Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 55
intM mm -«-v MORGUNBLAÐED IÞRQI I iR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 55 KNATTSPYRNA / U-21 Jaf nt gegn Hollandi Góðursíðari hálfleikur tryggði íslendingum annað stigið ÍSLENZKA unglingalandsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði jafntefli við Hol- Iendinga1:1 ífyrsta leiksínumí Evrópumeistarakeppni ungl- inga í gœr. Jafntefli voru ekki ósanngjörn úrslit miðað við gang leiksins en íslendingar áttu þó heldur meira í leiknum. Fátt markvert gerðist fyrr en á 28. mfnútu. Þa kom há sending inn fyrir vörn Islendinga á Eric Viscaal sem þakkaði fyrir sig með því að hamra knött- inn í netið. Eftir þetta færðist meira fjör í leikinn og fengu bæði liðin Meðal annars átti Gestur Guðmundur Jóhannsson skrifar færi. Gylfason skot sem bjargað var á línu. Eftir fremur daufan fyrri hálfleik mættu íslenzku strákarnir ákveðnir til seinni hálfleiks. Tvisvar munaði litlu að Arnljótur Davíðsson næði að skora úr fremur þröngum færum en inn vildi boltinn ekki. Island-Holland 1 : 1 Valbj&marvöllur, Evrópukeppni ungl- ingalandsliða 21 árs og yngri i knatt- spyrnu, þriðjudaginn 13. september 1988. Mark íslands: Eyjólfur Sverrisson (78.). Mark Hollands: Eríc Viscaal (28.). Gult spjald: Sævar Jónsson (82.) og Van Halst (59.). Dómari: David Syme, Skotlandi. Áhorfendur: Um 100. Lið íslands: Ólafur Gottskálksson, Rúnar Krístinsson, Gestur Gylfason (Steinar Adolfsson vm. á 72. mtn.), Baldur Bjarnason, Einar Páil Tómas- son, Sævar JÓnsson, Hallsteinn Arnar- son, Pétur Óskarsson, Ragnar Mar- geirsson, Arnljótur Daviðsson, Ólafur Krístjánsson (Eyjólfur Sverrísson vm. á 46. min.). lið Hollands: De Goey, Elzinga, Go- ossens, Plomp, Laamers, Van Halst, Alflen, Aars (De Boer vm. á 46. mln.), Boere, Viscaal, Witschge (Roy vm. á 84. mín.). Loksins eftir þunga sókn tókst Eyjólfi Sverrissyni að skora af stuttu færi. Eyjólfur, sem leikur með Tindastóli, kom inn á kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Þær mínútur sem eftir voru sóttu bæði liðin. Baldur Bjarnason átti gott skot frá vítateigslínu, sem markvörður Hollendinga varði vel. Stuttu síðar fengu Hollendingar gott færi sem þeir nýttu ekki. Nið- urstaðan varð því jafntefli 1:1. Arnljótur var sprækur í leiknum og var Hollendingum erfiður. Rúnar Kristinsson og Baldur Bjarnason léku einnig vel, einkum í síðari hálf- Jeik. Sævar Jónsson var kjölfestan í vörninni en hefur samt oft leikið betur. Gottíselnnihálfleik „Hollendingar voru sterkir f fyrri hálfleik og strákana vantaði visst sjálfstraust. Það kom f seinni hálf- leik og þá lékum við vel. Ég er nokkuð ánægður með leikinn í heild. Við fengum fleiri færi en þeir, þótt við hefðum aðeins skorað einu sinni. Næsti leikur okkar verður gegn Finnum 28. september í Finnlandi," sagði Júrí Sedov, þjálfari fslenzka unglingalandsliðsins í samtali við Morgunblaðið. FRJALSARIÞROTTIR Góður árangur A-ÞJóðverJa A-ÞÝZKT f rjálsíþróttaf ólk keppti á sínu síðasta mótl fyrir Ólympfuleikana ígœrkvöldi. Þrátt fyrir bleytu og erfiðar aðstœður á mótinu, sem fór fram f A-Berlín, náðist ágastur árangur og er Ijóst að A-Þjóð- verjar mœta sterkir til leiks í Seoul. FOLK ¦ PA UL McGrath mun að öllum Ifkindum skrifa undir samning við Tottenham á morgun. Terry Venables bauð 800.000 pund f ¦¦¦¦¦ni McGrath og líklega Frá Bob mun Manchester Hennessy United ganga að iEnglandi þ^ McGrath hefur samþykkt kaupin, en nú er aðeins beðið eftir sam- þykki Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóra Manchester Un- ited. McGrath lék með Manchest- er United gegn Liverpool á Anf i- eld fyrir skömfhu, en lið hans tap- aði 1:0. Ef hann skrifar undir á morgun fær hann tækifæri til að hefna því hann yrði lfklega með Tottenham gegn Liverpool á laugardaginn. ¦ FRANK Stapelton, fyrirliði irska landsliðsins i knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í leikinn gegn N-frum í Heims- meistarakeppninni í knattspyrnu f kvöld. Stapelton hefur ekki leikið siðan hann hætti hjá Ajax en hefur æft með Manchester City. Hann segist ekki vera í nægilegri leikæf- ingu til að geta verið með. Þess má geta að hefði hann leikið í kvöld hefði hann jafnað landsleikjamet Liam Brady sem er 67 landsleikir. ¦ HOWARD Wilkiasoa fram- kvæmdastjóri Sheffield Wednes- day hefúr keypt markvörðinn Chruis Turner frá Manchester United fyrir 175.000 pund. Þess