Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 9 BENIDORM 20. sept örfá sæti laus VerÖ frá kr. 32,900 í tvær vikur BENIDORM í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á þriðju- dag, um ráðningu nýs framkvœmdastjóra Ut- gerðarfélags Akur- eyringa, er meðal annars rætt við Gisla Konráðs- son, fráfarandi fram- kvæmdastj óra. í viðtal- inu segir Gisli mx: „Ég hef ávallt verið fram- sóknarmaður og dreg enga dul á það að ég tel Framsóknarflokkinn hiklaust vera flokk vinstri manna. í hveiju bæjarfélagi eru tveir armar, sem skipta með sér völdum eftir þvi sem kjósendur vejja hveiju sinni. Annars vegar er það hægri armur og hins vegar vinstri armur. Ég tel að tveir fram- kvæmdastjórar hvor af sínum væng stjómmála séu félaginu nauðsynleg- ir svo tryggt megi vera að báðir þessir armar eigi fulltrúa í fram- kvæmdasijórastól. Mér finnst þetta fyrirkomu- lag mjög skynsamlegt og sé enga ástæðu til að breyta þvi. Þess vegna tel ég að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði alls ekk- ert þurft að koma nærri ráðningu eftirmanns mins, heldur hefðu vinstri flokkamir átt að koma sér saman nm arf- taka minn þar sem ég tel mig sitja í stólnum fyrir hönd vinstri manna. Þar af leiðandi hefði alls ekki þurft að augiýsa starfið." Ekkert gam- altsam- komulag Alþýðublaðið birtir i gær viðtal við Pétur Bjamason, fulltrúa Al- þýðuflokksins i stjóm Utgerðarfélags Akur- eyrar. Hann er fyrst spurður hvort eitthvað gamalt pólitiskt sam- komulag sé við lýði varð- andi ráðningu i fram- kvæmdastjórastöðu Út- gerðarfélagsins. Pétur svarar svo: „Ekki það ég þekki og ég leyfí mér að efast um RAHIKVÆMDASTJORA- rAPI«JKKI PÓLITÍSK 'tyrirteehj. Pólitíski útgerðarstjórinn Snörp orðaskipti hefur mátt heyra í fjölmiðl- um að undanförnu vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra hjá Utgerðarfélagi Akur- eyrar. Tvö viðhorf virðast vera ríkjandi í umræðunni. Annars vegar eru þeir, sem vilja láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni, þegar nýr framkvæmdastjóri er valinn, og hins vegar þeir, sem telja að „vinstri flokk- arnir“ eigi heimtingu á framkvæmdastjóra- stólnum og „vinstri flokkarnir“ eigi því að velja framkvæmdastjórann. Hefur Gísli Konráðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, gerst helsti talsmaður síðara viðhorfsins. í Staksteinum er í dag vitnað í viðtal við Gísla Konráðsson í Morgunblaðinu en einnig við- tal í Alþýðublaðinu við Pétur Bjarnason, fulltrúa Alþýðuflokksins í stjórn UA. Þá er loks staldrað við svar Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, þegar hann var inntur álits á skattahugmyndum Framsóknarflokksins. að það sé gamalt sam- komulag til.“ Er nauðsynlegt að framkvæmdastjórar séu úr sitt hvorum stjóm- mÁlskflnklnnnm? „Ég skal ekki segja neitt um hvort það er hætta á ferðum ef menn fara i starf með ein- hveijum slflnim ásetn- ingi, ég sé hins vegar ekki alveg hvaða hætta það er. Þetta er í eðli sinu ekki neitt pólitiskt starf, það snýst fyrst og fremst um að reka fyrir- tæki, verka og vinna fisk og gera út. Eg sé bara ekki hvernig flokkspól- itík kemur þar inn i yfir- höfuð.“ Sú saga hefur heyrst að ákveðið hafi veríð að veita Gunnarí starfið, annars hefði hann ekki sóttum. Veistu tii að slíkt hafi veríð ákveðið? „Ég tel mig þekkja nægilega vel til, að ég geti alfarið hafnað þess- ari skoðun. Ég vil lika benda á, að ef það hefði komið upp á þá hefðu menn ekki auglýst stöð- una. Eftir því sem mér skilst hefur það ekki ver- ið gert áður.“ Kemur þessi umræða sem átt hefur sér stað þér á óvart? „Það kemur mér kannski ekki á óvart að svona raddir hafl komið upp, en það kemur mér aðeins á óvart að það hafl verið sagt opinber- lega að það ætti að úti- loka menn úr einum stjómmálaflokki frá þátttöku, en hins vegar kemur mér ekkert á óvart að sumir skuli hafa hugsað svona.“ Skattá Steingrím Borgarstjóri er i DV i gær spurður álits á tillög- nm framsóknarmanna um skatt á sveitarfélög sem hafa yflr tíu þúsund krónur á ibúa i aðstöðu- gjöld. Davíð Oddsson er ómyrkur i máli: „Fjandskapur Fram- sóknarflokksins við Reykjavík riður ekki við einteyming. Ég hef reyndar ekki séð tillögur Framsóknarflokksins um þetta. En þetta er nátt- úrulega óskaplegur felu- leikur til þess að þurfa ekki að segja að skattur sé lagður bara á Reykjavík þvi það mun ekkert annað sveitarfé- lag falla undir þetta. Ég velti þvi fyrir mér hvort það myndi standast ef sett yrðu lög um sér- stakan skatt á alla íslend- inga, hvem einasta mann sem heitir Steingrimur Hermannsson, er rauð- hærður og fer fjömtíu daga á ári í laxveiði á kostnað annarra. Teldist það almenn skattahækk- un? Menn geta velt þvi fyrir sér hvort slikt stenst. Ef það stenst þá skal ég viðurkenna að tillaga Framsóknar- flokksins stenst." 4. Oktj og 11. okt FerÖir eldri borgara. Hjúkrunarfræðingur meö í feröinni. , l lÆDsmsmm Áhættulaos og aróbær ávöxtun Verð frá kr. 32,830 miðað viö tvennt í íbúð í tvær vikur, og kr. 44,390 í trjár vikur miöaö við tvennt í íbúð Opið frá kl. 09.00 - 18.00 FERÐA.. HilMIÐSTOÐIIM Itxvjei Aðalstræti 9, sími 28133. Kominn er út nýr flokkur verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Hægt er að velja um: 3ja ára bréf með ársávöxtun 8,0%, 5 ára bréf með árs- ávöxtun 7,5% og 8 ára bréf með ársávöxtun 7,0%. Spariskírteini eru í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Þau eru ríkistryggð og fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar eru þau tekju- og eignarskattsfrjáls og því bæði örugg og arðbær fjárfesting. Spariskírteini ríkissjóðs fást á afgreiðslustöðum Landsbanka íslands og þar er jafnframt séð um innlausn eldri spariskírteina. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna vVs^s",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.