Morgunblaðið - 14.09.1988, Page 54

Morgunblaðið - 14.09.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MTOVTKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 OLYMPIULEIKARNIR Hörð barátta um vetrar- leikana 1994 Á MORGUN, 15. september, tveimur dögum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í Seo- ul, verður tekin ákvörðun um hvar vetrarólympíuleikarnir 1994 fara fram. Fjórar borgir hafa sótt um að fá að halda leikana, þar á meðal er Öster- sund í Svíþjóð og Lillehammer í Noregi. Það ríkir að vonum mikil eftirvænting íviðkomandi borgum og talsmenn borganna eru allir bjartsýnir á hagstæð úrslit. Fyrirfram er vonlaust að segja til um úrslit, því þessir háu herrar í ólympíunefndinni hafa oft komið á óvart. Asíðustu mánuðum og vikum hefur verið háð geysihörð kosningabarátta. Barátta þessi er tvískipt, í fyrsta lagi öll sú vinna sem lagt hefur verið í á síðustu árum og í öðru lagi baráttan um traust nefndar- manna síðustu dag- ana fyrir kosningu. Vingjamleglr Erlingur 'Jóhannsson skrifarfrá Noregi Ef undirbúningur Lillehammer er tekinn sem dæmi, kemur í ljós að þessi 15.000 manna bær hefur boðið um 50 fulltrúum alþjóða ólympíunefndarinnar í heims sn. Flestir fulltrúanna hafa verið /in- gjamlegir og heitið stuðningi sínum. Sömu aðferðum hafa flestir hinna umsækjendanna einnig beitt. Undirbúngingurinn síðustu tvær vikumar fyrir valið er talinn ákaf- lega mikilvægur því flestir nefndar- manna mæta tímanlega til Seoul til að ræða við umsækendur. Áhrifamenn Á þessum vikum er mikilvægt fyrir viðkomandi borgir að hafa áhrifamikið fólk til staðar í Seoul. Sveit Lillehammer, þessari grein ólympíuleikanna, er vel skipuð og má þar nefna Harald krónprins, forsetisráðherrann og menntamála- ráðherrann. Auk þess verða flestir aðrir áhrifamenn innan íþrótta- hreyfingarinnar í landinu viðstadd- ir. Kostnaður Öll þessi vinna hefur kostað Lille- hammer um 150 milljónir, en eins og áður segir er ógemingur að segja til um hvort þetta beri nokkum árangur. Allt veltur á góðvild full- trúa alþjóða ólympíunefndarinnar. Eitt er víst að meðan slík barátta ríkir um að fá að halda ólympíuleik- ana mun vegur þeirra aukast í framtíðinni. Því þær borgir sem hljóta þá viðurkenningu að fá leik- ana vilja sýna að þær séu traustsins verðar. Reuter Keppendur frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum verða nú saman á Ólympíu- leikum í fyrsta sinn síðan 1976 í Montreal. Myndin var tekin í gær á æfíngu fyrir setningarhátíðina á laugardag; kóreanskt starfsfólk með þjóðfána risaveld- anna og nafnspjöld. Siglingamennimir: Alltaf með öryggis- verði á hælunum Islensku siglingamennimir eru orðnir langþreyttir á hópi aðstoðarmanna sem eltir þá á röndum. Um leið og siglingamennirnir eru komnir út úr hótelinu em komin túlkur, öryggisvörður og leiðsögumaður. „Það er svolítið þreytandi að vera alltaf með þetta fólk á hælunum, en líklega að þetta gert af öryggisástæðum," sagði Ari Bergmann flokks- stjóri íslensku siglingamannanna. „Túlkurinn er ung stúlka og við höfum sagt henni að hún þurfí ekki að elta okkur allan daginn. En hún segist vera á launum við að fylgja okkur og verði að gera það. Við verðum því líklega að sætta okkur við að ferðast með allan hópinn á eftir okkur,“ sagði Ari. Ödýrara að kaupa en leigja Dýrt að lifa í ólympíuþorpinu Verðlag í ólympíuþorpinu er gífurlega hátt og nauðsynja- vörur em seldar á uppsprengdu verði. Það hafa íslensku keppend- umir fengið að reyna og segja að ódýrara sé að kaupa hluti en að leigja þá. SigmundurÓ. Sfeinarsson skrifarfrá Seoul Gunnar Jónsson, læknir íslenska ólympíuliðsins, brá sér í þorpið þar sem hann ætlaði m.a. að leigja ljósritunarvél og myhd- bandstæki. Hann kom tómhentur til baka skömmu síðar, gífurlega hneykslaður á verðíaginu. Gunnar Kjartansson, gjaldkeri HSÍ, sagði að ódýrara væri að kaupa hlutina, koma með þá heim og borga toll af þeim, en að leigja þá. Það sé greinilegt að heima- menn ætli