Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 „Þetta er okkar saga" Hefilbekkir A VERZLUNIN ^ Laug*v*gi 29. Sfmar 24320 — 24321 — 24322 Kynntu þér mjúku heimilistækjalínuna frá Blomberg Hún kemur þægilega á óvart. Einar Farestveit&Co.hf. ¦OMQAKTUN 3>, BtMAfti (•«) t«MS OG M»M - NMQ »(UA»T«M Leið 4 stoppar við dyrnar. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! eftir Þór Magnússon í vor fór ég um Austur-Finnland og hreifst mjög af þessu indæla landi og þó ekki síður af að sjá, hve gríðarlega áherzlu Finnar leggja á að varðveita menningar- minjar sínar, sem þeir eru stoltir af. Þeir hafa um langan tíma þurft að takast á við varðveizlu þjóðernis síns, enda hafa Finnar oft lotið yfirráðum stórvelda, Svía og Rússa á víxl, og má hvarvetna sjá merki um yfirráð þessara þjóða í landinu. Einn staður af mörgum forvitni- legum er ég sá var veiðihús keisar- anna við Langinkoski í næsta ná- grenni Kotka. Þar stendur þetta gríðarstóra og fagra veiðihús á klettahólma úti í fossaflúðunum í Kymi-á, nú að mestu safn og búið húsmunum þess tíma er keisarinn dvaldist þar á sumrum og veiddi lax með fylgdarliði sínu. Þarna er nú fjölsóttur ferðamannastaður og er 511 umönnun sem bezt verður á kosið, gestir verða t.d. að klæðast sérstökum hlffðarskóm til að ganga á um gömul og gljáfægð gólfin. Hér hanga myndir af keisara- hjónunum rússnesku f gullnum römmum með kórónu yfir, en keis- arinn var stórfursti af Finnlandi. Víðar var svo í sögulegum bygging- um frá keisaratímanum, sém við sáum á þessum slóðum, að keisara- myndir héngu á veggjum. Leiðsögumaður okkar, Jarno Peltonen safnstjóri við Listiðnaðar- safnið f Helsinki sagði, að til Lang- inkoski kæmi árlega mikill fjöldi ferðamanna og nú sæktu rússn- eskir ferðamenn -þangað í ríkum mæli í hópferðum. Ég spurði hann, hvernig Rússar tækju þvf að sjá sumarhúsum keis- aranna haldið við sem þjóðardýr- gripum og hvarvetna á slfkum stöð- um stórar myndir af keisarahjónun- um. Og hvort Rússar, sem Finnar halda uppi miklum og góðum sam- skiptum við, teldu það ekki beinlín- is ögrun við sig að Finnar skyldu halda uppi minningu þeirra á þenn- an hátt. Og ég bætti við, að í Hels- inki væri stór stytta af Alexander þriðja og gata nefnd eftir honum. Hvað þætti Rússum um þessa virð- ingu við minnismerki keisaranna? Jarno svaraði stutt og laggott: „Þetta er okkar saga." Og hann „Ekkert er smáþjóð jafn mikilvægt og að þekkja sögn sína, ekki sizt nú í umróti aukinna alþjóðasamskipta og* á stundum slævðrar þjóð- kenndar. Mættu þessi minnismerki minna þjóðina á, að hún hefur ekki alla tíð verið frjáls og óháð öðrum, en eink- um eru þetta síns tíma tákn." lagði sérstaka áherzlu á orðið okk- ar. Þetta svar hans kemur mér í hug er ég hugleiði þingsályktunartil- lögu, er ég sá getið í blöðunum eftir heimkomuna og lögð var fram á Alþingi í vor, um að taka skuli kórónu og nafndrátt Kristjáns kon- ungs 9. af Alþingishúsinu og setja í staðinn skjaldarmerki íslands, það sem nú er. Enn eimir eftir af þjóðernisminni- máttarkennd. — Þessi siður, að ROYAL Bezti eftirmaturinn 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrceríð saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu járðarberja sítrónu. setja nafndrætti konunga, kórónu eða skjaldarmerki á byggingar er orðinn gamall, þótt hans hafi ekki gætt lengi á íslandi, þar sem opin- berar byggingar eiga sér ekki langa sögu. Þó má nefha nokkur dæmi hér. Á