Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Þegar þú innleysir spariskírteini í Búnaðarbankanum færðu trausta leiðsögn í peningamálum. Búnaðarbankinn veitir alla þjónustu við innlausn á spariskírteinum ríkissjóðs, kaup á nýjum spariskírteinum eða val á öðrum sparnaðarleiðum. Bankinn annast innlausn spariskírteina í öllum afgreiðslustöðum sínum, en nú í september eiga margir eigendur spariskírteina kost á að innleysa þau. Sérfræðingar bankans veita góð ráð í peningamálum. í mörgum tilvikum er tvímælalaust rétt að innleysa spari- skírteini og huga að kaupum nýrra skírteina eða öðrum sparnaðarkostum. í öðrum tilvikum kemur til álita að fresta innlausn. Við bendum þeim sem innleysa spariskírteini sín á eftirfarandi sparnaðarkosti. 1. Gullbók og Metbók sem báðar gáfu mjög góða raunávöxtun á fyrra árshelmingi. 2. Bankabréf Búnaðarbankans til 2-5 ára með 9,25% raunávöxtun á ári. 3. Ný spariskírteini ríkissjóðs sem fást í Búnaðarbankanum. Þau eru til 3-8 ára og gefa 7-8% raunávöxtun. Bankinn hefur opnað nýja afgreiðslu í Hafnarstræti 8, 1. hæð, sem annast viðskipti með Bankabréf Búnaðarbankans og spari- skírteini. Leitaðu ráðgjafar í traustum banka. BINAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Bygífing grunnskólans í Hveragerði. Fj ölskyldudagur í Hveragerði m VIÐ BYGGJUM skóla“ eru ein- kunnarorð Fjölskyldudagsins í Hveragerði sem verður nk. laug- ardag, 17. september, á leikvell- inum við grunnskólann. Dagskráin hefst á leikvelli grunnskólans kl. 14. Fyrr í þessum mánuði flutti gagnfræðaskólinn í nýbyggingu við bamaskólann en frá og með þessu skólaári starfa báðir skólamir sam- einaðir undir .nafni Gmnnskólans í Hveragerði. Undanfamar vikur hefur fjöldi fólks lagst á eitt að ljúka fram- kvæmdum við skólann, svo að kennsla geti hafist á réttum tíma. Iðnaðarmenn hafa lagt nótt við dag og ekki hafa foreldramir látið sitt eftir liggja, því að m.a. hafa þeir í sjálfboðavinnu sett upp leiksvið í samkomusal skólans. A laugardag- inn kemur taka Foreldrafélagið, Skátafélagið og Ungmennafélagið höndum saman og efna til Fjöl- skyldudags á skólavellinum undir lqörorðinu „Við byggjum skóla". Tilgangurinn er að afla fjár til að setja upp leiktæki á skólalóðinni og treysta aðstandendur á að Hver- gerðingar og Ölfusingar á öllum aldri fjölmenni og leggi sitt af mörk- um til uppbyggingarstarfsins. (Úr fréttatilkynningu.) Rit um stöðu kynjanna á N or ðurlöndum ÁRIÐ 1984 hófu hagstofumar á sem gefinn var út I tilefni af Norðurlöndum samvinnu um Kvennaráðstefnu Sameinuðu söfnun hagtalna um stöðu kynja. þjóðanna í Nairobi 1985. í fram- Fyrsti árangurinn af því starfi haldi af því ákváðu hagstofurnar var bæklingurinn „Konur og að unnið skyldi að gerð ítarlegra karlar á Norðurlöndum 1985“ rits með tölulegum upplýsingum um stöðu kynjanna á Norður- löndum. Sælkeravörur Á verði fyrir alla. JOHN WEST í veisluna, hversdagsmatinn eða nestispakkann Stórar sardínur. Krabbi. Túnfiskur í olíu, JOHN WEST Gæðaframleiðsla úr 1. flokks hráefni 4 tegundir: Karrýsósa Barbequesósa Majones/maísbaunir Tómatsósa Einkaumboð: ///// A mprí Rlra Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að þessari bók, og kom hún út í lok júlí sl. og var þá lögð fram á Kvennaráðstefnunni í Osló. Bókin nefnist „Kvinnor och mán í Norden. Fakta om jámstalldheten 1988“. („Konur og karlar á Norðurlöndum. Staðreyndir um stöðu kynja 1988“.) í bókinni er með töflum, myndum og skýringartexta brugðið ljósi á líf og starf kvenna og karla á Norður- löndum og dregið fram það sem er líkt og ólíkt í þessum efnum í lönd- unum fimm. Bókin sýnir glöggt, að heimur kvenna og karla er ólíkur og aðstæður misjafnar. Samstarfshópur á vegum hag- stofanna á Norðurlöndum safnaði og vann úr tiltækum upplýsingum. Af hálfu Hagstofu íslands vann Sigríður Vilhjálmsdóttir, þjóðfé- lagsfræðingur, að gerð bókarinnar. Bókin er skrifuð á sænsku og norsku en aftast eru ágrip á öllum Norðurlandamálunum, auk ensku. Bókin „Konur og karlar á Norð- urlöndum" er gefin út af Norrænu ráðherranefndinni og kostuð af henni, ásamt Hagstofu Norður- landa í Kaupmannahöfn, af jafn- réttisráðum í Finnlandi og á íslandi og hagstofum landanna fimm. Bók- in er til sölu á Hagstofu íslands og hjá Jafnréttisráði. (Fréttatílkynningf) Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.