að hagnast á Ólympíu- leikunum. Þá er mjög dýrt að borða í þorpinu og margir hafa gripið til þess að borða bara vel á morgn- anna, en morgunmaturinn er ókeypis. Aðrar máltíðir em hins- vegar mjög dýrar og þegar reikn- ingurinn kemur mætti frekar halda að borðað hafi verið á fjög- urra stjömu veitingastað en á skyndibitastað. Handbolti: Afríku- búar vilja þjálfara og dómara ÞRÓUNARAÐSTOÐ HSÍ við ríki Afríku á handknattleiks- sviðinu hefur skilað sér í stuðningi Afríkuþjóða við umsókn HSÍ um heims- meistarakeppnina 1993. Flestar Af ríkuþjóðirnar munu styðja íslendinga á alþjóðaþingi IHF hór í Seo- ul, en þar er um að ræða rúmlega 20 atkvæði. Ivetur fóm Viðar Símonar- son og Hiimar Bjömsson til Afríku og kenndu handknatt- leik. Ferð þeirra heppnaðist mjög vel og nú vilja Afríkuþjóð- irnar fá fleiri kennara, þjálf- ara og dómara. Stærstu þjóðir Afríku í hand- knattleik em Úganda, Nígería og Ghana og þær hafa heitið stuðningi við umsókn HSÍ og segja að aðrar þjóðir Afríku muni greiða HSÍ atkvæði sitt. SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Seoul Alþjóða handknattleikssambandið: Breytingar verða á stjóm Aþingi alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF, hér í Seo- ul, verður kosið í tvö sæti í stjóm IHF. Evrópusmabandið hefur komið sér saman um fram- bjóðendur og er líklegt að Gunnar Knutsen, formaður danska handknatt- SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Seoul leiksambandsins, verði kjörinn í stjóm IHF. Tveir hætta í stjóm IHF, Max Rinkenburger, aðalritari og Raim- ond Hain frá Frakklandi. I þeirra stað munu líklega koma Rudi Glock frá V-Þýskalandi og Gunnar Knuts- en frá Danmörku. Knutsen fékk 12 atkvæði og var það fyrst og fremst að þakka samstöðu Norðurlanda- þjóðanna. íslendingar höfðu í hyggju að bjóða fram í stjóm IHF og var nafn Jóns Hjaltalín Magnússonar nefnt í því sambandi. íslendingar ákváðu hinsvegar að hætta við framboð til að skaða ekki umsókn sina um HM 1993. FOLX ■ FLORENCE Griffíth Joyner fagnaði ákaft þegar staðfest var í gær að heimsmet hennar í 100 metra hlaupi, 10,49, hefði verið lög- legt. Metið setti hún fyrir tveimur mánuðum. Vafi lék á hvort með- vindur hefði verið innan löglegra marka en eftir ýtarlega athugun kom í ljós að allt var í stakasta lagi. MJOYNER er margt til lista lagt og hefur hún meðal annars samið ævintýri fyrir böm. Hún segir að þau endi öll vel og vonast til að ævintýrið í Seoul endi jafnvel og hún vinni til þriggja gullverðlauna. MMATS Wilander er nú efstur á heimslistanum í tennis. Ivan Lendl hrapaði niður í annað sætið. Stefan Edberg er þriðji á listanum, Andre Agassi fjórði, Boris Becker fimmti, Pat Cash sjötti, Yannick Noah sjöundi, Jimmy Connors áttundi, Tim Mayotte níundi og Miloslav Mecir tíundi. Mskipuleggjendvr ól höfðu í huga að takmarka hversu margir þátttakendur frá hverri þjóð fengju að taka þátt í opnunarhátíð- inni næsta laugardag. Bandaríkja- menn mótmæltu þessu kröftuglega og kröfðust þess að allir þátttakend- ur yrðu með. Var því að endingu hætt við takmarkanimar. MKARL GÚSTA VSvíakonungur er nú staddur í Seoul og verður viðstaddur opnunarhátíð ÓL á laug- ardag. Hann á góðar minningar frá ÓL i MUnchen fyrir 16 árum, því að þar kynntist hann eiginkonu konu sinni, Silvíu drottningu. MSOFIA, höfuðborg Búlgariu er líklegust til að vera valin sem keppnisstaður Vetrarólympíuleik- anna 1994. Fleiri reyna þó að hreppa hnossið, meðal annars frændur okkar Svíar. MTRÓPÍ-mótið í tennis verður haldið í íþróttahúsinu í Digranesi helgina 16.-18. september. Leik- menn sem em efstir á TRÓPÍ- listanum í bæði A- og B-flokki munu keppa á þessu móti. ■ AÐALFUNDUR handknatt- leiksdeildar Víkings verður haldinn í félagsheimilinu við Hæðargarð þriðjudaginn 20. september kl. 20:30. HAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregið 7. október Heildarverómœti vinninga 21,5 milljón. fj/tt/r/ mark

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.