Morgunblaðið - 14.09.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 14.09.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 51 Fyrirspurn um kvæði Til Velvakanda. „í Morgunblaðinu 20. ágúst s.l. var fyrirspum um kvæði það sem hér fylgir. Þar sem ég hef ekki séð þessari fyrirspum svarað sendi ég erindin hér. Kannski er ekki alveg rétt með þetta farið og ekki veit ég hver höfundurinn er. Guðrún Valdimarsdóttir, Birki- völlum 18 Selfossi. Viltu með mér vaka er blómin sofa, vina mín og ganga suður að tjðm? Til Velvakanda. í ágúst þegar verið var að veita viðurkenningar fyrir fallega garða og gott útlit lóða, riflaðist upp fyrir mér gamalt atvik. Nokkur ár em lið- in síðan þetta gerðist og þá var einn garður verðlaunaður og nokkrir fengu viðurkenningu. Við hjónakomin sátum við gluggann og lásum dagblöðin á sunnudegi í sæmilegu veðri í ágúst. Tók ég þá eftir óvenjulegum manna- ferðum í þessari kyrrlátu götu. Bílar streymdu að og út úr bílunum kom fólk sem stefndi að húsinu okkar. „Sérðu," sagði ég við Nonna. „Það hlýtur eitthvað að vera á seyði í nágrenninu. Hvað er þetta fólk að góna á?“ „Mér virðist það vera að skoða garðinn okkar,“ svaraði Nonni. Þama gekk fólk upp með garðinum, sumt hristi höfuðið hneykslað. I þessu hringdi síminn. Það var Sigga vinkona og henni var mikið niðri fyrir. „Imba til lukku með garðinn. Eg vissi ekki að hann væri svona fal- legur, það er orðið svo langt síðan ég hef komið. Það stendur í Moggan- um að garðurinn við Kattaskjól 3 hafi hlotið viðurkenningu." „Sigga, það hlýtur að vera mis- skilningur. Það hlýtur að vera garð- urinn hennar frú Jóhönnu í Hunda- skjóli 3. Hún er alveg einstaklega natin við garðinn, setur meira að segja plasthettur yfir viðkvæmustu blómin ef rignir.“ Nú fór ég að átta mig á öllu þessu fólki sem farið hafði í sunnudags- bíltúrinn til þess að skoða verðlauna- garðana. Hvað áttum við að taka til bragðs? Setja kannski upp skilti þar sem bent er á rétta garðinn við Hundaskjól 3? Ekki varð þó af því að skiltið væri sett upp. Eiginlega höfðum við lúmskt gaman af því að fylgjast með fólkinu og undruna- rsvipnum er augu þess staðnæmdust við svínaburstir og aðrar arfategund- ir. Fram eftir kvöldi leið fólkstraum- urinn áfram og loks kom að því að dyrabjöllunni var hringt. Úti fyrir stóð náungi með úfið hár og skegg. Þegar ég opnaði dymar dundu á mér fúkyrði og skammir yfir því að þessi illa hirti garður skyldi fá viðurkenn- ingu. Við hlytum að vera í náðinni Þar í laut við lágan eigum kofa, lékum við okkur þar saman böm. Þar við gættum fjár um fölvar nætur, fagurt var þar út við hólinn minn. Hvort er sem mér sýnist að þú grætur, seg mér hví er dapur hugur þinn. Þvf ég græt að burt er æskan bjarta, bemsku minnar dáin sérhver rós. Það er sárt í sínu unga hjarta að sjá hve slokkna öll hin skærstu Ijós. Ó, hve fegin vildi ég verða aftur vorsins bam og héma leika mér. hjá dómnefndinni og fleira í þeim dúr. Þegar ég komst loks að til að leiðrétta misskilninginn og segja manninum að þetta væri vegna prentvillu í blaðinu, þusaðist hann í burtu án þess að segja orð. Ég er ekki frá því að þessi falska viðurkenning hafí orðið til þess að mánudeginum eyddi ég að mestu í garðinum og reyndi að snýrta svolí- tið til. f dagblöðum næstu daga komu svo réttu garðamir í ljós. Leið nú og beið, en um miðjan september, í björtu og góðu veðri, komu tvær fullorðnar frænkur í heimsókn aust- an úr sveitum. Tók ég eftir því að þegar þær gengu eftir stéttinni upp að húsinu, horfðu þær vel í kringum sig þangað til önnur sagði: „Já, hann er bara reglulega fallegur." H. Halldórsdóttir Til Velvakanda. Þegar ég hafði lesið grein í Vel- vakanda eftir Þorleif Kr. Guðlaugs- son 25.08., datt mér í hug orð Jesú úr Lúkasar guðspjalli: „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki heldur láta sannfær- ast, þótt einhver rísi upp frá dauð- um.“ Fyrir utan Johannes 3:3—13 eru fleiri staðir bæði í Gamla og Nýja Testamentinu sem tala um endur- fæðingu, t.d. Matteus 11:13—14 og 17:11-13, Markús 10:29-30, Lúk- as 22:28, Johannes 15:27 og 19:26-27, Matteus 5:4, 1. Kor. 3:8, Malaki 4:5—6, Esekíel 37:1—14. En sérstaklega langar mig að benda á Matteus 16:18 (rétt þýðing): „Og ég segi þér, Símon Jónason: Þú ert þessi Pétur sem ég sagði þér frá. Og á þessum kletti - sannleikann um endurfæð- ingu - mun ég byggja söfnuð minn, og hlið heljar skuli eigi verða honum yfirsterkari!