má geta að Turner hóf einmitt feril sinn hjá Sheffield Wednes- day. Gabriele Reinsch kastaði 74,44 m í kringlukasti en ung stúlka Ilke Wyludda kom skammt á eftir með 77,40 m og bætti þar með unglingaheimsmet sitt. Jiirgen Schult náði einnig ágætum árangri f kringlukasti karla. Hann kastaði 70,46 m. Heike Drechsler stökk 7,19 m í langstökki og hljóp 200 m á 22,08 sek sem er mjög góður árangur miðað við aðstæðurnar. Petra Felke, sem nýlega setti heimsmet í.spjótkasti, kastaði f gær 74,62 m. Ulf Timmermann kastaði kúlu 22,56 m en Udo Bayer 21,84. Marlies Goehr sigraði f 100 m hlaupi kvenna á 10,89 sek. Hún varð sjónarmun á undan Kerstin Behrent. J m 1 W *>? f! im i h B%" L^^^^^| ¦ 1$ ^w ^^ffé ¦ H á ¦B I ¦^mm^ ,. Æ .S -_____f^jiaiiil t~~*~irrn - " ' ' á ^J^eBmt-; ; ^lJ 9 Morgunblaðið/Bjarni Ragnar Margelrsson virðist hér hafa lagt einn Hollendinganna að velli f bókstaflegri merkingu. Tveir eldri leikmenn mega leika með. U-21 árs liðiri?1 og léku Ragnar og Sævar Jónsson í gær. KIMATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Asgeir skoraði Stórsigur Stuttgart á Núrnberg Asgeir . Sigurvinsson kom Stuttgart í gang er Hðið mættí Nurnberg á heimavelli í v-þýsku úrvalBdeildinni f knatt- spymu í gær. Stuttgart sigraði 4:0, en f leikhléi var staðan 0:0. Asgeir skoraði fyrsta markið með góðu skoti frá vítateíg á 56. mfnútu. Allgöwer bætti öðru marki við og Klinsmann gerði tvö' síðustu mörk Stutt^art, „Við vorum heppnir að tapa þessu ekki. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur og Niirnberg hefði auðveldlega getað skorað," sagði $ Ásgeir eftir leikinn. sge I t toppslag deildarinnar gerðu Bremen og Bayern Mönehen jafn- tefli 2:2, en Stuttgart og Bayern Míinehen eru f efsta sæti með 11 stig. Nú tekur við þriggja vikna frí í v-þýsku knattspyrnunni á meðan Ólympfuleikarnir standa yfir. HANDKNATTLEIKUR / HM 1993 Austur-Þjóðverjar í hlutverki sáttasemjara Munu bera fram tillögu um að kosið veröl úm HM 1993 og 1995 í Seoul HEIMSÞING alþjóða hand- knattleikssambandsins, IHF, hefst í dag í Seoul. Þaft sem yekur mesta athygi er barátta íslendinga og Svía um aö fá aö halda HM 1993. í dag voru þjóðirnar á þingi Evrópusam- bandsins, en segja má að nú hafi áróðursstríð þjóðanna náð hámarki. M Aþingi Evrópusambandsins f dag var reynt að lægja öld- urnar á milli íslendinga og Svfa. Borin var fram tillaga um að önn- ur hvor þjóðin drægi tillögu sína til baka en báðar neituðu. Að öðru leyti var ekki mik- ið rætt um heimsmeistarakeppn- ina. í boði sem a-þýska handknatt- leikssambandið hélt f gær náðist samkomulag um að A-Þjóðverjar yrðu sáttasemjarar og bæru fram tillögu um að kosið yrði um mótin 1993 og 1995 í sömu kosningu en ekki er heimild fyrir því f lögum IHF. Sovétmenn, Tékkar, A-Þjóð- verjar og reyndar nær allar þjóðir A-Evrópu munu halda að sér höndunum þar til í ljós kemur SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Seoul Morgunblafiifi/Sigmundur Ó. Steinarsson Jón HJaKalín Magnússon og Matthfas Á. Mathiesen formaður íslensku HM 93 nefndarinnar. Myndin er tekin leið þeirra til Seoul. hvort hægt verður að kjósa um bæði mótin í einu. Þarna er um fjölmörg atkvæði að ræða sem gætu skipt sköpum fyrir baráttu íslendinga um að fá HM 1993. „Utlu atkvæoln" vega þungt Á þingi IHF hefur hver þjóð eitt atkvæði og þrátt fyrir að Svíar hafi fengið í lið með sér margar stærstu þjóðir heims er ekki þar með sagt að þeir fái keppnina. tslendingar hafa t.d. fengið stuðning um 20 Afríkuríkja og þjóða á borð við Spán, Portúg- al og Belgíu. Svíar hafa hinsvegar einbeitt sér að helstu handknatt- leiksþjóðum Evrópu og þeim þjóð- um sem eiga menn í stjórn IHF. Skipulagoar aögerðir íslendingar sátu fund Evrópu- sambandsins í gær, en Jón Hjalt- afn Magnússon og Matthías Mat- hiesen fóru hinsvegar og ræddu við þjóðir á fundi Afríku- og Asiu sambandsins og á fundi breska samveldisins. Aðgerðir íslendinga hafa verið mjög skipulagðar svo ekki sé meira sagt. íslenska nefndin hefur hlotið lof fyrir gott skipulag og Kjartan Steinbach var kosinn tals- maður Norðurlanda á Evrópu- þinginu og kom það sér vel fyrir Islendinga. Koslðámorgun Á morgun verður svo kosið um hvar heimsmeistarakeppnin 1993 verður haldin. Þangað til heldur áróðursstríðið áfram, enda greini- legt að báðar þjóðirnir leggja gífurlegt kapp á að fá keppnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.