hinni fögru Prestsbakkakirkju á Síðu, sem reist var 1859, er nafn- dráttur Friðriks konungs 7. á turn- inum og kóróna yfir. A Dómkirkj- unni í Reykjavík var nafndráttur Kristjáns konungs 8. með kórónu yfir, sem tekið var af er skipt var um þakefni fyrir nokkrum áratug- um. Á Loftskeytastöðinni á Melun- um er skjaldarmerkið gamla, fálk- inn, og konungskórónan var yfir, en hún var af gáleysi_ söguð af fyr- ir allmörgum árum. Á Safnahúsinu við Hverfisgötu er sama skjaldar- merki með kórónu, höggvið i stein. Þetta eru minnismerki frá þeim tíma, er húsin voru reist eða endur- byggð. Alþingishúsið er friðlýst sam- kvæmt lögum, sem Alþingi sjalft setti, enda er það hús eitt merkasta byggingarsögulega minnismerki landsins og verða menn að taka því, að það skuli teiknað af dönskum arkitekt og byggt af dönskum múr- meistara. Friðun þess þýðir, að húsinu skuli ekki breytt að ófyrir- synju, enda hefur þess verið gætt í seinni tíð að halda því sem bezt við og í sinni réttu og upphaflegu mynd, ytra sem innra. Færi Alþingi nú í fljótræði að svipta húsið þessu sögulega minnis- merki væri framið rnikið óhæfu- verk, og slíkt eru aðrar þjóðir löngu hættar að gera. Myndi þá fleira geta komið á eftir, og mætti ætla, að skjaldarmerkinu á Safnahúsinu með kórónunni yrði þar næst lógað. — og síðan kynni mönnum að detta í hug, að mátulegra væri að setja styttu af einhverjum stjórnmála- manni, sem getið hefði sér orð, framan við Stjórnarráðið ( stað styttunnar af Kristjáni konungi 9. sem menn minnast þó sem góðs konungs, þess sem fyrstur kom til íslands og færði landinu stjórnar- skrá á þeim tíma, er íslendingar voru smám saman að öðlast sjálfs- forræði. Ekkert er smáþjóð jafn mikil- vægt og að þekkja sögu sína, ekki sízt nú í umróti aukinna alþjóða- samskipta og á stundum slævðrar þjóðkenndar. Mættu þessi minnis- merki minna þjóðina á, að hún hef- ur ekki alla tíð verið frjáls og óháð öðrum, en einkum eru þetta síns tíma tákn. Ég átti þess einnig kost í vor að skoða hluta Kristjánsborgarhallar, sem er að sönnu ekki gömul í núver- andi mynd, endurreist, eftir bruna undir lok 19. aldar. Sum herbergin voru viðgerð alllöngu eftir brunann. Þar kom ég í salinn sem drottn- ingin heldur ríkisráðsfundi sína og þar sem hún veitir áheyrn þeim, sem eiga við hana erindi. í biðstofunni, fo'grum og mjög skreyttum sal frá því rétt eftir 1920, varð mér starsýnt á loftið, fagur- lega skreytt með gifsmyndum og öðru skrautverki. I tveimur gagn- stæðum hornum var skjaldarmerkið með ljónunum þremur, en það sem vakti sérstaka athygli mína var, að í hinum tveimur hornum loftsins var íslenzka skjaldarmerkið með skjaldberunum fjórum og kórónunni yfir. Eg lét í ljós ánægju við vörðinn, sem sýndi mér salina, að sjá þarna íslenzka skjaldarmerkið enn í dag og að það hefði ekki verið fjarlægt við sambandsslitin. „Að sjálfsögðu ekki," sagði hann, „þetta eru sögu- leg tákn. Konungurinn var þá einn- ig konungur íslands." Þetta sagði hann með ánægju í röddinni og tilfinningu þess manns, sem þekkti og mat sögulegar minj- ar og hefðir. Ég á nú varla von á, að Alþingis- húsinu verði breytt og minningar- markið gamla fjarlægt. Til þess eru alþingismenn flestir nógu víðsýnir og minnimáttarkenndin gagnvart Dönum er að mestu horfin úr hug- um manna. Ég minni þó enn á orð Pelton- ens: Þetta er okkar saga. Kristján 9. var ekki síður konungur íslands en Danmerkur árið 1881. Höfundur erþjóðminjavörður.