“ Yfir því hefur verið haldin mikil leynd að Jesú kenndi endurfæðingu og að þessar kenningar voru bann- En nú er lamað þrek og þrotinn kraftur þunga sorg á herðum mér ég ber. Hví þá gráta, gamla æskudrauma, gamla drauga, bara óra og tál? Láttu þrekið þrífa í stýristauma, þá er létt að kljúfa lífsins ál. Kemur ekki vor að Iiðnum vetri, vaxa ei nýjar rósir sumar hvert? Vom hinar fyrri fegri, betrí? Felldu ei tár en glöð og hugrökk vert. Þú átt gott, þú þekkir ekki sárín. Þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull en gull em líka tárín guðleg svölun hverri hrelldri sál. Stundum þeim sem þrekið prýddi og kraftur þögul höfug felldu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur þó önnur fegrí skreyti veginn þinn. Misskiln- ingnr vegna áskriftargjalda leiðréttur Vegna mistaka var því haldið fram í Velvakanda þriðjudaginn 13. september að ellilífeyrisþegar fái allir helmingsafslátt á áskriftar- gjöldum Morgunblaðsins. Það skal því tekið fram til að forða frekari misskilningi að þeir einir fá helm- ingsafslátt sem sýna fram að þeir hafi óskerta tekjutryggingu. aðar 553 á kirkjuþingi í Konstant- inopel. Páll postuli segir í Rómverjabréf- inu: „Þeir kváðust vera vitri, en urðu heimskingjar. Þeir hafa um- hverft sannleika Guðs í lygi! Og reiði Guðs opinberast af himni yfir sérhveijum óguðleika og rangsleitni þeirra manna, er drepa niður sann- leikann með rangsleitni." Og í 1. Korintubréfí stendur skrifað: „Því að ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna og hygg- indi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hefur Guð ekki útva- lið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinnroða? En náttúrlegur maður veitir ekki viðtöku því sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það. Og speki þessa heims er heimska hjá Guði. Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra. Drottinn þekkir hugsanir vitring- anna, að þær eru hégómlegar.“ Það er enginn eins blindur og sá, sem vill ekki sjá. Bronko Haraldsson. Prentvillupúkinn Endurfæðingín í Gamla og Nýja Testamentinu Þessir hringdu . . Úr tapaðist I Hveragerði Gyllt kvenmannsúr tapaðist í Hveragerði 24. júlí. Upplýsingar í síma 22521 og 37269. Úlpatýndist Dökkblá úlpa með blágrænni og grárri rönd á ermum týndist 3. september nálægt Fjölnisvegi. Upplýsingar í síma 14792. Peningaplokk á Veröldinni ’88 Brynhildur hringdi: „Ég fór með 6 ára syni mínum á sýninguna Veröldin ’88. Sonur minn hafði mikinn hug á að sjá Köttinn sem fer sína leið og Gælu- dýrahomið, sem auglýst hefur verið í Qölmiðlum. Við leituðum uppi Gæludýrahomið sem saman- stóð af fjórum fískabúmm og engu öðm og leikritið stóð yfír í 20 mínútur. Fyrir þetta greiddi ég 490 kr. fyrir sjálfa mig og 360 kr. fyrir bamið. Það fyllti svo mælinn þegar ég var rukkuð um 70 kr. vegna þess að sonur minn hafði freistast til að hoppa á dýnu sem þama var. Tvær konur sem ég hafði tal af höfðu sömu sögu að segja. Mér finnst þessi sýning tómt peningaplokk og það tíðkast hvergi annarsstaðar að selt sé inn á sölusýningar. Köttur týndist 5 mánaða grábröndóttur köttur hvarf frá heimili sínu að Gmndar- landi 14, 5. september. Finnandi hringi í síma 681812. HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 SLÖKUN GEGN STREITU ★ Langvarandi streita er hættuleg heilsu þinni. ★ Hægt er að ná tökum á eigin streitu, láta streituna vinna með sér en ekki gegn sér. ★ Hægt er að stjóma eigin streituviðbrögðum. Nú býður Heilsugarðurinn upp á slökunamámskeið. Á því verður veitt fraðslá um eðli, orsakir og afleiðingar streitu, fjallað veróur um aðferðir til að forðast streituástand og kenndar verða ýmsar þróaðar slökunarafingar sem gefið hafa góða raun. Notast verður m.a. við „biofeedback-tækni“ til að flýta fyrir árangri. LEIÐBEINENDUR: Jóhann Ingi Gunnarsson, Sæmundur Hafsteinsson, sálfræöingur sólfræðingur Slökunarafmgar gera þér kleift að þola betur streitu- álag, eykur tilfinn- ingu fyrir eigin líkama, hjálpar þér að hvílast betur og eykur vellíðan og afköst o.fl. Námskeiðið tekur3 vikur oghefst 19. septembernk. STÓR RÝMINGAR SALA út vikuna! Ferö til okkar er ferö til fjár! NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ! KAPGSALAN BORGARTÚNl 22 SÍMI 23509 Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.