt var samt gott sem Stalín gerði, eins og best sést á áróðrinum sem Mál og Menning gaf út. Þeir þurftu að greiða Stalín fyrir fjárhagsstuðninginn. Hann barðist á móti auðvaldinu en sjálfur seldi hann allt dýrast. Það er regin- munur hvort okrað er á skartgrip- um eða námsbókum því allir verða að læra að lesa og fer slíkt ekki eftir efhum og ástæðum. Það hefur ekki verið af eintómum mannkærleika sem dóttir Breznefs safnaði gullstássinu. Aldrei verða stjórnendurnir í kommúnistaríkjun- um „sakaðir" um meðaumkun með samborgurum sínum, hvort sem þeir eru hvítir eða svartir. Má í því tilliti minna á Viskí—veisluna í Eþíópíu sem haldin var fyrir pen- inga sem Vesturlöndin gáfu hungr- uðum, eða Kastró sem safnar lysti- snekkjum. Húsmóðir. Til hvers er óhagstæður vöruskiptajöfnuður? Til Velvakanda. Ég get ekki annað séð en að hægt sé að kippa þessum málum í lag á stuttum tíma. Einfaldast er að banna um stund innflutning á öllu því sem hægt er að framleiða hérlendis. Sem dæmi má nefna húseiningar, innréttingar, báta, húsgögn, fatnað, skó, sælgæti, kex, veiðarfæri, umbúðir (t.d. mjólkur- fernur), tilbúna málningu, kartöflu- flögur, bjórgutl svo maður tali nú ekki um danska sfld og aðrar sjávar- afurðir. Nu hefur loksins verið ákveðið að leyfa sölu á sterkum bjór og finnst mér alveg upplagt að höggva á hnútinn hér og nú og leyfa aðeins sölu á innlendri framleiðslu. Það hlýtur að skapa innlendum fram- leiðendum betri rekstrarskilyrði ef framleiðsíumagn þeirra er meira. Það gerist ósjálfrátt vegna eftir- spurnar. Vafalaust myndu margir missa spón úr aski sínum við slíkar aðgerðir, en hvers vegna má ekki til tilbreytingar koma við kaunin á umboðsaðilum og innflytjendum eins og endalaust er gengið á hlut launafólks með kaupskerðingu og verðhækkunum? Hömlur þyrfti líka að setja á inn- flutning bíla og annarra dýrra tækja, í samræmi við eftirspurn. G.S. , GÆTTU pÍH 'ATRÓPNUM i'nÆSTA r\Os),HÖGU\)" Víkverji skrifar Frá því var sagt hér í blaðinu fyrir skömmu, að 1976 hefði Leoníd Brezhnev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, dáið klínískum dauða eins og nú er komist að orði en með nútímatækni og kunnáttu hefði læknum tekist að kalla hann aftur til lífsins. Hefði hann síðan verið eins og í öðrum heimi og lítið fylgst með því, sem gerðist í kring- um hann. Hélt hann engu að síður áfram að stjórna ríki sínu til dauða- dags 1982. Þegar Víkverji las þetta minntist hann samtals sem hann átti við eriendan sendiherra skömmu áður en Brezhnev féll frá, en þá var altal- að að hann gengi ekki heill til skóg- ar. Víkverji spurði sendiherrann, sem hafði nýlega hitt Brezhnev, hvort sovéski leiðtoginn bæri það með sér að hann væri veikur. Sendi- herrann spurði Víkverja á móti, hvort hann hefði farið í vaxmynda- safn Madame Tussaud í London. Svarið var jákvætt og þá sagði sendiherrann, að útlit Brezhnevs hefði helst minnt á vaxmyndirnar, sem þar eru til sýnis; hann hefði verið leiddur um og ekki virst fylgj- ast með því sem fram fór, andlitið hefði verið eins og á brúðu. Fréttirnar um klínískan dauða Brezhnevs bárust frá Sov- étríkjunum en samkvæmt þeim var æðsti maður landsins í „öðrum heimi" í sex ár, áður en hann andað- ist. Hefði því almennt verið haldið á loft á þessum árum, hvernig kom- ið var fyrir Brezhnev, er ekki vafi á því, að það hefði verið talið hið versta sovétníð og til marks um að óvinir Sovétmanna svifust einskis til að rægja þá og svívirða. Breska blaðið The Times komst þannig að orði í forystugrein um fregnina af klínfskum dauða Brez- hnevs og afleiðingar hans, að það kæmi sovéskum almenningi, þegn- um Kremlverja, líklega ekki á. óvart, að Brezhnev hefði verið í „öðrum heimi" síðustu ár ævi sinnar; þegn- arnir hefðu löngum verið þeirrar skoðunar að leiðtogar þeirra, hin nýja stétt, lifðu í öðrum heimi! Þessi frásögn af síðustu æviár- um Brezhnevs er aðeins ein af mörgum furðulegum fréttum sem berast frá Sovétríkjunum um þessar mundir. Er engu líkara en verið sé að taka til í lygasmiðju stjórnvalda og kasta þaðan út því versta. Nýlega var til að mynda skýrt frá því, að yfírmaður sovésku landmælinganna hefði viðurkennt, að síðustu 50 ár hefðu stjórnvöld falsað næstum SIl almenn kort í landinu samkvæmt skipunum frá leynilögreglunni KGB. Hvorki fljót né götur og akvegir hefðu verið færð með réttum hætti inn á kort og sama væri að segja um landa- mæri og landfræðileg kennileiti. í frétt The New York Times um þetta segir, að ekki sé unnt að fá nothæft kort af Moskvu frá sovésk- um yfirvöldum. Bandarískir stjórn- arerindrekar og blaðamenn í Moskvu telji að besta götukortið af Moskvu sé gefið út í Bandá- ríkjunum — af bandarísku leyni- þjónustunni CIA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.